Þjóðviljinn - 04.01.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1968, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. janúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Yfir 20 flugvélar énýftar í Danang Enn ein skyndiárás þjóðfrelsishersins á eina mestu herstöð Bandaríkjanna í Suður-Vietnam SAIGON 3/1 — Skæruliðar þjóðfrelsishersins í Suður-Vi- etnam gerðu í morgun skyndiárás með flugskeytum á flug- stöðina við Ðanang, .eina mikilvægustu herstöð Bandaríkj- anna, og gereyðilögðu þeir eða löskuðu meira en tuttugu flugvélar. Slíkar árásir hafa hvað eftir annað verið gerðar á flugstöðina og kemur enginn lengur tölu á allar þær flugvélar sem þar hafa verið eyðilagðar á jörðu niðri. Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að hrekja þjóð- frelsisherinn úr stöðvum þeim sem hann hefur í næsta nám- unda við herstöðina, en allt hefur komið fyrir ekki. Eftir árásina í dag segjast Banda- ríkjamenn hafa fundið þrjá skot- palla fyrir eldflaugar aðeins átta kílómetra frá flugstöðinni. Skammt fyrir sunnan Danang, sem er við ströndina í norður- hluta Suður-Vietnams, gerðu þjóðfrelsishermenn í dag áhlaup á þorp við Hoian, sem er höf- uðborg í fylkinu Quang Nam. Bandaríska setuliðið var gersigr- að. Enn sunnar segjast Banda- ríkjamenn hafa ráðizt á annað þorp sem er á valdi Þjóðfrelsis- fylkingarinnar. 31 þorpsbúi lá eftir í valnum, en ekkert mann- tjón varð í bandaríska liðinu. í Hanoi var tilkynnt að þrjár bandarískar flugvélar hefðu ver- ið skotnar niður yfir borginni og hafi Bandaríkjamenn þá misst 2.692 flugvélar yfir Norð- ur-Vietnam. Bandaríkjamenn segjast hafa skotið niður tvær Mig-þotur Norður-Vietnama. Frá gullforðabúri Bandaríkjanna í Fort Knox. Frakkar um boðskap Johnsons: Líðan Blaibergs hjartaþega sögð „algerlega viðanandí HÖFÐABORG 3/1 — Líðan suð- urafríska tannlæknisins, Philips Blaibergs, sem í gær var grætt í hjarta úr nýlátaum manni, var í dag sögð „algerlegá viðunandi". Hann var þegar farinn að fá næringu, þrúgusykursupplausn, og hann rabbaði við læknana og hjúkrunarkonurnar sem stöðugt vaka yfir honum. Sjálf hjartaígræðslan er sögð hafa gengið mun betur en þég- varar vlð fasismanum HELSINKI 3/1 — Kekkonen for- seti varaði í kosningaræðu sem hann flutti í kvöld í finnska sjónvarpið við þeirri hættu sem Evrópuþjóðum stafaði af fasism- anum. Svo mætti virðast, sagði hann, sem fasistísk alda gangi nú yfir álfuna og nefndi hann í því sambandi kosningasigra ný- nazista í Vestur-Þýzkalandi og valdarán herforingjanna í Grikk- landi. ar hjartað var grætt í Wash- kansky fyrir mánuði og allt hef- ur enn gengið eins og bezt verð- ur á kosið, segja læknamir. Allt er undir því komið hvort líkami Blaibergs sættir sig við aðkomu- vefinn og hvort tekst að vama því að hann fái I sig sýkla. Víða um heim hefur verið vakin sérstök atihygli á þvi að Suður-Afríku þar sem kyn- þættirnir eru algerlega aðskild- ir var J|jarta úr blökkumanni grætt í Blaiberg. Frönsk nefnd sem berst gegn apartheid sagði í yfirlýsingu sem birt var í dag að gera ætti alþ.ióðasamþvkkt sem bannaði að líffærí úr fólki sem svipt hefði verið mannrétt- indum eða dæmt til dauða væru notuð til ígræðslu í aðra. ■inann! vísað úr Saigon SAIGON 3/1 — Saigonstjómin hefur neitað að framlengja vega- bréfsáritun fréttamanns banda- ríska vikuritsins „Newsweek" og eiginkonu hans og eiga þau að vera komin úr landi innan viku. Fréttamaðurinn, Everett G. Mar- tin, hefur verið nær tvö ár í Vietnam. ,,Newsweek“ hefur hvað eftir annað undanfarið birt grein- ar þar sem Saigonstjómin og her hennar sættu gagnrýni. Ein þeirra sem var samanburður á frammistöðu þjóðfrelsisher- manna og hermanna Saigon- stjómarinnar var kölluð „Ljónin þeirra, hérarnir okkar“. engm lausn á vandanum Efnahagur Bandaríkjanna verður aðeins bættur með því að stríðinu í Vietnam Ijúki sem fyrst PARÍS, WASHINGTON og LONDON 3/1 — Embættis- menn frönsku stjórnarinnar sem í fyrstu létu í ljós ríkan skilning á nauðsyn þeirra ráðstafana sem Johnson forseti boðaði á nýársdag, hafa við nánari umhugsun komizt á aðra skoðun og sama máli gegnir um franska fésýslumenn, segir fréttaritari Reuters í París. Fréttaritarinn, Gilbert Sedbon, segir að þau viðhorf sem séu ríkjandi í París eigi rót sína að rékja til ótta við það að ráð- stafanirnar muni bitaa h-arðar á Frökkum og bandamönnum þeirra í EBE heldur en Banda- ríkjamönnum sjálfum. Haft er eftir þessum mönnum að þessar ráðstafanir muni eng- in áhrif hafa hvorki á Víetnam- stríðið né gullvandamálisð. Því aðeins vefði hægt að koma efna- hag Bandaríkjanna, sem 'skipti svo miklu máli fyrir mikinn hluta heimsins, á heilbrigðan grundvöll að Víetnamstríðinu verði lokið sem allra fyrst Og tekinn upp nýr gullfótur. Þá er bent á það í París að ráðstafanirnar komi misjafnlega Konungssinnar seg/ast hah umkringt höfuðborg Jemens JEDDAH, SAUDI-ARABlU 3/1 — Franska fréttastofan AFP seg- ir að í útvarpstilkynningu frá konungssinnum í Jemen hafi verið fullyrt að hersveitir þeirra Eftirlit sé ekki msð kvikmyndum fyrir fullorðna KHÖFN 3/1 — Nefnd sem danska dómsmálaráðuneytið skip- aði til að athuga gildandi regl- ur um kvikmyndaskoðun komst að þeirri niðurstöðu að afnema ætti allt eftirlit með kvikmynd- um sem sýndar eru fullorðnum, þótt slíkt eftirlit væri enn æski- legt með myndum sem bömum er ætlað að sjá. hafi nú algerlega umkringt höf- uðborgina Sanaa. Þær hafi í' dag náð á sitt vald síðasta flugvell- Ú Þant: Úr viðræðum myndi verða, verði árásunum hætt NEIW YORK 3/1 — Ú Þant, framkvæmdastjórt Sameinuðu þjóðanna, sagði í yfirlýsingu sem birt var í dag að þam. rnnmæli sem Nguym Duy Triruh, utanrík- isráðherra Norður-VSetoam, við- hafði fyrir skemmsto ®m horfur á samningaviðræðum um frið í Víetaam, hetðu styrkt sig í þgirri trú að úr sltkum viðrccSun. myndi gfita orðið, svo fremi sem Bandaríkjamenn hætti loftárás- wm sírKBn á Noröur-Víetnam. Trtah. utanrikisráðherra hafði sagt f ávarpi sem fiutt var í út- varpið í Hanoi að viðræður stjóma Bandarikjanna fig Noarð- ur-Vfetaams myndu gefca orðið, þegar Bandaríldn hefðu hætt loftárásum á Norður-Víetnam. Konungur Jemens, Al-Badr inum sem lýðveldissinnar réðu yfir við borgina pg séu þeim því nú allar þjargir' þannaðar. Sagt var að stórskotalið kon- ungssinna héldi nú uppi stöðugri skothríð á mörg hverfi borgar- innar og séu bardagar hafnir á götum hennar, en lýðveldisher- menn leiti upp konungssinna Dg skjóti þá niður formálalaust. Fréttir svipaðar þessum hafa áður borizt frá Jemen, en mjög erfitt hefur reynzt að fá óyggj- andi vitneskju um hvað þar hef- ur verið að gerast. Flest þykir þó benda til þess að konungs- sinnum hafi orðið vel ágengt í hemaðinum að undanfömu. hart niður. Harðast muni þær bitna á aðildarríkjum Efna- hagsbandalagsins, en Bretland, Kanada og einkum ríki róm- önsku Ameríku muni njóta sér- réttinda. (Fjárfesting bandariskra fyrirtækja í löndum EBE verður t.d. algerlega bönnuð, en hún verður aðeins minnlcuðumþriðj- ung í Bretlandi). Þá er það sagt valda mönnum áhyggjum í Par- ís að uppi em fyrirætlanir um að bandaríska ríkisvaldið beiti sér fyrir auknum útflutningi til landanna í Vestur-Evrópu. Pierre Mendes-France, fyrrv. forsætisráðherra og einn helzti leiðtogi P.S.U.-flokksins, sagði í dag að de Gaulle bæri mikla á- byrgð á því hvemig nú væri komið. Hann hefði með skamm- sýnu framferði sínu öðrum frern- ur orðið til þess að grafa undan sterlingspundinu þar til engin önnur leið var fær en fella gengi þess. Sendimaður Johnsons forseta, Katzenbach aðstoðamtanríkis- ráðherra sem gerður var út til að skýra ríkisstjómum landa Vestur-Evrópu frá fyrirætlunum Bandaríkjastjórnar, kemur til Parísar á laugardag óg mun bá ræða við Micháel Debré fjár- málaráðherra. Annar sendiboði Johnsons Eugene Rostow, var í dag í#Jap- an. Sato forsætisráðherra full- vissaði hann um að japanska stjómin myndi aðstoða við vöm dollarans. Fréttaritari AFP í London sao-ði í dag að menn óttuðust að mjög myndi þrengjast um á lánamarkaðinum { Evrópu vegna hinna bandarísku ráðstafana Hætta sé á vaxtalh/ækkunum og takmörkuðu framboði á fjár magni sem muni í staðinn leita til handarísks iðnaðar. Gullfbrði Bandaríkjanna rým aði að verðmæti á síðasta án um 1175 miljónir dollara, og varð rýrnunin að mestu leyt eftir gengisféllingu pundsins 18 nóvember, eða um 925 miljóni dollara. 28. desember var gul fyrir 450 miljónir dollara flut úr geymslunni í Fort Knox o var það hlutur Bandarfkjanna a því gulli sem boðið var fram markaðnum í London til þess a mæta ihinni miklu eftirspum eft ir gengisfellinguna. Verðið á gulli lækkaði veru lega á Lundúnamarkaðnum dag og er nú lægra en nokkru sinni sfðan f apríl. Lítil sem engin eftirspum var eftir gull en þvf meiri eftir dollumm. Sil! ur hækkaði hinsvegar í verði: komst f hærra verð en nokkm sinni fyrr. Liðið er tæpt ár síðan John- son forseti flutti Banda- ríkjaþingi árlega skýrslu sína um hag ríkisins. Þrátt fyrir stríðið í Vietnam sá hann ekkf margar hlikur á lofti; hann lofaði þjóð sinni gulli og grænum skógum á kom- andi árum: „Við munum halda okkar skjmsamlegu stefnu í fjármálum og fjár- veitingum sem mun tryggja vöxt efnahags okkar án verð- bólgu; við munum veita fé til þarfa manna okkar í Vietnam og til framfara þjóðar okkar heimafyrir; auka svo um munar hagnaðinn á vöm- skiptareikningi okkar og stefna að því að rýmka um lánsfé og lækka vexti“. Grunn- tónninn í þessari ræðu John- boðaði á nýársdag eiga að nokkru leyti að koma í stað- inn fyrir þær. En í þeim felst meira. „The Times“ komst svo að orði í gær að 1. janúar 1968 kynni . að reynast jafnmikill merkis- dagur í samskiptum Banda- ríkjanna og Evrópu og 4. júní 1947 þegar Marshall-á- ætlunin var lögð fram. En sá er munurinn, að fyrir tveim- ur áratugum gátu Bandaríkin ginið yfi.r efnahagslifi alls auðvaldsheimsins, nú telj a þau þann kost vænstan að draga í land, takmarka fjár- austur sinn og skuldasöfnun og biðja þau Evrópuríki sem aflögufær eru og enn hafa ekki snúið við þeim baki að Orsök og afleiðingar sons eins og öðrum sem hann flutti síðar á árinu var að auður Bandaríkjanna væri slíkur að þeim væri hægðar- leikur að berjast á tvenn- um vígstöðvum: gegn komm- únismanum í Vietnam og gegn fátæktinni og öfirum þjóðfélagsmeinsemdum heima- fyrir, jafnframt því sem þau . myndu halda áfram að gegna því ætlunarverki sínu að vera forystusveit „hins frjálsa heims“ Sá boðskapur sem barst frá Bandaríkjaforseta nú á nýársdag var allur ann- ar. Á þessu tæpa ári hefur kostnaður af þjóðarmorðinu í Vietnam aukizt svo að hann nemur nú hátt í hundrað miljónir dollara á dag og það hefur aftur í för með sér mesta greiðsluhalla í sögu •Bandaríkjanna; hann er tal- inn hafa numið um 4.000 milj- ónum dollara á síðasta ári. Auðugasta þjóð heims er nú orðin svo skuldum vafin, að hún hefur ekki lengur ráð á því að leyfa þegnum sínum að skreppa í heimsókn til ná- grannanna hinum megin við pollinn, nema þeir eigi þang- að „brýnt erindi“, eins og t.d. til Vietnams. Þegar gengi sterlingspunds- ins var fellt í nóvember sl. voru þau orð höfð eftir Fowler. fjármálaráðh. Banda- ríkjanna, að dollarinn væri nú í fremstu víglínu, að það vantraust sem grafið hafði undan pundinu myndi nú bitna á dollaranum, svo ná- in tengsl eru milli þessara tveggja forðagjaldmiðla. Það voru orð að sönnu. f síðustu viku nóvembermánaðar einni olli vantraustið á dollaranum því að 370 lestir af gu]li, að verðmæti 415 miljónir dollara, hurfu í hirzlur hamstrara og megnið af því urðu Bandarík- in að láta af hendi. Þeim tókst með herkjum og að- stoð annarra að verja dollar- ann faUi a.m.k. um sinn, en það var orðið deginum'ljósara og ekki vefengt af neinum að til lengdar myndi það ekki hægt að öllu óbreyttu. Það voru ekki horfur á því að takast myndi að hefta verð- bólguna í Bandaríkjunum sem fyrst og fremst stafar af þeirri ofþenslu sem er af- leiðing Vietnamstriðsins. Verð- bólga myndi hins vegar enn auka greiðsluþallann og það aftur magna vantraustið á dollaranum. Mánuðum saman hefur stjórn Johnsons reynt að fá þingið til að sam- þykkja tíu prósent aukningu skatta í því skyni að draga úr kaupgetunni og minnka eitthvað þann ofsalega halla sem fyrirsjáanlegur er á rík- isreikningunum (25.000 milj- ónir dollara). En þingið hef- ur reynzt með öllu ófúst til þess. Viðaukaskattsfrumvarp stjórnarinnar hefur erin ekki komizt' úr nefnd, þrátt fyrir ýmsar tilslakanir af hennar hálfu. Það eru kosningar á þessu ári og þingmönnum þykir ekki fýsilegt að sam- þykkja skattahækkanir. Þau bjargráð sem Johnson forseti hlaupa undir bagga með sér. Bandaríkin eru í varnarstöðu, sagði „The Times“, þau neyð- ast nú til að þrengja þann athafnavettvang sinn sem þau hafa stöðugt víkkað út af fullkomnu trausti á framtíð- ina. Það er enginn vafi á því, segir hið brezka blað, að Johnson hefur boðað meiri- háttar undanhald. Boðskapur hans hefur þegar haft þau áhrif að staða dollarans hef- ur styTkzt. Gullið hefur lækkað allveruleaa í verði síðustu daga og gengi dollar- ans hækkað að sama skapi. En ráðstafanimar — og þá einkum takmörkun lánveit- inga og hið algera bann við fjárfestingu bandarískra fyr- irtækja í meginlandsríkjum V.-Evrópu — munu hafa miklu víðtækari áhrif. Við því er að búast — ef ráða má af reynslunni — að þau ríki sem harðast verða fyrir barðinu á þessum ráðstöf- unum geri sínar gagnráðstaf- anir til að tryggja gengi gjald- miðla sinna. Hin frjálsu við- skipti milli auðvaldsríkj anna eftir stríðið hafa ekki hvað sízt byggzt á því trausti sem menn báru til dollarans; skuldasöfnun Bandaríkjanna erlendis hefur verið undir- staðan að verulegum hluta þess gjaldeyrisforða sem stað- ið hefur sfðan undir síauknum milliríkjaviðskiptum. Nú þeg- ar Bandaríkjamenn kippa að sér hendinni, má búast við að aðrir geri slíkt hið sama, einkum þó þeir sem stóðu illa að vígi fyrir. eins og Bretar. Og þar sem sterlingspundið er enn, þrátt fyrir öll áföll- in, annar helzti forðagjald- miðill heimsins, má á næstu misserum búast við veruleg- um samdrætti í heimsyerzlun- inni. Sá samdráttur getur aft- ur leitt til afturkipps og stöðnunar í efnahagslífi ým- issa auðvaldsríkja. Það þykir líklegt að svo verði um Frakkland og sennilegt að nokkur bið verði á því að vesturþýzkur efnahagur kom- ist úr þeim öldudal iem hann hefur verið í nú um nokkurt skeið. Ljóst þykir að vextir muni fara hækkandi í ríkjum Vestur-Evrópu þegar hvort tveggja gerist i senn, , að þrengist um á bandarískum lánamarkaði og bandarísk dótturfyrirtæki í Vestur-Evr- ópu hljóta nú að verða sér úti um fjármagn þai*. Oe af vaxtahækkun leiðir að öðru jöfnu samdráttur í fjárfest- ingu og þá stöðnun i atvinnu- lífinu. Það er því engin furða þótt boðskapur Johnsons hafi fengið misjafnar undirtektir; hann spáir ekki góðu um gengi auðvaldsheimsins á næstu misserum. Allt þetta má rekja til stríðsins í Vietnam. Fyrir þjóðarmorðið þar virðist Bandaríkjastjórn fús að fóma þvf sem hún hefur löngum talið skipta einna mestu máli; póUtiskum áhrifum og efna- hagslegum ítökum sínum í auðvaldsríkjum Evrópu. — ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.