Þjóðviljinn - 28.01.1968, Side 1
- Sunnudagur 28. janúar 1968 — 33. árgangur — 23. tölublað.
Hernaðaraigeriir undirbúnar
# Kóreu vegna Pueblomálsins
136 skráðir
atvinnulausir
í Eyjum
I gærdag höfðu 136 látið
skrá sig atvinnulausa í Vest-
mannaeyjum samkvæmt við-
tali við Magnús Jónasson,
bæjarritara í Eyjum. Þar af
eru 44 verkamenn, 70 verka-
konur, 18 sjórtienn, 3 iðnnem-
ar, 2- mállarar og 1 trésmiður.
Stærsta trésmíðaverkstæðið
hér í Eyjum, sem ber nafnið
Smiður hefur sagt upp fimm
trésmíðanemum og hætta þcir
vinnu á næstu dögum.
Þetta trésmíðaverkstæði
hefur engin verkefnj á næst-
unni og missa þá sveinarijir
einnig vinnurta að líkum.
SEOUL, TOKIO 27/1 — Bandaríkjamenn búa sig bersýni-
lega undir stórátök { Kóreu: Kallaðir hafa verið saman
yfirmenn herafla þeirra og Suður-Kóreustjórnar og átta
bandarísk herskip eru sögð farin á vettvang frá flotastöð
skammt frá Tokio. Norður-Kóreumenn segjast ekki munu
viðurkenna neina þá samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem
miði að því að njósnaskipinu Pueblo verði skilað.
----------------- ® Frá Seúl berast þær fregnir
að bandaríski hershöfðinginn
Cbarles Bonesteel, sem er yfir-
maður sameiginlegs herafla
Bandaríkjamanna og Spður-
Kóreustjórnar, hafi kallað yfir-
menn flughers, landhers og flota
á sinn fund til að ræða hem-
aðaraðgerðir sem gripið verði til
ef ekki tekst að fá Pueblo aft-
ur eftir diplómatískum leiðum.
Þá er og skýrt frá alltíðum á-
rekstrum milli bandarískra og
norðurkóreskra sveita i vopna-
hléslínunni sem nú skilur kór-
esku ríkin tvö.
Japönsk blöð skýra frá því
að áhafnir átta bandarískra
herskipa í flotastöðinni við Joko-
hama hafi verið sviptar land-
gönguleyfi og skipin síðan send
í gærkvöld, að líkindum til Kór-
eustranda. Yfirmenn flptastöðv-
arinnar vildu að sjálfsögðu eng-
ar upplýsingar gefa um málið.
Þá er sagt að þrem eða fjórum
kafbát’um á stöðinni hafi verið
gefin skipun um að vera til
reiðu.
Sovézkt skip «• sagt fylgjast
með ferðum bandarískra her-
skina við Kóreustrendur.
Útvarpið í Pjongjang lýsir
því yfir að Norður-Kór^a muni
ekki falast'á neina þá sámþykkt
Öryggisráðsins sem miði aðeins
að því að breiða yfir árásarað-
gerðir Bandaríkjamanna og fá
Skipið Pueblo afhent. Útvarpið
hefur sent út viðtal við Bucher,
skipstjóra á Pueblo, en þar ját-
ar hann njósnir inrian kóréskr-
ar landhelgi svo og við strend-
ur Kína og Sovétríkjanna og
Kynþáttaóeirðir
PORT LOUIS, Mauritius 27/1. í
gær brutust á ný út kynþátta-
óeirðir í brezku nýl. Maur-
itius. Þrír menn létu lífið, þeirra
á meðal Kreóli einn, sem aðrir
Kreólar höfðu drepið sakir þess
að hann hafði tekið Múhameðs-
trú. Hafa þá 21 maður látið lífið
í óeirðunum. Kveikt var i hús-
um, brú eyðilögð og nokkrir lög-
reglumenn særðust í átökunum.
Brezkt herlið er komið til eyjar-
innar, sem er i Indlandshafi, til
að skakka leikinn.
þeim yfirlýsingum sem útvarp-
að hefur verið.
öryggisráðið ákvað að taka
málið fyrir á fundi sínum í gær,
og heldur annan fund um það
í dag.
ur flýr S-Afríku
HÖFÐABORG 27/1 Heimsþekktur
hjartasérfræðingur, dr. Raymond
Hoffenberg, sem hafði miklu
hlutverki að gegna við hjartaað-
gerðirnar í Höfðaborg nýlega,
hefur sagt starfi sínu við Grote
Schuur sjúkrahúsið lausu og
hyggst halda til Englands til
starfa þar. Hoffenberg var í fyrra
dæmdur í fimm ára takmarkað
frelsi skv. andkommúnistalögun-
um suðurafrísku.
Markaðir í OL-borginni
Þessir skemmtilegu gripir eru á listmuna- og
minjagripamarkaði í olympíuborginni Mexiko,
og mun mikill fjöldi ferðamanna hvaðanæva
að úr heiminum leggja þangáð leið sina — og
sjálfsagt verða einhverjir fslendingar í þeim
hópi. I því tilefni birtum við myndir af nokkr-
um mörkuðum í borginni, sem gaman væri fyr-
ir ferðamenn að heimsækja, þegar hlé er frá
íþróttakeppninni. — Sjá 2. síðu.
Aukafuntlur í SH
á morgun um til-
boð stjórnarmnar
□ Á morgun, mánudag, verður haldinn auka-
fundur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
sömuleiðis munu framkvæmdastjórar frystihúsa
á vegum SÍS þá koma saman til fundar og verð-
ur á fundum þessum rætt lokatilboð sem ríkis-
stjórnin lagði fyrir frystihúsaeigendur í fyrradag.
Eins og kunnugt er af fyrri
fréttum er nú vinnustöðvun hjá
86 frystihúsum sem eru, innan
vébanda SH eða á vegum kaup-
félaganna og halda aðeins fjög-
ur frystihús á landinu áfram
starfrækslu, þ.e. frystihús Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur. Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar, Útgerðar-
félags Akureyringa og eitt á
Siglufirði. Eru öll þessi frystihús
þó í umbúðabanni hjá SH og
stöðvast því rekstur þeirra á
næstunni af þeim sökum.
Eins og frá var skýrí hér í
blaðinu í fyrradag krafðist BÚR
þess, að Sölumiðstöðin endur-
Framhald á 9. síðu.
Ríflega 1400
atvinnulausir
menn eru
nyrðra og
skráðir
syðra
□ í sumum plássum fer atvinnuleysið nú hrað-
vaxandi. Síðastliðinn miðvikudag gerði Þjóðvilj-
inn könnun í helztu nágrannabæjum Reykjavík-
ur. yoru þá um þrjú hundruð manns skráðir at-
vinnulausir þar. Þá voru til dæmis 114 menn
skráðir atvinnulausir í Vestmannaeyjum og 33
menn skráðir í Keflavík.
Hér í Reykjavík höfðu 439 lát-
ið skrá sig atvinnulausa í fyrra-
í gærdag höfðu 136 menn látið
skrá sig atvinnulausa í Eyjum
biðst afsökunar á því framferði. [ og 53 menn í Keflavík. Þannig | kvöld hjá Ráðningarstofu Rvík-
Bandaríkjamenn segjast ekki , eykst tala skráðra atvinnuleys- ; ur. Eru þannig skráðir atvinnu-
kannast við rödd skipstjórans í l ipgja, frá degi til dags- ! leysingjar komnir á áttunda
hundrað í Reykjavík og ná-
grannabæjum.
Þá eru á áttunda hundrað at-
vinnulpysingjar á Norðurlandi
samkvæmt könnun Þjóðviljans
þar í fyrradag og eru þetta sam-
anlagt ríflega 1400 manns.
Á Vesturlandi hefur verið at-
vinnuleysi í verstöðvum á Snæ-
fellsnesi og sömu sögu er að
segja frá sjávarplássum á Vest-
fjörðum.
Á Austurlandi er atvinnuleysi
víða að halda innreíð sína á
næstunni — einkum í síldar-
plássunum — má þar búast við
varanlegu atvinnuleysi í vetur.
Samdrátturinn í atvinnulífinu
um allt land eykst frá mánuði
til mánaðar.
☆ ☆ ☆
Nýjar blikur koma upp við
sjónarrönd á hverjum degi og er
þannig hægt að búast við ýms-
um forvitnilegum upplýsingum,
— nýjum og ferskum — á hin-
um almenna borgarafundi um
atvinnuleysið, sem Alþýðubanda-
lagið efnir til í Austurbæjar-
bíói í dag klukkan 14.00.
Almennur
borgarafundur
um
ATVIN N U LEYSIÐ
I
. Atvinnuleysið vex dag frá degi og ný
skriða er framundan. Atvinnulausir eru nú
■ skráðir rösklega 700 manna norðan lands,
nær 500 i Reykjavík, um 300 manns í ná-
grannabæjum Reykjavíkur, líklega 2Q00
manns skráðir um land allt — og skrið-
an heldur áfram. — 33 voru skráðir i Kefla-
vik s.l. fimmtudag, 53 í gær.
Guðmundur J. Guðmundsson segir: „Ekki
hafa öll kurl komið til grafar ennþá og
veit ég um töluvert stóran hóp, sem hefur
ekki látið skrá sig ennþá. Þá óttast ég um
atvinnuhorfur fyrir fjöldann allan af verka-
mönnum, sem eru á uppsögnum núna uc
mánaðamótin janúar og febrúar og fer
þannig atvinnuleysið vaxandi á næsÞnni
hér í Reykjavík".
Á fundinum í Austurbæjarbíói í dag mun
skýrt frá ástandinu og raunverulegum horf-
um og breyttu ástandi í þjóðfélaginu.
□ ' Alþýðubandalagið boðar til almenns fund-
arafundar í Austurbæjarbíói í dag kl. 14.00 um
vaxandi atvinnuleysi uan land allt.
□ í 7 tíu mínútna ræðum verða meginþættir
þessa þjóðfélagsböls teknir til meðferðar og bent
á orsök þessa böls og þær breytingar sem þarf að
knýja fram til þess að bægja vofu atvinnuleys-
isins frá.
:■ ■
Fylkjum liði! — Knýjum breytingar fram!
Rœðumenn
Guðmundur J. Guðmundsson, varafor-
maður Dagsbrúnar.
Guðjón Jónsson, formaður Félags jám-
iðnaðarmanna.
Jónas Árnason, alþingismaður.
Sigurður Magnússon, formaður Iðnnema-
sambands íslands.
Magnús Kjartansson, alþingismaður.
Benedikt Davíðsson, formiaður Sambands
byggingamanna.
Lúðvik Jósepsson, alþingismaður.
Fundarstjóri: Sigurjón Pétursson, trésm.
I
i
I