Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN t- Fimmtudagur 1. febrníar 1968.
Otgefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu - Sósiaiistaflokkurinn.
Ritstjórar: ívar H.. Jónsson. Cáb.), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson,-
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7.00.
Óðaverðbólga
'r-l
J októbermánuði í haust hóf ríkisstjómin hinar
svokölluðu efnahagsráðstafanir sínar, sem allar
hafa þann tilgang að færa til fjármuni í þjóðfé-
laginu á kostnað launafólks með skipulagðri verð-
bólgu. Fyrst stórhækkaði ríkisstjórnin verð á
hversdagslegustu neyzluvörum almennings með
því að draga úr niðurgreiðslum eða fella þær nið-
ur með öllu. Síðan tók gengislækkunin við og í
kjölfar hennar ýmsar óskyldar verðhækkanir aðr-
ar. Verðhækkanir þær sem gengislækkunin hefur
í för með sér eru ekki enn komnar til fram-
kvæmda nema að takmörkuðu leyti, því biðin eft-
ir boðuðum tollalækkunum ríkisstjórnarinnar hef-
ur orðið til þess að kaupsýslumenn hafa hikað
við að leysa vörur úr tolli. Samt var svo komið
um síðustu áramót að vísitala framfærslukostn-
aðar var komin upp í 216 stig, og hafði hún hækk-
að um sjö stig í desembermánuði einum saman.
í októberbyrjun áður en verðbólguskriðan hófst
var vísitala framfærslukostnaðar 195 stig. Á ein-
um ársfjórðungi hefur hún þannig hækkað um 21
stig eða um 10,8%. Fyrir þessa stórfelldu verð-
bólgu hafa launamenn fengið bætur sem nema
3,39% með síðasta vísitöluskammtinuim í desemb-
erbyrjun. Launamenn áttu því inni hjá stjórnar-
völdunum um síðustu áramót nær 7,5% kauphækk-
un — en sú hækkun á sem kunnugt er ekki að
koma til framkvæmda eftir að verðtrygging launa
hefur verið felld niður úr lögum.
þær tölur sem hér hafa verið nefndar segja þó
engan veginn alla söguna. Vörur hafa hækkað
mismikið i verði.s og það er mjög lærdómsrík stað-
reynd að enginn vöruflokkur hefur hækkað jafn
mikið og matvælin. í því birtist sú alkunna stefna
stjórnarvaldanna að ná sérstaklega til þeirra þjóð-
félagsþegna sem hafa af minnstum efnum að taka.
Vísitalan fyrir.matvæli var 237 stig í októberbyrj-
un. Um síðustu áramót var hún komin upp í 278
stig. Hún hafði því hækkað um 41 stig eða um
17% að meðaltali. Þannig hefur verðbólgan lagzt
langþyngst á þá sem verja mestum hluta tekna
sinna til matvælakaupa. Ætti ekki að þurfa að
lýsa því hvaða veruleiki býr á bak við þessar töl-
ur fyrir aldrað fólk sem á að lifa af ellilaunum
sínum eða fyrir atvinnuleysingja sem fengið hafa
bætur er námu fyrir nokkru hálfri annairi mál-
tíð á dag. Ætli sé ekki þegar farið að saxast á
hálfa skammtinn.
gú er kenning stjórnarvaldanna að verklýðssam-
tökin eigi að sætta sig við þessa þróun, ef þau
geti samið um einhverjar sýndarlagfæringar á tak-
mörkuðum sviðum; slíkt sé „ábyrgðartilfinning“.
En verklýðshreyfingin er að sjálfsögðu ábyrg gagn-
vart félagsmönnum sínum, því fólki sem stofnaði
samtökin til þess að vernda hag sinn og rétt í
þjóðfélaginu. Sú staðreynd má aldrei gleymast að
þjóðartekjur íslendinga eru enn einhverjar þær
hæstu sem um getur í víðri veröld, og það hlu't-
skipti sem nú er verið að skammta verkafólki á
íslandi er ekki í neinu samræmi við þann efnahag
þj óAarHeiIcraxjrrir.ar. — in.
Halldóra Ólafsdóttir
skólameistarafrú
I dag er gerð útför Halldóru
Ólafsdóttur, er var skólameist-
arafrú á Akureyri um rúmlega
aldarfjórðungsskeið.
Halldóra fæddist 7. aprfl
1892 að Kálfholti í Holtum í
Rangárvallasýslu. Foreldrar
hennar voru séra Ólafur Finns-
son sóknarprestur i Kálfholti,
ættaður frá Meðalfelli i Kjós.
og kona hans Þórunn Ólafs-
dót': • frá Mýrarhúsum á Sel-
tjarnarnesi.
Haflldóra stundaði nám f
húsmæðraskóla f Danmörku og
lauk þaðan prófi tvítug að
aldri, stundaði síðan kennslu
um fjögurra ára skeið, fyrst á
Eyrarbakka, en síðar við Mál-
leysingjaskólann í Reykjavík.
Tuttugu og þriggja áragöm-
ul giftist hún Sigurði Guð-
mundssyni,. er þó var kennari
við Kennaraskólann og Mennta-
skólann í Reykjavík. Þau
hjónin fluttust til Akureyrar
sex árum síðar, árið 1921, er
Sigurður tók við embætti
skólameistara við Gagnfræða-
skólann þar. Á Akureyri var
heimili þeirra fram til 1947 er
Sigurður lét af stö-fum fyrir
afldurs sakir. Þá fluttust þau
til Reykjavíkur á ný og þar
andaðist Sigurður tveimur ár-
um síðar. Skólameistarahjónin
eignuðust fimm börn er upp
komust: Ólaf yfiriækni við
sjúkrahúsið á Akureyri, Þór-
unni, sem gift er í Englandi,
öriyg listmálara, Guðmund
Ingva lögfræðing og Steingrím
blaðamiann.
Eftir lát manns sfns bjó frú
Halldó-a f Reykjavík til dauða-
dags. Hún bjó við vanheilsu
hin síðustu ár ævinnar, og
dvaldist í sjúkrahúsi síðustu
mánuðina áður en hún lézrt.
1 vitund aflmennings eru
nöfn Halldóru ólafsdóttur og
SigurðarGuðmundssonar tengd
Gagnfræðaskólanum og síðar
Menntaskólanum á Akureyri,
enda unnu þau þar það starf
sem lengst verður munað. Sig-
urður Guðmundsson var ein-
hver merkasti og sérkennileg-
asti skólamaður, sem íslenzka
þjóðin hefur átt. Á þeim rúma
aldarfjórðungi sem skólinn á
Akureyri' naut Sigurðar óx
hann úr smáum gagnfræða-
skóla í stóran menntaskóla,
einhverja heilsteyptustu
\
menntastofnun þessa lands,
enda sjaldgæft að maður
helgi einni stofnun starfsþrótt
sinn jafn heill og óskiptur og
Sigurður gerði. Skólanum vann
hann allt sem hann vann, vak-
inn og sofinn; í hverju máli
vakti fyrir honum 'yrst og
síðast heill skólans og hagur
skólaþegnanna. Út á við kom
árangur þessa starfs í Ijós í
vexti skólans, inn á við í ó-
venju heilsteyptum og hlýleg-
um skóflabrag. Sigurði var það
mikið áhugamál að skólinn
miðlaði nemendum sínum holl-
um og mannbætandi áhrifum,
ekki sfður en fróðleik og þekk-
ingu. Hugsjón hans varaðgera
nemendur skólans að dreng-
skaparmönnum, venja þá á
hlutlægt mat og rólega íhugun,
„dæla ábyrgðartilfinningu f
brjóst þeim og blóð,“ „ala upp
handa þjóð sinni sem flesta
umburðarlynda ábyrgðarmenn,
raunsæja hugsjónamenn“, svo
að orð hans sjálfs séu notuð.
Vökull hf. tekur við umboði
\
fírestone hérlendis
-ý>
fyrir
Vökull hf. hefur nú formlega
tekið við einkaumboði á ís-
landi fyrir Firestone samsteyp-
una I Bandarikjunum og þá
jafnframt fyrir dótturfyrirtæk-
in, hinar mörgu Firestone-
dekkjaverksmiðjur f Evröpu.
Komu hingað til lands í til-
efni þessa aðalsölustjóri Fire-
stone í Evrópu C. F. Mason
og sölustjórinn fyrir Norður-
lönd, E.V. Olesen, en blaða-
menn hittu þá að máli fyrir
helgina.
Kynntu þeir í stórum drátt-
um sögu og rekstur Firestone
fyrirtækisins, sem var stofnað
árið 1900 af Harvey S. Fire-
stone, en hann lagði frá upp-
hafi áherzlu á gæði og hefux
því ætíð verið haldið áfram
um leið og fyrirtækið stækk-
aði, að því er þeir félagar
sögðu, en Firestone Company
er nú orðið eitt af stærstu
fyrirtækjum í heimi með yfir
80 þúsund starfsmenn og
verksmiðjur í 24 löndum.
Fyrst um sinn mun Vökull
hf. aðallega ieggja áherzlu á
sölu Firestone hjólbarða, en
síðar færa út kvíarnar og
hafa fleiri vörutegundir það-
an á boðstólum. Firestone er
með elztu dekkjamerkjum
hérlendis og var á tímabili
aðalmerkið á ísl. markaði, en
að undanfömu hafa japönsk
dekk verið allsráðandi hér
vegna lægra verðs. Að því er
þeir sölustjórarnir sögðu eru
þeir ekki færir um að keppa
við Japani hvað verð snertir,
— en við gerum okkur vonir
um að gæðin komi á móti
verðmismuninum, sögðu þeir
og lýstu ströngu eftirliti með
firamleiðslu Firestone-dekkj-
anna til að tryggja öryggi
og endingu. Eru hjólbarðarnir
t.d. ekki settir á markað fyrr
en eftir a.m.k. þriggja ára
verkfræðilega útreikninga og
prófanir og allar hugsanlegar
tilraunir við ólíkustu aksturs-
skilyrði.
Fyrstu sendingamar af Fire-
stone hjólbörðum eftir að Vök-
ull tók við umboðinu. eru
komnar til landsins og eru þeir
til sölu hjá umboðinu, Hjól-
barðanum hf. og Aðalstöðinni
hf, í Keflavík.
öllum sem til þekktu var
ljóst að þáttur frú Halldóru i
þessu starfi verður seint of
metinn. Sigurður var sérstæöur
maður, persónuleiki hans
ofinn úr mörgum ólíkum þátt-
um. Hann vair kappsmaður og
geðríkur, málafyflgjumaður
mikill, en jafnframt svo ofur-
viðkvæmur að smá atvik gátu
komið honum í uppnám. Slík-
um manni er lífsnauðsyn að
eiga góðan bakhjarl. Og óhætt
er að fullyrða að Sigurður
hefði aldrei orðið þaðsemhann
varð, ef hann hefði ekki not-
ið frú Halldóru. Þótt ólík
væm, voru þau hjónin svo
samhent og samhuga að þar
virtist aldrei bera skugga á.
Hún var sú heilladís er efldi
hann til dáða, gekk undir
hverja raun með nonum, var
honum sú stoð er aldrei
brást. Hún bjó honum heimili,
sem gott var að hverfa til frá
önn og amstri daganna, og
hún átti sinn hlut í að gera
skólann að öðru heimili þeirTa
er þar dvöldust. Framkoma
hennar og persónuleiki voru
á þann veg að allir hflutu að
bera virðingu fyrir henni, hún
var drottning í ríki skólans —
og hefði sómt sér s«m drottn-
ing hvar sem var.
Heimili þeirra skóflameistara-
hjónanna var rómað fyrir
rausnar og menningarbrag, svo
að þangað var stundum stefnt
merkum útlendiíngum er heim-
sóttu ísland. Meðal þeirna gesta
var norska skáldkonan Sigrid
Undset. Skólameistarahjónin
voru samvalin í því sem öðru
að láta gestum sínum líðavel,
hressa og fjörga andrúmsloftið
með höfðinglegri gestrisni og
samræðum sem oft leiftruðu af
andríki og gáska, þótt um
menningarieg og alvarleg efni
væri fjallað.
Þótt frú Haildóra væri hús-
freyja á stóru heimili og hefði
um margt að sýsla, komst hún
einhvern veginn til að lesa
mikið af bókum, og kunni vel
að meta góðar bókmenntir. Jó-
hann Kristófer var góðvinur
hennar löngu áður en hann
fékk sinn íslenzka búning, og
svo var um margar fleiri per-
sónur heimsbókmenntanna. Og
svo átti frú Halldóira sér einn
yndisarð enn: garðinn sinn
sunnan og austan við skólann.
Akureyri hefur löngum verið
rómuð fyrir garða sína, en fá-
ir tóku fram skólameistaira-
garðinum, þegar hann stóð í
b'óma. Þar orti hún sín ljóð
f lifandi blóm og runna 1 og
þar átti hún áreiðanlega marg-
ar góðar stundir.
Það voru mikil viðbrigði að
hverfa frá margmenni og um-
svifum og setjast að í lítilli í-
búð í Reykjavík, er Sigurður
lét af embætti. Þótí hann hefði
fórnað skólanum starfsorku
sinni heill og óskiptur ímeira
en aldarfjórðung höfðu launin
aldrei hrokkið nema rétt til
framfæris. Hann reiddi enga
sjóði með sér suður eftir unn-
ið ævistarf, það var einungis
fyrir framtak og samtökþakk-
látra nemenda að þeim hjón-
um tókst að fá þak yfir höf-
uðið. Og þau voru ekki meira
en svo búin að koma sér fyrir,
er Sigurður félil í valinn, svip-
lega og sorglega snemma, því
að enn var hann fulflur af lífs-
brótti, og hafði lengi horft
fram til þeirrar stundar, er
hann gæti unnið að hugðar-
efnum sfnum óháður daglegum
skyldum skólastjórans.
Eftir lát Sigurðar bjó frú
Halldóra áfram f fbúðinni við
Barmahlíð, lifði kyrrlátu lífi,
gladdist með vinum sínum og
afkomendum, hafði sem fyrr
lifandi áhuga á öllu mannlegu
og menningarlegu. Margt varð
henni þó mótdrægt hin sfð-
ustu ár, ekki sízt alvarleg
heilsubilun er gerði henni líf-
ið örðugt á ýrnsa lund oglagði
hana að velfli að lokum. En
þessi síðasti þáttur ævi henn-
ar sýndi á nýjan hátt hvað f
henni bjó, hún tók öriögum
sfnum æðrulaust, gerði að
gamni sínu þótt hún væri sár-
þjáð og hélt ró sinni tilhinztu
stundar.
Frú Halldóra var glæsileg
kona, tíguleg í fasi og fram-
göngu, en þó verður persónu-
leiki hennar minnisstæðastur.
Greind hennar og skapgerð
hefðu getað haslað henni völl
á mörgum sviðum í þjóðlífi
okkar, en hún kaus sér vett-
vang heimilisins og iðraði
þess aldrei, enda skorti hana
ekki verkefni. Hún stýrði stóru
rausnarheimili og átti sinn
þátt í mótun mikillar og heil-
steyptrar menntastofnunar, hún
var ung gefin miklum og sér-
stæðum persórileika og stóðvið
hlið hans upp frá þvf, mótaði
hann og mótaðist sjálf. Hún
varð þjóðkunn kona, þótt aldr-
ei gegndi hún opinberu emb-
ætti og hún hafði áhrif, bein'
og óbein, á mjög marga upp-
rennandi menntamenn þjóðar-
innar. 1 dag minnast hennar
margir með virðinguog þökk.
f þeim hópi er sá sem þessar
línur skrifar, hann hefur á-
vallt talið sér það mikið lán,
að hann réðist til Akureyrar
ungur og óráðinn stúdent, og
var undir handarjaðri skóla-
meistarahjónanna er hann fór
að glíma við það vandasama
starf að kenna ungu fólki.
Hvemig skólameidtarahjónin
tóku þessum ókunna ferða-
lang, umhyggja þeirra ogholl-
usta við. ungan og óreyndan
starfsmann er honum ógleym-
anfleg ávallt sfðan, engu síður
en vinátta þeirra, er hélzt
trygg
enda.
og ■ óbrigðul
er
ævina
á
Guðmundur Amlaugsson.
rmcRKi-tmiRKi
innlend og erlend í úrvali.
Útgáfudagar — Innstungubækur — Tengur og
margt fleira. — Verðið hvergi lægra.
Verzlun GUÐNYJAR, Grettisgötu 45.
1