Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 7
i Fimmtudagra* 1. febrúar 1968 — WÖÐVTiLJl'NN — SÍÐA J Ríkisútgáfa námsbóka stefnulaust rekald? Birzt hefur í dagblöðum greinargerð frá Ríkisútgáfu námsbóka um nokkur atriði er fram komu í opnu bréfi undir- ritaðra til útgáfunnar um Nú- tímaljóð, kennslubók saman- tekna af Erlendi Jónssyni. Greinargerðin er frá námsbóka- nefnd, en í lögum er stjórn út- gáfunnar nefnd svo. Er þarna birt í heild bréf það er við á- samt Eysteini Þorvaldssyni sendum útgáfunni 20. ág. sl. en „eftir atvikum þótti ekki ástæða til að svara.“ Þó tekur nefndin fram í lokin: „Útgáfunni hefur alltáf verið þökk á bendingúm, tillögum og gagnrýni, en því er ekki að neita, að við kynnum því betur, að erindi manna bær- ust til okkar meg öðrum hætti en í áðurnefndum bréfum." Okkur er hins vegar ekki ljóst með hvaða „öðrum hætti“ hægt var að koma ábendingum á framfæri í máli því er hér um ræðir og útgáfan hefur ekki leitað eftir „bendingum, tillög- um og gagnrýnf* úr neipni átt. Nefndin segist hafa orðið „þess áskjmja af skrifum í blöð og tímarit, að kennarar fengjust við að kynna nemendum sínum íslenzk nútímaljóð". Enginn þeirra var þó spurður um hvað hann teldi sig þurfa ;i hendur til að geta náð árangri. Náms- bókanefnd segist hafa lesið handritið ásamt Tryggva Gísla- syni stud. mag. Hafi þeir kom- ið með einhverjar ábendingar, voru þær ekki teknar til greina. A.m.k. er þess ekki getið í bók- inni né greinargerðinnL Ef þeir hafa hins vegar ekki gert sér neinar hugmyndir um bókina er þeim mun furðulegra að ekki skyldi leitað álits kennara og sérfróðra manna. Eða eiga menn að trúa því að námsbóka- nefnd hafi engar skipulegar hugmyndir, kunni engin skyn- samleg vinnubrögð við gerð námsbóka? Er hún stefnulaust rekald? Minna má á að Óskar Halldórsson cand. mag., fyrr- verandi námsstjóri í íslenzku, og prófessur Símon Jóhannes Ágústsson, sem rannsakað hef- ur efni lestrarbóka í skyldu- námi og viðhorf nemenda til þess, hafa báðir iagt til að höfð væri samvinna sérfróðra manna um gerð lesbóka. Um ábending- ar okkar í þessu efni segir Ólaf- ur Jónsson í Alþýðublaðinu 23. jan. sl. „Áreiðanlega er þetta rétt athugað — og er sjálf bók Erlends Jónssonar raunverulega bezta vitnið um að slík bók verður ekki samin í einangrun." Þá er eftir að útskýra hvað veldur því að svo vonlaus vinnubrögð voru höfð við þessa útgáfu. Fram kemur í greinar- gerg námsbókanefndar, að Er- lendur Jónsson bað um þetta verkefni og því óþarfi að sæta neinum afarkostum frá hans hendi. Og útgáfa sem rekin er fyrir fé almennings og jafnan hefur kvartað um nauman fjár- hag hefur ekki efni á að gefa út prívatljóðaúrval þegar skól- ana vantar kennslubók. Námsbókanefnd undirstrikar í svari sínu það sem virðist eiga að telja aðalatriði frá hennar sjónarmiði. Það hljóðar svo: „Mestri furðu sætir þó að þeir leggja dóm á bók, sem þeir hafa aldrei séð, bók, sem verið er að prenta og kom fyrst út tæpum þremur mánuðum síðar.“ Þessi furða nefndarinnar er óþörf ef hún vill skflja það að kennarar hafa einlægan áhuga á að fá vel unnar kennslubækur í hendur og láta sig varða hag Ríkisút- gáfunnar. Við höfðum fengið upplýsingar hjá Erlendi Jóns- syni um efni og gerð væntan- legrar bókar og bréfið til út- gáfunnar var auðvitað tilraun til að hafa áhrif sem að gagni mættu verða öllum aðilum. Vera kann að þessar ábending- ar hafi komið of seint, en um það er ekki við okkur að sak- ast. í rauninni vorum við þó ekki að leggja dóm á óútkomna bók, heldur vinnubrögð sem við uggðum að leiða myndu til ó- fullnægjandi kennslubókar. Getur hvert skynugt barn lesið þetta í bréfi okkar, sem við kunnum námsbókanefnd þakk- ir fyrir að birta. Við hirðum ekki um að gera hér nánari grein fyrir hug- myndum okkar um kennslubók í nútímaljóðum, enda eru þær margar fram komnar í áður- nefndum bréfum. Ástæða er þó til að víkja stuttlega að þeirri spurningu sem Guðmundur Hansen varpar fram og ræðir í Morgunblaðinu 20. jan. sl.: Þarf að útskýra nútímaljóð? Guð- mundur segir réttilega: „Ekkert skáldskaparform er eins við- kvæmt fyrir skýringum og Ijóð- ið“. Enn fremur „f kennslustof- unni mundu tilreiddar skýring- ar á ljóðum binda hendur kenn- arans. Ljóðelskur nemandl sem fær bókina með skýringum að hausti les hvort tveggja strax. Verður kennslan jafn lifandi eftir sem áður?“ Guðmundur er hér farinn»að ræða hugtakið skýringar í þröngri merkingu og kemst að hárréttri niður- stöðu. Það er hins vegar mis- skilningur að telja að við höf- um beðið um skýringar af þessu tæi. Guðmundur ræðir málið frá falskri forsendu. Upphaflega vörpuðum við fram þessari spumingu: „Hvers vegna eru ekki í þessari bók skýringar, at- hugasemdir og verkefni sem Ftamhald á 8. síðu. A thugasemd vii athugasemd Tryggvi Öfeigsson útgerðar- maður birtir í Þjóðviljanum 28AU 1967 athugasemd við grein Georgs Viðars Bjöms- sonar, sem var í sama blaði 22/11. Mér bárust í hendur þessar greinar fyrir skömmu og langar til að fara um at- hugasemd Tryggva nokkmrn orðum. Tryggvi segist birta þetta vegna þeirra sem ekki þekki til, annars sé Georg ekki svara verður. Mig lang- ar líka til að birta þessa at- hugasemd vegna þeirra sem ekki þekkja til. „Blókin" er ekki svaraverð, það er eins qg það sé vottur af mikillæti þarna og satt að segja minnir þetta mig á sög- una af sérleyfishafanum sem sagði ,,kúnnunum“ að halda kjafti, er þeir báiru upp rétt- mætar kröfur, því það væri hann sem hefði vaídið og bfl- ana! Við skulum aðeins líta á helztu póstana í athugasemd Tryggva. „Viðhald á skipum H *f Júpiters hefur alla tíðver- ið eftir kröfum Skipaeftirlits- ins og Lloyds, enda eiru skip stöðvuð, ef ekki er farið eftir fyrirmælum þessara aðila“, segir Tryggvi. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en þvf miður virðist þetta eftilrlit næsta bágborið, fylgist sjó- mennimir sjálfir ekki með að neglugerðum þessara aðila sé framfylgt. Því ættu állir sjó- menn að kynna sér umræddar reglugerðir og þá ekki sízt skiustjómarmenn. Ég var vélstjóri á b7v Nep- túnusi um fjögurra mánaða skeið á síðasta ári og satt bezt að segja er ýrrrstr ■víðVaWi'þess skips ábdtavant Tryggvi segir, að borgarlækn- ir sjái um heilbrigðiseftirlit og kröfum hans sé fullnægt. Sé þetta rétt, þá geta skattborg- ararnir rólegir algjörlega spar- að sér þetta embætti. Sem dæmi um þrifnað má geta þess að ekki er til nothæft bað fyrir áhöfn skipsins, hinsvegar hefur baðklefi afturskips ver- ið tekinn fyrir matvæla- geymslu, en inn af honum er salerni og ekki útillokað að saur og þvag berist inn íþessa geymslu er salernið stíflast. Ekki er úm nothæfa handlaug þama að ræöa, þó að til þess hafi verið ætlazt við smiði skipsins. Þá heldur Tryggvi því fram að tilhæfulaust sé að látið hafi verið úr höfn með aðeins eina nofhæfa Ijósa- vél eða báðar Ijósavélamar hóTfónýtar eins og Georg hafi haldið fram. Ekki viildi ég nú skrifa undir að þetta væri al- gjörlega tflhæfuTaust hjá Ge- org, og verð ég nú að skýra örlítið frá tæknibúnaði skips- ins til að sýna á hverju ég byggi þessa skoðun. Þegar hinir svonefndu ný- sköpunartogarar komu til lands- ins, þá voru þeir flestir með tvo dieseldrifna rafala gerða fyrir 80 kw álag hvor. Þó að dieselvélar þær sem drifuþessa rafala væru góðar, þá voru þær að sumu leyti vanbúnar, t.d. sjókælldar og með ófull- kominn útbúnað tfl smurolíu- hreinsunar. 1 Neþtúnusi er einn diesel- diifinn 80 kw rafall og einn 50 kw rafall drifinn með eim- vél. 80 kw gefur ca 360 amper álag. Þegar ég kom fyrst á nýsköpunartogarana var álag- ið venjulega 80 — 100 A, svo segja má að mjög vel hafi verið séð fyrir orkuþörf skip- anna í upphafi. Þegar ég kom á b/V Neptún- us í sumar leit þetta öðruvísi út. Álagið var orðið 220—270 amp. og munaði þar mestu að komin var rafkynt miðstöð í framskip og rafmagnseldavél, svo og fulllkomnari tæki í brú. Þá er rétt að líta á hvemig ástand hjálparvélanna var (ljósavélanna). Vélstjórinn, sem þama var, er að ég hezt veit ekki tæknilærður, en hefur hinsvegar mikla starfsreynslu á togurum. Hann sagði mér eins og rétt reyndist, að eim- vélin væri naumast inothæf vegna bilunar á gangráði. Vél- smiðjan Héðinn vildi ekki taka að sér að gera við hina bil- uðu hluti, en búið var að bíða lengi eftir þeim að utan. Mót- orvélin var orðin útslitih og því mjög valt að treysta henni fyrir því mikla álagi, sem nú var komið á rafkerfið. . Á þessu má sjá, að ekki var um fjarstæðu að ræða, þegar Georg Viðar sagði: „Báðar ljósavélarnar hálf ónýtar“. Auk þess er eimvélin orðin of lítil, þar sem hún fram- leiddi ekki meira en tæp 230A (50 kw), þótt hún væri í bezta lagi, en venjulegt álag eryfir þetta mark. Hins vegar er þessi vél nothæf sem varavél. Helztu slitfletir mótorljósa- vélarinnar hafa nú verið end- umýjaðir, en þrátt fyrir 290.000 kr. viðgerð gat Vél- smiðjan Héðinn ekki skilað henni af sér í fullkomnu lagi. Það er hvorki Héðni né Georg að kenna, því reynslan hefur Framhald á 8. síðu. Formaður húsráðs, Böðvar S. Bjamason, setur fyrstu samkomuna í hinu nýja húsi góðtemplara á ^kólavörðuhæð 14. janúar sl. Skemmtistaður fyrir æsku- fólk í Templarahöllinni Mpð opnun neðstu hseðar Templarahallar Reykjavikur á Skólavörðuholti, má segja að hefjjst nýr þáttur í starfsemi Góðtemplarareglunnar í borg- inni. í dag, 1. febrúar, sem er helg- aður bindindismálum um land allt eins og kunriugt er, verður rúmgóður, vistlegur salur á neðstu hæð hússins tekinn í notkun, sem almennur skemmti- 'staður fyrir æskufólk borgar- innar. Hann er rúmir 500 rúm- metrar að stærð og hefur leyfi fyrir allt að 250 gesti. — Þenn- an opnunardag hefur Samband bindindisfélaga í skólum ai- menna skemmtisamkonrro fyrir ungt fólk í salnum. Framvegis er ætlunin að sal- arkynnin verði notuð fyrir æskufólk höfuðstaðarms, að mestu leyti, auk þess sem nokk- ur hluti þeirrar starfsemf sem rekin hefur verið í Góðtempl- arahúsinu við Templarasund, færist upp eftir, sem er á vegum S.K.T. og S.G.T. — þess má og' geta að bókasafm templara er ætlaður staður á þessari hæð, það er töluvert yfirgripsmikið, og á alhnargt fágætra blaða og bæklinga. — Hinn nýi glæsilegi salur hefur lítillega verið notað. ur áður. Þann 14. janúar sl. var haldinn þar Stórstúkufundur, og síðar 'fundur í Þingstúku Reykjavíkur, um kvöldið var samsæti í tilefni af fyrstu notk- un reglunnar af húsinu; þá bár- ust byggingunni ýmsar góðar gjafir, frá velunnurum sínum, t.d. húsbúnaður og ýmiskonar tæki, nauðsynleg starfsemi þessa nýja húsnæðis. Umdaem- isstúka Suðurlands hefir einnig haldið þar fund. Minningarfundur var þar 16. janúar um Svein heitinn Helga- son. Hann var í byggingamefnd hússins, og átti mikinn þátt í að koma húsinu áleiðis. Ungtemplarafélagið „Hrönn“ hafði skemmtisamkomu í saln- um þann 17. s.m. Allar þessar samkomur fóru með afbrigðum vel fram, við húsfylli. Um aðrar hæðir hússins er það að segja, að á annarri hæð er gert ráð fyrir fundarsölum stúknanna í borginni, og skrif- stofu Stórstúku íslands. Á fyrstu hæð verður stór sam- komusalur, sem ætlaður er fyr- ir áfengislaust skemmtanahald. Efsta hæðin er útleigð fyrst um sinn. Húsráð Templarahallar . Reykjavíkur annast reksturinn, en Æskulýðsráð borgarinnar verður með í ráðum um tilhög- un skemmtananna. Ríki og Reykjavíkurborg hafa veitt fjárstyrki fil byggingar- innar, með tilliti til þess, að húsinu er ætlað að bæta að nokkru úr hinni brýnu þörf fyr- ir áfengislausa samkomustaðL handa ungu fólki. Sérstakt húsráð, kosið af Þingstúku Reykjavíkur, en for- maður skipaður af Stórstúku íslands, hefur séð og sér um all- ar framkvæmdir við bygging- una. — Formaður er nú Böðvar St. Bjarnason húsameistari, en framkvæmdastjóri er Kristinn Vilhjálmsson. Aðrir í ráðinu eru: Gunnar Árnason skrif- stofustjóri, Haraldur S. Norð- dahl tollvörður, Jón Hafliða- son fulltrúi og Kjartan Ólafs- son' fulltrúi. Helgað Góðtemplarareglunni . á fyrsta fundi hennar í Templarahöllinni hinn 14. janúar. Heimur í sköpun, mörgum reynslurúxrum I Bifreiðastjórar í Árnessýslu gegn hægri umferð Á aðalfundi Vörubifreiða- stjórafélagsins Mjölnis í Ár- nessýslu, er haldinn var um sl. helgi var eftirfarandi sam- þykkt gerð: „Fundurinn fagnar fram- komnu frumvarpi á Alþingi um frestun hægri umferðar í eitt ár og að málift verfti lagt undir þjóðaratkvæfti. Fnndur- inn bendir á, að breytingin yfir í hægri umferð er alger- lega óþörf í okkar landi auk þess sem hún ógnar öryggi hvcrs þjóðfélagsþegns og kost- ar stórar fjárfúlgur úr ríkis- sjóöi á sama tíma og skomar eru niftur fjárveitingar hins opinbera til nauðsyntegustu framkvæmda í landinu." V ritaður innst í vitund sérhvers manns, leitandi huga, viljans vopnum búnum, vísar þá leið, sem markar stefnu hans. Hugsjónin skín í hverju fögru verki, húsið vort nýja ber þess augljós merki. Mannsandans braut á ljóss og skuggaleiðum löng er og torsótt fraín á þennan dag. Óskir og vonir lýsa huga heiðum heiminn að baeta og mannsins hjartalag. Tjöld eru fyrir takmark hinzta dregin, trúin á lífið bendir fram á veginn. Sannast í dag, er sigurvonir rætast, söngur og gleði í huga vorum býr, erfiðar stundir baráttunnar bæt&st, blasir við augum vonabjarmi nýr. Húsið sem viti í villumyrkri bendir, vegarins bjarta leiðarmerki sendir. ★ íslenzka þjóð! Þann vanda að velja og hafna veraldar reynsla leysi í þinni sál. Kenningar þær, sem oss hér saman safna, sýni þér leið og verði hjartans mál. , Hálfvelg'ja margra hugsjónina deyðir, hrifningin trú á framtiðina leiðir. Trúna á fegurð ókomipna alda, algáðra manna heilbrigt samfélag, sýnir vort merki, er hátt á loft skal halda. Heimurinn þráir frið og bræðralag. Hvar sem þess Ijós í framtíð fær að skfn^. flytuT það von og trú á götu sína Maríns Ólafsson. i *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.