Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. fébrúar 1968 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 0 Markmiðið ai tryggja Vietnömum sjálfsákvörSunarrétt í landi sínu Hér fer á eftir greinargerð flutningsmanna í báðum deild- um alþingis fyrir þingsályktun- artillögunni um styrjöldina í Vietnam: „Það skal tekið fram, að til- laga þessi er í meginatriðum sniðin eftir ályktun hollenzka þingsins frá 25. ágúst 1967. Þó að flutningsmenn þessarar tillögu kunni að hafa að ein- hverju leyti ólíkar skoðanir á ýmsum einstökum atriðum í sambandi við Víetnam, er það samhljóða álit þeirra, að-heims- friðnum stafi hætta af áfram- haldandi hernaðaraðgerðum þar, jafnframt því sem víet- namska þjóðin verður að þola meiri ógnir og stríðshörmungar en dæmi er til í sögu síðari tíma. Sumir virðast telja, að íslend- ingar hafi litla sem enga ástæðu til þess að láta sig varða atvik og viðburði í fjarlægum heims- hlutum, enda sé áhrifamáttur okkar á alþjóðavettvangi nánast enginn. Þessi skoðun er þó býsna hæpin og oft beinlínis röng. Hún er m.a. röng að því er varðar styrjöldina í Vietnam. Þar er um að ræða lengra styrj- aldarástand og ægilegra en við höfum lengi haft spurnir af. Heil þjóð — Öll alþýða manna, saklaus börn og varnarlausar konur, jafnt sem hermenn — hefur búið vig hörmungar stanzlausrar styrjaldar í rúman aldarfjórðung. Tæplega getur það heldur dulizt, að styrjöldin í Vietnam er nátengd baráttu stórveldanna um áhrif, ítök og yfirráð í heiminum. Einmitt þess vegna er yfirvofandi hætta á útbreiðslu styrjaldarinnar, og það varðar hvern ábyrgan mann, hvar í heiminum sem er, og hverja þjóð, hversu fámenn sém hún er og fjarlæg aðalvið- burðunum, þegar styrjaldar- hætta grúfir yfir mannkyni öllu. Um það atriði, ag við íslend- ingar séum tiltakanlega áhrifa- litlir á alþjóðavettvangi, skal því einu til svarað, að áhrif okkar þar þurfa alls ekki að vera minni en gerist og gengur um smáþjóðir. Við eigum m.a. aðild að Sameinuðu þjóðunum og njótum þar að öllu sama réttar og obbinn af öðrum að- ildarþjóðum. Vera má, að hver einstök smáþjóg sé áhrifalítil út af fyrir sig, þegar um stórátök er að ræða og deilur milli stór- velda, en með samstöðu og ein- ingu geta smáþjóðir orðið á- hrifaafl, sem um munar. íslend- ingar eiga að fylgjast vel með því, sem er að gerast í heims- málum, kynna sér málavöxtu sem bezt má verða og haga af- stöðu sinni og skoðunum í sam- ræmi við það. Einkum er það skylda Alþingis og alþingis- manna að láta slík mál til sín taka. Umræðum um utanríkis- mál þyrfti að sinna miklum mun meira á Alþingi en nú er gert og fara þar að dæmi þjóð- þinga í nágrannalöndum. Með tillögu þeirri, sem hér er fram borin, gefst Alþingi tækifæri til þess að lýsa hug sínum varðandi það málefni, sem nú er mest rætt í heims- fréttum og tæpast lætur ósnort- inn neinn þann, sem því kynn- ist. í tillögunni er gengið til móts við það sjónarmið, sem áreiðan. lega á vaxandi fylgi að fagna ®" meðal stjórnmálamanna og rík- 'isstjórna í fjölmörgum löndum heims, að deiluefni í Víetnam verði aðeins leyst meg friðsam- legum hætti. í því sambandi er megináherzla lögð á nauðsyn þess, að Bandaríkjamenn hætti að gera loftárásir á Norður- Víetnam sem fyrsta skref til vopnahlés og friðarsamninga. Mörg af aðildarríkjum Samein- uðu þjóðanna hafa skorað á Bandaríkjamenn að hætta loft- árásunum á Norður-Víetnam, sem hófust fyrst fyrir u. þ. b. þremur árum, eða í sama mund og hin svonefnda „stigmögnun“ (escalation) styrjaldarrekstrar- ins byrjaði fyrir alvöru. Meðal þeirra ríkja, sem haft hafa uppi slíka áskorun, eru Norðurlöndin öll, að íslandi undanteknu, H°l- land, Frakkland og Kanada, auk fjölmargra annarra. Ýmsir heimskunnir og áhrifamiklir menn í hópi bandarískra stjórn- málamanna hafa ekki einungis lagt því lið, að loftárásum á Norður-Víetnam linni, heldur hafa þeir gagnrýnt harðlega mikilvæg atriði í sambandi við bandaríska íhlutun í Víetnam og þá þróun, sem orðið hefur í þeim efnum. Fer því mjög fjarri, að bandaríska þjóðin sé einhuga um ráðandi stefnu rík- isstjórnarinnar í þessu máli. Meðal þeirra, sem lagt hafa til að stöðva loftárásir og hefja samningaumleitanir með sem fæstum fyrirframgefnum skil- yrðum, eru öldungadeildarþing- mennirnir Robert Kennedy. J. William Fulbright (formaður utanríkismálanefndar öldunga- deildarinnar) og Eugene Mc- Carthy, sem hyggst bjóða sig fram sem forsetaefni demókrata gegn Johnson forseta. Einnig mætti nefna Jacob Javits, öld- ungadeildarþingmann repúblik- ana frá New York, Romney, ríkisstjóra í Michigan, fram- bjóðanda í prófkosningum um forsetaefni Repúblikanaflokks- ins, og fjölmarga, fleiri minna þekkta menn, sem gagnrýnt hafa ýmis atriði í stefnu ríkis- stjórnarinnar í málefnum Víet- nam. Meðal bandarískra há- skóla- og menntamanna gætir einnig mikillar gagnrýni á stefnu Bandaríkjanna í Víet- nam, ekki sízt að því er varðar loftárásirnar og aðra útþenslu og aukningu styrjaldaraðgerða á undanförnum árum. Flutningsmenn gera sér ljóst, að stöðvun loftárásanna af hálfu Bandaríkjamanna kemur ekki að haldi, nema á móti komi ó- tvíræður vilji Norður-Víetnam- stjórnar og Þjóðfrelsishreyfing- arinnar í Suður-Víetnam (,,Viet-cong“) til þess að ganga til samninga án fyrir fram yfir- lýstra úrslitaskilyrða, enda þótt markmiðig hljóti að sjálfsögðu að vera það að tryggja Víet- nömum óskoraðan sjálfsákvörð- unarrétt í landi sínu. Hvað sem hverjum kann að sýnast um réttmæti eins málstaðar öðrum fremur, þá er þetta mál þannig vaxið nú, að samningaviðræður geta aldrei hafizt, ef andrúms- loftinu er spillt með gífuryrð- um á báða bóga. Öll meðal- ganga þriðja aðila og sáttavið- leitni af hálfu utanaðkomandi afla verður í fyrstu að beinast að því að fá deiluaðila að samn- ingaborði án stóryrtra fyrir- fram skilyrða". Harður árekstur á Vesturlandsvegi Harður árekstur varð á Vestur- landsvegi síðdegis í gær á milli Skoda fólksbifreiðar og steypu- bíls. Skemmdir urðu á 'báðum bílum og ökumaður fólksbeifreið- arinnar slasaðist. Slysið varð þannig, að steypu- bílnum var ekið út af veginum frá Sorpeyðingarstöðinni inn á Vesturlandsveginn beint í veg fyrir Skodabílinn. Hafði ökumað- ur Skodans hemlað, en það nægði ekki til að forða árekstr- inum sem varð mjög harður- Kastaðist ökumaðurinn í vinstri framhurðina svt) að hún beygl- aðist og rúðan brotnaði, en mað- urinn fékk áverka á kinnbednið. Taldi hann sig ómeiddan að öðru leyti, en var fluttur á slysa varðstofuna. Steypubílstjórinn slapp ómeiddur. Alþýðusaimbandsþingið Framhald af 12. síðu. Reynslan frá 1963, þegar verka- lýðshreyfingin þurfti að hreyfa samninga þrisvar á einu ári væri enn í fersku minni. Ef fyrst á að draga úr niður- greiðslum svo að verð brýnustu lífsnauðsvnja stórhækki, gera svo stórfellda gengislækkun, Siglufirði, og Hermann Guð- mundsson, formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Haínar- firði tóku kröftuglega í sama streng. Óskar gagnrýndi Alþýðu- sambandsstjórn fyrir framkomu hennar í verkfallsmálunum 1. desember, taldi vísitöluuppbót- ina hégóma einan miðað við hitt hækka skatta, tryggingargjöld, að vísitalan var um leið tekin úr sjúkrasamlagsgjöld, hækka verð 1 sambandi, en verkföllunum var allrar nanðsvnjavöru — og taka i aflýst og verkalýðshreyfingin um leið vísitöluna úr sambandi,; stóg máttvana frammi fyrir því LAUS STAÐA Staða' deijdarfulltrúa J við bókihald í sfcrifstofu Borgarspítalans í Fossvogi er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa staðgóða þekkingu á bókhaldi. Æskilegt er að hann hafi kynnzt skýrslu- vélataekni. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykja- víkurborgar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Borgar- spítalanum í Fossvogi fyrir 15. febr. n.k. Reykjavík, 31. janúar 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. — þá á verkalýðshreyfingin ekki nema um tvennt að velja — sam- felldar samningagerðir eða sam- felldar hernaðaraðgerðir. Hviki menn frá kröfunni um verðtrygg- ingu launaihvika menn einnig frá þeirri kröfu að hægt sé að fá betri afkomu launafólks. Gegn atvinnuleysinu duga engar káksamþykktir né kákráð. stafanir. Verkalýðshreyfingin hlýtur ag krefjast þess að vísi- talan verði ekki tekin úr sam- bandi og stefna að því að menn geti lifað af dagvinnutekjum ein- um saman. Þetta samþykkti Al- þýðusambandsþingið fyrir rúmu ári og þarf ’verkalýðshreyfingin heldur betur að halda á spöðun- um eigi hún að standa við það. Baráttan um þau mál getur kostað mikil átök og harðar deil- ur. En þess skuli allir trúnaðar- menn verkalýðshreyfingarinnar minnast, að þeir séu gæzlumenn hjá einu fyrirtæki, fyrirtækinu alþýðufjölskylda. Hver sem hvikar frá baráttunni og kallar yfir alþýðuheimilin rýrari kjör eða jafnvel atvinnuleysi, tekur á sig þunga ábyrgð. Því er þess full þörf að þetta Alþýðusambandsþing geri beitt- ar og hiklausar ályktanir í kjara- og atvinnumálunum og fylgi þeim eftir af aiefli. Óskar Garibaldason, formað- ur Verkalýðsfélagsins Vöku á AKRANES Þorrablót Alþýðubandalagsins verður hald- ið í Rein laugardaginn 3. febrúar kl. 20. Skemmtinefndin. Blaðamennska Framhald áf 12. síðu. naumast til greina, ef gagn eigi að verða að þessari fræðslu- For- ráðamenn háskólans og Blaða- mannafélag íslands mundu að sjálfsögðu hafa nána samvinnu um undirbúning og setningu reglugerðar um þéssi efni. Það er skoðun flutningsmanns þessa frumvarps, að hér sé um mikilvægt menningarmál að ræða. Áhrif blaða og annarra fjölmiðlunartækja eru svo rík í nútíma þjóðfélagi, að á miklu veltur, að þeir, sem við þau starfa, séu vel menntaðir og hæf- ir ménn. Enda þótt kennsla í blaðamennsku við Háskóla Is- lands yrði fyrst £ smáum stíl, gæti hún þróazt upp í það að verða fullkomin kennslugrein innan stofnunarinnar, eins og tiðkast með mörgum öðrum menningarþjóðum. sem yerið var að gera. Taldi Osk- ar að forysta verkalýðshreyfing- arinnar yrði að bæta ráð sitt að mun ætti hún að endurvekja fullt traust eftir þessa framkomu. Stjórnarstefnu ríkisstjórnarinnar taidi Óskar mesta bölvald þjóðfé- lagsins, og yrði að setja þar hart í bak og breyta stefnunni ef ekki ætti verr að fara. Hermann taldi það eitt mesta áfall verkalýðshreyfingarinnar að verðtrygging kaupsins var af- numin og hlyti hreyfingin að hef ja baráttu til ag endurheimta hana. Því væri ekki að leyna að ýmsir væru uggandi að hef ja bar. áttu á tímum þegar atvinnuá- standið væri eins og það er nú. Hinu skyldu menn ekki gleyma að ýmsir stærstu sigrar verka- lýðshreyfingarinnar hefðu unnizt á atvinnuleysisárunum vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi berjast. Nú væri sagt að þjóðin væri á vegamótum, að velgengnistímar væru liðin tíð. Verkalýðshreyf- ingin gæti snúið þeirri óheilla- þróun við. Til þess dygði ekki að samþykkja ályktanir, heldur þyrfti að vekja baráttuvilja fólksins um allt land. Eggjaði Hermann þingfulltrúa að standa einhuga að þeirrl baráttu sem ó- hjákvæmilega væri nú framund- an. Ensk knattspyma Framhald af 2. síðu Burnley — West Ham 1-3 Chelsea — Ipswich 3-0 Cochester — WBA 1-1 Coventry — Charlton 3-0 Doncaster — Swamsea 0-2 Fulham — Macclesfield 4-2 Halifax — Birmingham 2-4 I.eeds Utd. — Derby 2-0 Manch. City — Reading 0-0 Manch. Utd. — Tottenham 2-2 Middlcsborough — Hull 1-1 Newcastle — Carlisle 0-1 Norwich — Sunderland 1-1 Nott. Forest — Bolton 4-2 Orient — Bury 1-0 Petersborough — Portsm. 0-1 QPR — Preston 1-3 Rotherham — Wolves 1-0 Shefficílíi W. Plymouth 3-0 Shrewsbury — Arsenal 1-1 Southamton — Newport 1-1 Southport — Everton 0-1 Stoke — Cardiff 4-1 Swindon — Blackburn 1-0 Tranmere — Huddersfield 2-1 Watford — Sheffield Utd. 0-1 Walsall — Chrytal Palace 0-1. Fjórir jafnteflisleikir voru leiknir að nýju á þriðjudags- kvöld. — Urslit. Arsenal — Shrewsbury 2-0 Liverpool — Boumemouth 4-1 Bristol R. — Bristol City 1-2 Newport — Southamton 2-3 Framhald af 12. síðu. amar litlar, þó hefur fækkað á Siglufirði um 48 manns. Fjölmennustu sýslurnar eru: Arnessýsla með 8.Í20 fbúa (7. 840), Kjósarsý&Ia 7.239 (7.010), Suður-Múlasýsla 4.910 (4.847), Snæfelisnessýsla 4.245 (4.192), Eyjafjarðarsýsla 3.857 (3.899), Kjósarsýsla 3.396 (3.240) og Rang- árvallasýsla 3.144 (3.083). Fjölmennustu hrepparnir em Garðahreppur með 2351 íbúa (2.059), Selfoss 2277 (2155), Sel- tjarnames 1982 (1878) og Njarð- víkur 1486 (1538). Fimm aðrir hreppar eru með rösklega 1000 fbúa hver en það em Borgames, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Miðneshreppur og Dalvfk. Langfámennasti hreppur lands- ins er Loðmundarfjarðarhrepp- ur, þar búa nú aðeins tveir karl- menn. Alls em hins vegar 40 hreppar með innan við 100 ftwía. Handboltinn Framhald af 2. síðu. ingar nokkuð í við Framara og á markatöfilunni mátti sjá 13- 11 Fram í vil, síðan 14-12 15-13. Þá tóku Framarar mik- inn endasprett og um tíma var átta marka munur, 24-16, en KR-ingar löguðu, stöðuna örlít- ið og lokatalan varð 26-21 Fram í vil. . Bezti maður Framliðsins eins og oftast áður var Gunnlaugur Hjálmarsson og leikur hans í sfðari hálfleik var stórkostleg- ur. Ingólfur og Guðjón áttu báðir nokkuð góðan leik, svo og yngstu mennirnir Hinrik, Björgvin og Amar. Sigurður Einarsson og Gylfi Jóhannes- son vom ekki við sitt bezta. Hjá KR bar Gíslli Blöndal af en Karl Jóhannsson, Hilmar Bj. og Geir Friðgeirsson áttu allir góðan leik. Mörkin: Fyrir Fram: Gunnlaugur 10, Ingólfur 4, Guðjón 3, Gylfi J. 3, Pétur Böðvarsson 2, Hinrik 2, Arnar 1, Sig E. 1. Fyrir KR: Hilmar 6, Gísli 5, Geir 4, Karl 2, Halldór Björns- son 2, Ámi Indriðason 2. Dómari var Óskar Ólafsson og dæmdi vel. Til að mynda er það tiíl fyrirmyndar hjá honum þegar-brotið er á manni á línu að bíða og sjá hvort beim sem brotið er á tekst að skora, en ekki að flauta strax og brotið er framið og dæma jafnvel mark af og í staðinn vítakast, bannig að mistakist vítakastið hagnast sá sem brýt- ur. Sdór. SIGURÐUR BALDURSSON hæstaréttarlögmaður LAUGAVEGl 18. 3. hæð. Símar 21520 og 21620. S Æ N G U R Endumýjum gömlu sæng- umar, eigum dún- og fið- urbeld ver og gæsadúns- sængur og kodda af ýms- um stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Simi 18740. (örfá skref frá Laugavegi) Laugavegi 38 Skólavörðustig 13 * ÚTSAIAN ER HAFIN * ALDREI MEIRA VÖRUVAL \ ALDREI MEIRI AFSLÁTTUR ÖHKUMST m HJÚLBARÐAÞJÓNUSTU, FLJÓTT 00 VEL, MEÐ HÝTÍZKU TÆKJUM W NÆG BÍLASTÆDI OPIÐ ALLÁ DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJOLBflRDAVlÐCERD KOFflVOGS Kársnesbraut 1 - Sírai 40093 < i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.