Þjóðviljinn - 01.02.1968, Blaðsíða 12
Aíþýðusambandsþingið ræddi í gær kjara- og atvinnumál
Barátta óhjákvæmileg fyrir
verðtryggingu og kjarabótum
Fimmtudagur 1. febrúar 1968 — 33. árgangur — 26. tölublað.
□ Á fundum Alþýðusambandsþings /1 gær
hvöttu leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar til ein-
beittrar baráttu gegn atvinnuleysi og kjaraskerð-
ingu og töldu óhjákvæmilegt að alþýðusamtökin
beittu afli sínu tií að knýja fram verðtryggingu
kaups og kjarabætur svo að launafólk geti lifað
af dagkaupi einu saman.
Skipulags- og lagamálunum
var vísað til nefndar á fundi Al-
þýðusambandsþings í fyrrakvöld,
og stóð fundut fram á nótt. í
gær hófst þingfundur kl. 4 og
stóð til kl. 7. Fóru þá fram um-
ræður um kjara- og atvinnumál,
og voru lögð fram tvenn drög að
ályktunum, annað frá Hannibal
Valdimarssyni og hitt frá þrem-
ur mönnum úr verkalýðsmála-
nefnd þingsins, Guðmundi J.
Guðmundssyni, Benedikt Davíðs-
syni og Erni Scheving.
Hannibal og Guðmundur fluttu
raeður með ályktunardrögum sín.
um og urðu svo almennar um-
raeður, en málinu í fundarlok
vísag til nefndar.
Ræða Guðmundar J. Guð-
mundssonar, varaformanns
Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar, var'um margt ein hin athygl-
isverðasta og þróttmesta ræða
sem haldin hefur verið á þing-
inu.
Gagnrýndi hann og raunar
fleiri ræðumenn að miðstjórn
Alþýðusambandsins skyldi ekki
hafa komið saman og lagt fyrir
þingið drög að ályktun um kjara-
og ^atvinnumálin, heldur kæmu
þau drög að því er virtist frá
Hkntíibal Valdimarssyni. Þegar
svo réðist, hafi þeim þremur full-
trúum £ verkalýðsmálanefndinni
þótt rétt að flytja önnur drög að
ályktun, sem væru talsvert öðru
vísi upp byggð, enda þó þeir
væru efnislega samþykkir mörg-
um atriðum í drögum Hannibals.
Guðmundur minnti á heit-
strengingu, sem fulltrúarnir
gerðu á fyrri hluta þingsins: A3
verkalýðshreyfingunni bæri að
beita öllu afli sínu og áhrifa-
valdi til að ná fram styttingu
vinnutímans án skerðingar
tekna, og aukningu kaupmáttar
vinnulauna, með það að mark-
miði að núverandi tekjur náist
með dagvinnu einni.
Ári síðar en þessi einróma heit-
strenging var gerð á Alþýðusam-
bandsþingi verði að viðurkenna
að þetta mark hafi fjarlægzt.
Myndi reynast erfitt að standa
t.d. í verkalýðsfélaginu Verka-
mannafélaginu Dagsbrún frammi
fyrir því, að( hafa með þingsam-
þykktum glætt vonir vinnandi
manna um bætt kjör en verða svo
að játa ári síðar að markið hafi
fjárlægzt sem að var stefnt.
Guðmundur ræddi þvínæst ýt-
arlega um atvinnuleysið í
Reykjavík og úti um land, og
taldi ísltyggilega margt benda til
þess að stéfnt væri í meira eða
minna mæli að varanlegu at-
vinnuleysi, og nú þegar hefðu al_
þýðuheimilin orðið fyrir stór-
felldum tekjumissi vegna sam-
dráttar atvinnu. .
Þetta Alþýðusambandsþing
yrði að lýsa því yfir svo eftir-
minnilega að eftir yrði tekið að
atvinnuleysi ætlaði verkalýðs-
hreyfingin ekki að þola, því með
því væri stefnt í þjóðfélagsástand
sem enginn vissi hvað úr yrði.
Baráttuna fyrir verðtryggingu
kaupsins taldi Guðmundur und-
irstöðuatriði. Minnti hann á
hvernig mál hefðu farið í haust,
og nú færi verðlag ört hækkandi.
Framhald á 3. síðu-
Fimm ritstjórar leggja fram frumvarp á alþingi:
Hafín sé kennsla /
bhðamennsku / H!
í gær var lagt fram á alþingi
eftirfaxandi frumvarp til laga
um breytingu á lögum nr. 60 7.
júní 1957 um Háskóla íslands:
„1. grein.
Á eftir IX. kafla (40. gr.) lag-
anna komi nýr kafli og ný
grein, svoliljóðandi:
Í»Íɧ6S§Ísil§S&: iííí .
Ein af Rolls Royce flugvélum Loftleiða.
Loftieiðir kaupa fimmtu Rolls-Royce
— áætlunarflug byrjar 1. maí
□ Loftleiðir hafa nú fest kaup á fimmtu flugvélinni af
gerðinni Rolls-Royce 400. Vélina kaupa Loftleiðir af banda-
,'íska flugfélaginu Flying Tiger Line, en samningar um
kaupin voru undirritaðir í fyrradag. Á næstunni verður
unnið að breytingum á flugvélinni, fyrst í Los Angeles og
síðan í Taipei á Formósu, en 1. maí mun hun hefja áætl-
unarferðir.
1 fréttatilkynningu, sem Loft-
leiðir sendu út um kaupin í gær,
segir, að þessi flugvél, sem smíð-
uð er af Canadair verksmiðjun-
Sjómannastofa opnuðífyrra-
dag á Hafnarg. 80 Keffavík
Njarðvík, 31/1. — f gærkvöld
var tekin í notkun sjómanna-
stofa í Keflavík í húsi sjómanna-
dags^áðs að Hafnargötu 80. Hús
þetta er tvær hæðir og hefur
fyrir nokkru verið hafinn rekst-
ur matstofu á neðri hæðinni en
sjómannastofan er á efri hæð-
Kingston-leitin
árangurslaus
Leitinni að brezka togaranum
' Kingston Peridot H 591 frá Hull,
eða einhverju úr honum, var
haldið áfram í gær, en án ár-
angurs.
Var í gær leitað út af Tjör-
nesi, bæði flogið og farið á skip-
um og gengið á fjörur, en einskie
varð vart fram yfir það sem
þegar hafði fundizt: gúmbátur,
þrír bjarghringir og nokkur
bjárghringaljós. Tryggvi Helga-
son á Akureyri flaug yfir svæðið
norður af Tjömesi bg bátar
sigldu kringum Mánáreyjar, en
ckkert nrýtt kom í Ijós.
inni. Við opnun stofnnnar skýrði
Ámi Ragnar -Ámason frá því
fyrir hönd sjómannadagsráðs, að
stofan hefði hlotið nafnið Sjó-
mannastofan Vík.
Árni skýrði einnig frá ograkti
að nokkru aðdraganda að kaup-
um þessa húss. Þá tók til máls
Guðmundur Oddsson formaður
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands og gaf sjómanna-
stofunni mynd af Stjána bláa
teiknaða af Eggert Guðmunds-
syni.
Frú Ásdís Káradóttir, for-
maður Slysavamadeildar kvenna
í Garði færði sjómannastofunni
að gjöf 34 bækur sem_ vísi að
bókasafni.
Sveinn Jónsson bæjarstjóri
flutti érnaðaróskir frá bæjar-
stjórn Keflavíkur. Fleiri gjafir
höfðu borizt, t.d. gaf Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur og
Njarðvfkur stofnuninni sjón-
varpstæki.
Áætlað er að stofari verði op-
in frá kl. 14-23.30 daglega.
Framkvæmdastjórar eru Vilmar
Guðmundsson og Ragnar Guð-
mundsson. — Ú.Þ. /
um í Montreal, eins og aðrar
Rolls-Royce flugvélar Loftleiða,
hafi bæði verið notuð til fólks-
og vöruflutninga hjá Flying Tig-
er. Hún verður nú innréttuð til
fólksflutninga, en við nýsmíði
verður gert ráð fyrir að auðvelt
verði með lítilli fyrirhöfn að
breyta bannig til að unnt verði
að nota flugvélina til vöruflutn-
inga.
Fyrstu breytingarnir, sem nú
þarf 'að gera til bess að búa
160 farþegum þægilegt rými í
farþegasalnum verða unnar í
flugvélaverkstæðum Flying Tiger
í Los Angeles, en síðar verður
vélinni flogið til Taipei á FPr-
mósu, en þar hefur Flying Tiger
Róða reynslu af yinnu við breyt-
ingar og viðhald flugvéla. Þar
verður lokið við innréttinguna og
þaðan verður vélinni flogið til
New York síðari hluta aprílmán-
aðar, n. k. Er gert ráð fyr-
ir að við upphaf sumaráætlunar
Loftleiða, hibn 1. mai n.k., hefji
þessi nýja flugvél áætlunarferðir,
ásamt hinum Rolls Royce flug-
vélunum fjórum, sem fyrir eru
nú í flota Loftleiða. Þá geta 916
farþegar verið samtímis í lofti í
Rolls R'oyce flugvélum Loftleiða,
þar sem hinar vélamar fjórar
rúma 189 farþega, hver.
Að svo komnu máli hefur
ekki verið ráðgert að' lengja
þessa flugvél ein,s og hinar fjór-
ar Rolls Royce flugvélamar, sem
Loftleiðir nota nú til áætlunar-
ferða.
Ólafur Agnar Jónasson yfir-
flugvélstjóri mun af hálfu Loft-
leiða fylgast með öllum þeim
breytingum, er nú þarf að gera
á flugvélinni, bæði vestur í Kali-
fomíu og á Formósu.
Fullbúin til farþegaflugs mun
hin nýja flugvél Doftleiða með
nokkrum varahlutum kosta um
2,5 miljónir dollara eða um 143
miljónir íslenzkar krónur. Hafa
Loftleiðir komizt að hagstæðum
greiðsluskilmálum. Kaupin pru
gerð með góðri fyrirgreiðslu ís-
lenzkra stjómarvalda, segir enn-
fremur í fréttatilkynningunni, en
án ríkisábyrgðar eða annarra op-
inberra skuldbindinga.
KENNSLA í BLAÐA-
MENNSKU.
Við heimspekideild skal stofua
til kennslu í blaðamennsku, er
fé er veitt til þess í fjárlögum,
og skal kveða á um námstilhög:-
un í reglugerð.
2. grein.
Lög þessi öðlast þegar gildi."
Flutningsmenn tillögunnar eru
fimm þingmenn úr öllum flokk-
um og eru þeir jafnframt allir
ritstjórar við dagblöðin í Reykja-
vík, þeir Sigurður Bjamason,
Benedikt Gröndal, Þórarinn Þór-
arinsson, Magnús Kjartansson og
Eyjólfur Konráð Jónsson.
í greinargerð sem fylgir frum,-
varpinu segja flutningsmenn svo
um tilgang þess:
„Innan samtaka íslenzkra
blaða hefur um langt skeið rfkt
mikill áhugi á hættri menntun-
araðstöðu blaðamanna hér á
landi. Hefur Blaðamannafélag
Islands tekið málið upp á þeim
grundvelli, að stofnað skuli til
kennslu í blaðamennsku við Há-
skóla Islands. Hefur verið rætt
um þessa hugmynd við forráða-
menn háskólans og menntamála-
ráðherra. Báðir þessir aðilar
hafa tekið jákvætt á málinu. Af
hálfu háskólans hefur að sjálf-
sögðu verið bent á það, að
kennsla í blaðamennsku hlyti að
hafa í för með sér einhver auk-
in útgjöld fyrir stofnunina.
Með frumvarpi þessu er lagt
til, að stofnað skuli til kennslu í
blaðamennsku við heimspeki-
deild háskólans, þegar fé er veitt
til þess í fjárlögum. Er jafnframt
gert ráð fyrir, að kveðið skuli
á um námstilhögun í reglugerð.
En flutningsmenn telja, að styttri
námstími en 3 mánuðir komi
Framhald ó 9. síðu.
Enn gabbað
Slökkviliðið var gabbað rétt
eina ferðina í gærkvöld, að þessu
sinni á Káratorg, þar sem brot-
inn hafði verið brunaboði, eins
og oftast þegar um gabb er að
ræða. Virðast pörupiltar seint
ætla að fá sig fullsadda af þess-
ari „skemmtun".
Engin ákvörðnn
nin bandaríska
floitananninn
Engin ákvörðun var tekin í
dómsmálaráðuneytinu í gær í
málj , Bandaríkjamannsins Ge-
orge M. Noells, sem leitað hefur
hér hælis sem pólitískur flótta-
maður, en eins og sagt var frá
í blaðinu í gær flýr hann land
sitt af því að hann er and-
vígur stefnu Bandaríkjastjórnar
í Víetnam og vill ekki gegna
herþjónustu þar.
íslendingar höfðu náð 200
þúsundum fyrir sl. áramót
□ Þjóðviljanum barst í fyrrad. bráðabirgðayfirlit um
riiannfjöldann á íslandi 1. desember sl. Samkvæmt því
voru íbúar á öllu landinu þá 199.526 að tölu en í athuga-
semd segir, að við endanlegan útreikning íbúatölunnar
eigi eftir að bætast við um 400 börn fædd í nóvember 1967,
til lækkunar komi hins vegar ýmsar leiðréttirtgar á þjóð-
skránni 1. des. 1967 þannig að endanleg íbúatala þann
dag muni ekki ná 200 þúsundum, hins vegar sé ljóst, ,að
hún hafi farið yfir það mark fyrir áramótin síðustu.
Mannfjöldinn á öllu landinu
skiptist svo eftir kynjum, í svig-
um endaniegar tölur ársins 1966,
að karlar voru 100.930 (99.546) en
konur 98.596 (97.387). Virðist
munurinn á fjölda karla og
kvenna alltaf fara heldur vax-
andi og er nú 2334. 1 Reykjavík
eru þó 1869 fleiri konur en
karlar, hinsvegar eru 3695 fleiri
karlar en konur í sýslunum og
454 fleiri karlar en konur í öðr-
um kaupstöðum en Reykjavík.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Hagstofunnar var mannfjöldinn
í kaupstöðunum sem hér segir 1.
des. sl.:
Reykjavík 79.813
Kópavogur 10.524
Akureyri 10.102
Hafnarfjörður 8.932
Keflavík 5.430
Vestmannaeyjar 5.038
Akrancs 4.177
Isafjörður
Sigluf jörður
Húsavík
Neskaupstaður
Sauðárkrókur
Ölafsfjörður
Seyðisfjörður
2.704
2.354
1.859
1.550
1.407
1.047
928
' Mest hefur mannf jölgunin orð-
ið í Reykjavík, þar hefur fjölg-
að' um 611 manns frá 1. des.
1966, á sú tala þó væntanlega
eftir að hækka uaj 200-300 þeg-
arendanlegar tölur liggja fyrir.
Næst kemur Kópavogur með 510
manna fjölgun og er það að
sjálfsögðu hlutfallslega mun
meiri aukning en í -Reykjavík.
í Hafnarfirði hefur fjölgað um
377 íbúa, og er það óvenjumikil
aukning þar. Á Akureyri hefur
fjölgað um 159 manns en í öðr-
um kaupstöðum eru breyting-
Frambald á 9. síðu.