Þjóðviljinn - 06.02.1968, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.02.1968, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJiNN — Þriðjudagur 6. febrúar 1868. Vandamál þróunarríkja Hjálp ríkarí þjáða hefur illa brugðizt NÝJU DELHI 1/2 — Indira Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, hvatti í dag auðugar þjóðir til að veita fátækum þjóðum miklu virkari aðstoð en nú; yrði það ekki gert mundu afleiðingamar verða hræðilegri en nokkur getur fmyndað sér. Samdrátturinn í þorsk- og karfa- vei&um íslendinga sjálfskaparvíti Þessi ummæli viðhafði frú Indira Gandhi við opnun ráð- stefnu S.Þ. um verzlun og þró- un (Unctad) en t'l hennarmæta 2500 fulltrúar frá 131 landi. Forsætisráðherrann sagði að' það gæti aldrei orðið friður én þess að rutt yrði úr vegi þeirri beizkju sem nú ríkir vegna andstæðnanna milli ríkra og fátækra, nema við skiljum nauðsyn þessa og einbeitum kröftum okkar að því að út- rýma þeim efnahagslegu for- sendum sem geta þvingað fólk- ið til að gera uppreisn og beita valdi til að koma á breyt- ingum. Frú Gandhi kvað það já- kvætt, að þessi ráðstefna skuli haldin á Indlandi þar sem vandamál þróunarríkja eru einna brýnust. Hún minnti á! þær samþykktir sem gerðar j voru á fyrstu Unctad-ráðstefn- ! unni í Genf 1964 og sagði, að | ekki hefði verið fylgt með að- j gerðum eftir þeim samiþykktum i sem þá voru gerðar og að! vandamál þróunarlanda verði j erfiðari með hverju árinu sem | líður. Þá sagði hún og að þró- uð lönd kysu heldur að verzla hvert við annað en við þróun- arlönd. Skommu eftir að þingiðhófst báru fulltrúar Afríkuríkja fram mótmæli vegna nærveru fulltrúa Suður-Afríku á þing- inu. Nú þegar það hefur hent í okkar þjóðarbúskap, að sam- dráttur hefur orðið á s.l. ári í aflamagni samfara verðlækk- un á frostnum fiskflökum á- samt lýsi og síldarmjöli, þá tala stjórnarvöld og fleiri um þetta í sameiningu sem óvið- ráðanlega hluti hvorutveggja. Það er rétt að við ráðum ekki verði á okkar þýðingarmiklu fiskmörkuðum nema að óveru- legu leyti. Hinu eigum við að geta ráðið hvernig aflanum er skipt niður í verkunaraðferðir, svo sem frosin fiskflök, saltfisk og skreið hverju sinni, en það höfum við ekki gert. Að sjálf- sögðu ætti að gera áætlun í byrjun hverrar vertíðar um skiptingu aflans eftir verkun- araðferðum og -hafa til hlið- sjónar þeirri áætlanagerð markaðshorfur hverju sinni. Að sjálfsögðu mundi þetta ekki leysa allan vandann, en slíkt gæti hinsvegar dregið úr mestu skakkaföUunum, því oft er FISKIMÁL Vill- andi fréttir Elöð og fréttastofnanir hafa heimild til þess að láta blaða- menn sína fyilgjast með störf- úm Alþýðusambandsþinga, eins og sjálfsagt er. Hins veg- ar á Alþýðusambandið heimt- ingu á að frásagnir af þing- unum séu sæmilega réttar.og málefnalegar, en á því hefur verið næsta mikill misbrest- ur. Fréttamaður Tímans reyndist tii að mynda svo mikill áhugamaður um ýms minniháttar atriði í skipu- lagsmálum að annað hefur naumast komizt að í frásögn- um hans; hann mat ræður manna og tillögur aðeins samkvæmt þessum einka- skoðunum sínum. Hér er um svo algera þráhyggju aðræða, að í afarlangri grein sem blaðamaðurinn birtir í Tím- anum í fyrradag er enn klif- að næstum einvörðungu á skipúlagsmálunum, líkt og á- kvarðanir Alþýðusambands- þings um kjaramál séu hé- góminn einber og varla um- talsverðar. Er þess að vænta að það fálæti sé ekki til marks um afstöðu Framsókn- arflokksins til kjaramála launafólks um þessar mund- ir,. Fréttamaður Morgunblaðs- ins var ekki margmáli um Alþýðusambandsþingið, en samt hefur honum tekizt að hafa frásagnir sínar algerlega villándi. Hefur hann lagt kapp ásj að búa til sögur um einhverja tilgangslausa „taugaspennu" milli Hanni- bals Valdimarssonar og Bjöms Jónssonar annars veg- ar en Eðvarðs Sigurðssonar og Guðmundar J. Guðmunds- sonar hinsvegar og hafi sú „taugaspenna" váldið hlið- stæðum tillöguflutningi beggja aðila. Þannig sagði hann í Staksteinum sínum á laugar- dag: „Fram höfðu komið tvö-(!) drög að ályktunumat- vinnu og kjaramál, annað (!) frá Hannibal og hitt (!) frá Guðmundi J. sem voru efnis- lega samhljóða að öðru leyti en því að drög Hannibals gerðu ráð fyrir ítarlegum kafla um atvinnumál en drög Guðmundar J. vfsuðu til fyrri samþykkta 30. þings ASl um það mál. Guðmundur J. var í fyrirsvari fýrir þingnefnd- inni sem um máilið fjallaði og lagði hún að sjálfsögðu drög Guðmundar J. til grundvallar starfi sínu.“ Annaðhvort er að fréttamaður Morgunblaðs- ins hefur alls ekki nennt að lesa tillögur þær sem hann er að greina frá eða að hann telur ser henta að fara méð rangt mál. Drögin voru eng- an veginn „efnislega sam- hljóða“. í tiHögu þeiiri sem Guðmundur J. Guðmundsson " og fleiri fluttu var lögð á- herzla á mjög veigamikla á- kvörðun: „Þingið skorar á öll verklýðsfélög að búa sig und- ir það að tryggja fullar vísi- tölubætur á kaup 1. marz n.k. því slíkar vísitölubætur voru forsenda þeirra samningasem seinast voru gerðir við at- vinnurekendur. Þingið sam- þykkir því að fela miðstjórn það verkefni að tryggja sem bezt samstöðu verklýðsfélag- anna í þeirri baráttu og skipuleggja sámeiginlegar að- gerðir þeirra, ef þessi réttlæt- krafa nær ekki framaðganga átakalaust.“ Samþykkt þess- arar tillögu var að sjálfsögðu veigamesta niðurstaða Al- þýðusambandsþings, en enga hliðstæða ákvörðun var að finna í tillögum Hannibals Valdimarssonar. — Austri. ■ettitr ^Jötuenn J. E. KúicS hægt að sjá það með nokkr- um fyrirvara hvert stefnir á mörkuðum hinn. ýmsu fiskaf- urða. Mér vitanlega er engin op- inber upplýsingaþjónusta hér til um þessa hluti, þrátt fyrir mikinn og vaxandi kostnað við okkar utanríkisþjónustu. En einmitt slík upplýsin^aþjón- usta byggð á upplýsingum frá markaðslöndunum, er forsenda þess hvemig hagkvæmt sé að skipta aflanum á milli verkun- araðferða, Niðurstaðan er bá þessi, að við getum ekki ráð- ið verði okkar fiskafurða nema að takmörkuðu leyti á erlend- um mörkuðum. En það á að vera á okkar valdi, að geta dregið úr áhættunni með góðri upplýsingaþjónustu og betri skipulagningu við skiptingu aflans eftir verkunaraðferðum. Vantar hentug skip Þá er ég kominr. að hinu, hvort það sé hvert óviðráð- anlegt náttúrulögmál sem hef- ur valdið því að annar fiskafli en síld, hefur hér dregizt stór- lega saman á sl. ári sérstak- lega vegna minnkandi afla á vetrarvertíð. Að sjálfsögðu eru þorskárgangarnir misjafnlega sterkir se,m koma hér upp að suður- og suðvesturlandinu til að hrygna hverju sinni, og verða af þeim sökuin eðlilegar sveiflur á vertíðaraflanum, en þetta vitum við cft fyrir og eigum alltaf að reikna með slíkum sveiflum í afla. Hinsvegar eigum við Islend- ingar eins og aðrar þjóðir gera, að bæta okkur upp aflarýrnun sem verður á heimamiðum, með því að sækja aflann á fjarlægari mið þár sem hanh er að fá. Þetta höfum við gert áður með góðum árangri á meðan okkar togaraútgerð var og hét. Nei, samdrátturinn í fs- lenzkum bolfiskafla er því miður sjálfskaparvíti. Togara- flotinn hefur verið látinn drabbast niður í höfnum eða er seldur úr landi. í stað mik- iils og glæsilegs togaraflota sem taldi á milli fjörutíu og fimm- tíu skip, þá eru nú aðeins tutt- ugu togarar sem ennþá sækja á mið, og margt af þeim tutt- ugu ára skip. Önnur þorsk- veiðiskip landsmanna hafa svipaða sögu að segja, þeim stórfækkar með hverju ári. Þetta er fyrst og fremst ástæð- an fyrir minnkandi fiskafla okkar Islendinga. Það þarf skip til að sækja aflann þar sem hann er að fá og þegar bað er vanrækt að láta smíða þessi skip þá minnkar að sjálf- sögðu aflinn. Það er mikill sannleikur í þessu gamla spakmæli. „Guð hjálpar þeim sem viíll hjálpa sér sjálfur“. Hinuni verðurerf- itt að hjálpa sem það ekki heppileg skip til fiskveiða fyr- vilja. 1 staö þá5S að láta smíða ir frystihúsin og aðrar fisk- vinnslustöðvar, svo hægt væri að starfrækja þessi fyrirtæki á eðlilegan hátt allt árið, þá minnkar með hverju ári sáafli sem húsin hafa að vinna úr, á sama tíma sem fastur rekstrar- kostnaður húsanna stendur í stað eða fer hækkandi. Að sjálfsögðu veldur slík van- ræksila atvinnúleysi. En ef svo þeim hinum sömu sem fá rýrnandi launatekjur í sinn hlut, er ætlað að standa unþ- ir þeim greiðslum úr' ríkissjóði sem þarf til þess, að hráefnis- laus frystihús, meirihluta árs- ins, geti gefið reksturshagnað þá er nú skörin farin að fær- ast UPP í bekkinn. Nei góðir hálsar, sannleikur þessa máls er mjög einfaldur og Ijós, það vantar hentug skip til að tryggja þeim frysti- húsum hráefni sem hafa eða geta haft rekstrargrundvöll við eðlilegar aðstæður. Fyrst er að leysa hráefnisvandamálið og til þess þurfa föst og snör handtök, manna sem hafa þekk- ingu á þessum málum. Það er mjög óheilbrigt ástand, ef því er ætlað að vara til frambúðar, að styrkja hraðfrystihús sem ekki ganga nema máske fáa mánuði á ári, af almannafé þar _til þau fara að bera sig. Hitt er jafri sjálfsagt að hrað- frystihúsum svo og öðrum fiskvinnslustöðvum sé fenginn sá rekstrargrundvöllur til að starfa á, að þau fái borið uppi vinnsluna svo og annan kostn- að ásamt nauðsynilegu viðhaldi og þar í innifaldar tæknilegar endurbætur eftir bví sem þörf- in kallar á. En rékstursgrund- völl og afkornu fyrirtækjanna verður skilyrðislaust að miða við vinnslu kllt árið í frysti- húsunum, á öðru er ekki stætt og verður aldrei stætt. Norðmenn mættu verðfall- inu á sl. ári með auknum afla svo útflutningstekjur sjávarút- vegsins hjá þeim minnkuðu ekki. Þetta er lærdómsríkt fyrir þá Islendinga sem telja það eðlilegt að verðsveiflur á mörkuðum valdi óhjákvæmi- lega neyðarástandi um leið og þær gera vart við sig. Hráefn- islausar fiskvinnslustöðvar stóran hluta ársins, þær auka ekki útflutningstekjumar á meðan þær standa starfslausar. Hér er meinið sem þarf að lækna og það er hægt, ef menn trúa á ísilenzka getu, til þess að endurnýja og auka skipa- stólinn sem þarf til þess að sækja meiri afla á djúpsins mið. Þetta gera aðrar þjóðir, því skyldum við ekki geta gert það líka. Rekstur hraðfrysti- húsa er verksmiðjurekstur f eðli sínu, en allur verksmiðju- rekstur krefst þjálfaðs starfs- fólks, ef hann á að geta geng- ið vel. Það er sagt að stærsta hraðfirystihús á Norðurlöndum, hjá Findus í Hammerfest í Noregi hafi tapað 1 milj. n.kr. á sl. ári; áður hafa ekki verið bendlaðir við ’kstur. Og ástæðan er sögð sú, að þá hafi skort starfsfólk, og þá sér- stakilega þjálfaö fólk. Hagkvæm reksturs- skilyrði Hér eru mörg frystihús með meira og minna óvönu fólki þegar þau eru í gangi og or- sökin er fyrst og fremst sú, að vinnan við reksturinn er of stopul, þetta meðal' annars or- sakar verri rekstursafkomu þar sem afköst verða að sjálfsögðu minni. Þannig ber allt að sarna brunni, að höfuðskilyrði fyrir góðum og hagkvæmum rekstri frystihúsa er nægjanlegur afli til vinnslu ásamt vel þjálfuðu starfsfólki. Og vel þjálfuðu starfsfólki er ekki hægt að hallda nema með samfelldum rekstri. Við vitum að nokkur hluti frystihúsanna er sæmi- lega uppbyggður og hafa skil- yrði til hagkvæms reksturs við eðlilegar aðstæður, en það er óðaverðbólgan sem mögnuð hefur verið í landinu sem hef- ur verið þeim fjötur um fót. En þó skortir fslenzk hrað- frystihús öll með tölu, hag- kvæmar hráefnisgeymslur sem svara tæknilegúm kröfum þess tíma sem við lifum á. Viti sér- fræðingar sölusamtakanna ekki þetta, þá þurfa þeir að læra betur. Og mitt álit er það, að þama væru þeir fjármunir bet- ur komnir sem fóru f umbúða- verksmiðjuna. / . ÞORSKANET Þrátf fyrir gengisfellingu getum vér, vegna mjög hagstœSra innkaupa, boSiS japönsk nylon-þorskanef á sama verSi og i fyrra KRISTJÁN Ó. SKAGFJÓRÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.