Þjóðviljinn - 06.02.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.02.1968, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. febrúar 1968 — ÞJÓÐVIOINN — SÍÐA ] VerBhun veitt fym bestu umferðurmynd — Félag áhugaljósmyndara 15 ára í dag á Félag áhugaljós- myndara 15 ára almæli. Verð- ur þess minnzt með afmælis- fundi sem haldinn verður í Tjarnarbúð uppi annaðkvöld. Þar verða sýndar ljósmyndir sem séra Frank M. flalldórs- son tók á ferðalagi í Araba- Iöndum, og stiginn verður dans. Á næstunni efnir félagið til ljósmyndasamkeppni í sam- vinnu við umferðarnefnd Reykjavíkur og lögregluna. Myndirnar eiga að vera úr um- ferðinni og er skilafrestur til marzloka. Verðlaun verða veitt fyrir beztu myndina og í beinu framhaldi af keppninni verð- ur opnuð ljósmyndasýning í maíbyrjun. Verður Ijósmynda- ’ sýningin einn liður í sýning- unni „íslendingar og hafið“ sem haldin verður í Laugardals- höllinni. Á fundi með blaðamönnum fyrir stuttu gerði formaður fé- lagsins, Ólafur Skaftason, nokkra grein fyrir starfi fé- blaðamennsku Á fundi neðri deildar Alþing- is i gær var til 1. umræðu frum- varp sem fimm ritstjórar íneðri deild Alþingis flytja um kexmslu í blaðamennsku við Há- skóla Islands. Hafði 1. flutnings- maður, Sigurður Bjarnason, orð fyrir filutningsmönnum og lagði áherzlu á brýna þörf á innlendri menntun íslenzkra blaðamanna og taldi að máttarvöld háskóla og menntamálaráðuneytis hefðu tekið hugmyndinni vel. Málinu var vísað til 2. um- ræðu og menntamálanefndar með samhljóða atkvæðum. Minningarsjóður Þórarins Björns- sonar skóla- meisfara Stofnaður hefur verið minn- ingarsjóður um Þórarin Bjöms- son skólameistara. Framlögum til sjóðsins er veitt viðtaka á Akureyri hjá húsverði Mennta- skólans þar, hjá Gunnlaugi Krist- inssyni,.Kaupfé!agi Éyfirðinga og í bökaverzluninni Bókval, Hafn- arstræti 94, en í Reykjavík í Bökaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, í Austurstræti, í Bóksölu stúdenta í Háskólanum og íAð- alumboði Happdrættis Háskólans í Tjarnargötu 4. Minningarspjöld fást á sömu stöðum. lagsins. Á 15 ára starfsferli hefur það efnt til þriggja op- inberra ljósmyndasýninga, auk sýninga í glugga Morgunblaðs- hússins og á Mokka. Meðlimir fé^agsins em nú 160 talsins. Myrkvastofu hefur félagið haft síðan 1956 og geta félagar og aðrir leigt hana út gegn gjaldi. Er afgreiðslan fyr- ir myrkvastofuna í gileraugna- yerzluninni Fókus í Lækjargötu. Pöntunarfélag starfar í tengsl- um við Félag áhugaljósmynd- ara og þar fá félagar efni til ljósmyndagerðar við vægara verði en í verzlunum. Almennir félagsfundir eru einu sinni í mánuði, á tímabil- inu september til apríl. í vetur eru þeir haldnir í Tjarnarbúð, uppi, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Á félagsfundunum eru að jafnaði sýndar litgeisla- myndir (slides) og kvikmynd- ir og erindi eru flutt um ýmis efni er snerta myndagerð. Auk þess er þar ávallt myndasam- keppni og er þar oft til góðra verðlauna að vinna. Snjóbíllinn Naggur. Farið var á honum upp að Skálafelli til hjálpar fólki sem þar var veðurteppt um helgina.' Fárviðri vestax- og norðanlands Hanoisfjérnm Framhald af 3. síðu. vélar og stórskotailið stjómarinn- ar valdið. Það voru foringjar stjórnar- hersins sem gáfu fyrirskipun um að hefja árás á bæinn eftir að þjóðfrelsisherinn hafði tekið hann á fimmtudag og föstudag í fyrri viku. My Tho sem stendur í 48 km fjarlægð suðvestur af Saigon, var blómlegur bær með 75 til 100 þúsund íbúum. Samkvæmt orðrómi í óshólm- um Mekong er My Tho einn þeirra héraðshöfuðstaða sem verst hafa farið, en ékki samt sá, sem harðast hefur orðið úti. 55 ára gamall kaupmaður sagði fréttaritara Reuthers í dag: „Það var grannkona mín, sem bjargaði mér. Hún kom hlaupandi á laugardaginn og sagði að ríkisstjórnin ætlaði að láta gera á okkur stórárás og dró mig út. Hanoi Sókn þjóðfrelsishersins í Vi- etnam síðustu viku hefur borið svo stórfelldan árangur, var sagt í panoi í gær, að félagslegt skipulag og stjórnskipun í S-Vi- etnam hefur gjörbreytzt. títvarp þjóðfrelsisfylkingarinn- ar sagði í dag að skæruliðar mundu halda áfram sókn sinni þar til hinn endanlegi sigur hcfði unnizt. Framhald af 3. síðu. megi koma þeim á. Ennfremur er haft eftir þeim, að því fyrr sem Johnson vilji hefja friðarumræöur þvi betra verði það, því staða Bandaríkj- anna í yietnam sé að versna og ekki eingöngu í Vietnam, en einnig í öðrum heimshlutum. Vietnamstríðið hefur komið því til leiðar að fóík skilur raun- veruleika valdsins, eins og kem- ur skýrt fram í Pueblo-málinu. Við vitum það mætavel að N- Kóreumenn láta sér fátt um finnast þó Bandarlkin hafistefnt 350 herflugvélum til þjónustu og sent ' flugmóðurskipið Entcr prise til stranda landsins, með- an N-Vietnamar sýna það dag- lega, að hægt er að standast mörg þúsund flugvélar og mör- flugvélamóiðurskip, er haft eft: stjórnmálamönmmum í Ilanoi. Notts County Framhald af 1. síðu. og fengu fréttamenn ekki að tala við þá. Einn skipverj a á Notts County, ungur piltur, var látinn er varð- skipsmenn komu um borð. Bar lát hans að með þeim hætti, að skipverjar settu út gúmbát og bundu við skipshlið til að hafa tilbúinn í neyðartilfelli. En pilt- urinn stökk strax niður í bátinn, sem rak síðan frá, og náðist ekki aftur fyrr en eftir nokkum tíma. Var þá pilturinn látinn. Lík hans var skilið eftir um borð, en ef veður leyfir verður það sótt í dag. Togarinn Notts County var 441 tonn að stærð og var frá Grimsby. Óhugsandi er talið að honum verði bjargað. . Rétt er að taka fram vegna sögusagna sem gengu í gær, að enginn skipsbrotsmanna var drukkinn er í land kom. Hins vegar höfðu ýmsir sjómenn af öðrum brezkum togurum. sem lágu í ísafjarðarhöfn, not,að tím- ann tíl að lýfln sér upp, þðtt 1 ekki væru þeir til vandræða. Framhald af 10. síðu. ar og 4 fullorðnir í Harðarskála og ætluðu að koma aftur til fsa- fjarðar á sunnudag. Var fólk farið að óttast um að hópurinn hefði lag't af stað út í hríðina og því var Hjálparsveit skáta send á staðinn. Biðu skátarnir ásamt hópnum í skálanum um nóttina en komu síðan til fsafjarðar um kl. 3 í gærdag. Einnig urðu nokkrir veðurtepptir í skála skíðafélagsins. Veður var mun skaplegra á Patreksfirði að sögn Skúla Magnússonar. Allhvasst var á Vatneyri svokallaðri sem er hluti af plássinu en annarsstaðar var ekki óvenju hvasst. Talsverð snjókoma var á Patreksfirði en veðrið hindraði ekki skólagöngu barna og unglinga og verzlanir voru opnar með eðlilegum hætti í gærdag. Einhverjar óverulegar skemmdir urðu á húsum í rok- inu t.d. losnuðu þakplötur á samkomúhúsinu Skjaldborg. Þjóðviljinn fregnaði að skemmdir hefðu orðið af völd- um veðurs á Reykhólum í Reyk- hólasveit. Þar brotnuðu margar rúður m.á. í kirkjunni. Síma- sambandslaust var við Króks- fjarðarnes i gær og í fyrradag þannig að ekki var hægt að afla frekari upplýsinga um veðrið á Reykhólum. Vegir tepptust víða um land vegna fannfergis og mun all- margt manna hafa orðið veður- teppt í skíðaskálum. Þannig fór til að mynda fyrir 120—130 manns sem voru í skíðaskála KR við SkáJafell og ætluðu heim á sunnudag. Tveir eigendur snjó- bílsins Naggs og þrír menn úr skíðadeild KR fóru upp að Skála- felli á sunnudaginn til að aðstoða fólkið, en þar voru unglingar í miklum meirihluta. Er Þjóðvilj- inn hafði tal af Pétri Þorleifs- syni, öðrum eigenda Naggs í gær sagði hann að þeir hefðu farið með mat handa fólkinu ef svo kynni að fara að það kæmist ekki í bæinn fyrir nóttina. — Við fórum einar fjórar ferðir frá skálanum niður að jepp- unum og fluttum dót fyrir ung- lingana og gengu þeir síðan í slóðina. Síðan aðstoðuðum við þílana á leiðinni í bæinn og komumst loks á leiðarenda um kl. 12,30 í fyrrinótt. Þorrablót. var haldið í Hreða- vatnsskála á laugardagskvöldið. Þjóðviljinn hafði símasamband við Leopold Jóhannsson í gær og sagði hann að stórhríð hefði skollið á um nóttina og menn háldið dansinum áfram og blót- að Þorra hressilega til morguns. Reynt var að fara af stað á fjórum bílum klukkan að ganga 4 en tveir þeirra festust í fönn og varð að gera út leiðangur til að ná í þá. í gær voru nokkrir veizlu- gesta ókomnir heim frá Þorra- blótinu. Fólk frá Fornahvammi var þá í Sveinatungu og tveir menn voru í þann mund að leggja af stað gangandi vestur í Dali. Yfirleitt leituðu ökumenn ekki eftir aðstoð snjómoksturs- Ályktun tækja heldur reyndu að bjarga sér sjálfir. Sagði Leopold að -*eðrið í fyrrinótt heíði verið lítið betra en aðfaranótt sunnudagsins en heldur hefði það gengið niður í gærdag. Mjólkurflutningar hafa gengið áfallalítið í niðurhéraðinu, sagði Leopold að lokum, en í gær- morgun fór bíll frá Vegagerð rík- isins til að kanna ástandið og var ætlunin að freista þess að komast að Fornahvammi. Mikið fárviðri var í fyrradag á Hellissandi og Rifi. Á Rifi brotnuðu rafmagnsstaurar, raf- magnslínur slitnuðu, svo að raf- magnslaust var þar til bráða- birgðaviðgerð var lokið um há- degi í gær. Plötur fuku af hús- þökum og fleiri skemmdir urðu af völdum veðursins. Engar skemmdir urðu á bátum í höfn- inni á Rifi utan það hvað lítill, opinn hafnsögubátur sökk. í Stykkishólmi slitnuðu tveir bátar frá bryggju á stmnudag- inn og rak upp í fjöru. Bátarn- ir náðust aftur á flot á flóð- inu í fyrrakvöld og voru þeir lítið skemmdir. Mikinn íshroða rak inn á höfnina í fyrradag og er hann talinn hafa hlíft bátun- um. Allmiklar skemmdir urðu í óveðrinu í Stykkishólmi og all- ir vegir þar í grennd voru ó- færir í gær. Vinnuskúr sem skipasmíðastöðin í Skipavik var að reisa fauk í rokinu og eyði- lagðist. í Hvallátrum var í gær versta veður og minnast menn þess ekki að annað eins óveður' hafi komið þar í 60 ár. Þar fauk hluti af fjárhúsi og 8 þakplöt- ur fuku þar af öðrum húsum. Þá fuku plötur af þaki bátasmíða- vStöðvar í Hvallátrum. Sömuleið- is f auk loftnet og fleira lauslegt. Framhald af 10. síðu. sambandsfélög sín að vera reiðubúin ásamt öðrum verka- lýðsfélögum til að framfylgja kröfum, heildarsamtakanna í þeim efnum 1. marz n.k, með allsherjarverkfalli Verði ekki orðið við .kröfum samtákanna í þessum efnum. Felur þingið stjórn sam- bandsins að hafa forgöngu alla um fulla 'þátttöku sam- bandsfélaganna í hugsanleg- um átöikum svo og um sam- ráð og samstarf við önnur stéttarsamtök sérstaklega við miðstjóm Alþýðusamtands ís- lands. Að öðru leyti en að fram- an greinir, vísar þingið til hinna ýtarlegu samþykkta 30. þings A.S.Í. um kjaramál og ítrekar fullan stuðning við þær og þá baráttu, sem fram- undan er til að tryggja þeirri stefnu. sem þar er mörkuð, framgang. Framhald 5. síðu. Beztu menn FH voru Geir, sem þó er ekki búinn að jafna sig að fuillu eftir lasleikannum daginn, Páill, Kristófer í mark- inu, örn, Einar og ‘enda Auð- unn. Annars er liðið jafnt og oft skemmtiléga leikandi. Þeir sem skoruðu fyrir FH voru Páll 6, Geir 4, Auðunn 3 Birgir 2, Einar og Kristján 1 hvor. Fýrir Fram skoruðu, Gunnlaugur 5, Guðjón 3, Ing- ólfur, Gylfi og Sigurbjöm 2 hýer og Amar og Pétur 1 hvor, — Frímann, SIGURÐUR BALDURSSON hæstaréttarlögmaður LAUGAVEGI 18. 3. hæð. Símar 21520 og 21620. OSKATÆKI FjöBskySdunnar Sambyggt útvarp-sjónvarp ÞU LÆRIR MÁLIÐ I MÍMI □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ éNACKBAR__ Laugavegi 126 Sími 24631. Tollafæfckanir Framhald af 10. síðu. ings, sem orðið gætu viðamikl- ar i vísitölunni. Hins vegarværi ekki reynt að auka tollvemd inn- lends iðnaðar. Undantekning væri' þó gerð með jámsmíðaiðn- aðinn, þar væri framkvæmd veruleg lækkun á tollum á ýms- um helztu hráefnum hans. Ráðherrann taldi að af þess- um tollalækkunum myndi vísi- talan lækka um 1,56% enda myndi um 2/3 breytinganna varða fatnað, ýmsar tegundir vefnað- arvara, og hráefni í fatnað. Til að mæta þessari tollalækk- un kvað ráðherrann það ætlun ríkisstjómarinnar að draga úr útgjöldum ríkisins, einkum rekstrarútgjöldum um 100 milj- ónir kr. og hækka verðálagn- ingu á áfengi og tóbaki um 1Ó%, og væri þeirri hækkun ætlað að gefa 50 miljónir króna. Ólafur Jóhannesson og Karl Guðjónsson töldu sig hlynnta tollalækkun en gagnrýndu harð- lega ráðsmennsku rfkisstjórnar- innar með tekjuafgang . fjárlag- anna og stjómarstefnuna. Ekki urðu frekari umræður og var málinu vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. GRAND FESTIVAL 23” e3a 25” KRISTALTÆR MYND OG HLJÓMUR • Með innbyggðri skúffu fyrir plötu?pilara • Plötugeymsla • Ákaflega vandað verk, — byggt með langa notkun fyrir augum. • Stórt útvarpstæki með 5 bylgjum, þar á meðal FM og bátabylgju. • Ailir stillár fyrir útvarp og sjónvarp f læstri veltihurð • ■ATHUGIÐ, með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda á viðkomand! verkstæði — ekkert hnjask með kassann, iengri og betri ending. ÁRS ÁBÝRGÐ Fást víða um land. Aðalumöoð: EINAR FAr.ESTVEIT & CO Vesturgötu 2. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32401. Laugavegt 38 Skólavörðustíg 13 ÚTSALAN ERl FULLUM GANGI Eins og jafnan áður er stórkostleg verðlækkun á ýmis konar fatnaði. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG GERTÐ GÓÐ KAITP. ÖNNUMST ALLA HJðLBARDAÞJÓNUSTU, FLJÚTT Ofi VEL, MEÐ NÝTlZKil TJEKJUM IV NÆG BÍLASTÆÐ! OPID ALLA DAGA FRÁ kl. 7.30-24.00 HJOLBARDAVIDGERÐ KOPAVOGS Kársnesbraut \ - Sími 40093 «»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.