Alþýðublaðið - 22.09.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1921, Blaðsíða 4
I 4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Agæt efni í pey su f ata k ápu r í verzlun - jftoírésar Jénssonar Laugaveg 44. — Sími 657. S p a ð k j ö t frá Pórshöfn á Langanesi flytjum vér hingað í hau§t eins og að undanförnu. Gerið svo vel að senda oss skriflegar pantanir sem allra fyrst. Pöntunum aðeins veitt móttaka til 1. okt. þ. á. Kaupfélag Reykvíkinga. Sími 728. Laugaveg 22 A. JBt.f. Versl. íIverlÍN(j. 56 A Sirius sætsaft, þykk og Ijúffeng á 65 aur. 1 /4 iíter. Kraftmikii soya. — Sósuiitur. Mikil verðlækkun. Öll íataefni, eidri ea 3ja mánaða seljast með 25—40°/o af slætti. Þetta er miðað við lægst fáanlegt varð frá útiöndum. HÚ8 til söiu og laust til í búðar 1, okt. Upplýsingar gefur Sigutður Guðniundsson Laugav. 71 Heitna 12—1 og 7—8 Sá, er auglýsti eftir úri í gær mrk. ó J. Th, vitji þess á afgr. Virðíngarfylst. G. Bjarnason & Fjeldsted. Alþbl. er blað allrar alþýðu. Borgarfjarðarketið fæst daglega á Laugaveg 1 7 A. Ritítíóri og ábyrgða ’maðnr; ólafnr Friðrik*«on Prentiiniðian Gutenberí. Ivan Turgeniew: Æskuminningar. að það var alveg auðséð, að hann myndi rísa á fætur hér um bil strax aftur. Og það reynist líka svo. Hann búast, djúp, sterk, lýsti dálitlu sjálfsáliti, en var þó eng- an veginn óþægileg. Hljómurinn var dálítið einkenni- legur og mjúkur. Sllk rödd er einmitt ágæt fyrir þann, sem þarf að gefa undirmönnum skipanir eins og t. d. „Sækið þér rauða Lyon-flauelið 1" eða „komið þér með stól handa ungfrúnni 1" Kluber nefndi nafn sitt fyrir Sanin, hneygði sig mjög hæverkslega, og sló um leið hælunum svo laglega sam- an að hverjum manni myndi hafa orðið á að hugsa: „Þessi maður hlýtur að vera vandaður ekki síður í raun heldur en sjón!" Hann hafði tekið hanskan af hægri hendinni og tók fast og látlaust 1 hendina á Sanin. I vinstri hendi hélt hann á gljáandi svörtum hatti. Hægri hendin, sem var ber, hlaut að vekja aðdáun hvers sem sá. Meira að segja neglurnar voru eitthvað svo sérstaklega fallegar. Loks sagði hann á fyrirmyndar fallegri þýzku, að hann hefði komið til þess að geta tjáð þéssum útlenda ferða- manni þakklæti sitt og virðingu fyrir þá hjálp, sem hann hefði veitt tilvonandi mági sínum. Og um leið benti hann á Emil, sem varð dálftið vandræðalegur og stakk einum fingrinum upp í sig. Kliiber bætti þvf við, að það myndi gleðja sig, ef hánn gæti gert honum einhvern greiða í þakklætis- skyni. Sanin svaraði á þýzku, þó ekki fullkomlega án erfiðis- muna að það gleddi sig — en sú hjálp, sem hann hefði getað veitt, hafði annars verið mjög lítil. Svo bauð hann gestunum til sætis. Kliiber þakkaði fyrir, tók upp frakkalöfin mjög fim- lega og settist á stól. En hann settist með þeim hætti, stóð upp jafn skyndilega og gekk vandræðalegur fram og aftur og sagðist því miður ekki geta staðið við lengur; því hann þyrfti að fara og sinna sínum störfum við verzlunina — Skyldustörfin yrðu þó alt af að sitja í fyrirrúmi! En á morgun væri sunnudagur og hann hefði með samþykki Gemmu og frú Leonoru ákveðið að þau skyldu öll fara í skemtiferð til Soden, og að hann ætlaði að leyfa sér að bjóða útlendingnum að vera með, í þeirri von að hann vildi veita þeim þann heiður að fara þessa skemtiferð með þeim. Sanin gat ekki hafnað þessu, og Kliiber hneigði sig kvaddi og fór. IX. Emil hafði snúið sér út að glugganum þrátt fyrir það, þó Sanin byði honum sæti, en nú þegar Kliiber, til- vonandi mágur hans, var farinn, snéri hann sér skyndi- lega við, roðnaði og spurði Sanin hálf vandræðalegur, hvort hann mætti ekki vera hjá honum svolitla stund enn þá. „Eg er miklu betri í dag," sagði hann, „en læknirinn hefir bannað mér að vinna nokkuð." „Já venð þér bara hérna! Þér truflið mig ekkert," sagði Sauin, sem eins og Rússum er tamt, greip tæki- færið sem þarna gafst til þess að gera ekk\ neitt. Emil þakkaði honum fyrir — ög virtist innan skams kunna ágætlega við sig. Hann skoðaði alla hluti, sem Sanin hafði og spurði hann, hvar hann hefði keypt þá og hvað þeir hefðu kostað. Hann hjálpaði honum til þess að raka sig og spurði hann, hvers vegna' hann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.