Þjóðviljinn - 15.02.1968, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Firnmtudagur 15. febrúar 1968.
Otgeíandi: Sameimngarflokkur alþýðu - Sósialistaflokkurinn
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.). Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V, Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson
Framkvstj.: Eiður Bergmann
Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja; Skólavörðustíg 19.
Sími 17500 (5 linur). — Áskriftarverð kr 120.00 á mánuði —
Lausasöluverð krónur 7,00.
Umræðufundur Knattspyrnusambands íslands:
Fréðlegt ermds um dönsk knuttspyrmmál,
enginn áhugi á umræðum um 14-2 leikinn
íslenzk stóriðja eða erlend
J^Jorgunblaðið flytur enn þá falskenningu að deilt
sé um, hvort stóriðja sé æskileg og hugsanleg
á íslandi. Um það mál gætu leiðarahöfundar Morg-
unblaðsins lært margt af greinum og þingræðum
Einars Olgeirssonar undanfarna áratugi. í þeim
hefur verið rakin baráttan um stóriðju á íslandi
og hafa ekki aðrir gerzt eindregnari talsmenn þess
á opinberum vettvangi að íslendingar kæmu upp
stóriðju í eigu íslenzku þjóðarinnar. Og hann hef-
ur manna bezt minnt á, með skrifum og tilvitnun-
um í sögu stóriðjubaráttunnar á íslandi, að allt
fram að því að íhaldið og Alþýðuflokkurinn gerðu
alúmínsamninginn alræmda var það stefna íslend-
inga, líka manna sem Morgunblaðið þykist eiga
með húð og hári, að ofurselja ekki auðlindir og
vinnuafl íslendinga erlendum auðfélögum, enda
þótt sú afstaða þýddi nokkum frest á því að stór-
iðja risi að marki á íslandi.
I
JJm þétta er deilt og verður deilt, ekki hitt hvort1
stóriðja sé æskileg eða hugsanleg hér á landi.
Stóriðja á íslandi á að vera í eigu og undir stjóm
íslenzkra manna, ekki erlendra auðfélaga og þjón-
ustusamra leppa þeirra. Með alúmínsamningunum
voru erl. auðfélagi afhent forréttindi hér á landi
í allt að hálfa öld til atvinnurekstrar og arðnýting-
ar íslenzkra auðlinda og íslenzks vinnuafls. Morg-
unblaðið hefur síðan stundað ákafan áróður fyrir
því að áfram verði haldið á þeirri braut og Al- |
þýðublaðið hökt á eftir. Þessi blöð hafa boðað það
sem fagnaðarerindi, að haldið skuli áfram að of- i
i
urselja íslenzkar auðlindir og vinnuafl erlendum
auðhringum. Svo hefur íhaldið notað hvert tilefni
til að kasta rýrð á íslenzka atvinnuvegi, einkum
sjávarútveginn, og talið þá erfiðleika hans sem
að verulegu leyti eru beinlínis stjórnarstefnu í-
haldsins og Alþýðuflokksins að kenna, sönnun
þess að honurn sé ekki treystandi til frambúðar,
nema til komi líka auðmagnaður atvinnurekstur
erlendra aðila.
I
Jafnframt er beitt þeirri vesældarröksemd að at-
vínnuleysið nú sé sönnun þess að rétt sé að of-
urselja erlendum auðhringum auðlindir íslands
svo atvinna geti haldizt næg á íslandi. Hér er af-
leiðing rangrar og hættulegrar stjómarstefnu gerð
að röksemd fyrir því að halda enn lengra inn í
þær blindgötur í atvinnu- og efnahagslífi þjóðar-
innar sem ríkisstjórnin og hinir kreddulærðu „sér-
fræðingar“ hennar hafa gengið. Má furðulegt telj-
ast ef Alþýðuflokkurinn ætlar að láta íhaldið teyma
sig öllu lengra í þá áttina. Það hafa að vísu gerzt
svo ótrúlegir hlutir að alþingisménn og ráðherr-
ar Alþýðuflokksins leggja því lið sitt að svipta
launþega verðtryggingu kaups þegar verst gegnir.
Sameinuð verkalýðshreyfing landsins býst nú til
þess að sækja þann rétt á ný.l Og alþýða manna
mun lítt ginkeypt fyrir þeirr| kenningu, að ís-
lendingar geti ekki haft næga atvinnu í landi sínu
nema þeir leggisf flatir fyrir erlenduim auðfé- \
lögum og láti þau taka ráðin, í stað þess að ís-
lendingar eigi atvinnufyrirtækin og ráði þeim
sjálfir. — s.
Stjóm Knattspyrnusambands
íslands boðaði til fundar s.l.
mánudagskvöld að Hótel Sögu,
log komu þar margir áhugamenn
um knattspymu. Gefið var fyr-
irheit um það að þar yrði maett-
ur framkvæmdastjóri danska
knattspyrnusambandsins, er
segði frá skipulagi knattspymu-
málanna þar í landi, og enn-
fremur var þess getið í aug-
lýsingum að rætt yrði um stór-
tap íslands í Danmörku 23.
ágúst s.l.
Hvort tveggja þetta var for-
vitnilegt, ekki sízt fyrir það að
það virðist sem í loftinu liggi
einhverjar skipulagsbreytingar
í knattspymusambandinu eöa
a.m.k. að fram komi tillögur
um það á þingi því sem fyrir
dyrum stendur.
Einnig með hliðsjón af því
mun mörgum hafa þótt nokkuð
í mun að heyra hvernig þess-
um málum er fyrir komið í
Danmörku, sem alltaf á góða
knattspymumenn og eftirsótta,
og það svo að nú síðustu vik-
ur munu um 10 Danir hafa
gerzt atvinnumenn, flestir í
Bandaríkjunum.
Skipulag danska knatt-
spymusambandsins
Formaður KSÍ, Björgvin
Sohram, setti fundinn og
bauð hinn danska gest,
Erik Hylstmp. velkominn, svo
og hinn fjölmenna hóp knatt-
spymumanna, sem þarna var
komfnn, og gaf því næst Hyls-
trup orðið, en Hannes Þ. Sig-
urðsson þýddi og túlkaði ræðu
hans, svo ekkert færi milli
mála, og gerði það vel.
Hýlstrup hóf mál sitt með
bvi að gera grein fyrir skipu-
!agi danska knattspymusam-
bandsins og í stórum dráttuih
er það svipað og hér gerist í
dag íijá Knattspyrnusambandi
tslands, nema hvað þar er allt
stærra i sniðum. Fyrir fundin-
um lá teikúing, sem sýndi sam-
hengið á milli hinna ýmsu að-
ila er önnuðust stjómarstarfið
innan knattspyrnusambandsins
f Danmörku. Kom þaö skemmti-
lega fram, hvemig hinum minni
félögum er tryggður meirihluti
á ársþingi þess, og i því sani-
bandi sagði hann svo skemmti-
lega að oft gæti verið erfitt að
samræma sjónarmið litlu og
stóru félaganna, en þeim er
jafnljóst að hvorug geta 4n
hinna verið. Ýmsar upplýsingar
gaf hann um fjölda félaga og
leikja í Danmörku, en þeir
voru 76.695 á s.l. ári, og eru
það 7361 lið sem eru í keppni,
frá 1381 félagi.
Nýmæli fyrir
fslendinga
Erik Hylstrup.
Þegar fyrirlesarinn kom að
störfum hinna ýmsu nefnda,
kom meira fram sem var ný-
mæli fyrir okkur hér, flesta
hverja. Byrjaði hann á lands-
liðsnefndinni sem hann taldi á
sinn hátt þýðingarmesta, því
að landsliðið væri á hverjum
tíma talið andlitið á knatt-
spyrnunni í lajtidinu.
I nefnd þessa eru kosnir 4
menn, sem velja liðið, og þeg-
ar það hefur verið valið end-
anlega er það formaður nefnd-
arinnar sem hefur ábyrgð á
frekari undirbúningi undir
næsta landsleik. Hann hefur
því mikið vald, og er mjög
þýðingarmikill fyrir liðið sem
keppa á. Hinsvegar er það
þjálfarinn sem á að fylgjast
með líkamlegri þjálfun og fé-
lagsilegri samheldni.
Ef ieika átti á sunnudagi s.l.
ár t.d. var hópnum safnað
saman á föstudagskvöldi, og
þá var létt æfing, tekin fyrir
skipulagsatriði í leiknum o.fl.,
en ddci æfingar sem kröfðust
Ríkarður Jónsson.
átaka og reynslu. Eftir kvöld-
matinn er komið saman og
rætt um væntanlegan leik. Þar
gefur leiðtogi liðsins liðinu all-
ar þær upplýsingar sem hann
veit um liðið sem leika á við,
og gefur hverjum og einumsín
ráð. Hann ræðir um hinar
sterku hliðar þeirra og eins
þær veiku og hagar ráðlegging-
ingum sínum í samræmi við
það. Hann ræðir um hlutverk
hvers og eins, og það skipulag
sem leika á eftir. Að sjálfsögðu
er svo föst regla að ganga
snemma til hvílu þetta kvöld.
Laugardagurinn er nctaður til
smáæfinga, en þó meir til að
byggja hvern einstakan upp
sálarlega. Við og við er komið
inná það Mutverk sem honum
er ætlað, þannig að það sitji
fast í huga leikmannsins. Leið-
ffoginn leggur mikið uppúr þvf
að undirbúa leikmennina sál-
arlega sem bezt nmdir leikinn.
Þjálfun landsliðsins
Á sunnudag er létt æfing
rétt til þess að losa um vöðv-
ana, og komið er á leikvang-
inn 1 klst. fyrir leikinn til að
athuga völlinn, athuga hvaða
.,takka“ nota skuli og fil. Tíu
mínútum áður en leikur hefst
er leiðtoginn einn með mönn-
um sínum í búningsherberg-
inu, og fer þá enn einu sinni
yfir það helzta sem þeir verða
að hafa í huga er í leikinn
kemur.
1 leik'hléi verður hann að taka
ákvörðun hvort breyta skuli
því skipulagi sem leikið var
eftir f fyrri hálfleik. Fyrstu
4 mín. eru notáðar til að fá
sér hressingu og hvíld, leiðtog-
inn ræðir við þá alvarlega, tek-
ur sfnar ákvarðanir um skipu-
lag leiksins, hvort breyta skuli
eða ekki. Þar er engin gagn-
rýni notuð, aðeins örvað með
hrósi og hvatningum, eftir þvi
sem við á, allt til þess aðgera
leikmennina sálarlega sterkari.
Gagnrýnin er látin bíða þar
til komið er saman fyrirnæsta
leik, ekki sama dag og leikur-
inn fór fram, aðeins þökkuð
frammistaðan.
Því næst ræddi Hylstrup um
bjálfun landsliðsins, og sagði að
engar sérstákar æfingar væru
fyrir landsliðið, það væri gert
ráð fyrir því að þjálfunin í lið-
unum væri það góð að liði.n
gætu alltaf látið í té fullþjálf-
aða menn í landsliðið. Það er
litið svo á að það sé mjög
þýðingarmikið að þjálfun fé-
laganna sé góð, og við lítum
svo á að landsiliðið sé í raun
og veru framleiðsla' deildarlið-
anna, ef það mætti orða það
svo. Því betri sem liðin eru
því sterkara landslið. Yngri,
efnilegir leikmenn eru hvattir
til að þjálfa vel, og stundum
eru sendir út tímaseðlar til
hugsanlegra landsliðsmanna, ef
þeir vilja svo leggja örlítið
meira að sér til þess að hafa
möguleikann að komast í lands-
liðið.
Mikið er gert til þess aðsam-
eina þjálfarana í deildunum
um þetta verkefni. 1 sambandi
Við þjálfarana sagði Nylstrup,
að án duglegra þjálfara væri
ekki hægt að komast langt, og
undirstrikaði hann nauðsyn
þeirra.
í því sambandi skýrði hann
frá því, hvemig danska knatt-
spymusambandið starfaði að
beim máílum, og er það einsog
hér var gert fyrir nokkrum ár-
um og átti að framkvæmast á
fþróttaskólanum á Laugar-
vatni. Því miður varð ekkert
úr þeirri áætlun vegna þessað
bátttaka var engin! Hann gat
þess að þjálfargr þeir sem
kæmu frá námskeiðum þessum
I Danmörku störfuðu fyrst og
fremst hjá litlu félögunum og
meðal þeirra ungu, en þar
yrði að byrja, og það væri
mikilvert að þar væri rétt af
stað farið. Hann gat þess að
1967 hefðu 375 þjálfarar og
leiðbeinendur komið frá nám-
skeiðum bessum.
Fróðlegt erindi
Þá ræddi Hylstrup um ung-
linganefndina, sem hann sagði
að afkastaði miklu og þýðing-
armiklu starfi. Gengst hun
fyrir námskeiðum fyrir ung-
lingaleiðtoga, auk þess sem
hún gengst fyrir mótum og
margri annarri starfsemi innan
unglingaknattspyrnunnar í
Danmörku, m.a. námskeiðum
fyrir þá sem sýna mikllar
framfarir og hæfileika.
Um ýmsar fleiri nefndir sem
danska knattspyrnusambandið
hefur sér við hlið, ræddi hann
nokkuð, þó þetta sem hér var
sagt að framan hafi vakið meiri
athýgli, og ætti að vera nokkur
lærdómur fyrir knattspyrnu-
sambandið hér og knattspyrnu-
menn yfirleitt.
Var epindi þetta hið áheyri-
legasta og gerður að því góður
rómur.
Á eftir var beint til hans
ýmsum fyrirspumum, og svar-
aði hann mjög greiðlega.
14:2 hinn 23. ág. 1967
Hinn dagskrárliðurinn sem
boðaður var í fundarboði Knatt-
spyrnusambandsins var um-
ræða um tap íslands fyrir Dan-
mörku í sumar 14:2. Er satt að
segja dálítið furðulegt að stjórn
sambandsins skyldi láta sér
detta í hug að á slíkum fundi
yrði hægt að rökræða þetta mál
með það fyrir augum að fá ein-
hverjar rökrænar niðurstöður,
til þess voru litlar líkur á svona
borgarafundi. Eðililegra' hefði
verið og raunar sjálfsagt, að
stjórn KSÍ hefði boðað á sinn
fund nokkra ábyrga kunnáttu-
menn í knattspyrnumálum, þar
sem reynt hefði verið að kafa
eftir þeini ástæðum sem fyrir
þessu tapi voru, og þá um leið
að láta sér þetta víti að varn-
aði verða og gera sínar áætl-
anir úr frá þvi sem slíkur fund-
ur fyndi réttast og sannast
fyrir framgang knattspymunn-
ar á komandi árum, sem sagt
gera sér einhverja áætlun ril
nokkurra ára.
Ástæðumar til tapsins em
. vafalaust margar, sumar óvið-
ráðanlegar, aðrar ekki, og við
getum ekki afgreitt það ein-
faldlega með því að landsliðs-
nefndin hafi ekki verið góð.
Stjómin lagði þetta mál held-
ur ekki nógu skilmerkilega fyr-
ir á fundinum, ef hún hefur
ætlað sér að ná einhverjum við-
unandi árangri. Hún hefði átt
að koma fram með tilteknar
tillögur um það hélzta sem
þyrfti að gera til þess að koma
í veg fyrir að svona gæti gerzt
aftur, og útskýra það lið
fyrir lið, en ekkert slíkt kom
fram i inngangserindi for-
manns,
Framhald á 9. síðu.
Aðalfundur
Byggingasamvinnufélags starfsmanna ríkisstofn-
ana verður haldinn á skrifstofu félagsins að
Hverfisgötu 39 þriðjudaginn 20. febrúar 1968 kl.
6 síðdegis.
DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagsstjómin.
í^ili %
2XfiÍÍ
■‘‘örisv'1'
Tilboð óskast í eftirtaldar framkvæmdir við
byggingu eldhúss Landspítalans í Reykjavík:
1. PÍPULAGNIR
2. RAFLAGNIR
3. MÚRHÚÐUN.
Útboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri gegn kr
2.000,00 skilatryggingu.
i