Þjóðviljinn - 15.02.1968, Blaðsíða 3
Flmnrtfcudagar 15. íetxpúair 1868 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
Skotið á stúdenta
í Santo Domingo
SANTO DOMINGO 14/2 — Löff-
reglan skaut stúdent til bana í
miðri höfuðborg Dóminíska lýð-
vdldisins í dag er hún beitti skot-
vopnum gegn stúdentum sem
andstæðir eru stjóminni.
Kínverjar skutu
niður banda-
ríska flugvél
WASHINGTON 14/2 — Kín-
versk flugvél skaut niður
bandaríska flugvél skammt
frá eynni Haihan í dag, en
önnur flugvél af sömu gerð
komst undan.
Talsmenn Bandaríkjahers
segja, að flugvðlarnar hafi af
„misgáningi“ farið inn fyrir
kínverska lofthelgi. Hafi flug-
vélamar verið óvopnaðar.' —
Flugmaðurinn sem undan
komst lenti á bandarísku
flugstöðinni í Danang í Víet-
nam og kvaðst hann ekki vita
um afdrif félaga síns. Það
var kínversk MIG-vél sem
grandaði bandarísku vélinni.
Bandaríkjamenn hafa þá misst
átta flugvélar yfir kínversku
landL
Allt var á öðrum endanum í
miðborginni. Lögregla og stúd-
entar slógust á háskólasvaeðinu
og þyrlur sveimuðu yfir til að
fá yfirsýn yfir atburði, fyrr um
daginn bafði lögreglan einnig
beitt skotvopnum í um það bil
klukkustund. Svo fór að lokum
að herinn sendi fimm brynvagna
á vettvang gegn stúdentum, sem
voru um 300 talsins. Stúdentarnir
lokuðu sig þá inni í háskóla-
byggingunni-
Forsenda óeirðanna er sú að
stúdentar krefjast aukins opin-
bers styrks við háskólann. Lög-
reglan sakar þá um að hafa
skotið á lögreglumenn-, en stúd-
entar segja það uppspuna.
Santo Domingo var á hvers
manns vörum -fyrir tveim árum
er Bandaríkin sendu þangað her-
lið til að koma í veg fyrir
vinstriþróun í stjórnmálum
landsins.
KiarnarafsföS
í Finnlandi?
HELSINKI 14/2 — Sovétmenn
hafa boðizt til að reisa fyrir
Finna kjarnorkuknúið rafbrku-
ver, hið fyrsta í Finnlandi-
Finnar eru sagðir hafa áhuga á
því að þettai mál nái fram að
ganga.
Atvinnuleysistryggingar
Skrýtirm afli sænsks togara
Fékk í vörpu sína
þýzk leyndarskjöl!
STOKK'HÓLMI 14/2 —Er sænski
togarinn Falken var að veiðum í
Eystrasalti um 10 klst. stím frá
Simrisham fékk hann margra
rúmmetra kassa í vörpuna. Þeg-
ar hann var opnaður, kom í ljós,
að innihaldið var mikið magn af
þýzkum leyniskjölum.
Stokkhólmsblaðið Dagens Ný-
heter segir, að það hafi einnig
verið kort í kassanum og eftir
öllu að dæma hafi kassinn geymt
áætlanir. nazista um árásimar á
Danmörku og Noreg. Ástæðan
fyrir því að kassanum var sökkt
Grímuklæddir
baúkaræningjar
NEW YORK 14/2. Maður og
kona, bæði vopnuð og með sokk
fyrir andliti, réðust inn í banka
í New York í dag og höfðu 130
þús. dolilara með sér. Maðurinn
batt sex starfsmenn bankans og
neyddi gjaldkerann til að opna
peningaskápinn. Enginn meiddist.
á um það bil hundrað metra
dýpi er talin sú, að þáverandi
þýzk yfirvöld hafi viljað koma
í veg fyrir að þau féllu í óvina
hendur að striði loknu. Togarinn
var að reyna veiðar á svæði þar
sem enginn hefur reynt botn-
vörpu fyrr.
Slegizt á þingi
Vestur-Bengals
KALKUTTA 14/2 — Mikik
ringulreið varð í Vestur-Beng-
al í dag er hin vinstri sinnaða
stjómarandstaða reyndi að
hindra landstjóra fylkisins í
að setja þingfund um fjárlög.
Stjórnarandstaðan lagði undir
sig sæti landstjóra og þingfor-
seta og kom til allharðra slags-
mála í nokkrar mínútur. Störf-
um þingsins var frestað um ó-
ákveðinn tíma.
Kommúnistar og aðrir vinstri-
sinnar hafa 132 þingsæti aif
284.
Ræddi í dag við de Gaulle
Framhald af 1. síðu.
legar. Hafa því komið fram há-
værar raddir frá félagsmönnum
verkalýðsfélaga, sem em eigend-
ur sjóðsins, um, að heimilaðar
verði hærri bótagreiðslur. Til
þess þarf lagabreytingu á Al-
þingi.
3. þing Verkamannasambands
íslands, sem haldið var 3, og' 4.
febrúar s.I., samþykkti einróma
ákveðnar tiUögur um breytingar
á lögum um atvinnuleysistrygg-
ingar og skoraði á Alþingi að
tryggja framgang þeirra.
Fmmvarp það, sem hér er
filutt, er byggt á þessum tillögum
Verkamannasambands Islands, og
fylgja tillögur þess ásamt grein-
argerð sem fylgiskjal með fmm-
varpinu,
Fylgískjal
Samþykkt Verkamannasam-
bands Islands um atvinnuleysis-
tryggingar.
3. Þing Verkamannasambands
íslands, haldið í Eeykjavík 3. og
4 febrúar 1968, Skorar á Alþingi
að gera hið fyrsta eftirfarandi
breytingar á lögum um atvinnu-
i ey s istry ggingar:
1. Bótagreiðslur verði hækkað-
ar þannig, að þær nemi eigi
lægri upphæð á viku fyrir
kvæntan mann, en sem
nemur 80 prósent af viku-
kaupi verkamanns í Reykja-
vík fyrir dagvinnu og 70 pró-
sent af sama vikukaupi fyrir
einhleypan mann.
Hámark bóta á viku til ein-
staklings, ásamt bótum vegna
barna, megi vera sama upp-
hæð og vikukaup verka-
manns í Reykjavík fyrir dag-
vinnu.
2. Numið verði úr lögum það á-
kvæði sem skijýrði fyrir
bótagreiðslu, að menn hafi
ekki á síðustu sek mánuðum
haft tekjur, sem fara fram úr
vissu hámarki.
3. Atvinnuleysisbætur verði
greiddar til allar vinnufærra
manna, sem lögin taka til og
atvinnulausir eru, einnig þótt
þeir séu orðnir 67 ára og
njóti ellilífeyris.
Atvinnuleysisbætur fyrir
kvæntan mann eru nú 931 króna
á viku, en það er 45 prósent af
kaupi miðað við lágmarkstíma-
kaup Verkaimannafélagsins Dags-
biúnar. Einhleypur maður fær
nú 823 kr. á viku, en það er
39.7 prósent af lágmarkskaupi
Dagsbrúnar. Hámark bóta getur
nú numíð 1256 kr. á viku, eða
60.5 prósentum af lágmarks-
kaupi Dagsbrúnar, en það er fyr-
ir kvæntan mann, með 3 börn.
Augljóst er, hve fjarri þessar
upphæðir éru því að nægja til
framfæris, þegar miðað er við
núverandi verðgildi peninga.
Með tillögum þeim, sem hér
eru gerðar um upphæðir hóta,
ef miðað er við Hágmarkstaxta
Dagsbrúnar, mundi kvæntur
maður fá um 1655 kr. á viku,
einhleypur maður uim 1450 kr.,
og hámark bóta gæti orðið um
2070 kr. á viku.
Nú á sá maður ekki rétt til
atvinnuleysisbóta, sem haft hef-
ui í tekjur á siðustu sex mán-
uðum upphæð, sem fer fram úr
75 prósentum af tekjum verka-
manna eða verkakvenna f Rvík,
miðað við almenna dagvinnu og
300 vinnustundir á ári næstliðin
ár. Hér er um allt of þröngt
tekjutakmark að ræða, og þykir
engin ástæða til þess, að það sé
neitt, enda þekkjast slík tekju-
mörk ekki lengur í lögum um
almannatryggingar.
Samkvæmt atvinnuleysistrygg-
ingalögunum, eins og þau nú eru,
fær maður, sem' orðinn er 67 ára
og tekur ellilífeyri, engar at-
vinnuleysisbætur, þótt hann
missi atvinnu sfna og sé full-
vinnufær. , Ef sami maður slas-
aðist við vinnu, fengi hann full-
ar slysabætur með ellilaunum.
Þetta misræmi verður að leið-
rétta.
Atvinnuleysistryggingasjóður-
inn, sem stofnaður var með
samningum í vinnudeilunum
miklu 1955, er nú orðinn öflug-
astur sjóða í landinu. Við stofn-
un hans sló verkafólkið af kaup-
kröfum sinum til að afla honum
fjár. Það er því hluti af kaupi
verkafólksins, sem geymdur er á
þennan hátt sem tryggingasjóð-
ur þess gegn vágestinum mikla,
atvinnuleysinu. Fyrsta skylda
s.ióðsins er að aðstoða hina
tryggðu, 'og enginn á rfkari kröfu
til hans en þeir.
Hér eru gerðar tillögur um
breytingar á lögunum um at-
vinnuleysistryggingar til hags-
bóta fyrir hina tryggðu. Breyt-
ingar þessar eru aðkallandi vegna
hins alvarilega atvinnuleysis, sem
nú gerir vart við sig víða um
landið.
Ber friðarvi&leitni
jT ,
U Þants árangur?
x
Bandarískir hermenn * í hinni umkringdu herstöð við Khe Sanh.
Stórskotahríð á degi hverjum.
Bandarískar sprengjur á úthverfi Saigons
50 borgir hálfeyði-
laglar siSustu daga
PARIS 14/8 — I dag ræddi að-
alritari SÞ, Ú Þant, við de
Gaulle forseta og einnig ræddi
liann við fulltrúa Norður-Viet-
nams í París, Mai Van Bo, um
Vietnammálið.
B S sðaú tgef end u r
stofna félag
f gær var stofnað hér í Rvík
félag blaðaútgefenda í Reykja-
vík og eru dagblöðin fimm hér
í bæ svo og Vikan aðilar að fé-
laginu. Er félaginu ætlað það
hlutverk að gæta hagsmuna
blaðaútgefenda í hvívetna og
koma fram fyrir þeirra hönd í
sameiginlegum, málum, ennfrem-
ur að fylgjast með nýjungum
á sviði blaðaútgáfu og reksturs
blaða.
f fyrstu stjóm félagsins voru
kjömir Sigfús Jónsson fram-
kvæmdastjóri Morgunblaðsins
formáður, Kristján Benediktsson
framkvæmdastjóri Tímans og
Sigurpáll Jónsson framkvæmda-
stjóri Vikunnar.
Skókþing
Framhald af 12. síðu.
3’/2 og 1 biðskák. Stendur bar-
áttan um fjórða sætið þarna á
milli Benónýs og Jóns Pálsson-
ar. ,
B-riðill: 1. Björn Þorsteinsson
7; 2. Bragi Kristjánsson 7 (hefur
lokið keppni). 3. Jón Kristins-
son 6%; 4. Leifur Jósteínsson
5V2; 5. Bjarni Magnússon 4%
og ein skák ótefld; 6. Gylfi
Magnússon 4%; 7. Jóhann Þór-
ir Jónsson 3.V2 og ein ótefld.
Þeir Bjarni og Jóhann eiga ó-
tefldar skákir við Hauk Kristj-
ánsson er ekki hefur mætt til
keþpni síðustu umferðirnar en
Leifur á að tefla við hann í
síðustu umferð. Hins vegar á
Bjarni þá í höggi við Jón Krist-
insson og stendur því verr að
vígi í keppninni um 4. sætið
í riðlinum.
Fylgzt er af mikilli athygli
með ferðum Ú Þants um þess-
ar mundir því nú horfir betur
en lengi áður um jákvæðar und-
irtektir við tilraunum hans til
að_ koma á friði í Vietnam.
f gær átti Ú Þant viðræður
við vietnamskan blaðamann í
London, í dag hitti hann sendi-
mann Hanoistjórnarinnar í París
og gekk því nægt á fund de
Gaulles og ræddi við hann í
heila klukkustund. Þaðan hélt
hann síðan á fund Couve de
Murville utanríkisráðherra. Ekki
er vitað hvað þeim fór á milli. j
Ú Þant hefur og talað við Kosy-
gín í Moskvu og Wilson og
Brown í London síðustu daga.
Fréttaritari AFP í Hanoi
leggur á það áherzlu í dag, að
stjórnin þar hafi ekki fyrr síð-
an stríðið hófst haft sig jafn-
mikið í frammi um friðarum-
leitanir og nú — um leið og
þjóðfrelsisherinn hefur stór-
sókn. Hann telur líklegt að msð
þessu sé í senn verið að sýna
hernaðarlegan mátt og friðar-
vilja.
Flugvélin
Framhald af 1. síðu.
Flugvél þessi cr elgn banda-
rísku flúgmálastjórnarinnar og
var hún að koma frá Keflavíkur-
flugvelli. Var hiin búin mjög
verðmætum tækjum til þess að
mæla hvort aðflugstæki flug-
valla gefa rétt merki en slikar
athuganir eru gerðar reglulega
á mánaðarfresti. Var filugvélin að
koma hingað til Reykjavíkur í
slíka könnunarferð er óhappið
vildi til.
Strax í fyrrakvöld var undinn
að því bráður bugur að bjar<ra
hinum dýrmætu tækjum úr flug-
vélinni og munu þau öll hafa
náðst óskemmd. Flugvélin sjálf
er hins vegar talin gereyðilögð.
Sagði Sigurður Jónsson að þetta
væri gömul vél og skemmdimar
það miklar að alls ekki myndi
svara kostnaði að fara að gera
við hana.
Eins og frá var sagt í blað-
inu í gær slapp áhöfn flugvélar-
innar ómeidd.
SAIGON 14/2 — Enn er barizt
af hcift i Hue. Bandarikjamenn
hafa haldið uppi miklum loft-
árásum i dag, bæði á Hanoi,
úthverfi Saigon og næsta ná-
grenni hinnar umkringdu her-
stöðvar Khe Sangh.
Bandaríkjamenn játa að þeir
verði fyrir allmiklu tjóni í Hue,
þar sem þjóðfrelsisherinn held-
ur enn gamla borgarhlutanum,
og,mistekizt hefur að einangra
hersveitir hans þar. Fréttaritari
Reuters segir að bandarísk her-
deild sem reyndi að sækja yfir
fljótið, sem skiptir borginni, á
vatnabílum hafi orðið fyrir
miklu áfalli. Kóleru hefur skot-
ið upp í borginni en þar eru nú
30 þúsund 'flóttamenn.
Tíðindalítið hefur verið við
Khe Sangh i dag, nema stórar
bandarískar flugvélar hafa gert
árásir á hugsanlegar bækistöðv-
ar skæruliðahersins kringum
herstöðina.
Bandarískar flugvélar gerðu í
dag loftárásir á úthverfi Hanoi
í fyrsta sinn síðan í desember
leið. Útvarpið í Hanoi segir að
þrjár þeirra hafi verið skotnar
niður.
Talsmenn bandaríkjahers við-
urkenndu í fyrsta sinn í dag að
hafa ofreiknað mannfall and-
stæðinga sinna. Þá sagði for-
mælandi Saigonstjómarinnar að
í bardögum síðustu daga hefðu
50 borgir eyðilagzt að . hálfu
leyti og tala flóttamanna væri
nú hálf miljón.
Manniall er ’mikið en engar tölur um það áréiðanlegar. — Fallnir
bandarískir hermenn í Saigon.
Vopn þjóðfrelsishersins eru úr ýmsum áttum, jafnan hefur mikiO
af þeim verið herfang og allmikið er heimatílbúið. — Myndin er
fi'á vopnasmiðju skæruliða.
4