Þjóðviljinn - 15.02.1968, Blaðsíða 2
/
j2 SfDA t— ÞJÓÐVIÍLJINN —
Fimmtudagur 15. fehrúar 1968.
Ljúdmíla Béloúsova og Oleg Protapopof — það er ekki í fyrsta
sinn að þau hljóta glæsileg verðlaun.
Tatjana Sjúk og Alexandr Gorelik
Sovézkur sigur í
listskautahlaupi
- hlutu bæði gull og silfur
Staðan er ébreytt
BRENOBLE 14/2 — Sovézku
ólympíumeistararnir og marg-
faldir heimsmeistarar í Iist-
skautahlaupi, Ljúdmíla Béloú-
sova og Oleg Protapopof, vöíðu
titil sinn í Grenoble í dag í
harðri keppni við landa sina
Tatjönu Sjúk og Alexandr
Gorelik. Bættu þau þar með
mjög stöðu lands síns sem
hafði aðeins hlotið ein gull-
verðlaun til þessa.
Bronsverðlaunin hlutu þau
Margot Glockschuber og Wolf-
03
^A/OBLE^
gang Danne frá Vestur-Þýzba
landi.
Úrslitín urðu mjög eftir því
sem búizt hafði verið við.
Beloúsova og Protopopof komu
fyrst fram á alþjóðaveftvangi
,í heimsmeistarakeppninni 1962,
en þar urðu þau í öðrp sætL
Tyeim árum síðar sigruðu bau
á ólympíuleikjunum. — Arin
1965, - ’66, - ’67, hafa þau orð-
ið bæði Evrópumeistarar og
heimsmeistarar. Tatjana Sjúk
og Alexandr Gorelik hafa oft-
ar en einu sinni fylgt þeim
fast eftir.
GRENOBLE 14/2 — De Gaulle
forseti hefur aflýst heimsókn
sinni til Grenoble á laugardag-
inn kemur því hann þarf að
vera viðstaddur jarðarför kard-
ínála nokkurs. De Gaulle ætl-
aði að horfa á þjóðhetjuna
Jean-Claude Killy í svigi, en
vonir standa til að hann vinni
þar þriðju gullverðlaun sín á
þessum ólympíuleikj um.
Gullverðlaun í fyrsta sinni í greininni
Glæsilegur norskur sigur í
GRENOBLE 14/2 — Loksins tókst það — til hamingju, —
svo hljóðaði heillaóskaskeyti sem norskir göngugarpar
fengu frá forsætisráðherra sínum, Per Borten, að loknum
frækilegum sigri i 4x10 km. boðgöngu. Þetta er í fyrsta
sinn að Norðmenn sigra í þessari grein á ólympíuleikj-
um. Aðalkeppinautar þeirra, Svíar, hlutu annað sæti,
Finnar hið þriðja og Sovétmenn fjórða.
Norðmenn höfðu yfirburði voru varla á blaði, en gullverö-
alla gönguna. Odd Martinsen launamaðurinn úr 30 km, Non-
byrjaði mjög glæsilega og skil- ^_____________________________
aði hann af, sér til Páls Tyl-
dums með fjörutíu sekúndna
forskoti. Tyldum, Harald
Grönningen og Ole Ellefsæter
gerðu og sitt til að bæta við
þetta forskot og komu í mark
einni mínútu og fjörutíu sek-
úndum. á undan Svíum.
Ýmis óhöpp hafa elt Norð-
menn í stökki og tvíkeppni, en
þeir mega sannarllega vel við
göngugreinar una. Grönningen
fær nú aðra gullmedalíu sína,
en hann sigraði í 15 km göngu
og Odd Martinsen á fyrir siilf-
urverðlaun fyrir 30 km göngu.
Tvær norskar stúlkur tóku silf-
ur fog brons í 10 kim göngu og
eiga því enn von á verðlaun-
um í boðgöngu kvenna.
Svíar voru jafnan í öðru sæti
í þessari göngu, en um hríð
voru Sovétmenn allnálægt þeim.
Finnar höfðu hinsvegar dregizt
helzt til langt aftur úr þessari
þrenningu þegar hinn þraut-
seigi garpur Eero Mantyranta
tók við boðinu síðastur sinna
manna. Háði hann æsispenn-
andi einvígi um bronsverðlaun-
in við Rússann Vjatséslav Véd-
enín og hafði betur í bessari
friðsamlegu baráttu þeirra
grannanna, munaði einni sek.
Svisslendingar voru , þegar
hlaupið var hálfnað í fimrnta
sæti og tókst að halda því og
A-Þjóðverjar voru sjöttu. Italir
es, setti strik í reikninginn og
tókst að tryggja landi sínu stig
í þessari grein.
Úrslit urðu þessi (endanlegur
tími hefur því miður brengl-
azt vegna útvarpstrufllana).
1. Noregur (Martinsen, Tyld-
um, Grönningen, Ellefsæt-
er)
2. Svfþjóð (Jan Halvardsson,
Bjame Anderssan. Gunnar
Larsson, Rönnlund).
4. Sovétríkin (Voronkof, Aken-
téf, Tarakanof, Vedenín)
3. Flnnland (Kalevi Okrainen,
Kalevi Laurila,, Hannu
Taipale, Eero Mántyranta)
5. Sviss 6. Italía (De Plorian,
Nones, Serafini, Stélla).
Mikill fögnuður rikir aðsjálf-
sögðu í þúðum Norðmanna,
fréttamenn segjast ekki vita
hvort þar séu háldin jól eða
17. mpi, garparnir standa með
fahgið ftjllt af hundruðum sím-
skeyta og gera grein fyrir
hverjum áfanga. Þeir segja að
það skipti miklu, að þjálfari
þeirra kunni að smyrja skíði
betur en aðrir menn, en hann
hafði smurt tíu pör um morg-
uninn svona til vonar og vara.
Þá er t>g mikið rætt um bar-
áttugleði þeirra’— enginn fjór-
menninganna sló nokkru sinni
af, þótt sigurinn væri vís áður
en gangan var hálfnuð.
Norskir skautahlauparar fara vel af stað
Heimsmethafinn E. Keller
sigraii í 500 m skautahl.
GRENOBLE 14/2 — Hinn
23 ára gamli vesturþýzki
heimsmethafi, Erhard Kel-
ler, sigraði í 500 m. skauta-
hlaupi á 40,3 sek. Mest á
óvart kom Magne Thomas-
sen Noregi sem hlaut silf-
urverðlaun ásamt með fyrr-
verandi ólympíumeistara,
Bandarík'jiamanninum Mc-
Dermott, fyrir 40,5 sek.
Hinum 38 ára gamla kon-
ungi spretthlaupara, Girsj-
ín frá Sovétríkjunum, mis-
heppnaðist því að kveðja
grein sína með enn einni
medalíu — hann varð
fjórði á 40,6 sek.
Noregur hefur flest gullverð-
luun en Sovétmenn ffest stíg
Norðmenn ruku affcur upp í
fyrsta sæti bæði að því er
varðar fjölda verðlauna og
stigafjölda í morgun eftir sig-
urinn í 4x10 km boðgöngu og <j>
silfur á 500 m. En um kvöldið
breytti tvöfaldur sigur Sovét-
manna í listskautahlaupi aft-
ur stöðunni og hafa þeir nú
flest stig og flest verðlaun þótt
ekki séu medalíur þeirra „jafn-
þungar“ og þær sem Norðmenn
og Firakkar hafa hlotið.
Staðan er nú þessi — gull,
silfur, brons, — síðasta talan
táknar samanlagðan verðlauna-
fjölda:
1. Noregur 3-3-1-7
2. Frakkland 3-2-1-6
3. Sovétríkin 2-4-2-8
4. Holland 2-1-2-5
5. Svíþjóð 2-1-1-4
6. V-Þýzkaland 2-1-1-4
7. Ítalía 2-0-1-3
8. Bandarikin 1-4-1-6
9. Finnland 1-2-2-5
En að stigatölu er staðan þessi:
1. Sovétrikln 60
2. Noregur 48
3. Finnland 44,5
4. Frakkland 42
5. Austurríki 38
6. Bandaríkin 35,5
7. Svíþjóð 31
8: Holland 31
Hundrað skólafélagar Kéllers,
sem er 23 ára gamall. brutust
gegnum raöir franskra lög-
reglumanna og báru Kelller á
gullstol út af leikvanginum að
sigri loknum. Keller var mjög
taugaóstyrkur fyrir hlaupið, en
hljóp eins og engill. Hann sett.i
fyrir skömmu heimsmet í þess-
ari grein — 39,2 sék.
í þessari grein má engu
muna, og voru nokkrir helztu
kappanna mjög óheppnir. Þeirra
á meðal er Japanin Keinohi Su-
zuki, sem hefur náð næstbezt-
um tíma í heimi í þessari grein,
39,3 sek. Hann átti edtt mis-
heppnað skref i hlaupinu, náði
40,8 sek. og varð að láta sér
nægja að deilla áttunda sæti
með nokkrum mönnum öðrum.
Það kom mjög á óvart að
Magne Thomassen skyldi verða
í öðru sæti, því meiri vonir
bundnar við aðra Norðmenn,
Roar Grönvold og John Lind,
sem báðir voru óheppnir í
starti. Hinsvegar tókst Arne
Herjuaunet að krækja sér í
stíg, hann deilir fimmta sæti
méð tveim Bandaríkjamönnum.
Hin „aldna“ sovézka kempa,
Grísjín, ætlaði að kveðja í-
þróttalífið meö medalíu á þess-
um Olympíuleikjum en það
tókst ekki sem fyrr segir. Hann
McDermott — tókst ekki að
verja titilinn.
er reyndar 38 ára gamall og
hefur sigrað í þessari grein á
fjórum olympíuleikjum í röð
og auk þess hlotið ein silfur-
verðiaun (í 1500 m) og það er
aðeins Norðmaðurinn IvarBali-
angrud sem hefur gert betur á
olympíuleikjum til þessa. Grís-
jín hefur verið kallaður mestur
listamaður í hópi skautahlaúp-
ara.
McDermott frá Bandaríkjun-
um tóks ekki að verja titil sinn
frá Innsbruck, sem fyrr segir.
Var hann mjög taugaóstyrkur
og þjófstarfcaði einu sinni.
Olympíufáninn borinn inn á leikvnnginn
Pinnar unnu Austur-Þjóð-
verja í héldur daufum leik í
ísknattleik í Grenoble í gær-
kvöld. Mjóu munaði — þrjú
mörk gegn tveim.
Þá eru Sovétmenn efstir í
þessari grein með 10 stig en
næstir og jafnir eru Kanada-
menn, Tékkar og Svíar með
átta stig. Finnar hafa fjögur
stig en hvorugt þýzku ríkjanna
hefur komizt á blað.
Frá setningai'hátíð olympíuleikjanna
— olympíufáuinn borinn inn.
/