Þjóðviljinn - 23.02.1968, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.02.1968, Blaðsíða 1
* Föstudagur 23. febrúar 1968 — 33. árgangur — 45. tölublað. Verðlagsuppbót ó laun þarf að haldasf óslitið, segír stfórn B.S.R.B. í ólyktun ■ Á fundi stjórnar B.S.R.B. 21. þ.m., var samþykkt eftirfarandi tillaga með öllum atkvæðum: ■ „Stjórn Bandalags* starfsmanna ríkis og bæja ítrekar þá stefnu samtakanna, að veðlagsuppbót verði að haldast ó- slitið, og telur, að lögin um afnám verð- tryggingar launa hafi verið spor aftur á bak. Jafnframt leggur bandalags- stjómin árerzlu á, að haldið verði stöð- ugu verðlagi. B Opinberir starfsmenn eiga í þess- um málum fulla samstöðu með verka- lýðshreyfingunni. Frumvarp Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins um atvinnuleysistryggingarnar: HÆKKUN ATVINNULEYSISBÓTA OG AFNÁM SKERÐINGARÁKVÆÐA Á fundi neðri deildar Alþingis í gær flutti Jón Snorri Þorleifsson framsöguræðu fyrir frumvarpi sem hann flytur ásamt tveim öðrum þingmönn- um Alþýðubandalagsins og þramur þingmönnum Framsóknarflokksins um breytingu á lögunum um atvinnuleysistryggingar. Fjallar frumvarpið um hækkun bóta atvinnuleysistrygginganna og af- nám ranglátra skerðingarákvæða. Sýndi Jón fram á að hinn mikli sjóður verkalýðs- félaganna, Atvinnuleýsistryggingarsjóðurinn, er vel fær um að greiða sómasamlegar bætur og ber til þess skylda samkvæmt filgangi sjóðsins. Minnti framsögumaður á, að Verkamannasamband ís- lands hefði einróma saimþykkt kröfu um þessar breytingar og hefðu menn úr öllum flokkum stað- ið að henni. Vlð upphaf Surtseyjargoss Samþykkt fundar Norðurlandaráðs: Eldf jallarannsóknarstöo á Islandí ■ Fundi Norðurlandaráðs lauk í Osló í gærmorg- un. Var þá m.a. samþykkt einróma tillaga um að ríkisstjómir Norðurlanda kanni möguleika á stofn- un norrænnar eldf jallarannsóknastöðvar á íslandi. Ölafur Jóhaninesson hafði framsögu á fundi Norðurlanda- ráðs í gærmorgun fyrir menn- Ný reglugerð sett Samkv. tillögum Hafrannsókn1- anstofnunarinnar og Fiskifélags Islands hefur ráðuneytið í dag sett reglugerð um ráðstafanir til vemdar íslenzku síldarstofnun- um. Reglugerðin hefur að geyma eftirfarandi ráðstafanir: 1. Lágmarksstærð síldar, sem leyfilegt er að veiða, verður 25 cm í stað 23 cm. 2. Hámarksafli sunnansíldar, sem leyfilégt verður að veiða á árinu 1968, verður 50 þúsund lestir. 3. Síldveiðar sunnanlands 'og ' vestan verða bannaðar frá 1. marz til. 15. áigúst n.k. ingarmálanefnd, sem hafði ein- róma lagt til að tillagan yrði samiþykkt.. Gerði hann grein fyrir málinu í ræðu sinnd og þakkaði síðan fuUttúum hinna Norðurlandanna fyrir góðar und- irtektir. Var tillagan samþykkt cinróma að umræðunum loknum. Jafnframt var íslenzku ríkis- stjórniinni falið að hafa á hendi framkvæmdir í málinu. Noi’ðurlandaráð samþykkti á fundi sínum f Osló alls 38 á- lyktanir um mál af ýmsu tagi. Fæst þessara mála vörðuðu Is- land og íslendinga jafn þeint og áðurnefnd ályktun um eldfjalla- rannsóknarstöðina, nema sam- þykkt sem gerð var á ráðsfund- inum fyrr í vikunni um stuðn- ing við íslenzka námsmenn er leituðu til hinna Norðurland- anna. Annars snerust umræður á fundi Norðurlandaráðs aðal- lega um viðskiptamál landanna, einnig var drjúgum tíma varið t;l að ræða samgöngur yfirEyr- arsund og gerð nýrrar stórflug- hafnar á Salthólma, milli Kaup- mannahafnar og Málmeyjar. Ræða Jóns, fyrsta ræða hans á alþingi var á þessa leið: Herra forseti. — Með frum- varpi til laga á ■ þskj. 279 um þreytingu á lögum um atvinnu- f- leysistryggingar fylgir samþykkt Verkamannasamlbands Islands um roálið. í greinargerð fyrir þeirri samþykkt segir m.a. „Atvinnuleysistryggingasjóður- inn sem stofnaður var með samn- ingum í vinnudeilunum miklu 1855 er nú orðinn öflugastur sjóða í landinu. Við stofnun hans sló verkafólkið af kaupkröfum sín- um til að afla honum fjár. Það er því hluti af kaupi vcrkafólks- ins sem geymdur er á þennan hátt sem tryggingarsjóður þess gcgn vágestinum mikla atvinnu- leysinu. Fyrsta skylda sjóðsins er að aðstoða hina tryggðu og enginn á ríkari kröfu til hans en þeir“. Eign verkalýðshreyfingarinnar. Jafnhliða stofnun Atvinnuieys- istryggin garsj óðsins sömdir iðn- sveinafélögin um 1% framlag í styrktarsjóði félaganna og slógu einnig af kaupkröfum sínum sem þv£ nam. Ætti því að vera ljóst að þær tryggingar semsam- ið var um til lausnar vinnudeil- unum 1955 voru af verkalýðs- hreyfingunni metnar og teknar i stað beinna grunnkaupshækk- ana og eru því hennar eign. Þegar sjóðurinn varð til, var verkalýðshreyfingunni í fersku minni böl atvinnuleysisins frá árunum eftir 1950. Stofnunsjóðs til að draga úr sárustu neyð at- vinnuleysingjans var því almennt fagnað af verkafólki og taliðeitt mesta réttindamál sem hreyfing- in hefði lengi náð fram. Hitt er svo amnað mál að frá stofnun sjóðsins hefur það verið hans helzta hlutverk að veita fé til atvinnuuppbyggingar víðsveg- ar um landið og á þann hátt víða komið í veg, fyrir atvinnu- leysi þar sem það. annars hefði orðið og er það vel. Því fer þó fjarri að ekkert atvininuleysi hafi verið á undanförnum árum, því miður er staðreyndin ekki sú. Sjóðurinn hefur því einnig gegnt sinni frumskyldu, en lög hans og reglur eins og þær eru nú, leyfa Framhald á 9. síðu. Jón Snorri Þorleifsson Alþýðubanda- neskjördæmi Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins í Reykjaneskjör- dæmi verður haldinn að Fólkvangi á Kjalamesi, sunnudaginn 25. febrúar n.k. og hefst ld. 14,30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjómar og árs- reikningar bandalagsins. 2. Fjárhagsáætlun og á- kvörðun skattgjalds deild- anna. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjómar og end- urskoðenda. 5. önnur félagsmál. — Stjórnin. Slys yið Búrfell 1 gærmorgun varð verkamað- ur fyrir slysi á vinnustað við Búrfell. Lenti maðurimn með hendi í færibandi í steypistöð og tættist hendin illa, sagði lög- reglan á Selfossi. Maðurinn var þegar fluttur t á Landspítalann í gær og var þá sagður vafi á, að hann héldi handleggnum. — Maðurimn heit- ir Jens Carlson og er danskur. Liðsfundur Æ. F. # Verkalýðsmálanefnd Æ.F. efn- ir til liðsfundar um verkalýðs- mál, sunnudaginn 25.- febrúar kl. 4 í Tjamargötu 20 (uppi). Skor- að er á alla fylkingarfélaga, sem eru meðlimir í aðildarfélögum A.S.l. að mæta. Mun kalla saman ráðstefnu um málið segir menntamálaráðherra um norrænu eldfjallarannsóknarstöðina I tilefni af þessari samþykkt Norðurlandaráðs um eld- fjallarannsóknarstöð á ís- landi sneri Þjóðviljinn sér til Gylfa Þ. Gíslasonar mennta- málaráðherra og innti hann eftir því hvemig ríkisstjómin hyggðist haga undirbúningi t þessa máls. Ráðherrann sagði, að i þessari samþykkt Norður- landaráðs fælist raunar ekki annað en áskorun á ríkis- stjórnir landanna um að at- huga möguleika á stofnun slíkrar' rannsóknarstöðvar. Hann kvaðst mundu láta það verða sitt fyrsta verk, strax og sér bærust bréf frá Norð- urlandaráði varðandi málið, að kalla saman ráðstefnu ís- lenzkra vísindamanna á sviði eldfjalla- og jarðvísinda í því skyni að samræma skoðanir þeirra á málinu og gera til- lögur» um verksvið slíkrar rannsóknarstöðvar. Rádherrann kvaðst vita, að meðal íslenzkra vísinda- manna á þessu sviði væri talsverður ágreiningur um. hve starfssvið rannsóknar- stöðvarinnar ‘skyldi vera vítt. Sérfræðinggr Náttúrufræði- stofnunarinnar, en frá þeim er hugmyndin upphaflega komin, munu telja, að hér eigi aðeins að vera um að ræða eldfjallarannsóknastöð. Forsvarsmenn háskólans og framkvæmdanefnd rann- sóknaráðs ríkisins vilja hins vegar að starfssvið rann- sóknastöðvarinnar verði víð- ara, þ.e. jarðvísindi almennt en ekki aðeins ein grein þeirra, eldfjallafræðin. Ráðherrann sagði, að það væri1 hlutverk íslenzku ríkis- stjórnarinnar að gera tillögur um verksvið rannsóknarstofn- unarinnar, er hún hefði feng- ið álit íslenzkra vísindamanna á málinu. Að því búnu yrði málið sent til ríkisstjórna -hinna Norðurlandanna til á- kvörðunar varðandi fjárveit- ingu landanna til stofnunar- innar. Kvaðst hann engu vilja um það spá, hve lang- an tíma undirbúningur máls- ins tæki. Þá gat ráðherrann þess að lokum, að mál þetta hefði verið rætt ,í Norðurlandadeild UNESCO og lægi fyrir vilja- yfirlýsing frá henni um stuðn- ing við málið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.