Þjóðviljinn - 23.02.1968, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — MÖ£WMJ5Nífl — Fösfcudagur 21. ÆöbœÉaa? 3B68.
SAKAMÁLASAGA
Eftir
J. B. PRIESTLEY
17
vann hann á ^itt band. Ég get
bætt því við að Tommy hefur
verið erlendis síðan í septem-
berbyrjun, og það hefur ekki
auðveldað mér störfin. Ég get
líka bætt því við — og gleymið
því ekki, Salt læknir — að ég
hef aldrei talað nema örfá orð
við Sir Amöld Donnington- Hon-
um leizt ekki á mig og mér leizt
ekki á hann. Það var ekki að
undra þótt Derek veslingurinn
væri dálítið villtur og kjánaleg-
ur og stelpan, Erica, sé j>að
enn —
— Donnington á þá 1 dóttur?
eagði Salt læknir.
— Já. Hún var tveimur árum
eldri en Derek. Og hræðileg
plága. Við megum þakka fyrir
að hún skuli ekki vera héma
núna. Hún er lesbísk og eltir
mig á röndum og þegar hún er
drukkin hef ég ekki stundlegan
frið- En snúum okkur aftur að
Noreen Wilks og samkvæminu.
Hún og Derek fóru saman. Ég
veit það vegna þess að ég sá
þau fara og ég var guðsfegin.
Ef til vill hefur hún verið alls-
gáð, en ég er viss um að hann
var það ekki. Hún Irkaði ándar-
tak. — Jæja þá. Og nú getur
verið að atvinnan mín sé farin
vel sllrar veraldar. Hún leit i
kringum sig og horfði síðast á
Alan.
— Við þurfum ekki að láta
það sem hún segir fara lengra,
er það, Salt læknir? Alan var
biðjandi á svipinn, þótt röddin
væri það ekki.
— Þér þurfið þess ekki. Ekki
ég heldur, sagði Salt læknir, —
þótt ég geri ekki ráð fyrir að
hún segi okkur mikið.
— Það er ekki af því að ég
vilji það ekki, læknir. Það er
vegna þess að ég veit í rauninni
svo lítið. Ég get bara getið mér
til um eitt og annað. Ég veit
ekki einu sinni með vissu hvort
Derek Donnington framdi sjálfs-
morð nokkrum klukkutímum eft-
ir að þau fóru úr klúbbnum.
Það getur hugsazt að það hafi
verið voðasköt, eins og úrskurð-
urinn hljóðaði —
EFNI
SMÁVÖRUR
TÍZKUHNAPPAR
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18, III. hæð (lyfta)
Símí 24-6-16.
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
— Þeir hefðu sagt að hann
hefði. dáið af þvi að þefa af rós-
um, ' ef Donnington hefði farið
fram á það, sagði Salt læknir.
— Ég er ekki í neinum vafa um
að pilturinn framdi, sjálfsmorð.
— Ekki ég heldur, sagði Jill
Frinton. — Og ég h'eld að hann
hafi farið með Noreen Wilks
heim — heim til hans — og faðir
hans hafi komið að. þeim og allt
hafi farið upp í loft. Og svo
getur hver sem er reynt að geta
í eyðumar. En ég held að strax
og Sir Amold komst að því hvað
Derek hafði gert, hafi hann kom-
ið Noreen í burtu á einhvem
hátt. Hann mátti til, að öðrum
kosti hefði orðið hræðilegt
hneyksli — reglulegur sorp-
blaðamatur — hið Ijúfa líf í iðn-
aðarhverfunum — svallveizlur 1
Verksmiðjuklúbbnum — verk-
smiðjustúlkur látnar stjana við
og skemmta vellríkum, erlend-
um viðskiptavinum —
— Nú, en er það ekki einmitt
það sem á sér stað? Þetta var
Maggie, sem hafði reyndar ekki
ætlað að grípa fram í en gat
ekki lengur á sér setið.
Jill Frinton stóðst ef til vill
ekki Salt lækni snúning, en hún
leyfði Maggie ekki að komsist
upp með moðreyk. — Lífið er
ekki bókabúð, góða mín —
— Ég hef ekki verið í bóká-
búð alla mína ævi —
— En það er ekki held-
ur sunnudagaútgáfur sorpblað-
anna....
— En var það ekki einmitt
hlutverk yðar að hafa upp á
þekkilegum stúlkum i þessu
samkvæmi? Nei, Alan — skiptu
þér ekki af þessu. Égeraðspyrja
hana — og ég veit að þetta er
satt. v
— Já, er það ekki hræðilegt?
Jill Frinton sendi henni nístandi
augnaráð. — Að hirða þær upp
úr hliðargötunum í Birkderi, þar
sem eru nokkrar sóðalegar búlur
og subbulegir ballsalir — galla
þær upp í falleg föt og fara
með þær þangað sem þær fá al-
mermffegan jaa/t og dryUk og
félagsskaip — hræðilegt? Nú jæja
— kannski var þeim stundum
sýnd ágengni — þær, hafa þurft
að taka mannlega á móti öðru
hverju — ég kannast við það —
og kannski hafa þær líka sumar
skreiðst upp í rúm til einhvers
fyrir fimm punda seðil, í stað
þess að láta káfa á sér og þukla
í skúmaskotum — hræðilegt —
hræðilegt vitið þér hvemig það
er — að vera verksmiðjustúlka í
Birkden?
Salt læknir varð fyrri til. —
Ég ætti að vita það, sagði hann
þurrlega, — eftir sjö ára starf
sem læknir í einu af aumustu
hverfunum. En við skulum halda
okkur við efnið. Þér háldið að
Sir Amold Donnington — af
ótta við hneyksli, sem kæmi við
hann, fjölskyldu hans og fyrir-
tæki — -hafi gert ráðstafanir til
eð tryggja það að um ekkert
slíkt hneyksli yrði að ræða.
Nrireen Wilks varð að hverfa
umsvifalaust. Ekki mátti spyrja
neinna spuminga. Lokið var
kyrfilega látið á. Og svo kem
ég í spilið — eða hvað?
— Já, Salt læknir. Mér var
sagt þsð í gærkvöld — það var
ekki Sir Amold, hann myndi
aldrei viðurkenna - tilveru mína
— að einhver læknissnuðrari
kynni að koma og spyrjast fyrir
um Noreen Wilks. Þessi Salt
læknir væri að fara frá Birkden
hvort eð væri — og kannski
fyrr en hann héldi — og ef hann
kæmi í klúbbinn, þá ættum við
að koma honum í skilning um
að hann væri að sóa tímanum —
— Og ykkur tókst að blekkja
hann eða hitt þó heldur, sagði
Maggie kaldranalega.
— Heyrið mig nú — verið
þér ekki að hælast um, hrópaði
ungfrú Frinton. — Ég sá það af
augnaráðinu sem þér senduð
honum í klúbbnum, að þér álituð
hann óttalegt fffl. Reynið bara
að neita því! Allt í lagi — hann
er slyngur, útsmoginn og senni-
lega tillitslaus líkai ■«— og ég er
búin að gefast upp — hamingjan
hjálpi mér. En hvað um yður
og þennan viðkunnanlega bróð-
ur yðar? Hvað um föður yðar?
Haldið þið að hann sleppi tak-
inu á ykkur? Hann hugsar um
það eitt að komast að því hvað
orðið hefur af Noreen Wilks.
Það getur komið að því að hann
verði álíka útsmoginn og tillits-
laus gagnvart ykkur.
— Ég veit ekki hvort þér er-
uð aið slá mér gullhamra eða
móðga mig, sagði Salt læknir
mildum rómi. — En ég held að
við getum látið þetta liggja
milli hluta- En eitt langar mig
til að vita. Hver gaf yður og
Dews fyrirmælin í gærkvöld?
— Það get ég ekki sagt yður.
— Þér eigið við að þér viljið
það ekki.
— Ég á við það, að ég hef
gengið eins langt og ég þori,
Salt læknir.
Klapparstíg 26
Sími 19800
BUÐIN
Condor
— Og uncfrr þessam krtngum-
stæðum, sagði Alan, — finnst
mér það ekki nema sanngjarnt.
— Ekki spyr ég að. Maggie var
hontwn fokreið.
— Salt læknir lét sem hann
heyrði ekki þessar orðahnipping-
ar systkinanna. — Jæja, Jill,
byrjaði hann.
Hún greip fram í: — Nú —
já, ég er orðin Jiíl núna, eðá
hvað? Nú á að beita mýktinni.
— Ekki að treysta því, sagði
Salt læknir. — Sannleikurinn
er sá — ég held að þér heitið
Jill í raun og veru — en ekki
Frinton —
— Jæja — það er aldrei —
— Það kemur of vel heim við
persónuna — grímuna, ytra
borðið — sem þér hafið bygfft
svo vandlega upp. Allt svo und-
ur ólíkt Bmkden- Frinton. Fín-
heit. Fjarlægð frá öðrum. Úng-
frú Jill Frinton. Borð handa ung-
frú Frinton. Símtal til ungfrú
Frinton. Jill Frinton. Cadrigan
Mansions númer 6. Mjög áhrifa-
mik’ð. Of áhrifamikið. Þess
vegna segi ég að þetta sé ekki
yðar rétta nafn.
— Og ég segi, srjgði Alan reiði-
lega, — að þér séuð ruddalegur
Sqlt —
Hún brosti til hans með bakk-
læti í svipnum. — En auðvitað
hefur hann rétt fyrir sér, þrjót-
urinn sá arna. Rétta nafnið mitt
er irskt — eitt af þessum nöto-
um sem gefa til kynna, ef msð-
ur og stúlka, að annaðhvort geti
enginn fengið þ;g eða hver sem
er. Hún leit á Salt lækni —
Jæja þá, kallið mig bara Jill.
En ég ætla ekki að segja yður
fleira. Ég hef ekki efni á því.
— Þér hafið ekki efni á að
láta það vera, Jill, sagði Salt
læknir. — 1 gærmorgun talaði
ég við Hurst yfirlögrefflubjón á
lögreglustöðinni. Ég ætla að tala
við hann aftur á morgun. Nú er
sannleikurinn sá, að Hurst trúir
þvf að b»ð sé upphefð og heið-
ur að eiga heima f sömu borg
og S;r Amold Donnington. En
innan sinna takmarka er hann
heiðarlegur maður. Hann veit að
hann þarf &ð snyrjast fyrir um
Noreen Wilks. Ég verð að segjá
honum, nð ég viti að hún fór í
samkvæmi í klúbbnum hinn 12.
september. Eri ég þarf ekki að
segja honum — nema þér neyðið
mig til þess — hvemig ég komst
að þvf. Ég þarf ekki að kvarta
yfir . verksmiðjuklúbbnum —
— Gott og vel, saeði hún
breytulega. — Þér sigrið, aftur.
Það var Aricson, sem talaði við
okkur f gærkvöld.
— Og hver er hann?
— Hann er víst kallaður fé-
lagsmálafulltrúi. Tommi Lins-
dale kallar hann „friðairspilli".
Hvernig hann spillir friði veit
ég ekki. Ég hef haft lítið saman
við hann að sælda. Hann kem-
ur dkki oft í klúbbinn. Ég hef
hugbrið um að honum falli illa
við mig, og ég veit að mér fell-
ur jlla við hann. Hann er köld
og útreiknuð manngerð, en þó á
hann állra geðfelldustu konu
og tvö börn. Þér ætlið þó ekki
að tala við hann?
— Auðvitað ætla' ég að gerai
það. í kvöld ef hægt er- Klukk-
an er ekki nema liðlega hálfníu.
Hvaða símanúmer hefur hann?
— Það er í litlu rauðu bókinni
þrirna. Jill virtist hálfdösuð. —
En verið nú sanngjam, Sailt
lækntr. Þér þurfið ekki að segja
honum, að þér séuð staddur hér,
er það?
— Nei, sagði Salt læknir á
leiðinni í símann. — Ég erfi ekki
neitt við yður, Jill. Ef ég get
haldið yður utan við þetta, geri
ég það. Hann tók upp litlu, rauðu
bókina, en í því hringdi sfminn.
Hann svaraði ósjálfrátt. — Sam-
tal við yður frá New York.
— Ekki leggja á strax, sagði
hún í flýti. — Ég tek samtalið
inni í svefnherberginu. Hún
flýtti sér út og eftir stundar-
kom lagði hann tólið á og gekk
yfir stofuna f áttina til Maggie
og Alan-
— Engar spurningar. Það er
kannski enginn tími til þess,. Ef
Aricson er heima, þá ætla ég
til hans. Það . er bezt að þú
SKOTTA
KARPEX hreinsar gólfteppin á angabragði
— Hvað kemur, mikill reykur úr bílnum á hverjum kílómetra?
ÚTSALA - ÚTSALA
\
Stórfelld verðlækkun á öllum vörum verzlunar-
innar. — Notið þetta einstaka tækifæri og gerið
fóð kaup.
AÐ SELJAST!
VERZLUN GUÐNÝJAR
Grettisgötu 45
*
Utsa/a — Kjarakaup
Úlpur — Kuldajakkar — Peysur — Buxur
Hvítar fermingarskyrtur — Skyrtupeysur
og margt fleira.
r _
O. L. Laugavegi 71
SLmi 20171.
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BlLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145.
Lótið stilla bílinn
Önnumst hjóla- Ijósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti. platínur, ljósasarrtlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32t simi 13100.
Hemlaviðgerðir
• Rennum bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
#
Súðarvogi 14 — Sími 30135.
k