Þjóðviljinn - 23.02.1968, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1968, Blaðsíða 7
Föstudaeur 23. fetoatóar 1968 — ÞJÓBVTUTNN — SÍÐA J KARI GUÐMUNDSSON: Hin konunglega enska landbúnaðarsýning Kári Guðmundsson Áríð 1839 var á veguim. kon- unglega enska búnaðarfélagsins haldin fyrsta landbúnaðarsýn- ingin í röð þeirra sýninga, sem nú eru eingöngu þekktar semn „the Royal“. Uppruna þessara sýninga má rekja til fyrri sauö- fjárklippinga og annarra land- búnaðarsamkundna, þar sem^ endurbætt búfjárkyn voru tál sýnis, ný uppfundin áhöid reynd og nýjustu landbúnaðaraðforðir ræddar. Um iangt áratoil hafa styrkir til rannsóknarstarfsemi á sviði landbúnaðar og dýralækninga, nýrra uppfinninga, verið að- eins nokkur hluti hinna raun- hæfu framlaga félagsins til al- mennrar eflingar landbúnaðar- ins. Um skeið rak félagið á sinn kostnað eigitn rannsókna- og til- raunastöð. Það tók í rauninni á sig margar skyldur, sem nú hvila á opinberum og öðrum stofnunum, og vair brautryðj- andi á nær öllum sviðum land- búnaðarins. Enginn annar aðili hefur gert meira til þess að bæta búfjárstofna, og þannig að skapa Bretlandi orðstír sem „kynbótamiðstöð heimsins“. Binnig hefur félagið gert meira en nokkur gerir sér ljóst í dag, til þess að bæta landbúmaðar- áhöid og -tæki. Mikill viðburður Félagið heldur sýningu sina á nýjum stað ár hvert. Enda þótt sýningin standi yfir aðeins í fjóra daga, er það 10 mánaða verk að koma henni upp, og 7 mánaða verk að taka hana nið- ur. Undir sýningarsvæðið þarf allt áð 150 ekrur lands, og jafn- stórt svæði fyrir bifreiðastæði. Til þess að flytja byggingar- efni félagsins þarf meir en 1.000 járnbrautarvagna. Þá eru eftir sýningarpallar og áhöld mörg hundruð aðila, sem hafa vélar til sýnis, og þúsundir búfjár. Vatns- og raflögnum, sem nægja mundu lítilli borg, þarf að koma fyrir með góðum fyr- irvara. En á meðan á sýning- unni stenduir, þarf símá- og póstþjónustan að afgreiða 9.000 símtöl og 30.000 bréf á dag. Þegar hliðin loks cru opnuð almenningi fyrsta þriðjudaginn í júlímánuði, þyrpast sýningar- gestir að hinum hvítu tjöldum og skrautlega máluðu skálum, til þess að skoða búfé, vélar og upplýsinga- og leiðtoeininga- deildir, sem standa við breiðar, 10 mílna langar götur. Hin kon- unglcga enska landbúnaðarsýn- ing er vissulega mesti viðburft- — mesti viðburður ársins fyrir þá sem fást við landbúnaðar- störf og heilbrigðismál ur ársins fyrir þá, sem fást við landbúnaðarstörf og heilbrigðis- mál. Úr mörgu að velja Sýningargesti kann að undira hve njörg mismunandi kyn eru til sýnis, og furða sig ef til vill á því, hvernig á því standi, að þessi litia eyja hefur ræktað svo mörg. Svarið felst í því, að landbúnaður í Bretlandi er svo margbreytilegur, og hin mörgu afbrigði i jarðvegi og loftslagi hafa valdið bví. að búfjáreig- endur hafa orðið að rækta mis- munandi tegundir, sem hæfa hinum ýmsu staðhátum. Úr þessum kynjum er hægt að taka úrval, sem getur þrifizt svo að segja alls staðair í heim- inuim. Enda þótt skepnumar séu upp á sitt bezta á sýning- unni, þá eru þessi úrvalskyn ræktuð handa bændum al- mennt. Á stórhestasýningunni má sjá deildir fyrir Shires, Clydesdales, Suffolks og Percherons með beizli og aktýgjum. Einnig er l * að sjá unghesta og fulltamda ireiðhesta af þessum kynjum: Reiðhesta, hesta til refaveiða, arabiska hesta, polo smáhesta og barna. Sýning nautgripa, sauðfjár og svína er fram úr skarandi. Fremst meðal holdanauta má telja: Shorthorns holdakynið, Herefords, blac-polled Aber- deen-Angus, red Devon og Sus- sex nautgripi — sem njóta sí- aukinna vinsælda í útlöndum, Lincoln Red — en þeir sem vilja harðgerðar skepnur taka .þetta kyn fram yfir önnur, Galloways, Highland og Black Welsh. Helztu nautgripir, sem eru hvort tveggja í senn, holdakyn og nytjakyn, eru Dairy Short- horns, Red Polls og South Dev- ons — sem em stórir gripir og þekktir fyrir tnjólkurgæði. Nytjakynin hafa tekið mikl- um frpmförum á undaníömum ámm. British Freisians em í þann mund að verða í meiri- hluta meðal nytjakynja. Ayr- Kynslóð fram af kynslóð hafa bændur sótt sýninguna til þess að notagildi við hvaða aðstæður sem er. f dag geta þeir séð einhverjar fundið eitthvað athyglisvert, hversu iangt sem þeir eiga að. skoða úrvals búfé, afkastamestu vélar sem hefur í heimi og Dánarminning Sigurjón Jóhannsson f. 16. ágúst 1881, d. 17. febrúar 1968 Sumar eitt laust eftir síð- ustu aldamót stóð unglingspilt- ur á bryggjunni á Seyðisfirði og horfði á eftir skipi, er þá var að leggja frá landi. Með skipinu var faðir hans, stjúp- móðir og börn þeirra þrjú, er voru að leggja upp í ferð til Vesturheim?. Ungi maðurinn, sem nú var alger einstæðingur, átti j>ess auðvitað kost að flytj- ast vestur um haf með fjöl- skyldunni, en til þess hafði hann enga löngun. Þessi ungi maður var Sigurjón Jóhatlns- son, sem í dag verður borinn til moldar hér í Reykjavík. Sigurjón var fæddur á Gnýstað í Seyðisfirði hinn 6. ág.1881. Það býli er nú fyrir löngu komið í eyði, enda byggðist bjargræði þar nær eingöngu á útræði. Grasnyt er þar harla lítil, því víðast hvar ganga þar hamrar eða skriður í sjó fram. Faðir Sigurjóns, Jóhann útvegsbóndi Sveinsson, er þar bjó, var fá- tækur að íé, en mikill gáfu- og nt^ervismaður. Hann átti og til stórmenna að telja, þrett- ándi maður frá Jóni biskupi Arasyni, en Helga dóttir Jóns biskups var gift Eyjólfi Einars- syni í Dal undir Eyjafjöllum. Einar faðir Eyjólfs var sonur Árna Dalskeggs sem var við aítöku Jóns biskups Gerreks- sonar í Skálholti 1433. Frá þeim Eyjólfi og Helgu var kominn í beinan karllegg Sigurður Eyjólfsson, sem fluttist austur á land og kvæntist Bóelu Jens- dóttur Wíums sýslumanns. Var Jóhann fjórði maður frá Sig- urði og Bóelu í beinan Jcarl- legg. Jóhann fluttist fyrst til Kan- ada, þaðan til Norður-Dakota og gerðist bóndi þar. Þar dó hann árið 1912. Áður en Jóhann brá búi og fluttist til Vestur- heims var Sigurjón farinn að heinjian og hafði fengið atvinnu við verzlunarstörf í Seyðisfjarð- arkaupstað. Átti hann nú eng- an að og hafði á ekkert að treysta nema eigin ' hæfileika og framtak. Um þær mundir var Seyðis- fjörður einhver hinn blómleg- asti kaupstaður á íslandi. Þang- að dróst mestöll verzlun við Fljótsdalshérað og nálæga firði. Höfn er þar einhver hin bezta á landinu og skipskomur þangað tíðar. Útræði var og mikið út með firðinum og fisk- verkun mikil. Á Seyðisfirði vnr margt af velmenntuðu íólki og ríkti þar mikill áhugi á stjórn- málum og menningarmálum. Þar var um nokkurra ára skeið Ixirsteiftn Erlingsson. Kynntist Sigurjón honum þar og höfðu þau kynni djúpstæð og varan- leg óhrif á hann. Á þeim tima var erfitt og oft ókleift íyrir fátæka unglinga að komast i skóla, en þá örðugleika tókst Sigurjóni að yfirvinná, og haustið 1904 hélt hann til Kaupmannahafnar og var þar við nám í verzlunarskóla um veturinn. Sótti hann námið af miklu kappi og lauk því með ágætum árangri og hinum bezta vitnisburði kennara sinna. Þá um veturinn var hann mjög handgenginn prófessor Valtý Guðmundssyni og tíður gestur á heimili hans. Hallgrím- ur Kristinsson var þá líka í Kaupmannahöfn, og gerðust þeir Si^urjón hinir mestu vin- ir og félagar, og hélst sú vin- átta meðan þeiif lifðu báðir. Þessi vetur var harla við- burðaríkur í sögu Hafnar-ís- lendinga. Þá var haldii) hin svo- nefnda „skrælingjasýning“, og snérust flestir landar þar í borg öndverðir gegn henni. jMestur var úlfaþyturinn með- al stúdenta, og var Valtýr Guð- mundsson, sem var í sýningar- nefndinni rekinn úr stúdentafé- laginu, en tekinn inn í það aft- ur er hann hafði sagt sig úr nefndinni. Að sjálfsögðu höfðu þessir atburðir mikil áhrif á Sigurjón til andstöðu gegn yf- irrúðum Dana á íslandi. Sumarið 1905 kom Sigurjón aftur heim til Seyðisfjarðar og átti þar síðan heima til ársins 1923. Var hann lengst af starfs- maður hjá verzlunarfyrirtæk- inu Framtíðinni, og stóð hag- ur hans þar með miklum blóma. Árið 1911 kvæntist hann Helgu Arngrímsdóttur ættaðri af Héraði. Eignuðust þau fjög- ur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Elsti' sonur þeirra Jóhann, skrifstefumaður í Reykjavík, lézt árið 1956. Annar sonur Arngrímur, bókhaldari í Reykjavik. hinn þriðji Ásmund- ur, blaðamaður við Þjóðvilj- ann, dóttir þeirra Fanney á heima í Ameríku. Á þessum árum tók Sigurjón mikinn þátt í félagslífi Seyðis- fjarðarkaupstaðar, sat lengst af í bæjarstjórn og var mikill á- hrifamaður um málefni bæjar- ins. Þá tók hann og þátt í landsmálum og var mjög ein- dreginn andstæðingur frum- varpsins 1908 og var hinn mesti vlnur Benedikts Sveinssonar og einbeittur samherji hans í sjalfstæðismálinu. Þrátt fyrir vináttu hans við Valtý Guð- mundsson barðist hann ötullega gegn honum ó þeim árum og átti mikinn þátt í því að fella hann 4 Seyðisíirði við kosning- arnar 1909 og aftur 1914. Þrátt fyrir þetta bar engan skugga á vináttu þeirra og lá Valtýr honum aldrei á hálsi vegna af- stöðu hans. Að öðru leyti hallaðist Sigur- jón ekki að neinum sérstökum stjórnmólaflokki, en hann var róttækur í félagsmálum og hafði samúð með samvinnu- hreyfingu og sósíalisma. Kreppa sú, er skall á skömmu eftir heimsstyrjöldina fyrri greiddi atvinnuvegum Seyðfirðinga þung högg, og telja má að þá hnigi stjarna Seyðis- fjarðar til viðar. Verzlunarfyr- irtæki það, er Sigurjón fcafði lengst af starfað við, gafst úpp, og féll það í hlut hans að tak- ast ferð ó .hendur til Newcastle til þess að gera upp síðustu reikninga þess. Hér urðu hin mestu þáttaskil í lífi hans síðan fjölskylda hans fluttist vestur um haf. Þe-ar heim kom stóð hann uppi atvinnulaus og snauður, því ekki hafði honum safnazt auður þótt afkoma hans hefði verið góð. Þar við bættist að kona hans varð hættulega veik og lá nærri heilt ár á sjúkrahúsi. Bömun- ur, sem þá voru orðin þrjú, kom hann fyrir hjá vinum og vandamönnum, fékk um nokk- urra mánaða skeið atvinnu á Akureyri en fluttist aftur til Reykjavíkur árið 1924. Átti fjölskyldan þar í fyrstu í erf- iðleikum, enda var þá atvinnu- leysi mikið í bænum og hús- næðisvandræði. En vegna hinn- ar miklu hæfni hans og dugn- aðar fékk hann þó nóga vinnu, og árið 1927 gerðist Sigurjón fastur starf§maður Brunabóta- félags íslands. Var hann um skeið gjaldkeri þess, síðan skrifstofustjóri og um hríð for- stjóri. Starfaði hann þar til ársins 1952, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ekki lagði Sigurjón þó árar í bát þegar hann hætti störf- um hjá Brunabótafélaginu, enda var hann óvenju hraust- ur og hafði fulla starfsorku. Allt fram á síðustu ár vann hann endurskoðunarstörf hjá Fiskimálasjóði, Skattstofunni og Skipaútgerð ríkisins og ann- aðist bókhald bæði fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. Konu sína missti hann ár- ið 1947. Var það mikið áfall fyrir hann, því hún hafði ver- iðhonum hinn ágætasti lífsföru- nautur. Á síðustu árum ævi sinnar átti Sigurjón þeirri gæfu að> fagna að eiga heima hjá Ás- mundi syni sínum og konu hans; naut hann ástríkrar um- önnunar þeirra til hinztu stund- ar. . 1 Sigurjón var óvenjulega hlé- drægur maður, laus við fordild og persónulegan metnað. Vand- virkur var hann svo af bar og heiðarlegur og gerði hinar ströngustu kröfur til sjálfs sín. Drengskaparmaður var hann frábær; gestrisni hans og góð- vild var viðbrugðið. Ég vil enda þessi fátæklegu minningarorð á því að votta innilega samhryggð vanda- mönnum hans, sem eiga ágæt- um föður og vini á bak að sjá. Skúli Þórðarson. I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.