Þjóðviljinn - 23.02.1968, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.02.1968, Blaðsíða 12
| Krafan um verðtryggingu kaupsins er réttmæt Hefur fjármálaráðherrann sér guðlegt wald tekið — viðtal við Tryggva Sigurbjarnarson, for- mann Starfsmannafélags ríkisstofnana Krafan um verðtryggingu kaupsins er svo sjálfsögð að raunverulega ætti hún ekki að vera ásteytingssteinn fyrir einn eða neinn og mér er til efs, að svo sé í raun og veru og hugsi ríkisstjómin sér ein- hverja tilslökun ásamt at- vinnurekendum. Mér finnst' þetta liggja eih- hvern veginn í loftinu núna enda getur ríkisstjómin og at- vinnurekendur ekki staðið gegn slíkri réttlætiskröfu eins og verðhækkanir hafa dunið yfir að undanfömu. Spum- ingin er hinsvegar sú frá sjónarmiði ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda, hvað bil- lega þeir sleppa frá laun- þegum og. ætlun þeirra er að skammta naumt og það mjög naumt að þessu sinni. Þetta ættu launþegar að hafa hugfast þessa dagana og hvemig þessi mál skiptast í samningum milli atvinnurek- enda og verkalýðshreyfingar- innar næstu daga fer vitan- lega eftir þeirri samstöðu, sem launþegar sýna nú, og auðvitað þarf átakið að vera samstillt og heilt í verkfallsaðgerðum. Við höfum stundum heyrt það launþegárnir í B.S.R.B., að það standi ekki á okkur að taia digurbarkalega af því . að við megum ekki fara í verkfall. Hinsvegar vil ég leyfa mér að fullyrða á þessu stigi máls- ins, að við innan B.S.R.B. viljum láta verkalýðshpeyf- ingunni í té allan stuðning í baráttunni fyrir verðtryggðu kaupi. Svo bágborin eru kjör ríkisstarfsmanna í dag oghafa dregizt laiigt aftur úr í góð- ærinu. Ekki er fráleitt til dæmis, að B.S.R.B. beiti sér fyrir fjársöfnun í sjóði verk- fallsmanna, ef til verkfalla drægi og ekki skaðar að vita af ( skeleggum baráttuvilja ann'arra baráttufélaga, þó að þeir eigi óhægara ' um vik þessa stumdina. Eins og nú er komið kjör- Tryggvi Sigurbjamarson um margra ríkisstarfsmanna er það hreint tímaspursmál, hvenær stórir hópar ríkis- starfsmainna gera hreinlega uppreisn vegna kjara sinna og myndu þá líklega brjótast út skipulagslaus starfsmanna- verkföll hjá hinum og þess- um ríkisstofnunum. Einhvem tíma brestur þol- inmæðin eins og ríkisstarfs- menn eru leiknir. Því erhald- ið fram að við búum við samningsrétt að nokkru, þar sem átt er við Kjaradóm. Það er hreim firra. Þetta fyr- irbæri hefur sýnt sig svo hlut- drægt á undanfömum árumí garð ríkisstarfsmanna, bó að honum hafi verið ætlað það hlutverk að vera óhlutdrægur dómur milli launamanna og ríkisvaldsins. Kjaradómur hefur sýnt sig sem kúgunartæki á opimiber- um starfsmönnum og ævinlega tekið vilhalla afstöðu með ríkisvaldinu. En það hefur verið gengið skrefi lengra að undanfömu. FjármálaráðheiTa hefur að undanförnu túlkað hin og þéssi sammingsatriði opinberra starfsmanna að vild og botnar enginn upp né niður i þess- um túlkunum enda hvila þær ekki á neinurn raunhæfum grunni oftast nær. Það er engu líkara en fjármálaráð- herra hafi tekið sér í hönd guðlegt vald ofan við lög og rétt í landinu og túlki eins og honum sýnist hin og þessi samningstoundim rétt- indi opinberra starfsmanna og ævinlega hlutdrægt ríkissjóði í vil. Þetta er slík fádæma ósvífni í garð rfkisstarfsmanna, sem eiga þó að heita hafa mann- réttindi — þau em að vísu takmörkuð meðan við höfum ekki verkfallsrétt. Er ekki kominn tíma til að opinberir starfsmenri taki sér bennan rétt í hönd. — g.m. Föstudagur 23. febrúar 1968 — 33. árgangur — 45. tölublað. Myndin er af Bangsimon Bangsímon, nýtt barnaleik- rít sýnt í Þjóöleikhúsinu Góufagnaður Kvenfélags sósíalista Kvenfélag sósíalista held- ur góufagnað sunnudaginn 25. febr. i Tjarnargötu 20. Dagskráin hefst með borð- haldi kl. 7 stundvíslega. Á borðum verður íslenzkur matur. Upplestur: Jónas Árna- son alþingismaður les upp. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar leika á hljóðfæri. Sýndar verða íslenzkar litskuggamyndir. Undir borðum verður tek- ið lagið. Allir sósíalistar og vel- unnarar Kvenfélags sósíal- ista eru velkomnir á góu- fagnaðinn. 1 byrjun næsta mánaðar verð- ur frumsýning í Þjóðleikhúsinu á mjög vinsælu og skemmtilegu bamaleikriti, en það er'leikritið Bangsimon eftir A. A. Milne. Er- ic Olson hefur fært söguna um Bangsimon og vini hans i leik- búning. Mörg létt og skemmtileg lög eru sungin í leiknum, en þau eru eftir Bruno Jublesky. Þetta leikrit hefur að undan- förnu notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum og hefur verið flutt á mörgum leikhúsum. Fyrir nokkmm árum var sag- an af Bangsimon og vinum hans flutt í barnatímum hjá Ríkisút- varpinu og vakti sá flutningur mikla og verðskuldaða athygli, ekki sízt fyrir frábæra túlkun Helgu Valtýsd., sem tókst með lestri sínum að glæða þessar sérstæðu dýrapersónur lífi og gera þær eftirminnilegar hjá yngri kynslóðinni. Síðar var bók- ir gefin út hjá Helgafelli. Hulda Valtýsdóttir þýddi bókina og þýðir hún einnig leikinn, en ljóðaþýðingar erru gerðar af Kristjáni frá Djúpalæk. Þess má geta í þessu sambandi að þau Hulda og Kristján hafa þýtt flest þarnaleikritin, sem sýnd hafa verið hjá Þjóðleikhúsinu á síðastliðnum árum. Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son, en leikmýndir eru gerðar af Birgir Engilberts. Carl Billic sér um tónlistarflutning, en Fay Werner semur dansana og eru það nemendur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins, sem koma þar fram og dansa nokkra dansa. Leikendur eru aíls átta ogfara þessir leikarar með helztu hlut- verkin: Hákon Waage er Bang- simon, þá eru ennfremur Jón Júlíusson, Auður Guðmundsdótt- ir, Jónína Jónsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Þórhallur Sigurðs- son og fleiri. Stjórn og framkvæmdastjóri Húseigendafélags Reykjavíkur, taldir frá vinstri: Hjörtur Jónsson, Jón Guðmundsson, Alfreð Guðmundsson, Páll S. Pálsson, Þórður F. Ólafsson, Óli M. ísaksson, Friðrik Þorsteinsson og Ólafur Jóhannesson. Á myndina vántar Leif Sveinsson. Húseigendafélagið 45 ára í dag ern liðin 45 ár frá því að Húseigendafélag Rcykjavíkur var stofnað. Fyrstu árin hét fé- lagið reyndar Fasteignaeigenda- félag Reykjavíkur. Húseigenda- félagið rekur nú eigin skrifstofu að Bergstaðastræti 11 og þar gef- ur framkvæmdastjóri félagsins, Þórður Ólafsson félagsmönnum leiðbeiningar um málefni er varða fasteignir. Á fundi með blaðamönnum í gær sagði formaður félagsins, Páll S. Pálsson frá starfseminni í stórum dráttum og kom þar m.a. fram eftirfarandi. Tilgangur félagsins hefur frá 3ju skólatónleikarnir haidn- ir vegna mikiiiar aðsóknar Svo sem komið hefur fram í fréttum, mun Sinfóníuhljómsveit íslands efna til skólatónleika n.k. mánudag og þriðjudag. Gert var ráð fyrir því, að haldnir yrðu tvennir tónleikar, aðrir fyr- ir hádegi á mánudag en hinir fyrir hádegi á þriðjudag. Sala aðgöngumiða fór þegar fram úr áætlun, og seldust þeir upp á skömmum tíma. Sinfóníuhljómsveitin hefur því ákveðið að bæta við einum tón- leikum á þriðjudagseftiríniðdag, þann 27. þ.m., og hefjast þeir kl. 14,00. Miðar á þessa tón- leika verða seldir á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar, Skúla- götu 4, fjórðu hæð, eða í barna- skólunum. Þessi áhugi bamanna á skóla- tónleikunum er forráðamönnum hljómsveitarinnar mikið gleði- efni, og vonandi verður hann ekki minni, þegar seinni skóla- tónleikarnir verða haldnir í marzlok. upphafi verið ,,að stuðla að því að fasteignir í Reykjavíkurlög- sagnarumdæmi verði sem trygg- ust eign — hafa vakandi auga með öllum saimþykktum og lög- um er snerta fasteignir í Rvík og út kunna að vera gefin af bæj- arstjórn eða alþingi". Á fyrstu tveimur starfsárum félagsinsvar einnig lögð óherzla á að hafa ó- hrif á allar fulltrúakosningar til þings og bæjarstjórnar. Fyrsti formaður félagsins var Guðm. Kr. Guðmúndsson og með honurn i stjóm voru Sigurður Halldórs- son, trésmiður og Sveinn Jóns- son, trésmiður og kaupmaður. Á meðal þeirra sem gegndu for- ustustörfum í félaginu á 1. og 2. áratugnum í sögu þess má nefna prófessor Ágúst H. Bjamason, prófessor Einar Amórsson, síðar hæstaréttardómara og Sigurð Thoroddsen, verkfr.seðing. Félagið hefur allt frá síðari heimsstyrj aldarárunum barizt fyrir afnámi húsaleigulaga og tókst að útrýma þeim með öllu á árinu 1965. Taldi formaðurinn að þetta hefði ekki haft í för með sér hækkun á húsaleigu heldur þvert á móti. Áhrifa fé- lagsims, hefur á síðari tímum einnig gætt á setningu laga um brunamál, um skatta og útsvör og um framkvæmd þeirra laga svo sem um hækkum fymdng- arafskrifta af fasteignum til frá- dráttar við álagnimgu skatta og útsvara. Gat formaðurinn þess að nú væri verið að meta allar fssteignir á landinu og væru margir félagsmenn svartsýnir á að nýja fasteignamatið verði hús- eigendum þungbærti. Félagið hefur fyrir nokkm hvatt til þess að . endurskoðuð verði löggjöf um sameign í fjöl- býlisihúsu.m er sett var sem ný- mæli 1959 og að mörgu leyti hefur reynzt sæmilega vel, og einnig að settar verði reglur um sambýlishætti í fjölbýlishúsum. Félagsmálaráðuþcytið hefur ný- lega tilkynnt félaginu að nefnd yrði sett á laggirnar í þessu skyni m.a. skipuð fulltrúum frá Húseigendafélagi Reykjavíkur. Félagsmcnn í Húseigendafélag- inu munu nú vera nokkuð á þriðja þúsund og hafa þar af bætzt við um 600 á síðasta'miss- eri. Fyrir forgöngu félagsins var stofnað fyrir nokkrum árum Húseigendaisamband íslands OHús- eigendafélag Rvíkur og Húseig- endafélag Akureyrar) som aðila i norrænu samstarfi landssam- taka húseigenda. Stjóm Húseigendafélags Rvíkur er þaninig skipuð: Formaður er Páll S. Pólsson, hrl. (frá 1958) og meðstjórnendur Friðrik Þor- steinsson, húsgagnaismíðameist- ari (sem manna lengst hefur ótt sæti í stjórn félagsins), Leifur Sveinsson, lögfræðingur, Jón Guð- mundsson, fulltrúi og Alfreð Guðmundssön, skrifstofustjóri, en til vara Óli M. ísaksson, fulltrúi, ölafur Jóhannesson, kaupmaður og Hjörtur Jónsson, forstjóri. Merkjasala hjá kvennadeild SVFi á sunnudaginn kemur Á Góudag sem er næstkomandi sunnudag er hinn árlegi merkja- söludagur kvennadeildar Slysa- varnafélags íslands. Hafa kon- urnar haft merkjasölu á þessum degi í rúm 30. ár. Ágóðinn renn- ur tii starfsemi Slysavarnafé- Iagsins. Stærsti þáttur í starfi kvenna- deildar SVFÍ heíur alla tíð ver- ið að afla peninga til kaupa á hinum ýmsu tækjum sem nauð- synleg eru til varnar gegn slys- um. Má sem dæmi nefna að keyptar hafa verið fjölmargar talstöðvar, björgunarskyli og út- búnaður í þau. Einnig átti kvennadeildin á símjm tíma mik- inn þátt í að keypt var þyrla sem SVFÍ og Landhelgisgæzlan eiga í sameiningu. Konumar hafa i þessu skyni haldið hlutaveltur, efnt til happdrættis og kaffisölu, fyrir utan hina árlegu merkjasölu. Kvennadeildin verður 38 ára þann 28. apríl ri.k. Félagskonur eru 1200—1400 og er formaður deildarinnar Gróa Pétursdóttir. Kvennadeildin heitir á for- eldra að leyfa börnum sínum að selja merkin á Góudaginn, börn- in fá aíhent merkin i öllum barnaskólum bæjarins frá kl. 9,30 á sunnudagsmorgun. Þess má að endingu geta að kvenna- deildin hefur kaffisölu að Hótel Sögu sunnudaginn 3. marz. Fjolmennur iðjufundur sam- þykkir verkfallsheimiid í gærkvöld var haldinn fjölmennur félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Alþýðuhúskjallaranum, báð- ir salirnir fullir, um atvinnu- og kjaramálin og var sam- þykkt á fundinum einróma að veita 18 manna nefnd ASÍ umboð til þess að semja um vísitölubætur á kaupið við atvinnurekendur. Ennfemur samþykkti fund- urinn einróma að staðfesta þá ákvörðun trúnaðarmanna- ráðs félagsins á dögunum að boðk til verkfalls 4. marz næstkomandi, ef þurfa þykir í yfirstandandi samningum við atvinnurekendur þessa daga. daga um vísitölubundið kaup. > 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.