Þjóðviljinn - 29.02.1968, Page 10

Þjóðviljinn - 29.02.1968, Page 10
10 SÍÐA — >JÖÐVII«nNN —• MHimtitdaguir 29. fébiröair 1968. SAKAMÁLASAGA Eftir J. B. PRIESTLEY 22 — Innan tíðar. Kannski íbyrj- un næstu viku. Ég á smávegis ógert enn. — Búnir að losa yður við íbúðina? — Já. Hjón bíða eftir þvi að flytja inn strax og dótið mitt er farið. — Indaelt fólk? spurði Gooch vongóður. — Ekki indaelt, ekki sæmt. Brúður. Nei, þetta er ekki sann- gjarnt, flýtti Salt sér að bæta við- — Hef aðeins hitt þau tvisv- ar sinnum. Þau eru ef til vill ágæt. — Þér eruð feginn að kom- ast frá Birkden, er ekki svo? — Ég er svo sem búinn að fá nægju mína eftir sjö ár. Og þó er það varla verra hér en í tuttugu 'eða þrjátíu öðrum borgum af sömu stærð. — Þetta er ég alltaf að segja við Joan — konuna mina — en hún vill óð og uppvæg kom- ast héðan. Alltaf að nauða í mér. Þér vitið hvemig konur eru. — Líffræðilega — já. Annars ekki. Nema ég þekki þær vel auðvitað. — Finnst yður þær ekki all- ar eins? Gooch virtist forviða. — Síður en svo. Það eru karl- 'menn sem álítai allar konur eins, sem eru í rauninni alveg eins. — Þér valdið mér furðj, lækn- ir. En ég verð að fara og vinna fyrir nokkrum pensum. Sælir. Salt læknir blés nokkrum reyk- skýjum á eftir hinum harðstíga Gooch, og síðan fór hann inn til að hringja í kunningia sinn, Broadbent liðþjálfa, á lögreglu- stöðinni. — Það er í sambandi við tvennt, liðþjálfi, ef þér viljið vera svo góður. Ég held að Hurst yfirlögregluþjónn ætli að koma hingað að finna mig um fimm- leytið í dág. Gætuð þér gefið mér staðfestingu á því? Hitt er þetta. Gætuð þér komizt að því fjrrir mig, hvort sjújcrabíll hafi komið í verksmiðjuklúbbinn ein- hvem tíma síðdegis á mánu- dag? Og ef svo var, hvert fór hann þá? Hér þætti vænt um Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III hæð (lyfta) Sími 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-968 að þér hringduð til mín hingað strax og þér getið það með hægu móti — Birkden 52317. Þér hafið það. Þakka yður kær- lega fyrir, Broadbent liðþjálfi. Hann tók fram af borðinu og þvoði upp mataráhöldin, hægt, viðutan, en mjög snyrtilega. Hann tíndi upp nokkra reikninga, fór með þá að skrifborði sínu úti í enda á setustofunni, skrifaði ávísanir og utaná viðeigandi um- slög- Síðan horfði hann á ringul- reiðina í stofunn.i, plöturnar og bækumar og komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekkert átt við það núna. Síminn hringdi og það var Broadbent liðþjálfi. — Yfirlögregluþjónninn kemur að finna yður um fimmleytið í dag, Salt læknir. Og ég er bú- inn a<ð láta hann hafa heimilis- fang yður. Ég sagði honum ekki frá fyrirspum yðar um sjúkra- bílinn. Enda er svarið neikvætt. Það var ekki beðið um neinn sjúkrabíl í Verksmiðjuklúbbinn eða nágrenni hans á mánudag. Það er alveg víst. Kemur það yður á óvart? — Nei- Ékkert kemur mér á óvart að morgni dags. En stöku sinnum þegar líða fer á kvöldið verð ég dálítið hissa. — Þér eruð skrýtinn fugl, Salt læknir, er það ekki? — Nei, en ég þákka yður kærlega fyrir, Broadbent lið- þjálfi'. — Ekkert að þákka. En þér vilduð kannski segja mér núna, hvers vegna þér voruð að spyrj- ast fyrir um þetta? — Þér mynduð ekki hafaneinn áhuga á því. En ég þakka yður enn. Salt lagði frá sér heymartól- ið Og sat grafkyrr nokkur and- artök. Hann var að reyna að rifja upp nafnið á hinum lækn- inum — ekki Bennett lækni — sem Dews hafði minnzt á. Svo mundi hann það — Lemmert. í skyndi fletti hann því upp í símaskránni og honum létti þegar hann fann það. Hann vildi ekki tala við Lemmert lækni í sjúkraskýli verksmiðjunnar, und- ir sama þaki og Aricson og Sir Amold Donnington. Hann flýtti sér að hringja í númerið sem hann hafði fundið í skránni. — Þetta er Salt læknir, sagði hann við stúlkuna sem svarað<. — Ég þarf að tala við Lemmert lækni- Það er dálítið áríðandi, en það tekur aðeins sksmrna stund, en ég get verið kominn eftir fimm eða tíu mínútur. Eftir stutta bið sagði stúlkan að Lemmert læknir væri í þann veginn að fara, en ef Salt lækn- ir, sem mætti ekki tefja hann lengi, kæmi undir eins, þá myndi Lemmert læknir tala við hann. Af raddhreim stúlkunnsr mátti ætla, að Salt lækntr gæti • álitið sjálfan sig stálheppinn mann. Hann sá hana fyrir sér sem dökkhærða stúlku með sál í and- litinu og stór dökk augu sem sátu sig aldrei úr færi að hvíla á hinum dásamlega Lemmert lækni. Og þe<ttá kom allt heim og saman. Salt læknir hafði aldrei séð Lemmert fyrr og eftir fyrsta tillit komst hann að þeirri n<ð- urstöðu, að honum væri sama þótt hann sæi hánn aldrei aft- ur. Lemmert læknir yar hár og grannur ungur maður með langt nef og heldur lítilfjörlegt og mjósaralegt enni og andlit. Flest- ir ungir læknar voru ýmist hjartanlegir og hressilegir eða með tilhneigingu til yfirlætis. Lemmert var af yfirlætisgerðinni. Salt læknir ákvað samstundis leiftursókn. — Þegar þeir sendu eftir yð- ur í Verksmiðjuklúbbinn á mánu- dag, sagði hann og hvessti aug- un, — hvað gerðuð þér þá við sjúklinginn? — Afsakið — — Þér sögðuð að tími yðar væri dýrmætur — og nú eruð þér að sóa honum og mínum tíma líka, hélt Salt lækniráfram, þungur í brúnina. — Hann heit- ir Culworth. Hann er bóksali í Hemton. Ég er fjölskylduvin- ur. Dóttir hans kemur að finna mig í dag. Þess vegna er ég kominn hmgað. Jæja, Lemmert, hvað um hann? Yfirlæti Lemmerts læknis á- samt hinum nýlega virðingar- votti frá Sameinuðu verksmiðj- unum, sherryglösunum með Benn- ett gamla og ef til vill augun dökku í næsta herbergi, gerði það að verkum að ha<nn stóð berskjaldaður fyrir þess- ari óvæntu árás. Ef Sált læknir hefði raaskt sig, verið afsakandi og feimnislegur í fyrirspumum sínum, bá hefði Lemmert haft tíma til að taka ákvörðun og segja síðan gesti sínum að vfira ekki með neina vitleysu heldur hafa sig á brott. Hann varð hvumsa. hikaði við og fyrir bragðið gat hann ekki komið með afdráttarlausa neitun. — Jæja? Salt læknir hvessti enn augun. — Hann varð fyrir slysi ekki langt frá Verksmiðjuklúbbnum, á lóðinni kringum stóra, mann- lausa húsið — — Worsleyhúsið gamla? — Já. Höfuðhögg. Mér líkaði ekki hjartað. Og þegar hann komst til meðvitundar, reyndist hann vera í miklu andlegu upp- námi- Alger hvíld — róandi lyf að sjálfsögðu. — Og Lemmert læknir lækkaði röddina enn unz hún dó út. — En enginn sjúkrabíll? — Það sparaði tíma að nota einn af bílum fyrirtækisins — — Þvættingur, sagði Salt læknir. — Það sparaði eitthvað, en ekki tíma. Hvert fóruð þér með hann? — Þar sem hann fær full- komna aðhlynningu — — Ég bjóst ekki við að hanr. værj bundinn í kjallarakompu. En ég vil fá að vita hvar hann er. Lemmert læknir var búinn að jafna sig eftir fyrstu óvæntu árásina. — Hann fær fullkomna læknishjálp og aðhlynningu, Salt læknir. Fyrirtækið tekur á sig allan kostnað, jafnvel þótt hann hafi engan rétt haft til að vera á ferli á þessum slóðum. Hann er sjúklingur minn, ekki yðar, og ég sé enga ástæðu til að ég sé að segja yður hvar hánn er — enda hefur hann hresstst mjög siðustu tvo dagana. Og ef þér viljið hafa mig afsakaðan — — Andartak, Lemmert. Ég skal ekki ganga á yður út af dvalarstað hans. Ég á auðvelt með að komast að því. Og þeg- ar þar að kemar, verður dóttír hans með mér. En ef það er eitthvert grugg í þessu máli — og það finn ég á augabragði — þá getið þér og heilsuhælið kom- izt í fjandans klandur. Þér send- uð ekki eftir sjúkrabíl. Þér haf- ið ekki komið boðum til neins af aðstandendum hans. Þér haf- ið nú neitað að gefa upplýsing- ar, sem fjölskylda hans hefur faríð fram á. Og ef þér eða for- stöðukonan gefið honum svo mik- ið sem eina sprautu að óþörfu, til að haida honum rænulausum eða róiegum, þá eruð þér illa á vegi staddur. Ég get gert yður einn greiða, Lemmert læknir. Ég skal finna hann sjálfur — svo að þér getið sagt Aricson eða Donnington að það sé ekki yðar sök. En ef þér reynið ein- hver undarlegheit eftirleiðis — þá eigið þér eftir að óska þess að þér hefðuð aldrei heyrt minnzt á Sameinuðu verksmiðj- umar. Sælir Hanh flýtti sér svo mjög út að hann rakst á dökkhærðu stúlkuna sem stóð rétt við dym- ar. Hún leit á hann með • við- b.jóð í svipnum, þennan mann sem hafði verið að gera sig breið- an við Lemmert lækni, þennan dásamlega mann. — Bless. elsk- fen, kallaði hann glaðlega. 2. Þegar hann kom upp í bílinn sinn, ók hann ekki af stað undir eins, kveikti sér í pípu meðan hann var að velta fyrir sér hvort hann ætti að fara í aðra heimsókn til frú Pearson í Olt- on stræti 45. Hann ók varlega eftir löngu strætinu sem sægur af ungum bömum var að reyna að nota sem leikvöll. og hann hugsaði með sér og ekki í fyrsta sinn, að fólkið sem sætti sig við þessi Olton stræti kynslóð eftir kynslóð án þess að kasta nokkr- um múrsteinum, þegar 3.000.000 sterlingspundum var sóað í tvö hús í Downing Street, ætti senni- lega skilið það sem það fékk. Frú Pearson var fegin’ að sjá hann. þótt hún væri ekki klædd til að taka á móti gestum. — Peggy er búin að skrifa, sagði hún þegar þau voru búin að koma sér fyrir í litlu, loft- þungu setustofunni. — Hún er hjá frænku sinni í Birmingbam, þangað til hún fær vinnu — og hún er að reyna fyrir sér í kvik- myndahúsi, hún nefnir ekki hvað það heitir, en auðvitað er sæg- ur af þeim í Birmingham og Peggy hefur reynsluna, já, það hefur hún. Og hún fór burt af því að einhver andstyggilegur strákgaur sagði henni að stein- halda kjafti og sló hana utan- undir og velti um kpll fötunni sem hún setti miðana í. Hún heldur að það hafi staðið í ein- hverju sambandi við Noreen Wi4ks. Getur það verið. lækn- ir? — Já, ég held það, frú Pear- son. En þér getið sagt henni frá mér, að ef hún vill koma til baka, þá getur hún það — kannski ekki í þessari viku, en í næstu viku. — Ég skal skrifa og segja henni það, lækmir. Þér segið, oð henni sé það óhætt, eða hvað? Þá skrifa ég henni strax í dag. SKOTTA Þvoið hárið ár LOXENE-Shampoo — og flasan fer — Analussvipur þinn er enn dapurlegri en hann var fyrtr 5 mín- útum, svo að ég labba af stað heim! Trilla óskast 1 — 2ja tonna trilla óskast til kaups. Tilboð sendist afgreiðslu Þjóðviljans merkt: Á sjó. UmboBssaia Tökum i umboðssölu notaðan kven- og herrafatnað. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. FRÍMBRKI- FRÍMERKI innlend og erlend i úrvali. Ötgáfudagar — irinstungubækur — Tengur og margt fleira. — Verðið hvergi lægra. Verzlun GUÐNÝJAR, Grettisgötu 45. BÍLLINN Gerið við bíla ykkar sjólf Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga. B í L AÞ JÓNUSTAN Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145. Lótið stilla bílinn Önnumst hjóla- Ijósa- og mótorstillingu Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur. — Örugg þjónusta. bílaskoðun og stilling Skúlagötu 32. sími 13100 Hemlaviðgerðir • Rennum bremsuskálar. • Slípum bremsudælur. • Límum á bremsuborða. : Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. » •4 «

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.