Þjóðviljinn - 03.03.1968, Page 1
Sunnudagur 3. marz )968 — 33. árgangur — 53. tölublað.
Che Guevara-kvöldvaka
■ Það er í kvöM sem kvöldvaka verður hjá ÆFR, helguð 'i lífi
og baráttu Ohe Guevara. KvöMvakan verður að Tjarnajrgötui 20 ,
og heÆst ki. 9 stumdvíslega, hún er öllum opin. Rakið verður ■ lífs-
hlaup Guevara og inn í það f fléttaðir kaflar úr ritum hans um
skæruhemað og fleira.
■ Lesnir verða kaflar úr ræðum Fiedels Castros. Flutt verða
ýmis verk um baráttu Guevara og baráttu hins „gleymda heims“
gegn arðræningjum sinum, bæði í bundnu og óbundnu máli m.a.
eftir Nicolas Guillen, Jean Paul Sartre, Stockley Carmichael o.fl.
Um 20 þús. manns í 50-60 félög-
um hafa boðað allsherjarverkfall
AndstacSa rikisstjórnar og atvinnurekenda tilgangslaus sóun á fjármunum þjóSarinnar
KVENFÉLAG
SÓSÍALISTA
■ Aðalfundur Kvenfélags
sósíalista verður haldinn
í Tjarnargötu 20 þriðju-
daginn 5. marz kl. 8,30.
■ Venjuleg , aðalfundarstörf.
— Mætið vel og stundvís-
lega. — Stjórnin.
Bandaríkjamenn
safna geislavirk-
um ís á Grænlandf
WASHINGTON 2/3 — Starfs-
menn bamdaríska ffluighersins
hafa nú fengið það mikla verk-
efni að fjariægja nrnrgar smá-
iestir af ' geislavirkum snjó og
ís frá Thulé, þar sem B-52
sprenigjuflugvól hrapaðá fyrir
nokkru með vetmssprengjurinm.-
enborðs.
Snjónum og ísnum verður
komið fyrir í sfórum tunnum,
sem síðar verða ffluttar sjóleiðis
táí Bandaríkjamina þegar sigl-
ingaleiðin opnasit í vor.
Sáttafundurinn
Sáttafundur í deilunni um
vísitöluuppbót á laun var ný-
hafinn er Þjóðviljinn fór í prent-
un um miðjan dag í gær og
hafði ekkert nýtt komið fram
á fundinum, skömimu fyrir klukk-
an_ þrjú.
í gær var talið líklegt að frest-
að yrði ákvörðun um vinnu-
stöðvun við mjólkurflutninga og
vimnslu hennar þannig að sala
mjólkur yrði óhindruð fyrst um
sinn þótt til verkfalls kæmi.
Lagarfíjétsormur-
inn enn aö verki ?
Þetta er sprunga mikil í isnum á Lagarfljóti og gengur næstum
þvert yfir Fljótið milli bæjanna Ormsstaða í Skógum og Arnheið-
arstaða í Fljótsdal. ísinn er orðinn nær 40 cm þykkur, en samt
myndaðist sprunga þessi fyrir nokkru. Þar hefur cnginn smáræð-
iskraftur verið að verki. Það skyldi þó aldrei vera, að sjálfur
I.agarfljótsormurinn hafi verið þarna að verki? (Ljósm. Sig. Bl.).
Byggingarkostnaður vii Nor-
ræna húsii 41 milj. króna
Fæiingarheimiiið í
■ Fæðingarheimilið í Kópa-
vogi hættir störfum frá og
með 1. maí n.k. Mun ástæðan
vera sú að fæðingum á svæð-
inu hefur fækkað á undan-
förnum árum og þar af leið-
andi hefur nýting á fæðing-
arheimilinu verið léleg.
Fæðingarheimili Kópavogs hef-
ur verið að Borgárholtsbraut
um árabil og áður vax það á
■ Undanfarið hafa staðið yfir í Reykjavík fundir í þygg-
inganefnd og stjórn Norræna hússins. Kom þar fram að
þyggingarkostnaður hússins verður heldur hærri en áætlað
hafði verið, eða 41 miljón íslenzkra króna. Reiknað er með
að húsið verði tekið í notkun í byrjun júni, nema komi til
langvarandi verkfalla, og verða bátíðahöld í tilefni af
vígsiu hússins.
---------------------- ® Á fundi stjómar , Norræna
húsisins var fjaliað um almenn
mólefná hússáns og gerð áætlum
um hvemdig haga eiigi starfsemi
þess fram til 1970. Margskonar
starfsomi íer fram í húsinu svo
sem fundahöld og ráðstefnur og
stefnt verður að því að komia
upp víðtæku og vönduðu bóka-
safni. Hefur húsið ícngið styrk
ti.1 bólcakaupa frá Norraéna
monningarsjóðnum að upphæð
75 þúsond danskar krónur. Ein-
stakar bókagjafir hafa einnig
borizt, fyrsta gjöfin var frá
norska utanríkisráðuneytinu og
önnur bókagjöf barst nýlaga frá
Álandseyjum, svo að dæmi séu
nefnd. Forsitöðumaður hússins,
cand. phil. Ivar Eskelund fflytzt
vænitanlega hingað í byrjun
mai.
Eins og fyrr segir ér gért ráð
fyrir að hægt verði að vígja
Norræna húsið í byrjun júní, en
Hlíðarvegi. Eigaudi J>ess er Jó-
hanna Hrafnfjörð, ljósmóðir, en
fæðingarheimilið hefur verið
styrkt af bænum í nokkur ár.
Hefur Jóhanna nú tekið ákvörð-
un um að leggja starfsemi heim-
ilísins niðtir.
★
Á fæðingarheimili Kópavogs
hefur veirið rými fyrir 12 konur
og starfsliðið hefur talið þrjár
ljósmæður. aðstoðarstúlkur og
Framhald á 9. síðu.
það breytisit vitaskuM verði
verkföllin langvinn. Mjög verð-
ui. vandað til dagskrár hátíðar-
ininar, en nánar verður skýrt fná
henind á nœstunni. Við vígsluna
verða margir fuiltrúar frá Norð-
uríönduim og fulltrúar ýmissa
stoíinana hérlendis.
Það kom fram á fundi bygg-
ingarnefndar að áætlaöur rekstr-
arkositnaður hússins fyrir 1968
ea' 4 miljónir króna. Þar af
borga íslendingar 1% og að öðnu
leyti eru hilutföHin þainnig: Dan-
mörk borgar 23 prósent, Finn-
land 22%, Norcgur 17 prósent og
Svíþjóð 37 prósent.
Formaður byggingarnefndar
hússins er Eigil Thrane, skrif-
stofusitjóri frá Danmörku, og aðr-
ir í nefndinni eru Ragnar Mein-
ander frá Finnlandi, próifessor
Gunnar Hoppe, frá Sviþjóð, Odd-
var Hedlund, arkitekt frá Nor-
egi og prófessor Þórir Þórðar-
son frá íslandi.
Formaður stjómar hússins er
prófcssor Ármann Snævarr, há-
skólarektor og aðrir í stjóminni
eru Eigil Thrane, Ragnar Mein-
ander, Gunnar Hoppe, Johan
Ceppelen, ambassador frá Noregi
og frá íslandi þeir Siigurður
Bjamason, og Halldór Laxmess.
■ Þegar Þjóðviljinn fór í prentun síðdegis í gær
voru ekki komnar fram neinar tillögur frá at-
vinnurekendum eða sáttasemjara sem stuðláð
gætu að lausn vinnudeilunnar. Haldi sú neikvæða
afstaða áfram munu verkföllin miklu hefjast á
miðnætti í nótt, en þá og næstu daga munu um
20.000 manna í 50—60 verklýðsfélögum leggja nið-
ur vinnu. Meðal þeirra sem leggja niður vinnu
þegar í upphafi eru prentarar, og myndi Þjóðvilj-
inn þá ekki komá út fyrr en verkföllum lýkur.
■ Allur almenningur á að vonum erfitt með að
trúa því að ekki verði gengið að hinum hófsa/mlegu
kröfum verklýðssamtakanna án kostnaðarsamra
verkfalla. Verklýðssamtökin hafa sem kunnugt er
aðeins fárið fram á verðtryggingu launa, enda þótt
full rök séu til að leggja fram margfalt hærri kröf-
ur. Sá maður fyrirfinnst varla sem ekki telur kröf-
una um verðtryggingu launa sjálfsagða og óhjá-
kvæmilega, enda er samstaðan innan verklýðs-
félaganna víðtækari en nokkru sinni fyrr, óháð
öllum stjómmálaágreiningi. Allt tal um erfiðleika
þjóðarbúsins er í því sambandi út í hött. Þrátt fyr-
ir samdráttinn í fyrra eru þjóðartekjur íslendinga
einhverjar þær hæstu í heimi en dagvinnukaupið
mun lægra en tíðkast í nágrannalöndum okkar.
Fyrir því eru engin rök að lækka þurfi umsamið
kaup verkamanna sem flestir hafa um 10.000 kr.
í laun á mánuði og hafa orðið að þola mjög stór-
fellda lækkun á heildarkaupi vegna minnkandi
atvinnu.
® Háldi atvinnurekendur og ríkisstjórn fast við
hina neikvæðu afstöðu sína mun verkafólk tryggja
sem algerasta samstöðu um framkvæmd allsherj-
arverkfallsins. Eru menn hvattir til að hafa sam-
band við félög sín og taka þátt í að skipuleggja
verkfallsvörzlu og eftirlit. Samstaða 20.000 manna
er það afl sem hvorki atvinnurekendur né ríkis-
stjórn fá staðizt nema skamma stund.
Skrá yfir félög sem boðað hafa
verkfall er birt á 9. síðu
Alþýðubandalagið í Reykjavík
★ Fulltrúaráðsfundur verður hjá Alþýðubandalaginu i
Reykjavik n.k. fimmtudagskvöld kl. 21,00 f Lindarbae
niðri. Til umræðu verður vísitölumálið og barátta verka-
lýðshreyfingarinnar. Ennfremur verður kosin uppstill-
ingarnefnd fyrir stjórnarkjör.
★ Fundurinn verður boðaðui,- nánar með bréfi til fulltrúa-
ráðsmanna og í hádegisútvarpi á fimmtudag.