Þjóðviljinn - 31.03.1968, Síða 1
Aðalfundur AlþýBubandalagsins, Reykjavik
Aðalfundur félagsins verður haldinn n.k. miðviku- Tillögur uppstillirLgarnefnd-
dag M. 21,00 í Domus Medica, Egilsgötu 3. ar um stjóm og fulltxúaráð liggja frammi fyrir félaigs-
D A G S K R Á : merm á skrifstofu félagsins að
1) Venjuleg aðalfundarstörf. Miklubraut 34 mánudag og
2) Viðhorf í íslenzkum stjónmálum. Lúðvík þriðjudag kl. 3—6. Sími 18081.
Jósepsson hefur framsögu. Stjórnin.
Lúövik Jósepsson
Magmús Kjartansson
Verkalýðsmálanefnd Æí
gengst fyrir námskeiði um
verkalýðs- og þjóðfélagsmál í
aprílmánuði n.k., nánar tiltek-
ið öll fimmtudagskvöld mán-
aðarins eða dagana 4., 11., 18.
og 25. og hefjast þau öll kvöld-
in kl. 8.30 stundvíslega að
Tjarnargötu 20.
Námskeið þetta er einkum
ætlað ungu flóki úr verfclýðs-
félögunum, þó að öllum sé
raunar heimil þátttaka. Á
námskeiðinu verður m.a. fjall-
að um mótsetningar í auð-
valdsþjóðfélaginu, stéttabar-
áttuna, atvinnureksturinn í
landinu og verkalýðshreyfing-
una og erlent fjármagn sve
eitthvað sé nefnt.
Fyrirlesarar verða: Brynj-
ólfur Bjarnason, Einar Ol-
geirsson, Lúðvík Jósepsson og
Magnús Kjartansson. Að er-
indum loknum gefst fólki síð-
an kostur á að bera fram fyr-
irspurnir.
Með þessu námskeiði vill
ÆF gefa ungu fólki tækifæri
til ag kynna sér nokkuð það
þjóðfélag, sem það býr í, og
orsakir þeirra hörðu átaka,
sem sí og æ eru háð í því, og
vill sérstaklega höfða til hins
stóra hóps æskufólks, sem nú
fyrir skemmstu háði sína
fyrstu verkfallsbaráttu um að
sækja v«Æ þetta námskeið.
Þátttökugjald hefur verið á-
kveðið 100 kr. og væntanlegir
þátttakendur láti skrá sig í
síma 10854 milli kl. 5 og 7 alla
daga þar til námskeiðið hefst
fimmtudaginn 4. apríl.
Verkalýðsmálanefnd ÆF.
Aldarafmælis Gorkís
minnzt annað kvöld
Það er annað kvöld, mániv
daginn 1. apríl, að MÍR minnist
þess að Iiðin eru hundrað áx frá
fæðingu þess rússnesks rithöf-
nndar sem ástsælastur hefur orð-
ið á okkar timum, Maxíms
Gorkis.
Efnt verður til Gorkíkvölds á
Hótel Sögu, Átthagasal, sem
hefst kl. 20,30. Thor Vilhjálms-
son flytur ávarp, og síðan verð-
ur flutt samfelld dagskrá —
Árni Bergmann segir frá ævi
Gorkís og verkum hans og leik-
araimir Þorsteinn Ö. Stephensen
og Baldvin Halldórsson lesa upp
úr verkum hans þýddum.
Öllum er heimill aðgangur,
innan MÍR sem utan, meðan hús-
rúm leyfir.
Ma-xim Gorki
msísniímM
Brynjólfur Bjarnason
Einar Olgeirsson
Gísli Gunnarsson.
Handbók ungra
sósíalista:
UmræÖufundor-
inn íkvöld
Fyrsti umræðufundur ÆF til
undirbúnings ,,Handbókar ungra
sósíalista" verður i kvöld ki. 8,30
að Tjarnargötu 20.
Gísli Gunmarsson, sagnfræð-
ingur, hefur framsögu um efn-
ið: Heiztu einkenni mismunandi
þjóðfélagsgerða og þróun þeirra.
Á eftir verða frjálsar umræð-
ur, en sérstaklega kvaddir til
þátttöku i þeim eru þeir Hjalti
Kristgeirsson, hagfræðingur og
Fránz A. Gíslason, sagníræðing-
ur. Eru allar líkur fyrir fjöirug-
um umræðum. Allir sem áhuga
hafa á málinu, ungir sem gaml-
ir, eru velkomnir á fundinn.
Svelta útigangshross
úti í Engey í vetur?
Hörmulegt ástand hcfur ríkt í
vetur hjá útigangshrossum í Eng-
ey. Öðrn hvoru eru að berast
kvartanir til lögregiuyfirvalda
út af vansæmandi meðferð á
skepnum.
Það mun orka tvímælis, hvort
kæra ber meðferð hestannia fyr-
i.r bæjarfógetaembættinu í Hafn-
arfirði eða lögreglunni í Reykja-
vík. Mun þó Engey hafa heyrt til
skamms tima undir Seltjarnar-
neshrepp og ber þannig að kæra
fyrir sýslumannsembættinu í
Guilbringu- og Kjósarsýslu.
Það er talið, að dýravemdun-
arlögin séu þríbrotin, að því er
varðar meðferð á hrossunum í
Engey, og þá jafnframt búfjár-
lög. Þeim sem stunda skepnu-
höld er ætlað að hafa hús yfir
skepnumar, tryggja þeim nægi-
Kvenfélag
sósíalista
Fundur verður haldinn í Kven-
félagi Sósíalista þriðjudaginn 2.
apríl kl. 8.30 sd. í Tjamargötu
20.
Dagskrá auglýst í þriðjudags-
blaðinu.
legt fóður og brynna þeim að
staðaldri.
Fróðir menn telja. að vatn
skorti í Engey á vetrum fyrir
þessi dýr og það sem þau kroppa
af sinustráum sé vart nægjan-
legt fóður hianda þeim, þá er
enginn húsakostur í eyjunni, ef
frátalið er skotbyrgi síðan á
striðsárunúm.
Mál er að þessari swívirðu
linni.
Fyrirlestur próf.
Þórhalls verður
í Háskólabíói
Vegna mikillar aðsóknar að
fyrirlestrum prófessors Þórhalls
Vilmundarsonar um íslenzk ör-
nefni og náttúrunafnakenning-
una hefur verið ákveðið að annar
fyrirlesturinn, sem auglýstur
hafði verið í hátíðasal Háskólans
í dag kl. 14.30, verði í staðinn
fluttur í Háskólabíói, þar sem að-
stæður eru betri. Breytist þá
jafnframt tíminn og hefst fyrir-
lesturinn, sem nefnist Áfangi, kl.
13.30.
Öllum er heimill aðgangur.
Otborgað viku-
kaup: kr. 9,90
Þess er mörg dæmi að atvinnu-
rekendur sýni mikið tillitsleysi
þegar þeir draga opinber gjöld af
starfsmönnum sínum. Þannig
kom verkamaður sem starfað
hefur hjá Reykjavíkurbæ að máli
við Þjóðviljann fyrir skömmu og
sýndi launaávisun sem honum
hafði verið greidd sem vikukaup. j
Ávísunin hljóðaði upp á kr. 9.90 j
— níu krónur og níutíu aura. Að j
... ....... .......... i
Johan Galtung !
kemur í boði SFHÍ [
Stúdentafélag Háskóla Islamds
hefur boðdð hin.giað ti.l lands
Norðmanninum Johan Galtung,
forstöðumanni aliþjóðlegu friðar-
rannsóknastofmjnarinnar í Osló
— Intemational Peace Research
Institute.
Kemur Galtung hingað frá
Japan föstudaginn 5. apríl og
mun sama dag halda fyrirlest-
ur á fundi stúdentafélagsins, um
friðarumleitanir í Suðaiustur-
Asiu. Nánar verður greilit frá
þessu eftir helgina.
öðru leyti hafði vikukaupið verið
tekið til greiðslu á opinberum
gjöldum. Þjóðviljinn hefur að
undanfömu haft fregnir af fleiri
slíkúm dæmum.
Innheimtuaðferðir af þessu
tagi eru auðvitað óviðunandi
með öllu. Atvinnurekendur verða
að hafa þann hátt á að draga op-
inber gjöld af mönnum smátt og
smátt og taka tillit til aðstæðna,
ckki sízt þegar tekjur manna
hafa rýrnað til mikilla muna, en
greiðslur vegna opinberra gjalda
eru miðaðar við tímabil þegar
launatekjur voru mun hærri.
Væri ástæða til að verkalýðssam-
tökin gæfu þessu máli gaum.
Prófkosningar
um forseta
Frófkosning fór fram í
fyrradag í Tollstjóraskrif-
st.ofunni til forsetaframboðs
milli dr. Kristjáns Eldjáms
og dr. Gunnars Thorodd-
sens og hlaut Kristján 25
atkvæði, Gimnar 12 og 7
seðlar auðir.
Þá fór fram fyrir nokkru
prófkosning á kennarastofu
Menntaskólans í Reykjavík,
þar sem staddir voru 28
lærimeistarar og skiptust
atkvæði svo ag Kristján
Eldjárn fékk 21, Gunnar 1,
4 seðlar voru auðir og sinn
ógildur og eitt atkvæði féll
á Pétur Hofmann.
í einni af stofnunum Há-
skólans urðu úrslit þessi
(allir starfsmennirnir, 24
taisins, greiddu þar atkv.):
Kristján Eldjám 17, Gunn-
ar Thoroddsen 2, auðir seðl-
ar og ógildir 5.
Auglvsingar ■ Austurstrœti
Græna lyftan
í Keflavík
Keflavik 30/3 — Leikféiag
Keflavíkur frumsýndi Grænu
lyftuna sl. fimmtudae undir
stjóm Karls Guðmundssonar.
Var leiknum mjög xel tekið og
leikurum og leikstjóra vel fagn-
að i leikslok.
Aðalhlutverkin eru í höndum
þeirra Sverris Jóhannssonar, sem
oft hefur tekið þátt í leiksýning-
um hér syðra áður og Hönnu
Maríu Kairlsdóttur sem einnig
hefur sézt hér á sviði fyrr. Leik-
sviðsmyndir og búningar voru
unnir af félagsmönnum sjálfum.
Eru allir Suðumesjamenn ein-
dregið hvattir til að láta ekki
sýningar félgsins fram hjá sér
fara, en næsta sýning er á
þriðjud'agskvöld. Nán.ar verður
sa-gt frá leiknum í næsta blaði.
— Ú.Þ.
Képavogsbúar
Óháðir kjósendur í Kópavogi
halda rabbfund í Þinghóli á
mánudag kl. 8,30. Rætt um nýja
Hafnai-f j arðarveginn og fleiri
mál. Bæjarfulltrúar óháðra
mæta á fundinum og svara
spurningum. — Stjórnin.
☆ Þeir sem Iagt hafa leið sína um Austurstræti uudaufarið hafa
ef til vill rekið augun í sýningartæki sem komið hefur verið
fyrir uppi á þaki hússins nr. 22, þar sem Herrabúðin er til húsa.
☆ Ætlunin mun vera að sýna þarna kyrrar auglýsingamyndir
og munu þær sjást upp í Baukastræti, í Austurstræti og víðax,
eftir því hvernig sýningarvélinni er snúið.
☆ Þjóðviljinn reyndi að afla sér upplýsinga um það í gær á
hverra vegum þessi auglýsiugastarfsemi yrði rekin en fékk þá
heldur þurrleg svör: málið væri á tilraunastigi og engar upplýsing-
ar gefnar að sinni.
☆ Myndina tók Ijósmyndari Þjóðviljans A. K.
i.
J