Þjóðviljinn - 05.04.1968, Blaðsíða 4
4 Sfi&A — WÖÐVEEJIJIN — Fimmtoudasur 4. apnffl 1968.
Otgeíandi: Sameimngarflokkur alþýöu — Sósialistaflolckurinn.
Ritstjórar: tvar H. Jónsson, (áb.), Magnús Kjartansson.
Sigurður Guðmundsson,
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkvstj.: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, aígreiðsla, auglýsingar prentsmiðja: Skólavörðu9tig 19.
Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 120.00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 7,00.
Á útsöluverði
j fyrradag var alþingismönnum boðið að sjá fram-
kvæmdir við Búrfellsvirkjun, og vöktu þau stór-
brotnu mannvirki að vonum athygli þingmanna.
Hins vegar eru virkjunarframkvæmdirnar því mið-
ur orðnar þó nokkra mánuði á eftir áætlun, og þeg-
ar er ljóst að stofnkostnaður verður allmiklu hærri
en gert hafði verið ráð fyrir. Vonandi reynist til-
högun virkjunarinnar hins vegar eins og til er
ætlazt, svo að ekki komi til truflana eða auka-
kostnaðar eftir að virkjunin á að vera fullgerð.
J umtali um Búrfellsvirkjun að undanfömu hafa
Bjami Benediktsson forsætisráðherra og Morg-
unblaðið enn sem fyrr klifað á þeim ósannindum
að stjómarflokkamir hafi tekið ákvörðun um Búr-
fellsvirkjun gegn harðri andstöðu Alþýðubanda-
lagsins og Framsóknarflokksins. Samt er það stað-
reynd að ákvörðunin um Búrfellsvirkjun var tek-
in einróma á alþingi. Samningar við alúmínhring-
inn voru á engan hátt tengdir þeirri ákvörðun,
enda lýstu fyrirsvarsmenn ríkisstjómarinnar yfir
því að jafnvel þótt þeir samningar tækjust ekki,
væri Búrfellsvirkjun sjálfsögð í þágu íslendinga
einna og raunar engu meira stórvirki miðað við
aðstæður nú en Sogsvirkjunin var á sínum tíma.
Þegar forsætisráðherra hefur reynzt uppvís að
fölsunum af þessu tagi hefur hann reynt að rétt-
læta sig með því að staðhæfa að Búrfellsvirkjun
verði því aðeins hagkvæm íslendingum að okkur
hafi tekizt að selja erlendum auðhring meginhluta
raforkunnar. En einnig þessi kenning er fjarstæða.
Verð það sem alúmínhringurinn greiðir er svo lágt
að enn er óvíst hvort það stendur undir tilkostn-
aði; raforka var hvergi í Evrópu seld á jafn lágu
verði þegar samningarnir voru gerðir. Það er einn-
ig firra að við þurfum ekki sjálfir á raforkunni að
halda um fyrirsjáanlega framtíð. Einmitt vegna
þess að alúmínhringurinn fær meginhluta rafork-
unnar frá Búrfellsvirkjun verðum við umsvifa-
laust að ráðast í nýja virkjun í okkar þágu, en það
er samdóma álit sérfræðinga að Búrfellsvirkjun
sé sú ódýrasta sem finnanleg sé hérlendis. Raf-
orkunotkun okkar tvöfaldast á hverjum áratug,
en við verðum sjálfir að sætta okkur við síhækk-
andi raforkuverð á imeðan alúmínhringurinn held-
ur hinum hagkvæma samningi sínum og flytur
ágóðann úr landi.
^stæða er til að minna á þessar staðreyndir vegna
þess að nú örlar á nýjan leik á áróðri fyrir er-
lendri fjárfestingu í málgögnum Sjálfstæðisflokks-
ins. Og nú er því meira að segja haldið fram að al-
úmínsamningamir hafi verið ótrúlega hagkvæm-
ir; næst verðum við að sætta okkur við mun lak-
ari kosti. Þannig virðist enn vera áhugi á því að
bjóða falar þær auðlindir seim útlendingar kunna
enn að slægjast eftir hérlendis og að þessu sinni
á algeru útsöluverði. — m.
Minning
Bjðrgvin Þorsteinsson
Og selnast þegar svarta nóttin
sígur á lönd,
dökkar hrannir hrynja um knör
og hvergi sér strönd
þá Iáttu bátinn horfi halda
hvert sem hann ber
og ég skal sæll á svarta djúpið
sigla með þér.
(Þorsteinn Erlingsson).
Þetta erindi kom mér í huga,
er mér baret dánarfregn vinar
mins Bjöi-gvins Þorsteinssonax.
Það er einis og slíkiar fregnir
komi alltiaf að óvörum, jafnvel
þótt heilsa og aðrar aðstæður
séu búnar að spá sliku og vitað
sé að engu verði u-m þokað.
Kunningsskapur og vinátta okk-
ar Björgvins átti sér langan
aidur. Kynning okkar hófst vet-
urinn 1925-’26, er ég var kenn-
ari við Kvöldskóla verkamanna
í Verkamanniaiskýlinti gamla.
Þessum skóla var haldið uppi
af fulltrúaráði verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík með styrk
frá Reykjavikurbæ. Skólanum
var ætlað að bæta einhverju
við það, sem hin almenna bamia-
fræðsla veititi á sinum tima;
og um leið átti hann ef unint
væri að reyna að svala að ein-
hverju leyti þeirri menntaþrá
alþýðunnar. sem þröngur efna-
bagur við síekju brauðstrit
hafði vængstýft. í þessum skóla
var Björgvin nemandi báða vet-
uma, sem skólinn starfaði.
Björgvin var vel greindur og
gerði sér íar um að nýta
fræðsluna sem bezt, enda fann
ég það brátt, að honum var
ekki lagið að Waupa firá óleyst-
um verkefnum.
Næsta vetur þegar skólinn
var fluttur í gamla timburhús-
ið, er stóð þá á Alþýðuhússlóð-
i-nni þar sem skattstofan ríkir
nú, var ég þar enn kennari og
Björgvin nemandi. En ‘ nú var
skipt um Wutverk. Ég kenndi
að vísu Björgvin .áfram reikn-
ing og íslenzku, en hann kenndi
mér sósíalisk fræði. Þá var ég
emn ekta sósíaldemókrat. En í
stílæfingum Björgvins kenndi
mjög margra grasa. Hann hiafði
tekið þá kommúnisku bakteríu,
og ræktað hana svo með sér.
að honum var ekki um megn að
sannfæra lærimeistara sinn um
það, að hann færi villur vegar.
Og hans kennslu fylgdi sá sann-
færingarkraftur, að lærimeist-
arinn hefur aldrei síðan villzt
af þeim vegi, ef frá eru tald-
ir smásteinar, sem bann hefur
endrum og eins rekið tæm,ar
i og hnotið um.
Af þessari skólagöngu höfðum
við víst báðir gjott; — þó ég
öllu meira. — Og með þes9ari
gagnkvæmu kennslu hófst með
okkur vinátta, sem síðan hefur
enzt og aldrei borið skugga á.
Björgvin fæddist 15. sept.
1901 í Stokkseyrarhverfinu og
var þvi 66 ára er hann andað-
ist 29 marz sl. Foreldrar hans
voru hjónin Þórkatla Eiríksdótt-
ir og Þorsteinn Jóhannsson, er
bjuggu þar eystra enda bæðd
ættuð þaðan. Árið 1908 flutt-
ust þaiu á Seltj aimames og
bjuggu þar að Knútsborg til
ársins 1924, er þau fluttust inn
yfir landamæri Reykjavíkur-
bæjar, og byggðu þar yfir sig
og böm sín er þá voru orðin
fimm og var Björgvin elztur
þeirra.
Æska harts var svipuð æsku
anriiarra alþýðubama um alda-
mótin síðustu. Það var vinna
og aftur vinna fyrir allra brýn-
Vilja gæzluvöll
íbúar i Laugameshverfi hafa
skorað á borgaryfirvöld að gera
leikvöllinn við Gullteig að gæzlu-
veJli. Gekk áskorunarlisti meðal
manna í hverfinu og sl. föstu-
dag var bamm laigður fyrir borg-
arráð, sem vísaði málimu til um-
sagniar leikvallamefndar.
ustu nauðþurftum, og enginn
möguiedki á því að svala þrá
æskunnar tdl memntumar, eða
veita sér neitt af því er æsku-
huigurinn gimtist. Unglingur
með skaphöfn Björgvins Waut
að bera ör eítir slíkan van-
mátt. — Og lumdin hafði harðn-
að í sviptinigum æskuáranna,
enda var hann líitt tilleiðanleg-
ur að láta af rétti sínum að
óreyndu. Átti hanm því títt í
útistöðum við þá, er hamm taldi
gamiga á rétt simm, eða bedta
óhedðarleiika í vdðskiptum við
sig eða alþýðuna. En þeir sem
hann tók tryggð við, vissu að
þar áttu þeir hauk í homi, sem
óhætt var að treysta.
Björgvin gerðist stofniandi að
Kommúnistaflokki'íslands 1930.
Hann skildi vel, að það var
þýðingarmikill áfamgj í stétta-
baráttu íslenzkrar alþýðu, emda
tók hann skeleggan þátt í þeirri
hörðu baráttu kreppuáranna, er
Kommúnistaflokkurinn leiddi.
Og eftir að hanm settist að á
Selfossi, gerðist hamm öflug drif-
fjöður í Verkamammiafélaginu
þar, og vqr formaður þess um
alllamgt skeið.
í fyrstu kröfugönigum alþýð-
unnar 1. maí lét hann sig ekki
vanta, þótt hótað væri brott-
rekstri fyrir að láta sig vanta
í vinmunia. Sú hótum var samt
ekki firamkvæmd, enda býst ég
við að slík ráðabreytni hefði
orðið atvinnurekandanum
þymgrí í skiauti en Björgvini,
því Björgvin var verkamaður
góður meðan heilsa leyfði,
hiuigkvæmur og la.gði á margt
gjörva hönd. En hann var
reiðubúinn að taka á sig á-
hættuna með brottreksturinn,
því honum var það ljóst, að
seinna myndu þau áhugiamál
gleymast, sem einhverju var
fórnað.
Þann 17. mai 1932 kvæntist
Björgvin Sigríði Þórðairdóttur
frá Vötmúl-a í Sandvíkurhreppi
hinni ágætustu konu. Hún stóð
traust við hlið manns síns í
sviptibyljum árainna; og þrátt
fyrir vanheilsu, hefur hún verið
hinn góði andi hússins. Þau
eignuðust tvo miamnvænlega
sonu: Þórkel og Sigurð; eruþeir
báðir verzlunarmenn á Sel-
fossi.
Nú syrgj a þau kæran eigin-
mann og föður og áreiðanlega
munu sonarbömin sakna afa
síns.
Eitt sinn skal hver deyja.
En þegar vinur hverfur verður
umhverfið fátækara en áður,
og það tekur nokkum tíma að
sætta sig við breytinguna. En
tíminn breiðir blæju sin-a hægt
og hægt yfir sárin og þau gróa;
— en örin standa eftir.
Guðjón Benediktsson.
í þessu etfnd voru þó ekki
allir talsmenn íslenzkrar alþýðu
sammála. — Hópur róttækra
manna — að mestu ungt fólk —
snerist gegn uppgjafarstefn-
unni, að vísu fámennur hópur
í byrjun, en átti brátt vaxandi
fylgi að fagrna meðal alþýðu
og markaði timamót nýrrar
sóknar og víðtækari baráttuein-
ingar einmitt á tímum krepp-
unnar heldur en dæmj voru áð-
ur til.
Nú þegar langt er liðið síðan
þessi harða barátta var háð
undir forystu Kommúnista-
flokks íslands, hættir ýmsum
við að sjá þennan merka sögu-
þátt verkalýðsbaráttunnar í
eins konar ævintýrablámia. —
Hins vegar er ekki með ljósi
að því lýst, við hvaða skilyrði
þessi hópur manna, sem gekk í
fararbrjósti, þurfti að búa. En
hér skal ekki fjölyrt um það.
Þessir menn gerðu vissulega
kröfur til þjóðfélagsins og vald-
hafa fyrir hönd aiþýðu og upp-
skáru hiatur margra fyrir. Hitt
er svo ekki öllum jafnljóst.
að þessir menn gerðu þó, og
urðu að gera, mestar kröfur tnl
sjálfra sín og deila kjörum við
þá, sem harðast urðu úti í
samskiptunum við auðvalds-
þjóðfélag á krepputimum.
Eri því verður mér nú hugs-
að til þessara tíma, að Björg-
vin Þorsteinsson, sem við
kveðjum í dag Wnztu kveðju,
er einn úr hópi þessara geig-
lausu baráttumanna verkalýðs-
ins á kreppuárunum, þeii.a
manna sem verkalýður og
verkalýðssamtök seinni tíma
standa i ómetanlegxi þakkar-
skuld við.
Margir Wnna eldri Dagsbrún-
armanna muna enn þennan ó-
traiuða og skelegga baráttufé-
laga, frá þvi í gamla' daga, og
minnast hans með þakklæti og
virðingu.
Á þessum árum kom Björg-
vin við sögu verkaiýðsbarátt-
unnar víðar en í Reykjavik.
Minnist ég þess gjörla að hafa
séð hann í fylkingarbrjósti
verkamanna á Siglufirði, Akur-
eyri og Krossanesi sama sum-
arið. — Það er mála sannast að
ungir menn eins og harin, voru
á þeim tíma miklir aufúsugest-
ir meðal stéttvísra verkamannia,
hvar á landi sem var, þegar til
átaka kom við atvinnurekendur
út af kaupi og kjörum, þvi slík-
ir voru jafnan efstir á lista
sjálfboðaliða til aðstoðar stétt-
arsystkinum sínum í baráttunni
við andstæðinginn, en áttu þá
einnig víst jafnhátt sæti á Wn-
um svarta ldsta hans í leikslok,
ef því varð við komið. — Slíkt
var Wutskipti úrvalsmanna
verkalýðssamtaikanna þá, og
ekki síður þótt þeir væru af-
bragðs verkmenm í öllu sem
þeir lögðu á gjörva hönd, eins
og Björgvin var viðurkenndur
að vera, af öllum, sem þekktu
hann, jafnt andstæðdngum sem
samherjum. En Wn viðurkennda
fjölhæfni Björgvins er saga út
af fyrir sdg, sem hér verður
ekki rakin.
Frá okkar fyrstu kynnum,
fyrir fjörutíu árum, og þang-
að til sköp skildu, hafði vin-
átta okkar haldizt og aldrei
borið þar skugga á. — Ég naut
þess um lamgt skeið að edga
hann að nánum samherja í fé-
lagslegu starfi og síðar að vera
heimilisvinur þeirra hjóna á
Selfossi. Tel ég það til sólskins-
bletta á lífsferli minum, því
vinátba þeirra var hrein og
bjargföst. Það er mikils vert
að hafia notið langrar samfylgd-
ar með slíku fólki.
Kveð ég því Björgvin Þor-
steinssom með þakklátuim huga
sem eimn þeirra félaga minna
og vina, sem ég mun lengst
minniast. — Lýk ég svo þess-
um línum með því að votta eft-
irlifandi eiginkomu hans, Sigríði
Þórðardóttur og fjölskyldu
þeirra hjóna einlægia Wuttekn-
ingu mína á þessairi rauua-
stund.
Jón Rafnsson.
Það mun hafa verið á síðari
Wuta þriðja tugs aldarinniax að
ég kynntist honum í Reykja-
vík, ungum og róttækum Dags-
brúnarverkamanni; hann hafði
þá þegar kynnt sér kennimgar
marxista um þjóðfélag sósíal-
ismans og söguWutverk vinn-
andi fólks á baráttunni fyrir
sósíalismanum.
Þetta voru tímar válegra fyr-
irbæra í auðvaldsheiminum.
Fyrirheit frjálsrar samkeppni
voru á kollsiglingu og kreppan
úr villta vestrimu reið eins og
flóðalda andsælis austur yfir
auðvaldsheiminn, með atvinnu-
leysi, skort og hvers konar
þrengingar á heimilum alþýðu
í för með sér.
Hér á lamdi eins og í öðrum
löndum stéttaþjóðfélagsins litu
flestir framámenm hinna uugu
verkalýðssamtaka á kreppuna
sem eins konar náttúrufyrir-
bæri, er mæta skyldi með þol-
inmæði og rósemd; um fram
alla muni væru verkföll og
stéttabarátta ekki til bóta á
torepputimum, nema síður væri.
TCKNISKUR WKNARI
Vita- og hafnarmálaskrifstofan vill ráða til sín
tekniskan teiknara frá 15. maí.
Skrifleg umsókn þar sem greint er frá aldri,
ménntun og starfsreynslu sendist Vita- og hafnar-
málaskrifstofunni, Seljavegi 32, fyrir 15. apríl.
Plaslmo
ÞAKRENNUR 0G NIÐURFALLSPÍPUR
RYDGAR EKKI
Þ0LIR SELTU 0G S0T,
ÞARF ALDREI AD MÁLA
MarsTradingCompanyhf u
LAUGAVEG 103 — SIMI 17373