Þjóðviljinn - 19.04.1968, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Fösfcudagur 19. april 1968.
47
lífum þönum til London og París
til að kaupa þetta rándýra hía-
lín sem hún selur. Kannski er
það Frakki — einn af þessum
dimmrödduðu sem keyra fram
neðri vörina.
— Ég er viss um að hann á
gott. Af hverju erfcu að gera
þetta fyrir JiM — eins og hún
gargaði á þig í gaerkvöldi ?
— Það er liður í tiltektunrjm.
Ég get ekki fundið að ég hafi
hug á að færa fólk tíil eins og
peð á skákborði, eins og Jili —
og kannski þú líka virði'st halda.
En ef hún faer startfið — og mér
þykir það lfklegt — þá þarft þú
ekfci að hafa áhyggjur af því að
hún eyðileggi Alan. Og kannski
verða allir hamingjusamari fyrir
bragðdð, þegar ég fer, bætti
hann við í léttum róm án þess
að líta á hana.
— En það er ekfci þar með
sagt að þú sért ekfci dálítil
slettireka. Hún talaði líka í létt-
um tón.
Nú leit hann á hana. — Ég er
það ekki, Maggie. Það er ekki
rétt mat á mér. Það vill bara
þannig til að við höfum orðið
vinir undir annarlegum kringum-
stæðum. Þú gætir eins gert þér
í huigarlund að ég sæti al’ltaf í
rykugu herbergi innanum hlaða
áf þófcum og plöturn. Og þá man
ég það, að það er búið að sækja
allt það sem ég ætíaði að selja.
Auðvitað var ég féflettur, en báð-
ir náungamir borguðu mér í
reiðufé, svo, að mér finnst ég
bókstaiflega vaða í peningum. Við
skulum eyða einhverju af þeim
í kvöldverð. Ertu ekfci svöng?
Það er ég.
— Ég held ég sé það líka. En
ég er ekki nógu uppdubbuð fyr-
ir borðsalinn þann ama. Ég
gægðist þangað inn þegar ég var
að leita að þér — ég hringdi í
Buzzy og hann sagði mér hvar
þú værir — og ég myndi ekki
kunna við mig þar. Við ættum
heldur að fara niður í Ye Oldie
Engllishie Grillie sahnn. Nema
við förum á einhvem allt annan
stað.
— Nei, Maggie, ég er mótfall-
inn því, sagði hann með hægð
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav 18. III. hæð (lyfta) Sími 24-6-18.
PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMl 33-968.
SAKAMÁLASAGA
Eftir
J. B. PRIESTLEY
og næstum afsakandi.
— Þú ætlar þó ekki að segja
mér að þú sért orðinn heillaður
af þessum stað —
— Þessum stað? Ég? Heyrðirðu
ekki hvað við Alice hlógum dátt
þegar þú komst hinigað Mnn?
Jæja, ég var að segja henni
mínar farir eigi slétfcar. Ég skaj
segja þér það seinna. En nú
verð ég að vera hér kyrr. Hann
hafði breytt um svip og radd-
hreim. — Ég þanf að tala betur
við þig um það, Maggie. Kannski
finnst þér ég bráðum haga mér
undarlega. Kannski þarf ég að
biðja þig að gera dálítið skrýt-
ið —
— Vonandi ekfcert sem þú hdf-
ur lært af Kínverjum, Salt —
— Mér er alvara, telpa mín.
Þótt það sé kannski hjáfcátíegt
að sjá mig og heyra — og þótt
staðurinn sé fyrir neðan allar
hellur — þá er ég að reyna að
vinna dSálítið hér f kvöld.
— Vinna? Við hvað? Svo
lækkaði hún röddina. — Ekki þó
Noreen Wilks málið?
— Ég er hræddur um það,
Maggie. Hann hallaði sér nær
henni og lækfcaði röddina svo
að hún varð að hvísli. — Og ef
þér er sarna, þá byrjum við
núna stráx að haga okkur und-
arleaa. Meðan ég er að borga
drykfcina, þá ferð þú út —
— Á snyrtiherbergið fyrst, ef
þér er sama —
— Það er æski’legt að öllu
leyti. Síðan ferðu niður í Grill-
ið — og ef ég verð kominn
þangað, þá kemurðu auðvitað tíl
mín — en ef eg er ekki kominn,
þá biðurða um borð handa
tveimur og bíður eiftir mér. Og
reyndu að fá afeíðis borð, úti í
homi, ef þú getur.
Hún starðd á hann stímdar-
kom. Jaifnvel núna var hún
aldrei alveg viss um að honum
væri alvara. — Heyrðu mig — ef
þér er alvara — viltu þá ekki
skýra fyrir mér hver tílgangur-
inn er? Hefurðu einhverja á-
stæðu tíl að vilja að við sjáumst
ekfci saman?
— Einnig það. Auk þess er
ýmisilegt sem ég þarf að glera
einn mfns liðs. Jæja, Maggie,
nú siglirðu á brott. En hann
brosti tíl hennar.
Þegar hún gekfc hægt út úr
salnum, heyrði hún hlátursröku
koma frá einhverri stúlku í
hominu til vinstri; nú vair setið
við næstum öll borðin og fólfc
virtist vera í tvöfaidri röð við
langt, fbjúgt barborðið; rauð-
fclæddir þjónar voru á þönum
með hlaðna bakfca, og gegnum
kliðinn seytlaði ómurinn af nið-
ursoðinni hóteltónílistínni eins og
volgt síróp. Og það var erfitt að
trúa því að hún væri þama,
vegna þess að Salt var þama,
af því að Sailt var enn að hugsa
um stúlfculík í veggjanholu. Ef-
laust gæti hann tengt þetta al!t
saman, gert aillt að ednni sam-
felidri heild, en hún gat það
ekfci. Þetfca var allt sundrað og
það sundraði henni líka, og hún
varð ringluð og hræðilega ráðvillt.
Bf hún væri svo mátengd Salt
að hún sæi allt með hans augum,
myndi það nægja til að sam-
tengja þetta fyrir hana? En
hvað myndi hún þá haifa handa
honium á mS&, hvað hafði hún
að bjóða?
Snyrtiherbergið gagnaði lítíð.
Konan sem gætti þess var á-
gæt, ósfcöp viingjamleg, en um-
hverfið gaf tíl kynna að það
biði eftir mikilvægari og befcur
búnum stúlkum en Maggie Cul-
worth frá Hemiton. Jafnvel þeg-
ar hún var búin að snyrta á sér
andlitið upp á nýtt, setja á sig
glannaiegan augnsfcugga, fannst
hennd hún enn vera lítilmótleg
og ótótleg. Og þegar hún köm
niður í Grillið varð hún fegin
þegar hún uppgötvaði eftir
nokkra leit að Salt var þegar
kominn þangað.
2
Þau höfðu snætt krókódíla-
perur með franskri ídýfu,
lambshrygg, ost fhann) og á-
vaxtasalat (hún), drufckið flösku
af indælu rauðvíni, sem hún
spurði aldrei um nafnið á, og nú
I voru þau að spjalla yfir kaffinu.
Milli hryggsins og ostsins, hafði
Salt beðið hana að hafa sdg af-
sakaðan og síðan hafði hann
horfið í fimm mifnútur eða svo.
Meðan á máltíðinni stóð. hafði
ekkert vorið minnzt á Noreen
Wilks, Donningtonana. Ring-
wood höfuðsmiann og Hurst yf-
irlögregluþjón. Og henni fannst
alveg dýriegt að spialla bara um
annað fólk og dauða hluti. Enn-
fremur hafði hún látíö til leið-
ast að drekka Cointreau með
kaffinu, og hún var næstum í
hálfgerðri leiðwlu. Hún reyndi að
ímynda sér sjálfa sig í Dordogne.
— Ég hef aldrei komið þang-
að, en Alan hefur verið þar og
sýnt mér ótal myndir þaðan.
— Verið hvar? En Salt var
dólítið annars hugar. Harnn var
að bjástra við vindil sem ailltaf
var að vindast ofanaf.
Ó, fyrirgefðu. 1 Dordogne.
Sagðdstu ekki ætla þangað?
— Jú, jú, — auðvitað. Hann
var nú hættur að berjast við
vindilinn. — Ég ætla ekki að
vera þar nerr^a viku eða tíu daga.
Síðan ek ég til Barcelona og
þaðan til Ziirich. Það er maður
í Barcelona og annar í Zurich
sem eru sérfræðingar í vissum
nýmasjúkdómum. Það er öf
seint fyrir mig að verða það —
enda fellur mér befcur..við mann-
eskjur en smásjár — en mig
langar til að sjá hvað þeir eru
að gera. Og ég á eifct og annað
í pokahominu, sem þeir kynnu
að hafa áhuga á.
— Þetta er nú satt að segja
ekfci mín hugmynd um sumar-
leyfi. Dordogne — jú. Dásam-
legt. Og Rarcelona er spennandi
á sinn hátt. Ég hef komið þang-
að. En svo ná nýrun yfirhönd-
inni.
— Við rétt skilyrði gætí ég
heillað þig með frásögn af nýr-
anu — sigrum þess og ósigrum,
vonum þesis og ótta. En ekki hér
og ekki núna. Hann leit á úrið
sifct. — Rúmilega tíu. Við hefj-
umst þá handa. Ertu tilbúin?
— Ég býst við því, sagði hún
með semingi. — En ég er ekki
viss um að ég sé í skapi tíl þess,
allra sízt ef það er eitthvað erf-
itt.
— Nei, nei — laufléfct eins og
búðingur —
— Þeir geta nú verið stremton-
ir —
— Ekfci þessi. Ég vi'l að þú
farir upp á áttundu hæð. Ef þar
eru einhverjar þernur eða þjón-
ar á vappi — og það finnst mér
ósennilegt — þá eyðirðu tíman-
um við eitthvað þangað til þau
eru farin. Horfðu á nefið á þér
í speglinum, púðraðu þig — eifct-
hvað þess háttar.
— Þú þarft ekki að kenna
mér það. &g hef sfcundað það
tímunum saman. Það hetfa ahar
stúltour gert. En hvað gerd ég
etf leiðin er greið?
— Þú hringir eða benð að dyr-
um á hertoergi 806. Ef efclbi er
Opnað undir eins, máttai ekfci
gefast upp. Reyndu að minnsta
kosfci einu sinni enn. Ef og þeg-
ar opnað er, þá segðu einhverja
ruglimgslega sögu tíl að halda
dynunum opnum stundairfcom.
Segjum tíl að mynda að þú haf-
ir átt von á palklka í herbergi
906 og haidir jalfnvel að hann
haifi verið atfhentur í misgripum
á herbergi 806. Þér þyki afar-
leitt að ónáða hann, en hvort
hann vilji ekki gera svo vel að
ganga úr skugga um að pakfcinn
sé þama — skiilu-rðu?
— Kannski viilil hann að ég
afchugi það með honum. Og ým-
islegt gæti. gerzt etftir það, einfc-
um etf þetta er ungur maður
sem hefur fengið sér veil í sfcaup-
inu.
— Ef hann býður þér inn, þá
er enginn inni hjá honum og
þetta er ailt út í bláinn. Þá
umlarðu bara einhverja afsöfcun
og hypjar þi.g,
— Áttu við að ég eigi í raun-
inni að reyna að komast að
því hvort það er stúlka hjá hon-
um? Meðan ég segi sögu mína
ög dyrnar eru opnar, á ég að
hiera eftir hugsaniegum hrópum,
úr svetfnherberginu — ha?
— Þetta er mjög snjallt hjá
þér Maggie —
— Nei, síður en svo. Kvenfólk
er alveg eldklárt í þessum sök-
um, Salt. Hvað geri ég svo?
— Þú ferð ek'ki niður atftur.
Þú ferð upp á tíundu hæð — í
lyftunni eða upp stígann —
sjáðu um að enginn fylgist með
þér, og svo ferðu inn í litílu í-
búðina mína — númcr 1012. Og
hér er lykillinn. Hann fókk
henni hann. Lokaðu dyrunum, en
láttu þær ekki læsast. Það er
til þess að ég geti þótzt opna
með lykli þegar ég kem. Ef edn-
hver sér mig, þá ér það bara
betra.
— Er þetta liður í áæfclun 806
eða eitthvað allt annað?
— Allt annað. Hann brosti. —
En hvort tveggja er þáttur í stór-
kostlegri áasfciun.
— Góði Salt minn, veiztu í al-
vöru hvað þú ert að gera? Eða
er það samþland af whiskýi,
rauðvíni og koniaki sem verkar
svona á þig?
— Það hefur eflaust áhrif. En
ég hafði þefcta aiit í huga áður
en blandan byrjaði að verfcia.
Hann hættt að brosa. — Rannski
eru ágizkandr mínar fjarstæðu-
kenndar, en þær eru aliis ekk.i
alveg út í bláinn, Maggie. Ég
má ekki sjá af þeim í slíkt.
— Það er eiginilega synd og
skömm, sagði hún og andvarpaði,
— þegar ég hugsa mig betur
um, þá er ég ei'ginlega i slkapi
tíl að gera eitthvert spreil. En
það var reyndar málsverðurinn
þinn sem olli þeim geðhrifum.
Og þaík'ka þér fyrir, Salfc læfcnir
— mafcurinn var dásaimlieguir. Og
nú skal ég fara — lítil grá mús,
sem læðiist um eins og mús. Hún
reis á fætur.
— Nei, Maggie, sagði hann dá-
iitið hvassróma og reis á fætur
um leið. — Þama skakfcar ednu.
— Hamingjan góða — hverju?
— Þú ert engin lítii, grá mús.
Ánægja hennar yfir þessu
entist þangað til lyftan, sem
hún hafði út atf fyrir sig, stanz-
aði viö áttundu hæð. En.gar
þemur, þjónar eða gestir sáust
f ganginum sem lá að herbergi
806. Fyrir utan dymar hikaði
hún, æfði með sjáltfri sér það
sem hún ætlaði að segja. og
fannst hún vera eins og auli.
NÝK0MID
Ijósar gallabuxur nr. 4—18 á
sérstaklega góðu verði.
O. L. Laugavegi
Sími 20141.
Þvoið hárið iir LOXENE-Shampoo — og flasan fer
SKOTTA
Gordon, hefur þú nokfcurs staðar séð nýja sjaanpóið mifct?
FÍFA auglýsir
Ódýrar gallabuxur, molskinnsbuxur, terylene-
buxur, stretchbuxur, úlpur og peysur. — Regn-
fatnaður á börn og fullorðna.
Verzlunin FÍFA
LAUGAVEGI 99 —
(inngangur frá Snorrabraut).
Skolphreinsun inni og úti
Sótthreinsum að verki loknu. — Vakt all-
an sólarhringinn.
Niðursetning á brunnum og smá viðgerðir.
Góð tæki og þjónusta.
RÖRVERK — Sírni 81617.
BÍLLINN
Gerið við bíla ykkar sjólf
Við sköpum aðstöðuna. — Bílaleiga.
BÍLAÞJÓNUSTAN
Auðbrekku 53, Kópavogi — Sími 40145.
Látið stilla bílinn
Önnumst hjóla- ljósa- og mótorstillingu
Skiptum um kerti, platínur, ljósasamlokur.
— Örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN OG STILLING
Skúlagötu 32. sími 13100
Hemlaviðgerðir
• Rennum bremsuskálar.
• Slípum bremsudælur.
• Límum á bremsuborða.
Hemlastilling hf.
Súðarvoei 14 - Sími 30135
i