Þjóðviljinn - 26.05.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.05.1968, Blaðsíða 3
----------------------------------- en ekki var það á neáns manne færi að fá vitneslkju uffl það, hve mikla peninga hann aetti, eða hvemig hann varðveitti, þá eða ávaxtaði. Ekki töldu kunnugir menn að peningasöfnun væri eina á- hugamálið sem Staura-Steini ætti. Maður heyrði því fleygt að hann hefði einhvem áhuga á þvi að ná sér í konu og hefði gert einhverja tilraun í því efni er hingað til hefði eng- an árangur borið; hafði mað- urinn þó lifað fimm vetur hins fimmta tugar. Úr þvi ég fór að minnast á fyrrverandi skipsfélaga minn, Staura-Steina, og áhugamál \ Sunnudagnr 26. mai 1068 — ÞJÓÐVTLJINN — SÍÐA J í sambandi við það lítilrædi, er ég hef birt í ræðu eða riti af endurminningum mínum frá liðinni ævi, er það ein stétt manna er sérstaklega hefur lát- ið í Ijósi við mig að hún telji sig hafa orðið afskipta eða útundan hjá mér, þegar ég sé að hugleiða hðna tíma og það sem á þeim nefur gerzt. Þess- ir „aðfinnsluseggir“ eru fyrst og fremst fyrtrverandi félagat? mínir og samverkamenn af sjónum. Ekki skal ég segja neitt um það, hvort þessar aðfinnslur eru sannar og á rökum reistar eða ekki, enda finnst mér það litlu máli skipta, en hitt er víst að viljandi eða af ásettu ráði geri ég það ekki að bera hlut þeinra fyrir borð. Þegar ég nú ákveð að helga þennan stutta pistil samvistar- tíma mínum við sjómenh úti; á skipi, þá tekur nú málið fyrst að vandast, 'því áð þar er úr svo miklu að moða að erfitt er að ákveða, hvað hafa skal eða hafna. Eftir stutta athug- un hef ég kömizt að þeirri nið- urstöðu'1 að nokkuð það, er helzt mætti nefna létt hjal um daginn og veginn, og í þessu tilfelli þá einhver af hinum spaugilegu ' hliðum mannlífs- ins, ekki sízt meðal sjómanna, megi gjaxnan korna hér til greina. Um þetta von.a ég að menn geti orðið mér sammála. ☆ ☆ ☆ Sá guli var orðinn svo skratti tregur á línuna að ekki þótti borga sig að eltast við hann lengur. Reiðara og formanmi kom saman um það að bezt væri nú að halda línuvertíðar- lokin. Þá var báða farið að dreyma um það að sú silíurlit- aða í reknetin mundi borga sig betur. Nú varð snögglega gagngerð bylting í ríkinu, án blóðsúthellinga að vísu, en á öllum hlutum urðu endaskipti. Beitningaskúrinn breyttist ú r. leiðinlegri óþrifakró í það, sem helzt mflbtti líkja við jólahrein- gerða baðstofu á sannkristnu sveitaheimili. Lóðabalamir hættu að vera viðbjóðslegir slordallar. sem daglega voru á ferðinni fram og aftur, og sett- ust nú i helgan stein þvegnir og þurrkaðir og á listrænan hátt uppstaflaðir í einu beitu- skúrshominu. Lóðimar, þessi síblauta snæraþvæla, sem ferðazt hafði á hverjum degi í marga mánuði niður á sjávar- botn til heimkynna þorsksins og annarra botnfiska og • farið jafn margar ferðir i gegn um hendur mjúkfingraðra línu- stúlknaninia með nýja beitu ó önglinum, voru nú stokkaðar upp og hengdar inn í hjall. Stúlkurnar. Finna, Stína, Dóra og Lauga hétu ekki línu- stúlkur lengur. Með nýju verki hlotnaðist þeim nýr titill. Þær voru allt í einu orðnar söltun- arstúlkur á ;síldarplani. Það breyttist fleira. Byltingin um borð á bátnum okkar vaxð að heita mátti nákvæmlega hin sama og ■ í landi. Ný veiðar- færi, ný veiðiaðferð og ný fisk- tegund veidd. Eini munurinn er varð á byltingunni hjá okk- ur um borð í bátnum og á stöðinni í landi, var sá að fast starfsmannahald í landi breytt- ist ekkert, en um borð í bát- inn þurfti að bæta einum nýj- um háseta. Þessi nýi náungi, sem þama kom nú um borð til okkar ■ sem sjötti maður á reknetin, er orsök þess að ég geri hér lítinn póst úr þessari reknetavertíð okkar að frá- sagnarefni. Þessu gat hann á- orkað, þrátt fyrir að mér fyndist þá sem hefði. ég aldrei þekkt þýðingarminni mann um borð í einum bát. Fremur erfitt veittist mér að fá upplýsingar um uppruna þessa manns og liðna ævi, en ólyginn maður sagði mér að fullt nafn hans væri að finna í sólnaregistri kirikju einnar í afskekklu útkjálkaprestakalli á norð-vestanverðu íslandi og að rétt skráð og lesið væri það Þorsteinn Þorvaldsson, en um þetta var almenningi ókunn- ugt vegna þess að síðastliðin 20 ár að mi-nnsta kosti, hafði hann aldrei verið nefndur apn- að en Steini, að viðbættu stuttu fomafni er honum hlotnaðist um þær mundir er hann komst á fullorðins ár. Atvikin ollu þvi að ha-ns rétta og uppruna- lega nafn gleymdist á skömm- um tíma, en í þess stað öðl- aðis-t hann nafnið Staura- Steini. Til þess lágu þær or- sakir, að þá tæmdist honum arfur, en það voru fyrst og fremst tvær jarðir, er litlar nytjax höíðu aðrar en þær að þar barst að landi allmikið af rekatimbri og reyndist Steini vera mjög áhugasamur um það að koma staurum sínum í verð og hafa upp úr þeim sem mesta peninga. Af þessum or- sökum hlaut hann nafnið Staura-Steini; undir því, og því einu, var hann orðinn þekktur. Við b-ar að vísu að ýmsir galgopar slepptu Steina- nafninu og kölluðu hann bara Staurinn, en algengt var það ekki. Almennt var það álitið að Steini væri orðinn maður allvel fjáður, að staurasalan hefði orðið hönum auradrjúg, hans, þá finnst mér það eng- an saka, þótt ég greini hér nokkuð frá viðleitni Stein-a og aðferðum við það að afla sér kvonfangs á síldarvertíð þeirri sem nú fór í hönd. Það vildi líka svo einkennilega til að ég var sjálfur svo undarlega mik- ið við kvonbænamál Steina rið- inn þessa vertíð að mér ætti að vera þetta mál kunn-ugt öðrum mönn-um fremur. Öndverða þessa vertíð skeði það eina nótt að við létum reka með trossuna okkar 20 mílur háttvísandi norðu-r af Hraundalabjörgum. Veður var hið blíðasta. Ég átti vaikt, hélt til í stýrishúsinu að sjálfsögðu, hafði þar hjá mér íslendin-ga- þættina og las í þeim á mdlli þess að ég athugaði belgina á trossunni okkar og ann-að það, er gefa þurfti gætur að. Allir aðrir menn voru í kojum sín- um og sváfu að ég hugði. Ég var að ljúka við að les-a þátt- inn af Gullásu-Þórði og var byrjaður á að endurlesa skáld- skap Þórðar, sem ég hafði ek,ki skilið til fulls við fyrsta lest- ur. í þessum svifum skeði það að mannshöíuð birtist í lúkars- dyrunum. Haus þessi fór sm-á- hækkandi og lauk þeirri þró- un með því að loksins stóð maður moð fullri líkamslögun á dekkinu bakborðsmegin við lúkarskappann. Svo var þá skuggsýnt orðið að ekkj þekkti ég manninn, þótt ég sæi hann þai’na álengdar, en af tíman- um som það tók hann að kom- ast upp á dekkið, frá því að ég fyrst sá á höfuðið, gat ég merkt það að þarna var eng- inn maður á íerð annar en Staura-Steini. Mér varð að orði svona í huganum, hver fjandinn sjálfur er nú á seyði, Steini hættur að geta sofið, það hefur þó hingað til verið það ein-a, sem hann hefur' getað á sjó, þ.e.a.s. þegar hræðslan hefur ekki verið því til fyrir- stöðu, en uim hana gat ekki verið að ræða núna í logninu og blíðunni. Þegar Steini hafði kastað af sér vatni þama frammi hjá lúkarskappanum, yppt öxlum og tvístigið nokkr- um sinwum, eins og hans var vandi, lagði hann á stað, ekki niður í lú-karinn, eins og hon- um bar að gera, heldur kom hann aftur eftir stjómborðs- gangin-um, seinn og silalegur að vanda og létti ei fyrr en hann var kominn til mín alla leið aftur í stýrishús. Þegar Steini var nú kominn þama inn í stýrishúsið til mín varð hon-um það fyrst fyrir að taka upp úr vasa sínum tvær síg- arettur og kveikti sjálfur í anna-rri, hina vildi hamn gefa mér, en ég hafði þá ekki lyst á að reykj-a. Þann einn mun- að veitti Steini sér að hann gerði ofurlítið að því að reykja sígarettur, en keypti aldrei meira en þrjú stykki í ei-nu. Hér varð það mitt hlutskipti að rjúf-a þögnina. en það gerði ég á þessa leið: . — Hvað er að þér Steina- tetur, af hverju sefux þú ekki eins og aðrir menn, sem það mega? Þegar Steini hafði ekið sér dálítið til, þar sem hamn stóð, svarar hann: — Ég gat ekki sofið, hvað ætli maður geti alltaf sofið.. — Það er nú talið að þú þiggir þinn skerf ai þeim svefni, sem býðst hér um borð. Hann er stundum ekki meiri en það, eða heldur þú kannski að ég eigi eitthvert meðal við svefnleysi? - Ég var nú ekki að hugsa uim það, kvað Staini. — Ég kom bara hingað af þvi að ég þurfti að tala dálítið við þig. — Það hlýtur að vera mjög áríðandi úr því að þú fórst að taka af svefntímanurn þínum til þess. — Ja, það var nú svona að ég vildi ekki að neinn vissi um það, eða heyrði það. Mig lan-gar að biðja þig að gera nokkuð fyrir mig. — Hvað er það nú sem ég get gert fyrir þig? — Mig langar að biðja þig að tala við stúlku fyrir mig. Nú fer mér ekki að lítast á. — Getur þú ekki talað við þá stúlku sjálfur? — Nei, ég held að það sé betra að þú gerir það fyrir mig. — Hvaða kvinn-a er nú það sem þú vilt láta tala við fyrir þig? — Það er’hú-n Knna. — Hún Finna? Áttu við hana Guðfinnu? — Já, ég á við han-a Guð- finnu. — Nú, og um hvað viltu láta tala við hana Guðfinnu? — Mig langar til að fá hama. — Fá hama — hvað áttu við. til 'eignar og ábúðar eða hvað? — Ég vil fá h-ana fyrir konu. — Og hvert í logandi, ert þú nú búinn að skjóta þig í henni Guðfinnu? Hvemig ferð þú annars að því að láta þig dreyma um að þú getir fengið þá stúlku, sem hefur tugi biðla eltandi sig sýknt cng heila-gt og það vissulega enga labbakúta. surna hverja, og þarf ekki ann- að \ en rétta fram litla fin,gur . til þess að krækja í þann álit- legasta, þegar henAi svo sýn- ist?' — Já, en það ,er nú ekki allt fengið með því hjá stúlkunum. þó strákamir séu ungir og snoppufríðir. Þeim er illa treystandi og þeir eiga ekkert til og eru flestir óreglugemsar. — Ég býst nú við að ungu stúlkumar liti öðrum aúgum á þetta, en þú virðist gera. Hvað finnst þér nú eiginlega vera hægt að segja þér til með- mæla, sem væntanlegum eigin- manni, við unga og efnilega stúlku eins og Guðfinnu, sem á margra góðra kosta völ? Hún er ung, samanborið við hana mátt þú heita gamall, og ekki ert þú fríður eða á neinn hátt glæsilegur að út- liti eða ásigkomulagi. Ekki skemmtilegur né duglegur og hver geta þá meðmælin orð- ið? Nú tók Steini alllanga lotu. Yppti öxlum, ók sér og tvísté, en sagði að lokum: — Ég á dálítið til, en þessir strákar eiga ekkert. Við þetta svar Steina vakn- aði ,hjá mér sú spuming, hvort mér væri ekki að berast hér í hendumar óvænt tækifæri til þess áð fá vitneskju um það, hversu mikla peninga Steini ætti og svaraði honum því á þessa leið: . — Þarna er einmitt rétta og eina ráðið fundið. Mörg stúlk- an hefur gifzt til fjár og ekki ólíklegt að Guðfinna kunni að gera það, því að hún mun hafa allmikinn áhuga fyrir því að eignast peninga, verða rík, og til þess er elígin leið fljót- famari fyrir eina stúlku held- ur en sú að giftast ríkum manni og þá er hér með fund- inn grundvöllur undir þann möguleika að berandi sé fram bónorð fyrir þína hönd við Guðfinn-u. En meðal annarra orða, hverjar eru ann-ars eig- ur þínar, Steini? Jarða-rskækl- an-a véit ég nú u-m og legg ekki mikið upp úr þeim, en hvað áttu svo mikið af pen-ingum? Þeir eru nú það eina sem i þessu tilfelli geta bjargað. Nú var <’ieins og komið væri harkalega við hjartað í Steina. Hann kipptist við. Tók síðan alllanga töm,' yppti öxlum, ók sér og tvísté, en tók ekki til máls. Það var vitanlega mjög algengt að Steini væri spurður 'að því hve mikla peninga hann ætti, en þeirri spumingu hafði hann til þessa ekki svarað, frá hverjum s-em hún kom. Að hamn þyrfti nú allt í einu að \ breyta út af þeirri reglu. gat hann 'ekki svona í augnablik- inu fullkomlega áttað sig á. Ég sá að hér þurfti að brýna deiga jámið og sagði því: — Þu sér '’það Steina-tetur, að ef ég á að bera fram þetta bónorð fyrir þig við Guðfinnu, sem ég vil nú heflzt vera laus við. þá verður það áreiðanlega fyrsta spumi-ngin hennar, hve mikla peninga þú ei-gir og við þeirri spumingu verð ‘ég vit- anlega að geta gefið góð og greið svör, ef ég á að koma þessu máli á nokkum nýtileg- an rekspöl fyrir þig. — Þú segir þá náttúrlega en-gum nem-a bara Finnu neitt um það, hvað ég eigi af aur- um, svarar hann. — Nei, auövitað geri ég það ekki. Þetta mál kemur öðrum manneskjum ekkert við, eins og hver maður getur séð. Nú tvísté Steini stundarkom i allmiklum ákaáa, yppti öxl- um á ný, sagði síðan eftir all- langa þögn, í lágum, stunu- kenndum tón: — Ég á 16 þúsund í bank-, anum. — O jæja, hetjan, varð mér að orði. — Er nú þetta allur auðurinn? — Finnst þér þetta vera lít- ið? varð Steina að orði og var auðsjáanlega töluvert móðg- aður. — Nú, ég get eiginiega s-agt að mér finnist það bæði mikið og lítið. Mikið þegar þess er gaett, hverja möguleika þú hef- ur haft til fjársöfnun-ar. því að þá tel ég hafa verið lélega, en svo þegar hins er, gætt að þetta á að vera milligjöfin á milli þín og glæsilegasta keppi- na-utar þíns um Guðfinnu, þá versnar nú sagan, þá er þessi fjárhæð þín orðin svo lúsa-r- lega lítil að ég sé mér ekki fært að fara á fjörumar fyrir þig með bónorð við Guðfinnu með öðru móti en því að marg- falda svon-a um það bil með fjórum bankainnistæðuna ■ þína. — Ekki mátt þú skrökva að Finn-u, varð Steina þá að orði og virtist vera nokkuð einbeitt- ari, en hann var venjulega. Ég svaraði honum því, að ef ég ætti nokkuð við þetta mál að fást, þá yrði ég sjálfur að fá að ráða, hvað ég segði stúlk- unni, og þó mér kynni að verða það á að misnefna einhverjar tölur, svo sem t.d. 60 í stað 16 þúsunda, er ég færi að telja t fram eigur hans, þá gæti það aldrei orðið synd á hans baki, enda ekki víst að hún þyrfti nokkumtíma neitt um þetta að vita og allra sízt fyrr en allt væri klappað og klárt og þau Framhald á 5. síðu. \ Elías Guðmundsson hefur ritað þessa frásögn, sem hann kallar „skopsögu úr lífi sjómanns". Höfundurinn er lesendum Þjóð- viljans að góðu kunnur fyrir ýmsa fróðlega frásöguþætti sem birzt hafa hér í blaðinu á undan: fömum ámm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.