Þjóðviljinn - 23.08.1968, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.08.1968, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJOÐVILJINN — Flösbudiagur 23. ágúst 196. ~r Qtgeíandí: SameimngaríloKKui dlþyöu SosialistafloKKurlnn. Ritstjórar: ívar H. Jónsson. (áb.). Magnús Kjartansson, Sigurðui Guðmundssony • Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar prentsmiðja: Skólávörðustíg 19 Simi 17500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 120.00 á tnánuði. — Lausasöluverð krónvu- 7.00. Ðæmt til að mistakast Þ6 að herjum Varsjárbandalagsins hafi verið ætiað þa.ð hlutverk að berja niður með vopnum og of- beldi hugsjónir Tékka og Slóvaka um lýðræði og sósíalisma munu þær hugsjónir áfram lifa og verða sósíalistum um allan heim hvatning til baráttu fyr- ir framkvæmd þeirra. Viðbrögð innrásarríkjanna eiga sér enga stoð í hugsjónum sósíalismans, þau eru bein árás á sósíaliamann sem hugsjón og sósíal- ista í öllum heimi. Innrásin mun ekki kæfa þá glóð sósíalisma og frelsis sem fer um alla veröld, hún mun þvert á móti hitta gerendur hennar sjálfa fyr- ir bæði vegna þeirrar mögnuðu andúðar sem al- menningur um allan heim hefur sýnt innrásaraðil- um en ekki sízt vegna þeirra áhrifa, sem beiting hernaðarlegs ofbeldis gagnvart smáríki mun hafa á þjóðir ríkjanna fimm. Það er þegar ljóst að sósíal- istar urn allan heim fordæma innrásina í Tékkóslóv- akíu og þeir munu veita þjóðum Tékkóslóvakíu lið á sama hátt og öllum þeim þjóðum heims sem eiga í höggi við yfirgangsöfl. Framkoma forystumanna ríkjanna fimm hefur dregið markalínu milli þeirra og sósíalista hvarvetna í heiminum. garátta sósíalista fyrir sósíalisma og þjóðfrelsi hef- ur fengið se betri hljómgrunn á undanförnum árum um leið og heimsvaldastefnan hefur verið á stöðugu undanhaldi, ekki einasta í Víetnam heldur einnig í almenningsáliti um allan heim. Innrásin í Tékkóslóvakíu er beint tilræði við sósíalista í þeirri harðvítugu baráttu sem þeir eiga í hvarvetna í heiminum. Þannig hafa Sovétríkin fært Bandaríkj- unum og NATO afmælisgjöf á tuttugu ára afmæli Atlanzhafsbandalagsins, sem án efa verður reynt að nota til þess að magna kaldan hatursáróður gegn öllum framfarasinnuðum öflum. En þegar að er gáð kemur í ljós, að sá áróður er enn fjarstæðu- kenndari en nokkru sinni fyrr. Innrásin í Tékkó- slóvakíu er sönnun þess að aðild að hernaðarbanda- lagi er sízt vöm við hættum, á sama hátt og valda- rán fasista í Grikklandi sýndi hið rétta eðli Atlanz- hafsbandalagsins enn einu sinni. Og það er áthyglis- vert í þessu sambandi, að þrátt fyrir þann ágrein- ing, sem verið hefur með Júgóslövum og Sovét- mönnum um leiðina til sósíalismans hafa Júgóslav- ar fengið að fara sína leið óáreittir — enda eru þeir ekki aðilar að hemaðarbandalagi. Einmitt þetta at- riði ætti að véra okkur íslendingum holl áminning; af aðild að hemaðarbandalagi stafar eingöngu hsétta. gini raunsanni stuðningurinn við þjóðir Tékkóslóv- akíu í þrengingum þeirra í dag felst í órofa sam- stöðu allra sósíalista og annarra í baráttunni gegn hemaðarbandalögum og stórveldahagsmununn — hvort sem sú barátta er háð í Víetnam, Grikklandi, Tékkóslóvakíu eða íslandi. Tilræðið við Tékka og Slóvaka er dæmt til að mistakast fyrr eða síðar >— sigurinn er vís þeim öflum í heiminum sem setja manngildið ofar öllu öðru. — sv. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis í eigið húsnæði f dag, föstudag, opriiar Spairi- sjóður Reykjavíkiur og nágreinn- is afgreiðslu í eigin húmæði, að Skól avörðost í g 11. Sparisjóðurinn hefur alla tíð verið í leiguhúsnæði, fyrst að Hverfisgötu 21, en lengst af að Hverfisgötu 26, þ.e. á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs, en það húsnæði er fyrir löngu orð- ið allt of lítið óg ófultosagjandi, segir í frétt frá sparisjóðnum. Með tilkomu hins nýja hús- næðis breytast öll starfsskilyrði sparisjóðsins, og mun hann geta tekið að sér ýmis konar þjón- ustu, sem ógemingur hefur ver- ið að leysa af hendi í hinu mjög svo takmarkaða húsnæði, sem haon hefur búið við til þessa. Sparisjóðúrinn var stofnaður 23. janúar 1932 að frumkvæði nokkurra manna úr Iðnaðar- mannafélaginu. Þrem mánuðum síðar, eða 23. april 1932, tók sparisjóðurinn til starfa. Sparisjóðsinnstæður í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis eru nú 305 miljónir króna og varasjóður um 18 miljónir. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: Starfsemi spari- sjóðsins hefur svo til einigöngu beinzt að því að veita lán út á íbúðarhúsnæði. Með því hdflur sparisjóðurinn átt ve.rulegan þátt í uppbyggingu höfuðborgr arjnnar, og þannig orðið mörg- um ómetanlegur styrkur til at- hafna og sjálfsbjargar. Sem dæmi má nefna, að á s.l. 10 áruni hafa verið veitt rösklega þrjú þúsund íbúðalán til langs tíma, samtals að fjárhæð um 500 miljónir króna. Nýbygging sparisjóðsins er þrjár hæðir og kjallari. Hver hæð er að gólffleti 320 ferm. Fyrst um sinn mun sparisjóð- urinn aðejns taka I. hæðina og kjallarann til eigin nota. Á I. hæðinni verður afgreiðsla og skrifstofur, en í kjallara pen- ingageymsla, skjalageymsla og kaffistofa. Auk þess er þar kom- ið fyrir eldtraustri geymslu með hólfum, sem leigð verða við- skiptamönnum. Efri hæðir húss- ins verða leigðar út. Þetta nýja hús hafa teiknað aiPkitök'tarnir Gunnilaugu.r HaM- dórsson og Guðmundur Kr. Kristinsson. Yfirsmiður var Irigibjartur Arnórsson, aðal- verkfræðingar Bragi Þorsteins- '•> son, Sigurður Halldórsson og Kristjári Flygenring. Bygging- armeistarar, hver í sdnni iðn, voru: Guðmundur Jasonarson, rafvirkjameistari, Helgi Jason- - arson pípulagningameistari, Pét- ur Kristinsson b 1 ikksmdöameist- ari, Steingrímur Oddsson mál- arameistari, Jóhannes Bjöms- son veggfóðrarameistari, Jó- hannes ‘ Helgasooi húsgaigna- smíðameistari og Ásmundur Vilhjálmsson múrarameistari. Fulltrúi stjómiarinmar við bygg- in.guma var Einar A. Jónsson, núverandi aðalgj aldkeri spairi- sjóðsins. Auk þessara manna og aðstoðarma-nnia þeirra, hafa margir aðrir einstaklmgar og fyrirtæki komið hér við sögu. í stjóm sparisjóðsins eru nú: Guðlauigur Þorláksson, skrif- stofustjóri, sem er formaður stjómarinnar Einar Sveinsson. múrarameistari, Ásigeir Bjama- son skrifstofustjóri, Baldvin Tryggvason forstjóri, Goðmund- ur Vigfúson borg’arfulltrúi. Aðalendurskoðandi hefur frá upphiafi verið Björn Steffensen lögg. endurskoðandi, en endur- skoðendur, kjömir af borgar- stjórn, eru nú Runólfur Péturs- son og Bjöm Stefánsson. Spairisjóðssitjóri er Hörður Þórðarson, lögfræðinigur. Holræsa- og niðurfalla- lögn boðin út Borgarráð hefur samþykkt til- lögu stjómar Innkaiupastofnunar Reykjavíkur um Eið semja við lægstbjóðandia um holræsa- og niðu.rfallalögn í Hraunbæ og Lónsbraut, > ?'A, í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.