Þjóðviljinn - 14.09.1968, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIISrN — Tjaugawlagur 14. septemlber 1968.
Otgefandi: Samedningarflokkur alþýdu — Sósíaiistaflokkurinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Siguröur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla,' auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðuístig 19.
Sími 17500 (5 lírnur). — Áskriftarverð kr. 120,00 á mánuðd. —
Lausasöluverð króour 7,00.
Einhugur
það ástand, sem nú blasir við í efnahags- og a’t-
vinnumálum þjóðarinnar vekur ugg í brjósti
hvers vinnandi manns. Um allt land er atvinnu-
leysi yfir sumarmánuðina á mesta framkvæmda- og
annatíma ársins og allt útli't er fyrir að atvinnu-
leysi aukist stórlega, ef ekki verður að gert. Ríkis-
stjórnin hefur sýnt að hún er ekki fær um að leysa
þann vanda, sem við blasir, og hefur hún nú snú-
ið sér til stjórnarandstöðunnar og viðurkennt gjald-
þrot stefnu sinnar. Á slíkum tímum er sérstaklega
brýnt, að samtök alls launafólks séu vel á verði og
að forystumenn þessara samtaka sýni dirfsku og
hyggjuvit til þess að mæta örðugleikunum, að þeir
láti májefni en ekki tilfinningar skera úr um af-
stöðu sína. Hið geigvænlega ástand hlýtur að knýja
á alla ábyrga stjórnmálamenn, einkum þó forystu-
menn verkalýðsflokka, að sýna ábyrgðartilfinn-
ingu' og pólitíska festu. Því miður hefur nú svo
farið. að einn af forystumönnuim verkalýðshreyf-
ingarinnar, Hannibal Valdimarsson, hefur orðið til
þess á hinum erfiðu tímum’að hverfa frá Alþýðu-
bándalaginu í stað þess að gegna því ábyrgðarhlut-
verki, sem verkalýðshreyfingin og Alþýðubanda-
lagið hafa falið honum.
jpramkoma Hannibals lýsir miklu ábyrgðarleysi
og í einróma samþykkt, sem gerð var á fjöl=-
mennum fundi Alþýðubandalags. Vesturlands í
fyrrakvöld, eru vinnubrögð hans fordæmd mjög
harðlega en þar segir: „Teljum við fraimkomu for-
mánns Alþýðubandalagsins vítaverð og ódrengi-
leg. Við sem að þessari ályktun stöndum kunnum
vel að meta hæfileika Hannibals Valdimarssonar,
baráttuþrek hans og störf í þágu íslenzkrar yerk-
lýðshreyfingar. Öll víðurkennum við þann þátt, sem
hann átti á sínum tíma í stofnun Alþýðubanda-
lagsins, og á meðal okkar eru ófáir, sem gengu til
liðs við Alþýðubandalagið fyrst og fremst fyrir
áhrif Hannibals. Þeim mun meira harmsefni er það
okkur nú, þegar þessi sami maður snýst öndverður
gegn þeirri þróun til nýrrar og öflugrar baráttu
fyrir þeim hugsjónum og stefnumálum, sem við
teljum að tryggð verði á landsfundinum í haust,
þegar Alþýðubandalagið verður endanlega gert
formlega að lýðræðislegum og sósíalískum stjóm-
málaflokki“. Og í ályktuninni segir að lokum: „Með
þessari ályktun vilium við láta Hannibal Valdi-
marsson og landslýð allan heyra rödd fólksins í
Alþýðubandalagi Vesturlands, þar sem einhugur
ríkir um uppbyggingu Alþýðubandalagsins og von-
um við að svo verði um allt land, þrátt’ fyrir frá-
hvarf fonmannsins.“ — Og þannig er afstaða Al-
þýðubandalagsmanna um allt land: Þó að þá hafi
greint á um skipulagsatriði samtaka sinna á und-
^nfömum árum, eru þeir liú ákveðnir í að stefna
^inafðir að ^tofnun nýs stjórnmálaflokks alþýð-
’mnar í landinu, sem er þess umkominn að varð-
eita unna sigra og berjast fyrir hagsmunum henn-
r og lífshamingju. — sv.
RUSLAKISTA
VIKUL0KIN
VÍSINDI OG TÆKNI
Jón Kl. Eysteimsson, hinn
þekkti uppfinninigiamaöur í
Kópavogi, hefur gefið blaða-
mönnum kost á að kynnast við
síðustu uppfinningu sína. Hér
er um að raeða alveg nýja
gerð af nöglum, sem eru með
hausd»á báðum emdum. Iðnað-
armálastofnunin hefur fengið
einn slíkan nagla til athugun-
ar.
SPARIÐ Á ERFIÐUM TIMUM
Nú þegar útflutningstekjur
þjóðarinnar hafa minnkað um
40% á stuttum tíma, er engin
ástaeða til að henöa gömlum
stígvélum eða geyma þau
banda strákum i gamlárs-
brennur.
Klippa má of an af öðru stig-
vélinu og skera siðan hring-
r
I
inn í sundur. Þessu ferhymda
stykfci má siðan skipta niður
í reiti og þar með er ágætt og
traust skákborð tilbúið. —
Gúmíið í sólum og leista næg-
ir fyllilega í taflmenn, sem
skera mj§ út á stuttum tíma.
Það gerir ekk; svo mikið til
þótí þeir séu allir svartir — á
helming þeirra má vel líma
hvítan pappír.
FORNLEIFAFUNDUR
Skammt frá forsetasetrinu á
Bessastöðum hefur fundizt
merkilegur gripur: hattur sem
faðir Gríms Thomsens bar um
það leyti sem Jónas Hallgrims-
son var í skóla þar á staðnum.
AF VORUM MINNI
BRÆÐRUM
Til að kynna sér befcur líf og
haetti höfrunga hefur ástralski
prófessorinn Lindsey gerzt
vinur höfrungafjölskyldu einn-
ar. Vinótta prófessorsins við
þessar merkilegu verur hefur
nú varað í þrjú ár. Prófessor-
inn «r þegar 'orðinn flugsynd-
ur á höfrunga vísu, tékur fús-
lega til sín fæðu úr manns-
hendi og er mjög góðUr við
böm
MÁLFRÆÐI
Ég skrifa
þú skrifar /
hann (hún, það) skrifar
við skrifum
þið skrifið
þeir eru gefnir út.
ÞÉR RÁÐIÐ HVORT ÞÉR
TRÚIÐ ÞVÍ
Ef einhver tiltekinn maður
neglir einn nagla á mín-
útu hverri. þá mun hann
á' sjötugsafmæli sinu hafa rek-
ið 37.792.000 nagla.
úr eldhúsbókinn!
Bráðum kemur að þvi að
húsmæður þurfa ekki lengur ^
að leita að dósahníf (sem i|
aldrei reynist á rétfcum stað)
í hvert skipti sem þær ætla að
opna niðursuðudós. Hlutað-
éigandi hafa komið sér sam-
an um að láta Slíkán hníf í
hverja dós um leið og hún er
framléidd.
SJALDGÆFT SAFN
Sjötugur er í dag einn af
þékktustu borgurum Hafnár- ^
fjarðar, Bjammundur Sv. k
Bjammundsson. Hann.. héf- "
ur á langri ævi komið sér |
upp miklu safni bamatanna "
þekktra íslendinga. b
AUGLVSING
Konan sem týndi hægri h
skinnhanzka fyrir utan Hótel "
Borg á laugardaginn var er b
vinsamléga beðin um að koma ®
vinstri hanzkanum til lögregl- b
unnar í Reykjavík, þvi að ég J
hef þegar fundið hægri hanzk- I
(Stolið og stælt.) ^
gnn.
Samþykktir stúdentaþings
herzlu á handleiðslu og ledðbein-
ingar kennara og annarra sér-
fróðra manna í stað prófa.
Kennurum beri að kosta kapps
um að kynnast nemendum sín-
um sem nánast og leiðbeina
Til viðbótar þeim ályktnnum
stúdentaþings 1968, sem Þjóð-
viljinn hefur áður birt, fara hér
á eftir samþykktir þingsins um
skólarannsóknir, skólamál í
dreifbýli o.fl.
Stúdentaþing þetta var háð
í Reykjavík dagana 24. og 25.
ágúst að tilhlutan Stúdentaráðs
Háskóla íslands og Sambands
íslenzkra stúdenta erlendis.
Um skólarannsóknir
Stúdentaþing 1968 ályktar,
að ,,Skólarannsóknir“ í núver-
andi mynd séu lítið annað en
nafnið tómt vegna ónógs mann-
afla. Bráðnauðsynlegt er, að
Skólarainnsóknir verði þégar í
stað gerðar að öflugri stofnun
með fastráðnu, vel menntuðu
starfsfólki, svo að stofnuninni
verði gert kleift að standa und-
ir nafni
í þessu sambandi leggur þing-
ið áherzlu á að komið verði á
kennslu og rannsóknum í þjóð-
félagsíræðum við Háskóla ís-
lands. Yrðu þá skólairannsókn-
ir og aðrar skyldar rannsóknir
sameinaðar í Rannsóknarstofn-
un Háskóla íslamds í þjóðfélags- ^
fræðum.
Um skattafrádrátt
foreldra námsmanna
fræðingum á þetta sem kjörið
rahnsóknár- og ritgerðarefni.
Vill þingið eindregið hvetja þá
tií að gefa þessu gaum.
Um upplýsingastarfsemi
Stúdentaþing 1968 ályktar að
leggja til við yfirvöld mennta-
mála að hefja öflu.ga áróðurs-
og fræðsluherferð um fram-
haldsmenntun og gildi hennar,
menntuniarleiðir o.s.frv. í því
sambandi vill þingið minna á
fyrirhugaða náms- og sfarfs-
kynningarstofnun, sem enn hef-
ur ekki tekið til 'starfa þrátt
fyrir veitta upphæð í fjárlögum.
Telur þingið ekki vanzalaust, ef
enn verður látið drágaet úr
hömlu. að sú stofnun taki til
starfa.
Um ýmsa skóla og próf
Stúdentaþing 1968 ályktar að
tímabært sé að endurskoða hið
hefðbundna bekkjakerfi ísl.
skóla. Einkum sé nauðsynlegt að
athuga hvort skipting í ba.ma-
skólum í „góða“ bekki og'„lé-
lega“ sé ekki oft gerð á hæpn-
um forsendum og varhugaverð,
hvort hún geti ekki leitt til þess,
að bömin, sem af einhverjum
ástæðum lenda í lélegum bekk
í upphafi, verði þaðan í frá
dæmd til að vera lélegir nem-
endur.
að forskólar eða smábarna-
' skólar séu nauðsynlegir til að
jafna eftir fönigum aðstöðumun
bama, sem notið hafa mikillar
menntunarleigrar ummönnunar
heima fyrir, og hinna, sem eiga
erfitt heimili og myndu að öðr-
um kositi hefja sína skólagöngu
illa undirbúin og að líkindum
lenda í lélegum bekk frá upp-
hafi. Slík forskólaganga ætti að
vera skylda. >
að nauðsyn beri til að endur-
skoða tíðkanlegar aðferðir við
prófun og mat námsáranigurs.
Telur þingið að of mikið sé lagt
upp úr prófum og þau byggist
um of á hæfileika- nemenda til
að tjá sig í mæltu eða rituðu
máli, en sá hæfileiki þurfi ekki
að vera í réttu hlutfialli við
raunverulega námsgeitu eða
kunnáttu.
að leggja beri mun meiri á-
þeim eftir föngum í námsvali
og benda þeim á þær námsleið-
ir, er þeim henti bezt. Slíkar að-
ferðir telur þingið mun heilla-
vænlegri en þau próf, sem nú
eru mest tíðkuð
að kanna beri eftír föngum,
hverjar ástæður lijggja tíl þess,
er nemendur hverfa frá námi
eða falla á prófi. Ástæðumar
kunna oft að vera þess eðlis,
að úr þeim megi bæta með að-
stoð og því ekki forsvaranlegt
að kanna ekki málið.
Um skólamál í dreifbýli
Stúdentaþing 1968 ályktar að
nauðsynlegt sé að athugia gaum-
gæfilega, hver áhrif framhalds-
skólaleysið í ýrnsum byggðum
landsins hafi á sókn.íbúa þeirra
lil framhaldsnáms.
að vinda beri bráðan bug að
því að komia upp öflugum skóla-
miðstöðvum sem viðast um
landið í líkingu við Laugar-
vatn t.d. Slíkar miðstöðvar ættu
að geta tryggt jafnvægi í mennt-
unarsókn landsmanna.
að þeir nemendur, sem þurfa
Framhald á 7. síðu.
Osiðlegust bóka eftir 16 ára Parísarstúlku
Stúdentaþing 1968 ályktiar að
beinia þeim tilmælum til skatta-
yfirvalda, að framfærendum,
sem styrkja börn sín til fram-
hafdsnáms, verði veittur Btór-
aukinn skattafrádráttur.
Um skóla, stéttir,
strjálbýli
Stúdentaþing 1968 ályktar:
að vinda beri bráðan bug að
því að kanma skiptingu ís-
lenzkra framhaldsskólanema
eftir stéttum og landshlutum
og fylgjast nákvæmlega með
því, hvort sú skipting sé eðli-
leg. Næg gögn liggja íyrir ó-
unnin um þetta efni í ailflestum
skólum. Auk þess má benda á
Kennaratal. Lögfræðingatal,
Verkfræðingatal o.s.frv. Þótt
slíkar rannsóknir séu auðvitað
í verkahring opinberra aðila, má
benda viðskipta- og þjóðfélags-
Cathcrinc: Ég hcf enga reynslu af því sem ég sltrifa um,
Stúdentar enn í
vígahug í Japan
TOKIO 12/9 — 1 dag urðu
mákil áflog mjMi stúdenta og
lögneglumianína í hásikólahverf-
inu í Tokíó. Um 90 manns hlutu
áverka, en um 6.000 stúdentar
flugust á við 1500 lögreglumenn.
Átökiin hófust út af miótmæilum
stúdenta gegn spillimgu í há-
skólahverfinu og kröfum þeirra
um sjálfstæði og sjálfstjórti
ailflira háskóla í Japan.
Sextán ára’ gömul frönsk
skólastúlka, Catherine Breillat,
er höfundur þeirrar skáldsögu
sam einna mest hefur vetrið
deilt um í París síðari mánuði
— enda þykir bókin ósiðleg úr
hófi fram. Bókin heitir
L’homme facile — Auðtekni
maðurinn. Höfundurinn lýkur
upp sakleysislegum augum
frammi fyrir blaðamönnum og
segir: Þessa bók hefði ég getað
skrifað þrettán ára gömul, því
ég hef ímyndunarafl.
Á 168 blaðsíðum klámfeng-
inrna skáldlegheita er sagit frá
hraðri ferð roskins gleiðgosia
með brókarsóttarstelpu um ým-
^isleg rúm í Parísarborg. Bókin
er full með hatr-ammar og mjög
nákvæmar lýsingar. En engu að
síður heldur Caherine Breillat
því fram (og með réttu að því
er sagt er) að hún hafi enga
praiktíska reynslu af þessum
hlutum. „Það sem maður skrif-
ar er eitt“, segir hún, „og það
sem maður gerir allt annað. Ég
mundi til dæmis aldre; láta mér
um munn fara ýmis orð sem ég
hefi skrifað".
Catherine er sögð sækja ými6-
legt til Francoise Sagan, sem
einnig varð mjög fræg á ungum
aldri. Hún hefur skrifað síðan
bún var þrettán ára . gömul,
byrjaði á ljóðagerð. Hún þarf
ekki að hugsa sig lerugi um frem-
ur en margir kvenrithöfundar
aðrir — bók sína skrifaði hún á
fimmtán dögum.'„Ég get“, segir
hún, „skrifað sextíu síður á dag
og svo veit ég ekki hvað ég á af
mér að gera".
★
Catherine Breillat hefur þeg-
ar gengið frá tveimur nýjum
skáldsögum.