Þjóðviljinn - 28.09.1968, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.09.1968, Blaðsíða 9
Xjaugaaxiaigiur 28. september 1968 — íxJÓÐVILJTNTí — SÍÐA 0 Brúðkaup • í dag verða gefin saman í hjónaband í Frífcirkjunni í Hafnarfiirði af séra Kristni Stefánssyni ungfrú Hóknfríður Árnadóttir kennari, Ásfoúðartröð 9, Hafharfirði Og Friðrik Rún- ar Guðmundsson íþróttaikennari, Graenuhlíð 16, Reykjavík. Heim- ili foeirra verður í Stykldshólmi. Laugavegi 38, Skólavörðustíg 13. MARILU kvenpeysur. Póstsendum. Sérkennilegur landsleikur í Kaupmannahöfh \ þriðjudagskvöld fór fram sérkennilegur landsleikur í knattspyrnu f Idrætsparken í Kaupmanna- höfn. Sérkennilegur vegna þess að samúð heimamanna var öll með gestunum. I>ar áttust við lands- lið Danmerkur og Tékkóslóvakíu. Tékkar voru ákaft hylltir, og sigruðu þeir með þrem mörkum gegn engu. — Myndin sýnir hluta 31 þúsund áhorfenda, þeir halda á borða sem á er letrað: Sam- staða með Tékkóslóvakíu. Menn og menntir Sængurfatnaður HVlTUR OG MISLITUB — ★ - LÖK KODÐAVER SÆNGURVER ' ÆÐARDUNSSÆNGUR GÆS ADÚNSSÆN GUR DRALONSÆNGUR DDDOI Skólavörðustíg 21. úr og skartgripir lonaius JðNSSON skólavördustig 8 Frambald af 7. síðu. kerm ingar bans um gang him- intungla fyrir margt löngu, hefur nú verið tekið upp aft- ur með sérkerunilegum hætti. Kvikmyndaeftirlitið á Ítalíu hefur orðið við kröfum sem bersýnilega koma frá páfasfóli og bannað nýj a kvikmynd um Galilei öllum sem yngri eru en átján ára, og klippt burtu úr myndinni atriði sem sýnir ann^an fraegan villutrúarmann, Giordano Bruno, brenndan á báli. Liliana Cavani hefur gert pessa mynd og berst hún ai kappi gegn banni þessu og nýtur stuðnings vinstrimál- gagna á Ítalíu. Hún segi<r foað stórhneyksh að kvikmynda- eftirlitið á Ítalíu lokar augum fyrir ofbeldisdýrkun ame- rískra mynda um leið og ekki má sýna á tjaldi í landinu hver urðu örlög Brunos. Hún minnir á foað að í nýlegri ít- alskri káboíimynd voru rjö bandíttar hemgdir samtímis án foess að nokkur blakaði auga. ) /Áðru hvoru benaist fréttir frá Moskvu um það að verið sé að endurmeta hlutverk Stal- íns í ýmsum greinum, og um skeið hafa þær fregnir verið mjög á þann veg, að verið sé að rétta karl við. Ekki sizt sem herstjömanda á stríðsár- unum — um hreinsianatímafoil- ið mikla rikir hinsvegar enn sem komið er feimnisleg þögn. Nýtt dæmi um þetta er kvik- mynd sem nú er verið að gera í Moskvu og nefnist „Frelsun Evrópu", en þar eru þeir Stal- ín, Churchill og Roosevelt með- al aðalpersóna'. Stalín er þar sýndur sem mjög jákvæð per- sóna, mjög í anda við ýrnsar tímaritsgreinar um hann og stríðið, sem nýlega hafa birzt. Menn skulu ekki ætla að hið sííellda og andstæðufulla endurmat á Stalín, sem menn hafa stundað í Sovét undanfar- in ár, stefni að hlutlægum sögulegum sannleika: hvert nýtt miat endurspeglar varla annað en pólitískt ástand í landinu á hverjum tíma. Og svo mikið er víst, að sovézkir menntamenn eru upp til hópa ákaflega andvigir þvi endur- maiti sem reynir að koma Stal- ín í hásæti einhverskonar: þeir eru, eðlilega, vissir um, að það boðar ekkert gott fyrir póli- tískt amfirúmsloft í landinu. Gríma BÚN/U)/VRBANKINN <‘I‘ ItllIlllÍ fÓIIcNÍUS VELJUM fSLENZKT Taxtar Framihaild af 1. síðu ur en svo. Því veitti ekki af kjara- bótum þó meira hefði verið. Samanburðurinn er fyrst og fremst gerður til að afsanna þær staðhæfingar, að við nefnt launa- uppgjör hafi aðeins þeir lægst launuðu fengið kjanabætur. Ef litið er á láunahltitföllin milli hinna þri'gigja kauptaxta ófaig- lærðra manna, eins og þau voru 1. sept. 1965 og borin saman við 1. sept. í ár, þá sézt að mésta breyting til hækkumar hefur orð- ið á hæsta taxtanum — 8. taxta, og kemur þó skert vísitala á hann í samræmi við samkomulagið frá 18. marz s.l. • Fótaaðgerðir . fyrir aldraða fara fram í kjallara Laugar- neskdrkju hvem föstudag kl. 9-12. — Tímapantanir í síma 345 44. Framhald sif 12. síðu myndir, teiknimynd og tvaer stuttar heimildairmyndir um morðið á Kennedy. Úlfur Hjörvar þýddi leikritið bg söngtextana og er hann jaifn- framt framkvæmdastjóri sýriing- aririnar. Leikstjóri er Erlingur Halldórsson, einn menntaðasti leikihúsmaður hér á landi. Erling- ur hefiur stainfað sem leikstjóri síðastliðin átta ár, hann setti á svið leikrit sitt „Reiknivélina“ (1956) og þrjá einiþáttunga eftir Brecht sem Gríma fór með um landið sumarið 1967, og hefur starfað hjá leikfélögum úti á landi. Komst Bríet Héðiinsdóttir, formaður Grímu svo að orði er hún ræddi við blaðamenn í gaer, að það sætti furðu að Þjóðleik- húsið og Leikfélag Reyfcjavíkur hefðu ekki notfært sér starfs- krafta hans. Leikarar í „Velkominn til Dall- as, mr. Kennedy" eru 4 en leika möug hlutverk. Sigurður Karlsson leikur Manninn. Si gurður hefrjir farið með mörg viðiamikál hlut- verk hjá Grímu, fynst í „Fando og Lis“ eftir Arrahal og seiinna m. a. titilMutverk í „Frjálsu framtaki Steinars Ólafssonar f veröldinni“ éftir Magnús Jónsson og ,,'Jakobi“ eftir Ionesco.. Heilga Hjörvar leikur 1. konu og er þetta fyrjita sitóra hlutverkið hennar á leiksviðii f Reykjavík en hún útskrifaðist úr íeikskóla LR 1966. Bríet Héðinsdóttir leik- ur 2. konu. Bríet hefiur ieikið mörg ' hlutverk hjá Grímu og í fyrstu stjómaði hún sýningu Grímu á „Jakobi“. Auður Guð- mundsdóttir leifcur 3. konu. Auð- ur útskrifaiðist úr Þjóðleikhús- skólanum 1967. !Hún hefur tekið þátt í sýnángum hjá Þjóðileikhús inu og leikið með Leikfélögum Kópavops og Hafnarf jarðar og í fyrra lék hún stór hlutverk hjá Grímu. Búast má við að Gríma taki fleiri leikrit til sýninga í vetur. Það heffur frá uipphafi verið til- gangur félagsins að sinna ís- lenzkri leikritun og ungum leik- kröftum — og geta má þess i lok- in að starfsemi Grímu þrífst á ókeypis vinnuafli. öll vinna við sýninguna er gefin enda veitir ekki af þar eð styrkir til startf- semi Grímu eru heldu'r fátækleg- ir frá borginni aðeins 10-20 foús krónur á ári og frá rfki 40-50 þúsund krónur. Hlöðver Framhald aif 4. síðu. og verið of bjartsýnir á fnam- kvæmd sósíalismans í Sovét- ríkjunum. Ekki hafa nú aðrir íslenzkir stjómmálafilokkaT af svo miklu að státa þegar dæma skal um sögulega atburði nú- tímans, að við þurfum neltt að bera kinnroða fyrir þann sam- anhurð. Það er þó ekki fyrst og frernst fyrir til dæmis undir- lægjuhátt stjórniarflokkanna við Bandaríkin á alþjóðavettvan.gi, sem við teljum þá óhæfa til að stjóma landinu, og er sú und- irlægjuháttur þó nógu bölvaður, og væri vel ef þeir flokkar væru jiafn sjálfstæðir gagnvart ráðamönnum Bandaríkjanna og sósíalistair hafa verið gagnvart Sovétríkjunum. Við teljum þá fyrst og fremst óhæfa til að stjóma landinu vegn® þess að stefina þeirra í atvinnu- ög við- skiptamálum þjóðarinmar er röng og nú hafia þeir lagt flesta innlenda atvinnuvegi í rúst, og við teljum þá ennfremur óhæfa til að stjórna, af því að öll þeirra stefna grefur undan menninigu og sjálfsvirðingu þjóðarinnar. Og nú er svo kom- ið, að fjöldi kjósenda, sem til þessa hefur fylgt þeim, er á sömu skoðun, þótt þeir enn þá hafi kosið þá, ef til vill í þeárri trú, að Eyjólfur ætti eftir að hressást. Það er því engin furða, þótt þeim sé ofurlítið órótt. Siglufirði 20. sept. Hlöðver Sigurðsson. Sáltfiskur Fnamhald af 1. síðu. stjóminni með því að veita SÍF einkaleyfi á útflutningi á salt- fiski. Þetta einkaleyfi á útflutn- ingi gefur SÍF hins vegar ekkert leyfi til þess að semja við einn hring á . ítalíu um það að bann hafi einkaleyfi á innflutningi á saltfiski frá íslandi, og það sem gerzt befur að undianfömu og rakið hefur verið í Þjóðviljanum gefur tilefni til að ætla að þeir sem ráða málum hjá SÍF, hafi hagsmúna að gæta við innflutn- inn foar á Italíu. Áður hefur' sannazt að selj- endur saltfisks frá íslandi voru eigendur í fyrirtækjum foeim sem keyptu á ítalíu, samanber það sem Þjóðviljinn upplýsti á sín- um tíma um Bjamason og Mara-. botti og raunar líka Pipinellis í Grikklandi. Af því sem upplýst hefuir verið um þessi mál nú að undanfömu er ástæða tíl að ætla að þetta svimdilforask, s«m Thors- aramir byggðú upp á sinum tíma, sé enn við lýði, og á þessu m.a. byggi Sj álfstæðisflokkurinn veldi sitt í dag, sbr. þingmennsku og banfcaistjórastöðu Péturs Bene- diktssonar. Að minnsta kosti hafa forráða- menn SÍF engu getað svarað þeim alvarlegu ádeilum sem kornið hafa fram að undianfömu á starfsemi þeirra, og ráðherra eða aðrir, sem málið er skylt, hafa skotið sér undan að svara fyrir aðild ríkisvaldsins og þá ábyrgð sem á rikisstjórninni hvílir. NámskeiB í framreiðslu Kvöldnámskeið í framreiðslu hefst í Matsveina- og veitingaþjónaskólanum miðvikudaginn 2. okt. Kennt verður 3 kvöld í viku frá kl. 19.30 — 22. Innritun fer fram í skrifstofu skólans mánudaginn 30. sept. og þriðjudaginn 1. okt. kl. 13 -15. — Sími 19675. Skólastjóri. Auglýsið / ÞjóðvHjanum SÍLDARSTÚLKUR óskas't' strax til söltunar, flökunar, pökk- unar .o.fl. á síld. ■— Mikil vinna. Unnið í upphituðu húsnæði. HRÓLFUR H.F., Seyðisfirði. BIKARKEPPNIN aur MELAV0LLUR í dag kl. 3 leika Valur-KR(b) MÓTANEFND. V erkamannafélagið Dagsbrún Tilkynning Ákveðið er að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Dagsbrúnar á 31. þíng Alþýðusam- bandsins. Tillögum með nöfnum 35 aðalfulltrúa og jafn- margra til vara ásamt tilskildum fjölda meðmæl- enda ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 18 mánudaginn 30. þ.m. Kjörstjórn. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við Skattstofuna í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun greið- ast skv. ákvæðum dóms Kjaradóms frá 30. nóv. 1967. — Umsóknir sendist skattstjór- anuim í Reykjavik. Umsóknarfrestur er til 24. október 1968. Reykjavík; 26. september 1968. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ. t k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.