Þjóðviljinn - 24.11.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1968, Blaðsíða 3
Sannnudaguir 24. nlótvember 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J kvikmynelir V : . •' m ■ 'i y K-V «■ ' /. K v : . .í '-'f % Playtime, ný mynd eftir Jacques Tati í Hver man ekki eftir frönsku gamanmyndunum Mon Oncle (Frændi minn, ’58) og Les Vac- ances de Monsieur Hulot (Fransmaður í íríi, 1953) sem sýndar voru hór fyrir nokkrum árum. Höfundur, leikstjóri og aðalleikari þeirra var hinn ó- viðjafnanlegi Jacques Xati. . Sl. vor var frumsýnd í París ný mynd eftir Tati, Playtime, og hefur hún hlotið fádæma góðar viðtökur sem fyrri myndir hans þrjár. Nýja myndin er tekin í litum á 70 mm filmu með stereo tóni. Tati lét reisa nýtízku borg skammt frá París fyrir þessa mynd, honum fannst ógerlegt að kvikmynda inni í Parísarborg sjálfri svo hann tók þetta ráð og hafði þar allt við höndina. Þrjátíu hæða skýjakljúfar með neonljósum, steyptar götur, nýj- ustu bílarnir, allt saman grátt og svart, gler og málmur, allt fullkomið. Eftir að myndatök- unni lauk var borgin Tativille jöfnuð við jörðu. Playtime er í stuttu máli um hóp bandarískra kvenna á ferðalagi um Parísarborg. En auðvitað er Tati með í spilinu sem Fransmaðurinn Hulot og flækist í allt mögulegt. Leikar- amir eru naer allir ólærðir, fólk sem Tati hefur fundið á götum úti. En látum nú Tati segja sjálfan frá: „Gaman- myndin er komin frá hljóm- leikasölunum: Þaðan komu þeir Chaplin og Keaton og miargir aðrir. Annars er grínið aðal- lega í fótun.um. Allir þekikja hvemig Chaplin bremsar sig skyndilega af þegar hann kem- ur á hvín-andi fartinni eða hvemig Keaton snýr sér við. Já, Keaton var snillingur, í dag er hann dáður af yngri kynslóð- inni. Ég á mér enga fyrirmynd, en ef Chaplin, Keaton og Max Linder hefðu ekki verið til þá væri ég ekki eins og ég er. Ég vil ekki kalla mig gamanleik- ara. Ég er andstæða þeirra þriggja. í gamla daga kom gamanleikarinn fram og sagði: „Ég er skemmtilegi maðurinn í þessari mynd. Ég kann að dansa, syngj-a og leika eða hvað sem vera skal, og allt snýst um miig“. En Hulot, hann er lífið sjálft. Hann þarf ekki að slá um sig með bröndurum til þess að viera ákemmtilegur, hann aðeins gengur í gegnum skrif- stofubáknin og stórverzlanim- ar. Hann er aðeins maður. Byggingarlistin er nú á háu stigi og alþjóðleg: það er írelsi einstaklingsins innan ramma hennar sem ég er að fjalla um í Playtime. Ég er ekki á móti nýtízku byggingarlist eða tækni- nýjungum, alls ekki, hef ég ekki byggt upp nýtízku umhverfi fyr- ir myndina? En fyrir mig er það fólkið sjiálft sem er mikilvægt: lítill 86 ára gamall iðnaðarmað- ur, sem hefur aldrei leikið áð- ur en verður alveg stórkostleg- ur, Þjóðverji, sem ég valdi af því að hann lítur út eins og al- ger ónytjungur, rafmagnsfræð- inigur með lítið yfirskegg er leikur mann sem gelur lýsandi gólfkústa, kona sem var einu sinni nágranni minn og ég valdi vegna þess að hún er með sþé- koppa og hafði aldrei leikið áður. Ég hef í engu breytt bandarisku konunum. Þær 'dæðast sínum eigin fötum og nota sin-a eigin hluti og oftast sín eigin. orð. Ég gerði þessia mynd án bandarísks fjármagns, en slíkt gerist pú sífellt fátíðara í frönskum kvikmyndaiðnaði. Þetta var mikil áhætta en ég varð að taka hana; hefði ég not- ið stuðningB þeirra þar vestra þá hefðu þeir viljað að ég not- aði einhverjar stórstjömur, Sophíu Loren t.d„ ég hefði ekki haft neitt frelsi“. í fyrri hluta Playtime erum við stödd í heimi þar sem allt er teiknað og smíðað til þess að gera lífið auðveldara en þessi fullkomnun gerir það í rauninni erfitt og flókið. Fólk- ið sem venjulega byggir þenn- an miskunnarlausa heim er yf- irleitt orðið sem dauðar brúð- ur er hegða sér algerlega vél- rænt. Hulot er ókumnur í þess- ari veröld, en einfaldleiki hans og erfiðleikar við að fylgja þessu öllu koma honum þó aldrei úr jafnvægi. Hann er aðeins forvitinn áhorfandi. Hann gegndr sama hlutverki og bandarísku túristakerlingamar (myndin hefst á komu þeirra og endar á brottför); að tengja saman röð fjölmargra sikemmti- legra atvika úr hversdagslíf- inu. □ 1 seinni hlutanum brýzt hið mannlega eðli út og varpar fyrir borð öllum reglum. Svið- ið er nýtízku veitingastofa sem verið er að opna, þótt hún sé alls ekki fullgerð ennþá. Þar á allt að vera sjálfvirkt og full- komið, en við opnunima starf- ar vélin ekki eins og hún á að gera og hin formlega opnunar- veizla, en þar eru þær banda- rísku komniar, leysist smám saman upp og fólkið fer að hegða sér eðlilega, losar á spennunni og skemmtir sér. Allar siettar reglur þar á staðn- um gleymast og þama verður geggjuð gleði, sem endar með því að loftið hrynur ofan á mannsfcapinn. Myndin iðar öll af lífi og Tati nýtir möguleika breið- tjaldsins til fullnustu, „70 mm filman er störkostleg fyrir gamanmjmdina“, segir Tati. „Ég vildi óska að ég hefði tek- Tími úífsins BÆJARBÍÚ hefur hafið sýningar á nýrri Bergmans-mynd. Varg- timmen eða „Tími úlfsins“. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan myndin var frumsýnd í Stokkhólmi, og er mikill fengur að fá að sjá hana hér svo fljótt. Svíar voru ekki á citif sáttir um þessa nýju mynd Bergmans frekar en aðrar myndir hans, en margir erlendir gagnrýnendur hafa kallað hana „meistaraverk“, „snilldarvel gerða hryllingsmynd“, o. s. frv. Stund úll'anna er tíminn milli nætur og dögunar, á þeirri stundu deyja flestir menn, þá er svefninn dýpstur, þá er martröðin raun- verulegust. A þessari stundu þjást hinir vakandi í hræðilegri ang- ist, þá finna draugar og an3ár~til" mátíar síns. A þessarí stundu fæðast flest börn. — Nánar á kvikmyndasíðu n. k. sunnudag. t)r hinni nýju kvikmynd Bergmans, Timi úlfsins. — Myndin er af Liv Ullmann í hlutverki sínu. Tati í Playtime. ið Frídaga Hulots á breiðfilmu, Þá hefði óg getað haft haföld- urnar öðrum megin og hótelið í miðjunni, og fjögra rása seg- ultón með litla stefinu hans Hulots. — Mig lamigar til að rannsaka möguleika breið- tj-aldsins eftir nýjum leiðum, ég vil gef-a Ijósmyndinni aftur raunverulegt gildi fyrirmynd- arinnar. Áhorfanidinn á að mynda sér skoðanir á því sem hann sér, ekki því sem hann þarf að geta sér til um. Ég ætlaði að kalla myndina La Récréation (endursköpun- in), en sá titill hafði verið not- aður áður. í fyrsta lagi er myndin auðvitað endurnýjun fyrir áhorfandann. í öðru lagi þá lifir fólk nú um allan heim í umhverfi þar sem allt er miklu þægilegra og auðveldara en áður var, vinn-a, heimilislíf, frídaigar. Þessi auknu þægindi skapa a-ukna lífsorku. Vanda- málið er að ráðamennirnir virð- ast hafa gleymt að skilja eftir tíma fyrir hugleiðingar og tóm- stundir. Þrátt fyrir þetta finnst mér að Frakkar hafi alltaf get- að samræmt umhverfi sitt eig- in þörfum og persónuleika. Þeir virðast ef til vill ta-ka allt mjög alvarlega, en mi.g langar til að sýna að gamansemin er Frökkum í blóð borin“. Og hver eru svo framtíðar- áform þessa sérvitra snillings? Jú, h-ann hefur gert áætianir. „En ég er ánægður að h-afa gert fjóra-r kvikmyndir; í raun- inni ætti hver sá sem hefur fen-gið tækifæri til að gera eina mynd að vera ánægður.“ Bandarisk Viefnammynd fœr fjúk Kvikmynd John Waynes The Green Berets sem er fyrsta leikna kvikmyn-din úr stríðinu í Víetnam og áróðursmynd fyrir Bandaxíkjamenn hefur fengið lélegar viðtökur og viða hefur verið efnt til mótmæl-aaðgerða þar sem hún hefur verið sýnd. í Frankfurf í Vestur-Þýzka- landi köstuðu ungir mótmæl- endiur tómötum og eggj.um á kvikmyndatj-aldið, báru mót- mælaspjöld gegn Biandarákjiar mönnum og sungu Ho Chi Minh. Kvikmyndahúsið varð að hætta sýningum á myndinni eftir viku, en eigandinn afs-ak- aði sig með því að hiann hefði keypt myndina án þess að sjá hana. „Fyrst það var John Wayne hélt ég að það hlyti að vera úrvals kúrekamynd“. / stuttu máli Bandaríski leikstjórinn Mike Nichols byrjar í þessum mán- uði að kvikmynda hin.a firægu skáldsögu Joseph Hellers. Catch 22. Fyrri myndir Nich- ols eru Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og The Gradu- aite. Rússar eru að kvikmynda sögu Dostoyevskys, Glæpur og refsing. Leikstjóri er Lev Kul- idjanov en meðal leikenda eru Innokenty Smotktunovsky, Hamlet þeirra Rússanna. í myndi-nni eru notaðar sömu byggimgar, götur og torg í Len- ingrad, sem sagan segir frá. Yoko Ono, hin japanska ást- mær bítilsins John Lennons hefur vakið nokkra athygli fyr- ir kvikmyndir sína-r sem hún kallar Mynd númer eitt, Mynd númer tvö o.s.frv. Mynd númer fjögur fjallaði eingömgu um karlmannarassa og ekkert ann- að. Sýndi hún á milli tvö og þrjú hundruð slíka í 70 mín. Nýjasta myndin, númer fimm, er 90 mínútma nærmynd af brosi John Lennon-s, en hann hefur samið tónlistina við myndina. Bandaríski gamanmyndahöf- undurinn Billy Wilder er í London að undirbúa töku mynd-ar sem nefnist Einkalíf Sherloch Holmes. Robert Stephens og Colin Blake munu leika þá félaga Holmes og dr Wats-on. Vinnum vel fyrir Happdrætti Þjóðviljans 68

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.