Þjóðviljinn - 24.11.1968, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1968, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24. nlóivem'ber 1968 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Skriða féll úr fjallinu norðan fjarðar ofan við Naustahvamm og barst allt niður undir sjó. Eyði- lagði hún að mcstu vanflaða girðingu, sem reist var sumarið 1967 af Neskaupstað til varnar sauðfjárrennsli út I kaupstaðinn. Nemur tjónið mörgum hundruðum þúsunda. Brúin yfir Norðfjarðará. Áin hefur brotið skarð í veginn norðan við brúna og rennur þar mest- 811. Símastrengurinn til Neskaupstaðar liggur m;ð brúnni og hefur slitnað. — Ljósmyndirnar tók Hjörleifur Guttormsson. Mikil skriðuföll, vatnsflói og vegaspjöll á Norðfirði NESKAUPSTAÐ 20/11 — Hér gekk mikið á í vataagangi fyr- ir viku og var kaupstaðurinn sambandslaus við umheiminn um skeið nema gegnum loft- skeytastöðina. Norðfjiarðará inni í sveitinni og ra.uf stórt skarð í veginn meðfram henni. Um leið slitaaði símakapallinn sem liggur með brúnni. Áin flóði vítt yfir bakka sína og flugvöllurinn var um skeið um- Allmargar skriður hlupu úr fjöllum og má teljast mildi, að ekki skyldi hlaupa í kaupstað- inn ajálfan. Yzta síkriðan norðanmegin féll úr fjallinu of- an við Naustahvamm allt nið- ur að sjó og umkringdi hús nr. 56 við Naiustahvamm, og flæddi þar aur inn á neðri hæð húss- ins. I leiðinni sópaði skriða þessi að mestu burt nýlagðri girðingu, sem bærinn lét reisa sumarið 1967 til að verja kaup- staðinn fyrir ágangi búfjár. Var þetta hið vandaðasta mann- virki og mun tjónið vegna eyði- leggingar þess nema hundruð- um þúsunda. Angi af hlaupi þessi fór og yfir söltunarstöð- ina Naustaver og olli þar nokkrum skemmdum. Þá hljóp skriða nokk.ru inn- ar við Þrastalund, tún skemmd- ust af aurburði á Ormsstöðum, skriða féll yfir part úr túni í Seldal og mikil skriða féll úr fjallinu sunnar sveitar innan við Grænanes. Barst hún í far- veg Norðfjarðarár og stíflaði hann að niokkru. Skemmdir urðu miklar á vegum hér sem annars staðar á Austurlandi og hefur verið unnið að bráða- birgðaviðgerð á þeim að und- anförnu. Versta og erfiðasta verkið hér er að koma Norð- fjarðará í réttan farveg við brúna og er þvi verki ekki að fullu lokið. en væntanlega dregst það ekki marga daga í viðbót. — H. G. brauzt fram hjá brúnni hér flotinn. sL Rithöfundasjóður íslands Með skírsikotun til laga nr. 28 frá 29. apríl 1967 um Rithöfundasjóð íslands greiðist 60% af tekjum sjóðs- ins íslenzkum höfundum, ekkjum þeirra, ekklum eða niðjum, sem höfundarétt hafa öðlazt, 1 sam- ræmi við eintakafjölda höfunda í bæjar-, héraðs- og sveitarbókasöfnum. Vegna úthlutunar úr sjóðnum og gerðar spjaldskrár í því skyni er hér með auglýst eftir eigendum höf- undaréttar, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta 1 þessum efnum. Nöfn rétthafa ásamt heimilisfangi og ritskrá óskast send hið allra fyrsta, og eigi síðar en 28. febrúar 1969 til málflutningsskrifstofu Hafsteins Baldvins- sonar, hrl„ Austurstræti 18 Reyk'javík. Reykjavík, 21. nóvember 1968. Stjórn Rithöfundasjóðs íslands. Naustahvammur 56. Sama aurskriða og tók af bæjargirðinguna féll á liúsið og flóði inn i kjallara þess. Ilúsráðandi, Jón Einarsson, stcndur í anrnum úti fyrir. Voldugur homstaur sem staðizt hefur hlaupið. .......,, Unnið að viðgerð á vcginum við Norðfjarðará. ftur dýpka farveginn undir brúnni og hlaða vam- argarð, er síðar skal halda ánni í skefjum. Jarðýta í ánni, þar sem hún rennur öll norðan við brúna á Norðfjarðará.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.