Þjóðviljinn - 17.12.1968, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.12.1968, Síða 12
12 StBA — ÞJÓÐVILJTNN — ÞriðjiidaSuir 17. desorriber 1968. Þórður boðar jó! í Kópavogi Ekki ætlar Þórður á Sæbóli að láta sitt eftir liggja að vekja jóilastemmningu í Kópavogi. Er þessi mynd áf jólatré í Blóma- skálanum við Nýbýlaveg, en það er með innbyggðri spila- dós og spilar lon og don Heims um ból og er tréð prýtt marg- litum ' jólaljósum — kanadískt að uppruna. Þá hefur Þórður á boðstólum kínverska skrautmuni og fljúga þarna um í trekknuim gervifugl- ar eins og lifandi fuglar — kín- versk borð úr kamfórutré og veggskildir og þannig mætti telja. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Minningarsjóður til styrktar björgunarsveitum5. V.F.I. Hinn 20. nóvemtoer 1967 lézt hinn mikli og góði ísiandsvin- ur, Holger T'huesen Bruun, skipshaindiari hjá fyrirtækinu Osca/r Roiffs eftf. AJS í Kaup- mannahöfn. Fyrr á því ári gat þessi síglaði og sérstæði per- sónuleiki haldið einstakt starfs- afmæli, en þá hafði H. Th. Bruun unnið 60 ár hjá þessu sama fyrirtæki. AUt frá því að íslenzku skip- in liófu reglubundnar sigiing- ar til Kaupmannahafnar hefur, fyrirtækið Oscar Rollfs eftf. annazt þau viðskipti við hina íséenzku sjómenn. Jafnan var það Bruun, sem hafði þann starfa á höndum, hvort heldur skipið var bumdið við bryggiu í Kaupmannahöfn, í oliustöð- inni á Pröverstenen eða á ytri höfninni, að vistir og aðrar út- tektir voru fluttar á bátuim að skipshlið. Það var þvi orðinn stór vinahópurinn, sem Bruun átti meðal íslenzkra fanmanna, en tengsl vináttu og kunnings- skapar teygðu sig lan,gt útfyrir hina íslenzku fanmannastétt, og margir voru þeir íslendingamir, sem nutu hjálpar og fyrir- greiðsiu hins góða íslandsvin- ar, H. Th. Bruun. Skömrnu fyrir andilátið var Bruum í viðsikiptaerindum hér heima ásamt framikvæmda- stjóra fyrirtækisins J. Holm. Þótt I rnörg hom væri að líta og í mörgu að smúast, gáfu þeir fólagiar sér tíma til að heimsækja skrifstoÆur og bæki- stöð SVFÍ hér í Reykjavík. En Bruun. var féilaigá í silysavama- dieildinni Gefíon í Kaupmanna- höfn frá því sú deild var stofn- uö árið 1S53. Biuun lét sér mjög annt um stari'semi SVFÍ, enda var „að hjálpa og bjarga" snarir þætt- ir í skaphöfn hans sjállfs, Þeg- ar Bruun kom til baka úr þess- ari íslandsferð hafði hann hug- boð um, að starfsdagur væri senn á enda. Ekki vildi hann hafa neina viðhöfn viö fráfailil sitt, en þar sem hann renndi grun í, að ís- lenzkír farmenn vildu minnast sfn, bað hann þess, að Slysa- varnafélaig Isflands yrði látið njóta þess. Stjóm Skipstjóraifélags ís- lands hefu.r haft forgöngu uim Framhald á 13. síðu. A thugasemdir forseta ASI Blaðinu banst í gær eftinfar- amdi frá forseta ASÍ: „Fróttatilkynning frá forseta Alþýðusambandis Islands (A.S.l.) Á nýloknu aliþýðusambands- þingi var sa,miþykkt ýtarleg ályktun um atvinnumál. Voiu þar í mörgum liðum settar fram kröfur- um tafarlausar úrbætur, og var miðst.jórn A.S.I. falið að neyta allra tiltækra ráða til að knýja fram raunhæfar aðgerðir í afvinnumálunum. Bauk ályktun alþýðusaim- bandsþings með þessum orðum: „Ylfirlýsingar og fyrirheit stjómvalda um úrbætur í at- vinnumálum — án athafna — sætta verkalýðsisamtökin sig ekki við og krefjast tafarlaust raunhæfra aðgerða gegn at- vinnuleysinu." Samkvaemt bessum lokaorðum ályktunarinnar var ríikisstjóm- inni begar eftir bingið aifhent atvinnumálaályktun A.S.I. Þann 5. b- m. barst miðstjórn bréf frá forsætisráðherra, bar sem lagt var til, að viðræður yrðu hafnar, eins og bar segir. ,.um þau vandamál, sem við blasa í atvinnumálum að aflok- inni gengisbreytingunni." Síðan var til bess mælzt, að Albýðusambandið t.ilnefndi fuill- trúa til slíkra v'uVæðna. Á miðstjómarfundi fimmtu- daginn 5. desember. var bréf fohs æt. i s r á ðh erra rætt, en bó fvrst og f’"emst. „frv. til la°a um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðlabanka íslands um nýtt gengi íslenzkrar krónu.“ Út aif bví máli var samibykkt að kjósa nefnd manna til að ganga á fund rfkisstjórnarinnar off til- kynna henni. að algjört skilyrði af hendi miðstiómar fyrir við- ræðum, sbr. bréf forsætisráð- herra, væri, að fruimvamið vrði stiiðvað á Albingi. meðan við- ræður færu fram við sjómanna- samtökin. Föstudaginn 6. • desember ræddi nefnd A.S.Í. við ríkis- stjórnina (Iforsætisrúðherra, xrt- anríkismáiaráðherra og við- skiptamálaráðherra) og voru svör forsætisiráðherra bau, að afgreiðslu málsins yrði ekki frestað, en hins veoíar skyldi enginn óeðlilegur hraði hafður á afgreiðslu bess. (Málið er enn ekki komið tii neðri deildar). Sunnudaginn 8. desemiber héldu sjómannasamtökin ráð- stefmu um sitjómarfrumvarpið. Voru þar samþykkt hörð og eindregin njótmæli gegn þeim greinum flrumvaipsins, sem skerða kjör hlutasjómanna bg iafnframt borin fram krAfa ,um, að samningar sjómanna yrðu lausir, svo að sjómannasamtökin i'engju sömu aðstöðu og önnur verkalýðssamtök til frjálsra samninga, vegna þeirrar kjara- skerðingar, sem af gengislækk- uninni Ieiddi. Þessa' kröfu murnu sjómanna- samtökin þegar hafa borið fram við samtök útgerðammanna og fengið góðar undirtektir. Og þegar fru,mva,rpið nokkrum dþgum seinna var tekið til um- rasðu á Aliþingi, báru fiuililitrúar meirihlutans (þ.e. stjórnar- flotkfcanna) fram þá breyt- inigiairtilllögiu við frumvairp- ið, að heiimilt skyldi að segja satnninguim sjómanna upp fyrirvaralaust, hvenær sem væri, er frumvarpið væri orð- ið að lögium. Þar með virtist sjómönnum tryggð aðstaða til frjálsra samninga, eins og verkalýðshreyfingunni að öðru leyti. Þetta»hafði gerzt í málinu milli funda, er bréf fórsætisráð- herra var tekið til afgreiðslu í miðstjóm Albýðusambandsins föstudaginn 13. b. m. Á beim fundi lagði Eðvarð Sigurðsson til, að frestað væri enn að kjósa ncfnd 'III viðræðna við ríkisstjómina um atvinnu- málin, bar til fyrir lægi, hver afgreiðsla Alþingis á kjaramál- um sjómanna yrði. Forseti lagði til, að nefnd yrði kosin á fund- inum til að knýja á ríkisstjórn- ina lim tafariausar aðgerðir f atvinnumáilunum. Dráttur á því væri ekki verjandi, hvort sem litið væri til eindreginna fyrir- mæla alþýðusambadnsþdngs, eða hins alvarlega ástands i at- vinnumálum. Var upplýst á fundinum, að skráðir atvinnu- leysingjar í Reykjaivfk væru þegar komnir á fimmta hundr- að. Tillaga Eðvarðs Sigurðssonar var felld með jöfnum at- kvæðum. Einm sat hjá. Tillaiga fbrseta var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 6. Síðan var 8 manna nefnd kosin með samhljóða atkvæðum til viðræðna við ríkiss'tjómina um atvimniumálin. Nefndina skipa þessir menn: Hannibal Valdiman-sson, Baldur Óskarsson, Bjöm Jónsson, Eðvarð Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson, Jóna Guðjónsdóttir, öskar Haílgrímsson, Snorri Jónsson. Svokallað verlcalýösblað, Þjóð- viljinn, snýr staðreyndum við, er hann sakar þá miðstjómair- menin, sem ekki vildu Iengur draga að hefja viðræður við ríkisstjómina í atvinimumálum, um að brjóta samþykktir al- þýðusamibandsþtn,gs, — Alþýðu- sambandsþingið krafðist tafar- lausra aðgerða i atvinnumálum. Og gagnvart atvinnulausu fólki er allur dráttur aðgerða í þess- um málum óverjandi. Þeir, sem telja sig veikja rfkisstjómina með ábyrgðarlausu framferði í atvinnuleysismálum nú, fara villir vegar. Þeir gerasit henn- ar beztu stuðningsmenn. Það verður . tafariaust að koma í Ijós, hvort ríkisstjóm- in ætlar að hallda að sér hönd- um í atvinnumálum, eða láta hendur standa fram úr errhum. Þess vegina ber miðstjóm Al- þýðusambandsins að hefja at- vinnumálaviðræður við rikis- stjómina4 án minnstu tafar“. Athugasemd Þjóðviljans 1 samtoandi við þessa frétta- tilkynningu forseta ASl vilil Þjóðviljinin taka fram eftirfar- andi að sdnnii: 1. Sl. vetur gáfu verkalýðsfé- Tögin eftir a.f þeim légmanks- kröfum að fuill vísitöluuppbót héldist á laun gegn því að rík- isstjómin efndi tiltekin fyrir- heit í atvinnumálum. Sett var niður atvinnumálanefnd, sem ekiki heur formlega verið leyst upp, og AJlþýðusambandið á að- ild að. Ekki hefur enn orðið beinh ðranigur af starfi nefnd- arinnar og enn hefur ríkis- stjómin ekfci efnt gefin at- vinnuloforð, sem þó jafngiltu peningum fyrir verkafólk vegna eftirgjafar á vísitöluuppbótinni. Það.er því ekki ástæða til þess fyrir verkalýðshreyfinguna að treysta ríkisstjóminni í þessu tilviki. 2. Það er vitað — hefur kom- ið mjög skýrt frairi f stjóm- armiálgögnun.um — að æfclun rfkisstjórnarinnar er að lofa, úrbótum f atvinnumálunum gegn því að ekkert verði að- hafzt í kjairamálum. 3. Þin.g ATþýöu.saimbandsi ns tðk skýrt fram. að atvinnuör- yggi væii sjálfsögð mannrétt- indi, sem elcki bæri að kaupa neinu vei’ði og stjórnarvöldum bæri skylda til þess að tryggja fuMa atvinn.u — jafnsjálfsagður h'lutur getur því engan veginn orðið verzlumarvara. 4. 1 samþykkt þings ASÍ sa,gði: „Verkailýðsbreyfingin hafinar f með öllu leiðuim samdráttar og kjaraskerði.ngair, sem færum leiðum til að rétta við efna- hag þjóðarinnar og lýsir ölilum lögþvingunum giegn samtökun- um til að knýja silfka stefnu fram sem tilræði við hreyfing- una, er samstunidlis hljóti að verða hrundið með öfllum þeim ráðuim, sem sameinuð verka- lýðsihmeyfing getur beitt”. Og ennifremur: „Á þeim forsiend- um einum ... að fyrir liggi ótvíræðar og óygigjandi tiygg- ingar fyrir því að cngar iög- þvinganir verði á verkalýðs- hrcyfinguna Iagðar er hún reiðubúin til samvinnu við rík- issíjórn og atvinnurckendur um nýja stefnu í atvinnumálum og til þess að tryggja bætta af- komu atvinnuveganna og fullt atvinnuöryggi um land allt“. Fyrir ailþingi liggiur nú frum- varp um stórfellda slkierðinigiu á hefðubundnum rétti sjómanna við hlutaskipti og rfkisstjómdn hefur lýst því yfir að hún muni afgreiða málið — þrátt fyrir tilmæli neíndar á veguim mið- stiórnar ASl föstudaginn 6. des. STfkt er bein lögþvingun og því brjóta viðræður við ríkis- stjórnina nú beinlfnis gegm saimþykkt ASl-þings, sem vitn- að er tifl hér á undan, eins og bent var á í forsíðufrétt Þjóð- viljans s,l. lauigardaig. Enda þótt samningar verði nú lausir við sjómenn. er það engin röksemd fyrir viðræðunum, þar sem Ijósit er þegar að rfkisst.iórnin æfclar að keyra í segn lögbving- undna, og var málið til umræðu í neðri deild í gær og er að kom- ast á lokastig. Það er því rétt að viðræðusamþjikktin í mið- stjóm Alþýðusambandsins var brot á samþykfctum ASl-þinigs. 5. „Við atkvæðagreiðsilu í miðstjóm Alþýðusambandsins föstúdaginn 13. þ.m. lagði Eð- varð Sigurðsson til að frestað yrði að kjósa nefnd til við- ræðna við rfkisstjórnina veigna lögþvingunarfmmjvarpsins, en sú tlllaga var felfld ' á jöfnuim atkvæðum, 7 gjegn 7. 6. Tilflögu Eðvarðs studdu Alþýðubandailagsimenn (4), og Framsóknanmenn (2), einnig Henmann Guðmundsson, en for- maður Sjómannasambands Jón Sigurðsson, sem er meðlimur annars stjómarflloikiksins, sat hjá við atkvæðaigreiðslu.na og greiddi svo tillö'gu Hannibaíls atlkvæði með þeim fyrirvara að nefndin æfcti ekki að hefjavið- ræður við rílcisstjómina nema hún léti af lö-glþvinigunum i garð sjómanna. Þeir Hanndbal og Bjöm genigu þanniig lenigra en þessi með'limur stjórnar- flokks, og staðfestu jafnframt mjög áþreifanllega þá yfirtýs- inigu Morgunblaðsins að stj'óm- arliðið situddi Hannibal Valdi- marsson sem fonseta og Björn Jónsson sem vairaforseta með bað fyrir auigum að fá sem sveigjanlegasta menin tifl sitarf- ans, sem væru reiðubúnir til þess að gera samþykilctir þings ATþýðusambandsdns að ómerki- legu pappírspllaggi. M Veljum Wislenzkt til jölagjafa ISAFOLD g ÍSAFOLP í NAKTA APANUM......................................... er manninum skipað á bekk þar sem hann á beima - viii liliii l'JZja tegunda apa! Þótt maðurinn vilji allt til vinna að slíta tengsl sín við for- tíðina, þá verður hann þrátt fyrir hugvit sitt, menntun og almennar framfarir, fyrst og fremst api með frumstæðar kenndir. Gildir einu hvort litið er á kynlíf hans, eða félagslíf, áreitni, ástir eða hatur, mataræði eða trúarsiði — í öllu fylgir hann því hátterni, sem til varð fyrir örófi alda með veiðiöpunum, forfeðrum hans. Bókin er ,,frábærlega áhrifamikil, skynsam- lega rökföst, mjög skemmtileg" (segirTHETIMES EDUCATIO- NAL SUPPLEMENT). Höfundurinn er heimskunnur lífeðlisfræðingur, skrifar m. ‘a. forsíðugreinina í síðasta hefti (des. 1968) ameríska tíma- ritsins ,,Life" Verð kr. 387,00. ISAFOLD 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.