Þjóðviljinn - 29.12.1968, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIiLJTNN — Sunn.udagur 29, desember 1968.
Ctgefandi: Sameiningarflokknir alþýöu — Sósialistaflokkurinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjóísson.
Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustfg 19.
Sími 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. —
Lausasöluverð krónur 10,00.
Sjómenn húast til varnar
pulltrúar sjómannafélaga víða af landinu koma
saman á ráðstefnu 1 Reykjavík í dag til að ræða
og móta kröfur sjómanna í væntanlegum samn-
ingum. Ráðstefnan kemur saman eftir að sjómenn
hafa orðið fyrir lúalegri og einstæðri árás af hálfu
meirihluta Alþingis. Þingnnenn tveggja stjórn-
málaflokka, Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins, samþykktu þá og bundu í löggjöf gerbreytingu
á hlutaskiptakjörum íslenzkra sjómanna, afnámu
samningsbundin ákvæði allra sjómannafélaga í
landinu um sjóimainnshlutinn, ákváðu. allir sem
einn að hundruð miljóna af samningsbundnum
launum sjómannastéttarinnár skyldi afhent út-
gerðarmönnum; taka skyldi af aflahlut sjómanna
til þess að borga fiskiskip, án þess að sjómenn eign-
ist í þeim nokkurn hlut, og taka skuli verulegan
part af sjómannshlutnum haCda útgerðarmönnum
í sjálfari útgerðarkostnaðinn. Viðurkenndu þó jafn-
vel þingmenn úr hópi þeirra sem þetta óhæfuverk
unnu, að sízt væru útgerðarfyrirtækin rekin þann-
ig mörg hver, að rétt væri að ausa í þau peningum.
^jómenn hafa átt í vök að verjast með kjör sín á
undanförnum áruim. Það hefur ekki verið í neitnu
samhengi við aflabrest og verðfall á afurðum að fé-
lagsskapur sem kallar sig Landssamband íslenzkra
útvegsmanna hefur áratugum saman róið að því
öllum árum að rýra og skerða aflahlut sjómanna, og
beitt til þess hinum fáránlegustu röksemdum. Þó
hefur þessum samtökum orðið lítið ágengt í hlutar-
skerðingarherferðunum neima þegar þau hafa get-
að misnotað vald ríkisstjórnar og Alþingis til að
framkvæma árásirnar á sjómannshlutinn. Alræmt
er meðal sjómanna að ríkisstjórn Alþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins greip inn í kjaradeilu með
gerðardómslögum um kjör síldveiðisjómansna, en
þau lög voru notuð til að rýra hlut sjómanna veru-
lega. Sjómenn bættu þó fyrir sér í næstu samning-
um en náðu ekki fyrra hlut að fullu. Emil Jónsson
hlaut imiklar óvinsældir af þessu verki meðal sjó-
manna, en það var þó að sjálfsögðu ríkisstjórnin
öll sem ábyrgð bar á verkinu, og lét einn forystu-
manna íhaldsins í sjómannasamtökunum, Pétur
Sigurðsson, vel af á Alþingi. Nú er enn beitt til ó*
hæfuverks gegn sjómönnum sjávarútvegsmálaráð-
herra Alþýðuflokksiins, Eggert G. Þorsteinsson og
allir Alþýðuflokksþingmennirnir gerðust samsekir
með því að samþykkja árásina á sjómannshlutinn.
Og von er að sjómönnum og vandamönmum þeirra
þyki hart að ájá Alþýðuflokkinn í því hlutverki,
þó að sjálfsögðu beri Sjálfstæðisflokkurinn einnig
alla ábyrgð á þessuim ljótu aðförum; og enn sam-
þykkti trúnaðarmaður sjómannasamtakanma, Pét-
ur Sigurðsson, þessa árásarlöggjöf og skerðingu á
sjómannshlutnum,
^jómannasamtökunum er mikil-1 vandi á höndum
að svara slíkri árás. En þess skyldi minnzt, að
þimg Alþýðusambands íslands mótmælti árásinni
eindregið og hét sjómönnum stuðningi verkalýðs-
hreyfingarinnar allrar. — s.
Æ SKAN ★
0! G SOSiAL ISMINN 1
Ritnefnd: Ölafur Ormsson og Páll Halldórsson.
Löfrregluþjónar hafa borið að ofbeldisaðgerðir þeirra hafi verið framdar að tilskipan dómsmálaráðuneytisins. Hér birtist aðeins ein
hlið almennrar valdbeitingarstefnu ríkisstjórnarinnar. — Á myndinni má sjá lögxeglulið brjóta niður með kylfum kröfugöngu til
stuðnings lífskjarabaráttu launþegastéttarinnar s.l. mánudagskvöld. — Ljósm. Þjóðv. A. K.
PRÓFMÁL
Málflutningur lögreglunnar
eifitir DÍbeldisaögerdirnar s. 1.
laugardag og mánudag hefur
verið heldur óburðu'gur og lítiis
samrseimis hefiur gætt. Hér
skulu nefnd dæimi um þetta:
1. Á laugardaig var borið e.f.:
a) Lögreglan þynflá að forða ó-
spektum (Guðm. Hermannsson).
Ath. Eftir fundinn í- Tjamar-
búð sl. laugardagskvöld átti að
ganga um miðbæinn til banda-
ríska sendiráðsins. Engum heil-
vita manni dettur í hug, að til
óspekta hefði getað komið i
miðbænum, og það ber einnig
að hafa í .minni að á svipuðum
tíma í fyrravetur efndi Æs'ku-
lýðsfylkingin til hópgönigu eftir
fund á Hótei Borg frá Alþingis-
húsinu til bandarísika sendi-
ráðsins. Sú gamga fór einnig um
miðibæinn og kom hvorki til ó-
spekta þar né heidur uppi við
bandaríska sendiráðið. Samstarf
við lögregluna var mjög gofct.
b) Lögreglan gæti ekki leyft
gön.gu á móti umferðinmi. —
(Bjarki Elíasson).
Ath. Lögreglumni var boðið á
laugardag, að leið göngunnar
yrði breytt þannig, að hún
fylgdi ætíö umferðinni og yrði
genigin Lækjargata, Austur-
stræti, Hafnarstræti, Lækiar-
gata og að bandaríska sendi-
ráðinu. Þessari málamiðlun
hafnaði Bjarki Elíasson þegar i
stað, og svaraði með briðja
fyrirslættinum:
c) Lögreglan gæti ekki* yfir-
leitt leyft göngu um miðtoæinn
vegna umferðarinnar (Bjarki
Elíaisson).
Til lesenda
Æskulýðssáða Þjóð-
viljans sikorar á fólk
að seíida skriflegar frá-
sagnir af ofbeldisað-
gerðum lögreglunnar
laugardaginn 21. des.
og mánudaginn 23. des.
Einkum er æskilegt
að númer viðkomandi
lögregluþjóna fylgi
skýrslunni, ásamt
nafni, heimilisfangi og
símanúmeri þess er
skýrsluna sendir.
Ath. Hér sitendur hnífurinn í
kúnni, og verða ekki höfð fleiri
orð um það, en tekið skal fram
að ætli lögneglan og yfirvald
hennár, dómsmálaráðuneytið,
að áskilja sér slíkan rétt til að
hrekja kröfugöngur út í hliðar-
_gpt,ur eða jafnvel óbyggðir, þá
stöndum við frammi fyrir stór-
felldri lýðræðisskerðingu, sem
brýtur í bága við íslenzka
stjórnarskrá ag ekiki er hægt
að þola.
2. Á mámudag var e.f. borið
við:
a) Ekki væri hægt að leyfa
göngu um miðbæinn, því að
lokað væri fyrir alla umferð
þar og hefðu engir hópar
manna neln sérréttindi í þeim
efnum (Guðmundur Henmanns-
son).
b) Aðeins væri hægt að leyfa
gönigu um miðbæinn, af því að
lokað væri fyrir umferð í hon-
um hvort sem var. (Bjarki Elí-
asson).
c) Ekki væri hægt að leyfa
göngu á móti umferð (Bjarki
Elíassan).
\ .
Ath. Þessu banni lögreglunn-
ar var sivarað með því að bjóða
göngu um Austurstræti, Aðal-
stræti, Hafnarstræti, Hverfis-
götu, Fraikkastíg, Laugaiveg og
Bamkastræti, þannig að gainigian
fylgdi umferðinni. En þessari
málamiðlun' hafnaði lögreglan
einnig.
Hér hefur verið drepið á,
hversu málfflutningur lögregl-
unnar hetfur verið ósamhljóða
og órökréfctur. Ástæðan er sú,
að lögreglan hefúr almennar
fyrirskipanir frá dómsmálaráð-
herra um að kwna í vag fyrir
Framhald á 13. síðu.
Dreifibréf á Þorláksmessu
Bréfið, sem dreitft var fyrir
fundinn í Sigtúni á Þorláks-
messu var svohljóðiandi:
Samkvæmt íslenzku stjómar-
sikránni er ekki hægt að leggja
bann við því, að borgarar safn-
ist saman óvopnaðir á almanna-
færi í friðsamlegum tilgangi.
Með þessu er reynt að tryggja
lágmarksréttindi í fólagslegum
og stjómmálalegum efnum.
Engu siður átti sér stað sl.
laugardag sá atburður, að gestir
á fundi í Tjamarbúð vöknuðu
upp við þann vonda draum, að
lögreglan hafði umkringt húsið
á meðan á flundinum stóð, og
hóf handtökur um leið og fólk
byrjaði að tínast út. /
Fundur þessi hafði verið
haldinn í tilefni 8 ára afmælis
Þj óðfrelsi sfylkingarinnar í Suð-
ur-Víetnam, og hafði banda-
rískur stúdentaleiðtoigi haft
fraimsögu, ásamt Sveini Hauks-
syni stjórnarmanni í Stúdenta-
félagi Háskóla íslands. Enn-
fremur hafði verið lesið víet-
namskt ljóð í þýðingu Þorsteins
Valdimarssonar og ljóð um
Víetnam eftir Hannes Sigfús-
son. Markmið lögreglunnar var
að hindra kröfugöngu, sem átti
að fara um miðbæinn að banda-
ríska sendiráðinu, þar sem mót-
mælaályktun fundarins skyldi
afhent.
Á lögreglustöðinni báru lög-
regluibiónar, að tilskipun um
að stöðva göniguna hefði komið
frá dóms- og iðnaðarmálaráð-
herra Jóhanni Hafstein. Hér
birtist aðeins ein hliðin á vald-
stjómarstefnu Viðreisnarstjóm-
arinnar. Eins og hún hefur ó-
gilt samnimg verkalýðsfélag-
anna með stiómarfarslegum
ráðstölfunum, eins og hún hefur
beitt sjómenn lögþvin'gunum,
bannig brýfcur hún einnig
mannréttindaákvasði stjómar-
skrárinnar til að bóknast yfir-
boðurum sínum i Washington.
Framtíðarsýnin birtist svo í Ál-
verinu í Straumsvík, þar sem
íslenzkir launþegar eru beittir
meiri harðneskju en dæmi
þek'kjast til á Islandi í langan
tíma. Launiþegar í Straumsvík
hatfa hengt upp í snöru ■ sam-
festing merktan ISAL með á-
festri húfu til aðvönunar er-
lendum yfirboðurum sínum.
Barátta fyrir fundafrelsi og
frelsi til kröfugangna er aðeins
einn þáttur f almennri réttinda-
baráttu íslenzkrar albýðu gegn
ríkisstjóm, sem hyggst láta
harðstjóm erlendra auðhringa
leysa óstjóm sjáltfrar sin af
hólmi. Þessi rfkisstjóm eða er-
lendir yfirboðarar hennar eiga
vafalaust eftir að beita gamla
nazistanum, Sigurjóni Sigurðs-
syni, lögreglustjóra, gegn is-
lenzkri verkalýð.shreyíingu. Við
erum minnug þess, að Sigurjón
Sigiurðtsson, fyrrverandi ritari
íslenzka nazistaiflokksins gekk
gæsagang i einkennisbúningi
um götur Reykjavíkur fyrir
stríð. Við erum einnig mdnnug
þess, að flokkstoræður hans
brutu niður verkalýðshreyfing-
una í Þýzkalandi.
Að dreifinigu bréfs þessastóðu
Æskulýðsfylkingin og Félag
róttæfcra stúdenta.
Reykjavíkurgmga
Æskulýðsfylkingin, samband ungra sós-
íalista, og Félag róttækra stúdenta, boða til
REYKJAVÍKURGÖNGU 5. janúar.
MEGINKRÖFUR GÖNGUNNAR:
1. Vemdun skoðanafrelsis á íslandi og rétt-
ur til að koma skoðunum á framfæri
samkv. ákvæðum stjómarskrárinnar.
2. Valdbeitingarstefnu ríkisstjórnarinnar
í kjaramálum launþega verði hrundið.
Innrás erlendra auðhringa í landið verði
stöðvuð. Mótuð verði þjóðleg efnahags-
málastefna á grundvellj markvissrar
heildarstjórnar atvinnumála og utanrík-
isverzlunar.