Þjóðviljinn - 05.01.1969, Side 10
10 StBA — Þ®OÐVmJINIM — Sunawid^tr 5. jaiuúar I90&.
I
SEBASTIEN
JAPRISOT:
fyrir öskubusku
*>
30
á adra hæd og innum fyrstu dyr
til hægri. Það er baðlherbergi.
Og svo verðið bér sj álfur að
komast að því sem eftir er. >ér
þurfið að hafa skxúflykíl með
yður.
— Hvað eru þær með í bígerð,
þessar tvær? sagði hanm
r— Ég veit það ekki. En hafi
ág skilið það rétt, þá skiljið þér
það víst líka. Við hittumst í
kvöld á kaffihúsinu í Les Lee-
ques. Um tíuleytið ef það hent-
ar yður.
— Og hvað hafið þér með
yður?
— Ég get látið yður hafa tutt-
ugu og fimim þúsund í viðbót.
En þér verðið víst að bíða í
nokkra daga eftir þvi sem á
vantar.
— Heyrið mig nú, hingað til
hef ég tekið létt á þessu, vegna
þess að ég hef gert ráð fyrir
að þetta væri efcki annað en
uppátektarsemi úr kvenfólki. En
ef þetta reynist vera eittlhvað
alvarlegra, þá vil ég ekki taka
neinn þátt í þessu, það skuluð
þér vita.
— Meðan ág veit hvað um er
að vera, verður ekkert alvarlegt
úr því, sagði Micky. — Enda
hafið þér alveg rétt fyrir yður:
þetta er ekki annað en uppá^
tektasemi úr kvenfólki.
— 0 — N
Um kvöldið stóð hann og beið
eftir henni í litlu hliðargötunni,
þar sem hún hafði lagt bílnuni
kvöldið áður.
í — Þér skiuluð ekki fara út úr
bílnum, sagði han-n. — Við skul-
um aka áfram. Ég er ekki sér-
lega sóiginn í að láta sjá mig
tvisvar með yður á sama stað.
Þau óku meðfram ströndinni
við Les Lecquas og síðan beygöi
Micky inn á véginn tii Bandoi.
— Nei, ág vil enga aðild eiga
aö þessu, sagði hann meðan þau
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslustofa
Kópavogs
Hrauntungu 31 Siml 42240
Hárgreiðsla Snyrtingar
SnyrUvörur.
i'egrunarsérfræðingur é
staðnum
Hárgreiöslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18, III. hæð (lyfta)
Súni 24-6-16.
Perma
Hárgreiðslu- og snyrtistoía
Garðsfsnda 21. SlMI 33-968.
— Agn
óku áfram. — Ekiki þótt þér
byðuð mér tífalt meira.
— Ég hef þörf fyrir yður.
— Þér þurfið ekki annað en
fara til lögreglunnar Dg það í
skyndi. Það er meira að segja
óþarfi að fara út í smámuni, því
að það þarf sko ekki annað en
skrúfa þessa ró af og lesa sím-
skeytið: þessar tvær ætla svo
sannarlega að koma yður fyrir
kattamef.
— Svo einfalt er það nú ekki,
sagði Micky. — Ég get ekki farið
til lögreglunnar. Ég þarf á yður
að halda til að stöðva betta. en
ág fæ enn meiri þörf fyrir Do-
menicu og það á ég eftir að hafa
árum saman. Þér getið alveg lát-
ið vera að reyna að skilja þetta
og ég vil ógjaman úts'kýra það
nánar.
— Þessi þama i Flórens, hver
er það?
— Hún heitir Jeanne.
— Er hún svona æst í pening-
.ana yðar?
— Nei, í rauninni held ég það
ekki. Það er ekki víst heldur að
þeir séu ástæðten, en það kemur
engum öðnum við. Hvorki lög-
reglunríl, yður eða Domenicu.
Hún þagðd þangað til þau
komu til Bandol. Þau ó'ku í átt-
ina að spilavítinu, sem stóð við
endann á baðströndinni, en þau
fóm ekki út úr bílnum bótt bún
dræpi á vélinni.
— Vitið þér hvernig þær ætla
að fara að þessu? spurði Micky
og sneri. sér að honum.
Þetta kvöld var hún í tyrkja-
bláutrn síðkjól, opnum ilskóm og
sömu peysunni Dg .kvöldði áður.
Hún hafði tekið bíllyklana úr
og rnargsinnis meðan hún var að
tala,* þi-ýsti hún þeim að vang-
anum, næstum gælulega.
— Ég var í tfu mínútur uppi
í baðherberginu, sagði ungi mað-
urinn. — Ég sá að „Clarisse“
var nafnið á vatnshitaranum. Ég
losaði róna sem er yfir pípu-
samstæðunni ýfir gluigganum.
Pakkningin er alveg gegnsósa af
raka. Frammi á ganginum em
iíka ótal pípur en ég var ekkert
að athuga bser; ein ætti að duga
þeim. Nú þurfa þær ekki annað
en herbergi með lokuðum glugg-
um og vökulogann á vatnshit-
aranum. Hver sá annars um
þessa lögn? Þetta hefur verið
gert alveg nýlega.
— Pípulagningameistari frá La
Ciotat.
— En hver var hér meðan ver-
ið var að vinna verkið?
— Jeanne var héma víst í
fébrúar eða marz. Það var hún
sem hafði eftirlit með því.
— Þá hefur hún hæglega get-
að útvegað sér samskonar ró.
Þetta er neffmilega alveg sérstök
gerð, því að hún hleypir gasinu
ekki út, jafnvel þótt pakkningin
væri gölluð. En ef önnur hvor
þeirra þyrfti að brjóta ró. þá
væri hægt að sjá það. Þér getið
reitt yður á að þær haffa vararó.
— Þér ætlið að hjálpa mér, er
það ekki? •
— Hvað fæ ég fyrir það?
— Það sem þér sögðuð sjálf-
ur: tíu sinnum það.
— Áður en ég segi já, langar
mig til að vita hvað það er sem
þér hafið hugsað yður, sagði
hann, þegar hann var búinn að
ítaga málið stundarikom. —
þetta héma með að stæla yður í
símann, já, það er svei mér
ósvíffið, en maður sikilur svo sem
hver tilgangurinn er. Nú hef ég
fylgzt með þessari stúlfcu lang-
tímum saman. Ég er farinn að
þekkja hana, sikal ég segja yður.
Hún er ein af þeim sem lætur
sér ékkert fyrir brjósti brenna.
— Ég er nú ekki viss um að
það sé rétt, sagði Micky.
— Hvað ætlið þér að gera?
— Ekki neitt, ég er búim að
segja það. Ég þarf á yður að
halda til að geffa henni gætur.
Jeanne kemur bráðum hingað
til okkar. Það sem ég vil fá að
vita er hvenær þær haffa hugsað
sér að kveikja í húsinu.
— Þær em kannski ek'ki bún-
ar að ákveða það enn.
— En þegar þær gera það, þé
verð ég að fá að vita það. Ef
ég fæ aðeins að vita hvað stend-
ur til, þá lofa ég yður að ekk-
ert skal koma fyrir.
— Ágætt. Ég skal reyna. Nokik-
uð fleira? *
— A kvöldin er húsið yfirleitt
tómt marga klu'kkutíma í senn.
Þegar við emm farnar út, gæt-
uð þér hæglaga skotizt upp og
athugað hvað pakkningunni líð-
ur. Það væri ef til vill vísbend-
ing. Ég get ekki hindrað hana
í bví að halda áfram. Hún barf
ekki annað en loka dymnum
begar hún fer í bað.
— Af, hverju talið þér ekki
héldur út um þetta við þær báð-
ar tvær? spurði ungi maðurinn.
— Gerið þér yður ekki ljóst að
hverju bér emð að leika vður
núna? ,
\ — Jú, að eldinum, sagði Micky.
Hún hió. Snöggum, gleðisnauð-
um hlátri. Svd ræsti hún bílinn
á ný.
A heimleiðinni talaði hún mest
um hann, um hreyfingar hans
sem hún var svo hrifin arf. Hamn
■var að hugsa um að hún væri
bæði fa'lla'rri og snyrtilegri en
nokkur stúlka sem hann haffði
áður þekkt, en hann yrði að
halda vöku sinni. Enda bótt hún
myndi nú á stundinni fallast á
.bað að fara með honum á ein-
hvem stað bar sem þau gætu
báttað saman, bá myndu tíu
sinnuim hundrað búsund franikar
sem sesm áður endast lengur en
sú svÍDstund sem bau gætu átt
saman.
Það var eins og hún gæti les-
ið hugsanir hans, því að hún
ileppti stýrinu með annarri hendi
og rétti honum' periirigana sem
hún hafði lofað honum þá um
kvöldið.
Enda bjó harín heima hjá for-
éldrum sínum og það var alltaf
óttaleg fyrirhöfn þegar hann
þurfti að útvega sér samastað.
— O^-
Hann gerði það sem hún hafði
beðið hann u-m. Fjórum sinnum
í sörrau vikunni sá hann ungu
stúlkiuimar tvær aka út í hvíta
MG-bítnum til að eyða kvöldiniu
guð má vita hvar. Siíðan gekk
hann inn í húsið, gegnum bíl-
skúrinn sem ævinlega sitóð op-
inn, og attagaði pakkninguna.
Tvi svar enn hitti bann litla
erffingjann með síða dökka hár-
ið: síðdegis, þegar hún lá ein á
ströndinni og um kvöld niður við
höfn f La Ciotat. Hún virtist svo
róleg, rétt eins og hún hefði
þetta allt í hendi sér. Hún hélt
því sífellt fram að ekkert myndi
koma fyrir.
En a'llt í einu, efitir að há--
vaxna konan með ljósa hárið var
komin tiil Cap Cadet, varð hún
allt öðru vísi.
Hann fylgdist með þeiim öfl-
um þremur í heila viku, án þess
að Micky léti frá sér heyra. Oft-
ast haffðist hann við í ’nánd við
veginn sem lá upp að húsinu
baka til, en stöku sinnum lædd-
iét hann nær, svo að hann gat
heyrt raddir þeirra inmanúr stof-
unum. Síðla dags kom Mieky
alein neðan frá ströndinni, ber-
fætt og í sundbol. Hún sagðist
ætla að tala við hann bá um
kvöldið.
Þau hittusf við höfnina í La
Ciotat. Hún fór ekki útúr MG-
bílmum, heldur rétti honum fimm
tíu þúsund franka seðla og lýsti
því yfir að hún þyrfti ekki leng-
ur á hónum að halda. Ef það
var saitt sem hún sagði, þá hafði
háváxna konan hvað eftir annað
tekið eftir honum í nágrenni
hússins. Og hvað sem því leið,
þá halfði hún nú fengið að vita,
að þetta hafði allt saman verið
í garnni. Hún vildi í allri vin-
semd ráðieggja honum að gera
sig ánæeöan með þá peninga sem
hann hafði femgið og gleyma að
öðru leyti þessu öllu saman,
Ef hann angraði hana á nokkum
hátt myndi hún svo sannarlega
sjá til þess að hann sæi efftir
því Dg hún kynni ráð til þess.
Áður en MG-bíllinn hvarf á
brott, ók hann tíu metra Ieið,
stanzaði, bakkaði sama spölinn
unz hann kom upp að honum
aftur. Micky hallaði sér út og
sagði:
— Hæ, annars, ég veit ekki
°inu sinni hvað bér heitið.
Hann svaraði að hún þyrfti
alls ekkert að vita um það héld-
ur.
— 0— •
Hann sagði mér að hann héti
Serge Reppo. Fyrst þegar ég
ætlaði að hrópa á hjálp, hafði
hann gripið fyrir munninn á mér
og ýtt mér alveg inn f bílskúr-
inn. Sffðan varð honum ljóst, að
ég ætlaði alls ekki að æpa og
Áva/lt i úrva/i
Drengjaskyrtur — terylene-gallar og mollskinns-
buxur — peysur — regnfatnaður og úlpur.
PÓSTSENDUM
O.L. Laugavegi 71
Sími: 20-141.
FÍFA auglýsir:
FYRIR TELPUR: Úlpur, peysur, kjólar,
blússur, stretchbuxur, sokkabuxur, pá'tt-
föt og nærföt. ,
FYRIR DRENGI: Úlpur, peysur, terylene-
buxur, skyrtur. náttföt og nærföt.
Verzlunin FÍFA
Laugavegi 99 (inngangur frá Snorrabraut).
HARPIf' er Ilmandi efni sem hreinsar
' salernisskálina og drepnr sýkla
*
SKOTTA
— Ég hef nóg að segja þér þegar ég hætti að veira vinkona hennar.
Þú ættir að vita hvað hún hiefiur sagit mér!
Blaðdreifing
Blaðbera vantar í Kópavog, — austurbæ.
Sími 40753.
ÞJÓÐVILJINN.
Auglýsingasími Þjóðvilians er 17 500
Happdrætti Þjóðviljans 1968
UMB0ÐSMENN
REYKJANESKJÖRDÆMl — Kópavogur: Hallvarður Guð-
laugsson Auðbrekku 21. Hafnarfjörður: Geir GunnarssoD
Þúfubarði 2 og Erlenduæ Indriðason Skúlaskeiði 18
Garðahreppur: Ragnar Ágústsson Melási 6 Gerðabrepp-
ur: Sigurður Hallmamnsson Hrauni Njarðvflcur: Odd-
bergur Eiríksson Grundarvegi 17 A Keflavík: Gestur
Auðunsson Birkiteig 13. Sandgerði: Hjörtur Helgason
Uppsalavegj 6 Mosfellssveit: Runólfur Jónsson Reykja-
tundi.
VESTURLANDSKJÖRDÆMI: — Akranes: Páll Jóhannsson
Skagabraut 26 Borgarnes: Olgeir Friðfinnsson Stykkis-
hólmnr: Erlingur v'iggósson Grundarfjörður: Jóhann Ás-
mundsson Kvemá. Hellissandur: Skúli Alexandersson
Ólafsvík: EUias Valgeirsson rafveitustióri Dalasýsla: Sig-
urður Lái-usson Tjaldanesi Saurbæ
, VESTFJARÐAKJÖRDÆMI- — fsafjörður: HalldÓT Ólafsson
bókavörðuT Dýrafjörður: Friðgefr Masnússon Þingeyri
Súgandafjörður: Þórarinn Brynjólfsson.
NORÐURLANDSK.TÖRDÆMl: vestra- Bíönduós: Guðmund-
ur Theódörsson Skagaströnd: Friðión Guðmundsson Sauð-
árkrókur: Hulda Sigurbjömsdóttir. Skagfirðfrisabraut 37
Siglufjörður: Kolbeinn Friðbiamarson Bifreiðastððinni
NORÐURLANDSKJÖRDÆMI eystra: - Ólafsfjörður: Sæ
mundur Ólafsson Ólafsvegi 2 Dalvík: Friðjón Kristinsson
Akureyri: Jón Haffsteinn Jónsson Þórunríarstræti 128
Húsavik: Snær Karlsson Uppsalavegi 29 Raufarhöfn: Ang-
antýr Einarsson skólastjóri
A T 7 STTTRL ANDSK J ÖRD ÆMl: - Fljótsdalshérað: Sveinn
Ámason Egilsstöðum Seyðisfjörður: Jóhann Sveinbjöms-
Íson Brekkuvegi 4 Eskifjörður: Alfreð Guðnason Neskaup-
staður: Bjami Þórðar9on bæjarstjórl ríeyðarf jörður:
Bjöm Jónsson kaupfélagJnu Hornafjörður: Benedikt Þor-
steinsson Höfn Vopnafjörður: Davíð Vigfússon.
STTÐURT.ANDSKJÖRDÆMI- - Selfoss: Þórmundur Guð-
mundsscm Miðtúni 17 Hveragerði: Björgvin Ámason
Hverahlíð 12 Stokkseyri: Frimann Sigurðsson Jaðri. V.-
Skafftafellssýsla: Magnús Þórðarson Vík í Mýrdal Vest-
mannaeyjar: Tryggvj Gunnairsson Vestmannabraut 8.
Afgreiðslustaðir happdrættisins í Reykjavík eru i Tjarnargötu
20 og Skólavörðustíg 19.
___________________