Þjóðviljinn - 25.01.1969, Blaðsíða 2
2 SfÐA — ÞJÓÐVILJTmr — Laiu@apdiaguir 25. jaaiúiar 1960.
Handknattleikur:
Ssland verður að vinna lands-
leikinn við Spánverja í dag!
Það er ekkert sem heitir, í
dag verðum við að vinna lands-
leikinn við Spánverjana. Við
höfum verið að tapa fyrir siterk-
GEIR — hvernig tekst honum
upp gegn Spánverjimum?
ÍBK og Breiðablik
leika í Kópavogi
í dag, laugardag, fer fram aef-
ingaleikur á Kópavogsvellinuim
rnilli knattspyrnuliða Breiða-
bliks og ÍBK.
ustu handknattleiksþjóðum
hcims undanfarin ár með þetta
einu og tveim mörkum og það
er orðið mál að því linni og að
við förum að sigra. Að vísu er
varla hægt að segja að Spán-
verjar séu eia af sterkustu
handknattleiksþjóðum heims, en
þeir hafa sýnt miklar fram-
farir i íþróttinni að undan-
förnu og m.a. sigrað Ungverja
fyrir stuttu, og það gera engír
skussar.
Eins og sagt var frá hér í
blaðinu fyrir landsleikina við
Tékka, þá hafa orðið algjör
kynslóðaskipti £ ísl. landsliðinu
í handlkinattleik í ár. Nú tfyrir
þennan leik við Spánverja
komur þetta enn greinilegar í
ljós, því að Ingólfur Óskarsson,
sem verið hefur einn af „stór-
köllunum" í handknatiíleiknum
á undanfömum árum, er ekki
í liðinu að þessu sinni. Og í
hans stað kemur algjör nýliði
í landsliðinu.
Nöfn eins og Gunnlaugur Hj.,
Karl Jóh., Ingóifur Ósk., Birg-
ir Björnss., Guðjón Jónsson,
svo einhverjir séu nefndir af
þeim sem þorið halfa uppi
landsliðið alit til þessa, enu
horfin úr liðinu. I þeirra stað
eru svo komnir ungir menn
sem koma til með að vera burð-
arásar liðsins á naestu árum.
Þetta er hin rétta þróun og
það lið sem sent ér gegn Spán-
verjunum í dag er áreiðan-
lega það sterkasta sem við get-
um teflt fram að þvi undah-
sklldu að Jón Hjaltalin er far-
Hvatningaróp áhorfenda eru íslenzka liðinu mikils
virði.
inn utan til náms og lei'kur því
ekki með að þessu sinni.
Leikurinn í dag hefst kl.
15.30 í íþróttahúsinu í Laugar-
dal og er mönnum ráðlagt að
fá sér aðgöngumiða í tíma, því
að þegar fyrri leikurinn við
Tékka fór fram komiust ekki
allir að sem vildu, Að lolkum
skal áhorfendum bent á einu
sinni enn, hversu gífurlegur
stuðningur það er fyrir íslenzka
liðið að heyra hvaitningarópið:
ÁFRAM ISLAND!
S.dór.
Knattspyrnan á morgun:
Landsli&ið gegn
íslandsmeisturum
A morgun kl, 1.30 hefst leik-
ur landsliðsins við KR og fer
hann fram á Valsvellinum. Að
þessu sinni hefur sá háttur
verið tekinn upp að leyfa fé-
lagsliðinu, sem Ieikið er við, að
halda sinum mönnum sem ann-
ars ættu að leika með Iandslið-
inu. Því munu þeir Eyleifur
Hafsteinsson, Þórólfur Beck og
Halldór Bjömsson Ieika með
KR cn ekki landsliðinu, eins og
þeir hafa gert síðan þessir æf-
ingalcikir hófust.
Hvort þetta er rétt eða ekiki
síkal látið ósagt, þar sýnist sitt
hverjum. En sé það rétt sem
heyrzt hefur að KR-ingar ihafi
neitað að leika við landsliðið
nema að þeir héldu öllum sín-
um mönnum, þá er farið inná
hættiuilega braut. Ef einu félag-
inu líðsit að setja skilyrði, þá er
vist að önnur koma á eftir og
þá er KSl komið í varnar-
stöðu gagnvart félögunum sem
er eittfhvað það versta sem
sambandið getur hent.
Hitt er svo annað mál, hvort
leyfa á félögunum sem leikið
er við hverju sinni að halda
sínum mönnum; það er sjón-
armið útaf tfyrir sig en fnum-
kvæðið í því á að koma' fró
KSl en ekki félögunum og þá
verður einnig að láta jafnt yfir
Framhald á 9. síðu
Sovézka sjónvarpið keypti Sögu Forsytanna
Bætt
úr hneyksli
Fyrir nokkru var greint frá
þeim furðulegu tiðindum að
framkvæmd hefði verið mjög
tiifinnanleg og ósæmileg
skerðing á tryggingakerfinu.
Daggjödd og fæðingairstofu-
gj ald voru hækfcuð mjög veru-
lega á fæðingairstofn'Unum, en
fæðingarstyrkurinn hélzt ó-
breyttur. Með þessu var lagt
á sængurkonur sérstakt gjald
sem nam hátt í fimm þúsumd-
um króna, og mátti þá segja
að ríkisstjórnin væri farin að
seilast furðu langt í skatt-
heimtu sinni þegar nýjum
ríkisborgurum var fagnað
með innheimtuseðli. Auðvitað
bar tryggingamálaráðherrann,
Eggert Þorsteinsson, ábyrgð
á þessari þróun; hún er til
marks um það hvemig verð-
bólgustefna viðreisniarinnax
grefur sí og ae undan öllum
félagslegum viðhorfum.
Alþýðubilaðið hiefur nú
greint frá því að Eggert Þor-
steinsson hafi hug á að bæta
úr þessu hneyksli og muni
flytja frumvarp þess efnis er
þinjg kemur saman; er það
samnarlega fagniaðarefni að
hann á eftir snefil af blygðun-
arkennd, og stafar það eflaust
af því að ráðberrafeTÍll bans
er skemmri en annaxra. Hitt
er svo til marks um áróðurs-
aðferðir Alþýðublaðsins að
það birtir sérstaka forustu-
grein Eggerti til lofs og dýrð-
ar af þessu tilefni; hefði verið
maklegra að blaðið hefði
snuprað ráðherra sdnn þegar
hneykslið gerðist. Þó ma að
vísu viðurkénna að það heyr-
ir til undantekninga í fari við-
reisnairráðherra að þedr leið-
rétti afglöp sin.
Or
líknarsjóði
Enn hefur ríkisstjómin tek-
* ið erlent lán ofan á skulda-
ldyfjar sem arðmar eru þjóð-
inni litt bærilegar, því vextir
og afborganir af stouldiunum
nema nú svipaðri upphæð og
árlegar gjaldeyristekjur lands-
manna af freðfisksölu. Þetta
nýja lán er tekið úr sjóði sem
tengdur er Evrópuráðinu, og
í opinbeirri tilkynningu er f j ár-
hirzlu þessari gefið nafndð
„viðreismarsjóður". Hið raun-
verulega nafn er hins vegar
flóttamannasjóður; hann var
til þess stofinaður að aðstoða
fólk sem orðið hafði að yfir-
gefa heimiabyggðir sínar í Evr-
ópu af ýmsum ástæðum, póli-
tískum og efnahagsiegum.
Þetta er sem sé líknarsjóður
og fjárfestingar úr honum
mannúðarsitairfsemi, hliðstæð
þeirri sem ástunduð er af
Rauða krossinum og öðrum
áþekkum góðgerðarstofnun-
um.
Ríkisstjómin hefur áður
lotið að því að þiggja fé úr
þessum sjóði, og hiafa þá
stjómendur hans orðið að
leggja fslenddnga að jöfiau
við bágstöddustu þegna Evr-
ópu. enda hafa þeir vafalaust
persónuleg kynni af sumum
viðreisnairráðberrunum.
— Austri.
— Ég held því enn fram, Emilía, að það sé mikil áhætta sem við leggjum okkur í, bara til að sjá
þennan kafla sem þú misstir úr sögunni okkar megin. (tJr ,,Information“).
Sjónvarpið næstu viku
Sjónvarpið, sunnudag 26. jan.
18.00 Helgistund. Séra Gísli
Brynjólfsson, fyrrum prófast-
ur.
18.15 Stundin okikar. Kyneir:
Svainhildur Kaaiber. Yndis-
vagninn — teiknimynd frá
finnska sjónvarpiniu. Þýðandi
og þulur Silja Aðalsteins-
dóttir. Séra Bemharður Guð-
mundssom segir sögu. Eldfær-
in eftir H. C. Andersen. Is-
lenzka brúðuleikhúsið. —
Stjórnandi Jón E. Guð-
mumdsson.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Fjölsíkyldurnar. Spum-
ingaþáttur. Spyrjandi: Mark-
ús Á. Einarsson, veðurfr.
Dómari: Bjami Guðnason,
prófessor. 1 þættinum koma
fram fjölskyldur frá Kóp*-
vogi og Seftossi.
20ö0 Maður í skrýtnum fötum.
(Man in the funny Suit). —
Bandariskt sjónvarpsleikrit. .
Aðalhlutverk: Ed Wynn,
Keenan Wynn, Red Skelton,
Rod Serling, Maxine Stuart
og William Roerick. Þýðandi:
Magnús Jónsson.
21.40 Afríka II. Myndin er í
f jórum þáttum og verða tvær
síðari myndimar sýndar tvo
næstu daga. Þýðandi: Krist-
mann Eiðsson.
22.25 Dagskrárlok.
Sjónvarpið mánud. 27. janúar.
20.00 Fréttir.
20.35 Chaplin dansar tangó.
20.45 Saga Forsyteættarinnar.
John Galsworthy — 16. þátt-
ur. Aðalhluitverk: Eric Port-
er, Susan Hampshire og
Nicholas Pennell. Þýðandi:
Þórður öm Sigurðssom.
21.35 Afríka III. Næst síðasta
mynd í fltokkmum um Afrííku.
Síðasta mynd verður sýnd
þriðjudaginn 28. jamúar. —
Þýðandi: Jón Thor Haraldss.
22.00 Dagskrárlok.
Sjónvarpið þriðjud. 28. janúar.
20.00 Fréttir.
20.30 Afríka IV. Síðasta mynd-
in í flokkmum um Afríku. —
Þýðandi: Óskar Ingimarsson.
21.25 Emgum að treysta. Francis
purbridge. Hér endar „Ævin-
týri í Amsterdam“, og rvý
saga heflst, sem nefnist „Kín-
verski hnífurinn". Þýðandi:
Öskar Ingimarsson.
22.25 Dagskrárlok.
Sjónvarpið mlðvikud. 29. jan.
18.00 Hans og Gréta. Ævintýra-
kvikmynd. Þýðamdi: Ellfert
Sigurbjömsson.
18.50
20.00 Fréttir.
20.30 Millistrfðsárin. (15. þátt-
«r). — Þessi þáttur fjallar
einkum um hinar miklu
framfarir í fluigsamgöngum,
sem urðu á ánunum 1919 til
1928. Einnig greinir frá vax-
andi veldi Japana á sjó og
borgarastyrj öld í Kína. —
Þýðandi og þulur: Berg-
steinn Jónsson.
20.55 Rautt og svart. (Le Rouge
et le.Noir). — Frönsk kvik-
mynd gerð árið 1954, eftir
samnefndri skáldsööu Sten-
dhal. Síðari hluti. — Leiksítj.:
Claude Auitant-Lara. Aðal-
hlutverfc: Gérard Philipe,
Danielle DarrieuK, Jean
Martinelli, Antomella Lualdi
og Antoine Balpétré. Þýð-
andi: Rafn Júliusson.
23.30 Dagsfcrárltok.
Sjónvarpið föstud. 31. janúar.
20.00 Fréttir.
20.35 Svart og hvitt. Skemmti-
ÞáitJtur The Mitcheil Minstr-
els. Þýðandi: Þórður örn
Sigurðsson.
21.20 Harðjaxlinn.
22.10 Erlend málefni.
22.40 DagskrárJok.
Sjónvarpið Iaugard. 1. febr.
16.30 Endurtekið efni. Island
fullvalda 1918. Þessa dagskrá,
sem byggð er á sögulegum
heimildum um þjóðlíf og at-
burði á fullveldisárinu 1918,
hafa þeir Bergsteinn Jónsson,
sagnfræðingur og Þorsteinn
Thorarensen, rithöf., tekið
saman fýrir sjónvarpið í til-
efni af 50 ára Mlveldi ís-
lands. Aður fflutt 1. desember
1968.
17.40 Skyndihjálp.
17.50 Iþróttir.
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.25 Opið hús. Einkum fyrir
unglingana. M. a. kemur
fram hljómsveitin Flowers.
Kynnir er Marin Magnúsd.
21.00 Ævintýraþrá. Kvikmynd
um sægarpinn Sir Francis
Chichesiter, ævintýralegan
feril hans og ótal dáðir
drýgðar í lofti, á láði og
legi. Þýðandi: Ingibjörg
Jónsdóttir.
21.30 Lucy Ball. Þýðandi Bríet
Héðinsdóttir.
21.55 Martröð. (Dead of Night).
Brezk kvikmynd gerð af
Michael Balcon árið 1945. —
Myndin er gerð eftir sögum
um sex dularfull fyrirbæri. —
Leikstjóri: Cavalanti, Charies
Crichten. Basil Dearden og
Robert Hamer. Þýðandi: —
• Ingifojöng Jónsdóttir.