Þjóðviljinn - 20.04.1969, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.04.1969, Qupperneq 4
^ SiÐA — í>JÓÐVTLJIN"N — Sunnudagur 20. apríl 1969. að vera á þingi — þarna hafa orðið nokkur endaskipti á fyrir- bærinu, menn snobba fyrir því að snobba ekki fyrir þeim sem eiga að stjóma þjóðfélaginu. Ganga upp í því að afgreiða allt það samkvæmi með mikilli fyr- irlitningu. Það er ekki laust við að manni sámi þetta, eða þá sproksetningar um að maður geri aldrei neitt. Satt að segja er það mjög mikið starf að vera þingmaður eins og ég kynnist því og kemur fæst af því fram opnberlega t. d- í þingfréttum. Þetta er allt önnur reynsla nú en þegar ég var kornungur þing- maður fyrir Seyðisfjörð út á 67 atkvæði, sem andstæðingamir bentu á að gætu komizt fyrir í einum strætisvagni. — Ertu þá ekki líka spurður að því hvort þingmennskan komi ekki í veg fyrir ritstönf? — Saitt að segja hefur verið heldur lítið næði til þeirra starfa. En maður er vanans dýr og ef þú ert einu sinni farinn að stússa við ritstörf, þá eru þau orðinn þessháttar partur af lífi þínu sem erfitt er að skilja við. Það er reyndar sáluhjálp- aratriði að geta setzt niður og stundað það sem ber skraut- nafnið sköpunarstarf, eitthvað sem maður er einn með, skila einhverju sem kvittar inni í manni. Þeir sem eru í pólitík af lífi og sál hafa sína fyllingu þar. En svo er ekki með mig, sú er þversögn í minni aðstöðu, að það er ekkert sem keimur mér í það ástand sem mér bezt fellur nema að sitja við skriftir. Það er von mín að ég geti alltaf á sumrin gefið mér tíma til að sinna þessari eigingjömu hvöt. Ég á mér ágætam stað uppi í Reykholti, friðsælan skógarreit þar sem heitir Eggertsflöt, þvi ég skrifa alltaf úti ef ekki rign- ir. ... Þrotlaust strit — En hvað finnst þér um ;framtíð Alþýðubandalagsins? — Menn verða að gera sér það ljóst að sú framtíð byggist fyrst og fremst á þrotlausu striti. Við segjum sem satt er að þetta er ójafn leikur, áróð- ursaðstaða stóru fltvkkanna mjög öfluig með þeirra stóru mál- gögn, en. ef við skiljum nauðsyn þessa þrotlausa starfs þá eig- um við mikla og raunveruiega von í áhrifum, trausti og trún- aði- Okkur hættir við að halda, að vinnubrögð sem tíðkast er- lendis eigi við hér heima í rík- ari mæli en rétt er. Það sem gildir í þessu litla þjóðfélagi er persónulegt samband. Sjónvarp- ið hefur breytt mörgu, tfmi hinnar stórhrikalega ræðu- mennsku fyrri daga er liðinn, fólk skelfíst við ef menn eru komnir inn í stofu hjá því í þeim ham. En þrátt fyrir sjón- varp þá getur ekkert komið í staðinn fyrir að standa augliti tii auglitis við fólkð, tala við það — þetta hofur reyndar sannazt í Sviþjóð ekki alls fyrir löngu. þar var allmikið um að horfið væri aftur að gamla forminu, fundahöldum. En ann- að er enn betra, að hitta fólkið sjálft bar sem það er við vinnu sína. Það er t- d. hægt að halda fundi fyrirvaralaust f kaffitím- um, bæði tala við menn og heyra þeirra mál. Það er oft kvartað yfir alls konar sambandsleysi, erfiðleik- um á því að vita, hvað héldur vöku fyrir þeim sem eru eldri eða yngri eða fást við önnur viðfangsefni. Víst er það rétt, að t. d. blöð og útvarp geifa takmarkaðar upplýsingar um það hvað fólk hugsar- En þá eru menn ekki of góðir til að fara til fólks, tala við það, heyra hvað þvf liggur á hjarta. Ef við eigum nógu marga menn, sem eru iðnir við þetta, þá hölf- um við apparat, sem getur kom- ið í staðinn fyrir voldiuigustu málgögn. Við þurfuim málligögn líka, auðvitað. Og okkur skortir ekki menn sem geta hugsað stórt í pólitík; það verður að korna fram í málgögnum, þar skal lýst hinum víða sjóndeild- arhring. En við getum ekki ætl- azt til þess að menn geri állt í senn: leggi hinar stóru línur og séu í daglegu puði, eða að þeir sem eru í daglegu puði byggi upp heildarmyndina- Það er kominn tími verkaskiptingar. Ég segi fyrir sjálfan mig að ég hefði t.d. getað fengizt mieira við að setja saman pólitískar ritsmíðar, en meðan verið er að byggja upp flokkinn hefur mér þótt meira um vert að ná góð- um tengslum við mitt kjördasmi. Hreinskilni og köld sturta Það er ónæðissamt að vera þingmaður í kjördæmi sem Vesturlandi. En þar kemiur á móti ómetanlegt tækifæri til að kynnast fólki. Ég hefi átt marga ánægjulega fundi á kaffistofum og undir beituskúrum. Það er ekki alltaf talað beint um póli- tík og: þessir fundir þurifa ekki að vera leiðinlegri, þótt fyrir séu vonlaus atkvæði hinna flokkanna — þó-tt það sé á- nægjulegra auðvitað, ef einhver vitkast örlítið meira í pólitík fyrir bragðið, og hver veit neraa einn og einn sé nokfcuð nær réttum kúrsi þegar slí'kum fundi er slitið. Siálfur er maður allt- af einhverri mannlgeri og póli- ..tískri reynslu ríkari. Það er hollusta að því að koma innan um þetta flólk, sam- herja og andstæðinga, ekki sízt þeaar kunningsskapurinn er orðin-n fullkomlega hreins'kilinn og ekki er hikað við að skamma mann. Það getur verið hressandi kalt steypibað. Og ef við víkj- um að okkar fólki beinlínis þá hefur samstarfið við það í kjör- dæminu verið mjög ánægjulegt. Margir menn hafa áttað sig á nauðsyn hins brotlausa starfs og leggja mikið á sig fyrir hreyfinguna. Ég hef ekki bein- línis sótzt eftir fo-rmlegtjm fundahöldum, en fundir með okkar fól-ki, t. d. í kjördæmis- ráði eru með allra skemmtileg- ustu s-amikomum. Þ-ar er sannar- lega talað af hreinskilni og þingmannsskepnan einatt sett undir köldu sturtuna. Það er einmitt þessi hrein- skilni begar allt er látið fiúka, uim leið og menn halda sig við félagslegan anda, sem er svo mikils virði. Svona hefði það alltaíf átt að vera í okikar hreyf- in-gu, og hefðuim við þá lasn-að við mörg þau sálarmein, sem hafa rekið menn gnístandi tönn- um hvem út í sitt hom — með andlitið upp að vegg. VI TÍTEX PEf pustmái.ningT .... -" %[ hBOÍ utanhúss fom ' • / HKHKj : ? i 1 I pjjpj] 1, W INNANHÚSS áM %/ slíppfelagTð 1 RÉYÍCJÁVIK í Utanhúss: VITRETEX plastmálning hefur mjög góða veðrunareiginleika og þolir sérlega vel á- hrif sjávarseltu. Málningin hefur nokkurn gljáa, þannig að áferðin er aðlaðandi auk þess sem hún hrindir mjög vel frá sér ryki og öðrum óhreinindum. HREINSUN ER ÞVÍ MJÖG AUÐVELD. Innanhúss: VITRETEX plastmáining er sterk, áferðar- falleg, auðveld í notkun auk þess sem hún er lyktarlaus og ýrist ekki þegar málning- arrúllur eru notaðar. Mikið litaúrval LEIT'IÐ UPPLÝSINGA HJÁ OKKUR. SÍMI 10123. Hreinlœtis og mi<S- stöSvartœki frá BÍLAR----------BÍLAR Við höfum selt bíla í fimmtán ár. FÓLKSBÍLA JEPPA VÖRUBÍLA. Bíll er verðmæti, látið þekkingu okkar f^yggja hag ykkar. AÐAL BÍLASALAN er aðal bílasalan í borginni. Skúlagötu 40 — símar: 15-0-14 og 1-91-81. MÁLMIÐJAN hf Akranesi Sími: 1831. J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30 MIÐSTÖÐVAKATLAR fyrirliggjandi í öllum stærðum. GÓLFLISTAOFNAR, ódýrustu fáanlegu miðstöðvarofnamir. AKURNESINGAR - BORGFIRÐINGAR! □ Húsgögn í miklu úrvali. Q Góðir greiðsluskilmálar. Verzlunin Bjarg h.f. Skólabraut 21 Akranesi, sími: 2007., FÉLAGSHEIMILIÐ RIEN AKRANESI er leigt út fyrir dansleiki, fundi, veizlur og hvers konar mannfagnaði. Hafið saimband við okkur í síma 1861 Akra- nesi. — Allar upplýsingar veittar á sama stað. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. ATHUGIÐ! Tek að mér alls konar pípulagnir. — Enn- fremur uppsetningu hreinlætistækja og fleira. HAFSTEINN SIGURBJÖRNSSON pípulagníngameistari. — Sími: 1861 Akranesi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.