Þjóðviljinn - 20.04.1969, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 20.04.1969, Qupperneq 8
g SÍÐA — ÞtfÓÐVILJINN — Suinnudagur 20. apríl 1069. FRÁ RIFI . Við löndun í Rifi. Sigurður Kristjánsson skipstjóri á Skarðsvikinni. — Fyrir aftam hann sést útgerðarmaðurinn Sveinbjörn Bcnediktsson. Þrifið fyrir næstu ferð. Þeir voru að landa í Rifi kvöldið sem við komum til Samds, svo við máttum aftur leggja á bílinn þennan versta vegarspotta leiðarinnar til að ná mymdum áður en þeir hóldu út aftur, sjómennirnir. Meðal þeirra sem voru að landa þetta kvöld var aflakóng- urinn, Sigurður Kristjánsson á mb. Skarðsvfk. Eins og afla- kónga er vandi lét hann ekki sérlega hátt yfir veiðinni: — Nei, það var ekki mikið, sjö eða átta tonn. Þetta hafur verið sasmilegt í vetur, 400 tonn eft- ir 33 róðra- Skarðsvíkin,. sem er 80 tonna bátur, er á netum og með 11 manna áhöfn, aflinn fluttur til vinnslu í frystihúsið á Hellis- sandi. Segist Sigurður veiða um þriggja klufckutíma siglingu vestur af Jökli, koma inn á kvöldin t>g halda út aftur á nóttunni kl. 5—6. — Við byrjuðum 15. febrúar og vorum á trolli framanf og ég hefði viljað halda áfram á troll- inu, segir Sigurður, það er það sem bezt hefur gefizt. Ekki vill Sigurður skipstjóri spá um útkomiu vetrarvertíðar- innar: — Það er eikki hægt. En það virðist vera 'fcoluverður fisfe- ur þótt lítið fáist í net og hef- ur verið ágætur afli á línu. — Og ertu sáttur við kjörin? — Eins og allir aðrir er ég óánægður með fiskverðið. Það fékksí 8% hækkun á fiskverð- ið, en hefði mátt vera 15—16%- En það varð að komast að ein- hverju samkomulagi og þótt sikipstjórar og stýrimenm vildu halda átfram baráttunni er vafa- samt fyrir fámenna stétt að stöðva allan flotann fyrst há- setamir telja sig geta unnið fyrir þetta. í brúnni hittum við útgerðar- manninn, Sveinbjönr) Benedikts- son, og spurðum hvort hann væri ekkert hrædduir um að mdssa aflakónginn, að einihver byði i hann. En Sveiulbjörn hefrur bakibryggingu: — Hanm á orðið í fyrirtækinu, sjálfur, strákurinn. * Daginn eftir hittum við fólk- ið sem var að vinna atfla bát- anna í Hraðfrystihúsi Hellis- sands, allt í neytendapakkining- ar á Bandaríkjamarkað. — Þannig verður varan verð- meiri, sagði Sigurður Magnús- son verkstj. í viðtali við Þjóð- viljann, við vinnum um 16 tonn á 10 tímum í þessa pakkn- ingu. Hefur verið stanzlaus vinna síðan vertíðin byrjaði og komnir rúmlega átta þúsund kassar í frost, yfir 100 tonn í salt og söltuð 20—30 toinn af þunnildum auk no!kkurs magns af keilu, sem hefur verið hert. Alls vinna um 60 manns hjá frysti'húsinu að saltfiskverkun- innd meðtalinni, meirihlutinn konur, og hafa húsmæðumar haft tækilfæri til að vinna hálf- Rögnvaldur Ölafsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. an dagimn. Dálítið er af að- komufólki, og er það allstað- ar að. — Er vinnsla í húsinu allt árið? ÍSIÍII! ibVXbíí Þómý Axelsdóttir og Gunnlaug Bárðardóttir pakka. Þeir ætluðu að skreppa heim á Sand áður en aftur yrði farið út.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.