Þjóðviljinn - 24.04.1969, Síða 8

Þjóðviljinn - 24.04.1969, Síða 8
3 SÍÐA — ÞJÖÐVELJrNN — Fiimituidagur 24. apríl 1969. I Þótt dr. Sigurður Jó'nsso'n lif- fræðingur hafi unnið árum sam- an við merlrileg rannsókniar- störf, hefur hann og starf hans verið Islendingum fremiur lítt kunnugt, þangað til nú fyrir skömrnu, þegar hann tók að &ér að stjóma þeirri hlið Surtseyj arrannsókn- amna, sem snýr að gróðrinum í' fjörunni og neðansjávarhlíðum eyjarinnar. Þessar rannsóknir hafa valkið tailsverða athygli og margt verið um þær skrifað í blöðum, en með þeim er þó ekki talinn nema lítíll hluti af þeim störfum, sem Sigurður fsest við, því að á vetuma dvelst hann í Frakklandi og gerir þar rann- ekki væri nein leið til að hressa upp á minnið og Sigurður hélt þá áfram: „Ja, ég þykist muna að aðal- efni ritgerðarinnar hafi verið æxlun og ættliðaskipti græn- þörunga, sem lifa beggja vegna hafsins, bæði við strendur ís- lands og Frakklands. Eftir margra ára ræktunartilraunir og athugun litnin.ga tókst að sýraa fram á, að regluleg ætt- liðaskipti fara fram meðal þess- ara þörumga. Það em kölluð ætt- liðaskipti, þegair tveir ættliðir, annar kynjaður og ein.litbna, hinn ókynjaður og tvilitraa, skiptast á, þannig að kynjaður liður getur aí sér ókynjaðan ALLT LÍF AF ÖÐRU LÍFI Norðvcsturcndi hraunrennslisins í Surtscy, fram undan hlíð gígsins „Surts unga“. Það er cftirtektarvert, hvc fjörugrjótið er þegar orðið lábarið. Séð heim að „Pálsbæ“ í Surtsey. sóknir á vegum Vísindastofnun- ar Frakklandis („Centre Nation- al de la Recherche Scientifique". en hún er þekkt undir skamm- sitöfuninni CNRS, borið fram „Seneres"). Mér datt það þess vegna í hug að sækja manninn heim og leita frétta um vísdnda- störf hans í heild og þau vanda- mál náttúrunnar, sem bann fæst eimkum við að leysa. Dag einn knúði ég því dyra á rannsófcn- arstofu þeirri, sem Sigurður hef- ur til umráða í Rue Lhomond í Latíniu'hverfi Parisar, og þótt hann sé jafnan hlédrægur, þeg- ar á störf hans er minnzt, sneri hann sér frá smásjánni og féllsf á að svara mínum leikmannlegu spumingum. Ég byrjaði á byrjuninni og spurði Sigurð fyrst um dokt- orsritgerð hans. Sigurður hló við: „Blessaður vertu, ég er alveg hnjinn að steingleyma því sem var i þess- ari ritgerð. Það eru sjö ár síð- an ég lauk við hana og ég er búinn að jarðsetja hana fyrir Iöragu“. Ég var ekki vel ánægð- ur, svo að ég spurði hann hvort lið, sem myndar síðan kynjað- an lið að nýju. Venjulega eru þessir ættliðir svipaðir útflits. En nú kom í ljós að þessu var öðruvísi farið hjá grænþörurag- unum: ættliðimir voru gersam- lega ólíkir útflits, svo ólikir að þeir höfðu verið taldir tvær ó- líkar tegundir og setti.r í óskylda flokka. Auk þess reyndist annar ættliðurinn vera hýstur í öðrum þörumgum og tók töluverðam tima að hafa upp á honum í náttúrunni. Utan um þessar at- huganir spunnust svo ýmsiar aðrar rannsóknir varðandi deil- ingarhætti frumunnar og fín- byggingu ýmissa hluta innviða hennar, einfcum litberakerfisins og frumuútveggjanna, sem at- hugaðir vom með radíókrist- allografískum aðferðum. Þessar athuganir leiddu til ýmissa nýj- unga í sambandi við gerð og hegðun frumunmar og þá eirak- um í sambandi við deilinigu fjöl- kjaimafruma og mólekúlbygg- ingu frumuveggjanma. Til sam- ans leiddu þessar athuiganir til aúróttæks endurmats á skoðun- um m-anna á þróunarkexfi græn- þörumgannia“. Þú munt hafa orðið að vinna að þessu verki á ýmsum stöð- um? „Já, ég var mikið á haframn- sóifcnarstöðinmi í Roscoff á Bret- agne við rannsókn fcialdsjávar- tegundamna, en svo féfckst ég eimnig við sam'anburðarrann- sóknir við Miðjarðarhafið við sjólíffræðistöðvamiar í Banyuls- sur-mer og Villefranche-sur-mer, rétt hjá Nizza. Ein aðalaðsetur mitt var hér í Latínubverfinu, við Sorbonne.en þar eru skilyrði til að rækta sjávargróður við breytilegar aðstæður. Ekki ber á öðru en tegumdimar sætti si'g vel við Parísarlífið". Hefurðu haldið þessum rann- sóknum áfram? „Svo má segja. Undanfarið h-ef ég þó reynt að beina athug- unum mtfnum emgömgu að lífs- ferlunum og þróun þeirra. í þessu skyni hef ég gert mér far um að hera saman fltffsferla frá ólíkuim stöðum, bæði frá strönd meginlamdsins og strönd Isflands, og eir tilganigurinn sá að ramn- safca einangraða sbofna, sem fimnast í N-Atflanzhafinu, og hvemig þeir séu fcomnir til sög- unnar. Það kemur netfnilega fyr- ir að ættfliðir lýsa yfir sjálfstaeði sínu og segja sig úr tengsflum við þann lífsferi'l sem þeir til- heyrðu;lífsferillinn rotfnar. Hvor ættliður fjölgar sér síðan sjálf- stætt án ættiiðaskiptimga, og getur jafnvel hafldið áfram að þróast á eigin spýtux. Þannig mynda þeir nýtt afbrigði eða jafnvel nýja tegund“. Hefur nokkur skýring fund- izt á þessu merkilega fyrirbæri? „Ástæðumar em sennilega margar. Það liefur m.a. komið í fljós við samanburðarrannsókn- ir, sem ég hef gert á íslenzkum, frönskum og þýzkum stofmum- um af tegundimmi Acrosiphonia arcta, að snöggar breytimgar geti orðið á erfðafari tegundar- innar um það leyti sem hún æxl- ast. Það kemur fram í því, að kynkjamamir renna eklri sam- an eftir að kynfirumumar hafa sameinazt, öfugt við það sem venjulega gerist, svo að um raiunverulega frjóvgun og kyn- þflöndun er ekki að ræða. heldur n.k. geldæxlun. Þeir einstaklíng- ar sem spretta upp af slífeum „eggjum" auka kyn sitt með sama hætti og þeir urðu sjálfir til og mynda þannig einan'graða stofna eða „undanvillinga“. En þetta er í rauninni ekki ný teg- und, heldur úrkynjað afbrigði. Undiarlegt er að ísienzki og fraraski stofndnn hafa lítið úr- kynjazt, og kynæxlun fer þar fram með eðlilegum hætti. Aft- ur á móti hefur sá þýzki að heita má algerlega úrkynjazt og er að mestu samansettur af hálfgeldum „undanvillingum". Þessar rannsóknir beinast fyrst og fremst að því að kanna breytanleika tegundarinnar og komást þan.ndg að þróuraartil- hneiginigu henraar og þeim or- söfcum, sem stjóma henni. Þær geta hví varpað ljósi á mjög merkiiegt vandamál: hvemiig tegundir geti yfirleitt úrkynjazt, og geta þannig leitt til vitneskju um það hvemig sumar tegundir hafi dáið út í jairðsögunni. Það gefcur vel verið að risaeðlumar hafi dáið út af því að þær hafi farið að verpa afbrigðilegum eggjum. Og þannig gæti farið fyrir manniskepnunni líka“. Þá gætum við kannski búizt við bók frá þér „um endalok tegundanna“? „Ætli ég deyi ekki út sjálfur áður en svo langt er komið“. II Svo að við víkjum nú að öðru, Sigurður, þá þykist ég vita að Surtsey hafi verið kærkomið rannsóknarefni og nýstárlegt ykkur líffræðingumim. „Strax og fyrirsjáanlegt var að Surtsey sykki ekki í sæ eins og svo margar goseyjar, sem skotið hafa upp kollinum fyrr og síðar, var hafiát handa um að raninsaikia hvernig lífiið hasilaði sér völl á þesisu nýja og ó- snorfcna landi. Þetta er einstakt tækifæri fyrir líffræðina. Þótt nokkrar rannsókrajr væiru gerð- ar á landnámi dýha og plantnia á Krafcatá eyjaklaisanum í Ausfc-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.