Þjóðviljinn - 05.07.1969, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.07.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. júli 1969. — málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandf: Otgáfufélag Pjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. iónsson Cáb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. FriðþJófssOn. AuglýsingastJ.i Ólafur Jónsson. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10,00. Borgaróstjórn j rnjög greinargóðri og glöggri ræðu í borgars'tjóm á fimm'tudaginn fjallaði Guðmundur Vigfússon, borgarráðsmaður Alþýðubandalagsins, um borgar- reikningana fyrir árið 1968. í ræðunni ben'ti Guð- mundur á óumdeilanleg einkenni á fjármálastjórn borgarinnar: 1. Gífurleg og raunar íiggvænleg skuldasöfnun á sér stað hjá borgarsjóði og borgar- stofnunum, en skuldaaukning borgarsjóðs og borg- arstofnana á síðasta ári naim um 326 milj. kr. og nema skuldimar við síðustu áramót nær tveimur miljörðum króna. — 2. Rekstrarútgjöld fara í lang- flestum tilfellum langt fram úr samþykktri áætl- un, en slíkt ber vott um óhófleg lausatök borgaryf- irvalda á fjármálum borgarinnar og borgarstjóm- in sjálf beinlínis sniðgengin sem æðsta fjármála- vald. — 3, Hlútfallsleg minnkun f jár, sem gengur til verklegra framkvæmda er áberandi, nema hjá þeim stofnunum sem efna til. vaxandi skuldasöfn- unar. — 4. Sífellt er seilzt dýpra og dýpra í vasa almennings. með álagningu útsvara og neyzlu- skatta, en gróðafyrirtækin sleppa við að bera rétt- mætan hluta byrðanna. í>annig höfðu álögð útsvör á einstaklinga hækkað um 52 miljónir króna frá 1967 til 1968, en útsvör fyrirtækja höfðu lækkað um 18 miljónir króna milli ára. — 5. Útistandandi skuldir fara stórlega Vaxandi. Tekjur innheimtast verr en áður og skuldasöfnun ríkisins hjá borgar- sjóði vex uggvænlega. Þannig hafa óinnheimt út- svör og aðstöðugjöld hækkað milli ára um röskar 40 miljónir og skuldir ríkisins við borgarsjóð nema um 150 milj. kr. og höfðu aukizt um tæpar 37 milj. kr. milli ára 1967 og 1968. — 6. Mjög uggvænlega horfir um fjárhag sumra mikilvægustu stofnana borgarinnar. Á þetta sérstaklega við um höfnina, en einnig hefur hitaveitan verið grátt leikin af gengisfellingum stjómvalda. Gengistap hitaveit- unnar vegna tveggja síðustu gengisfellinga er um 144 milj. kr. og skuldar hitaveitan nú fast að hálf- um miljarði króna. Uggvænlegra er þó ástand og fjárhagsafkoma hafnarinnar; sundahöfnin er ónot- að mannvirki, sem metið er á um 152 milj. kr. og hreinar tekjur hafnarinnar hafa minnkað vegna samdráttar í útgerð frá Reykjavík. * ^llar þessar sex ábendingar Guðmundar Vigfús- ^ sonar í sambandi við borgarreikningana minna um leið á þá stjómarstefnu, sem fylgt hefur verið, og eru talandi dæimi um hrikalegar afleiðingar hennar fyrir sveitarfélagið. Og það er enn alvar- legra að meginstoð þessarar stjómarstefnu er meirihlutinn í borgarstjóm Reykjavíkur. Það er því nauðsynlegt, að borgarbúar minnist þess mikilvæga hlutverks, sem þeir hafa að gegna þegar að kosningum dregur næsta vor. „Greinilegt er að það sem á skortir er fastari og ömggari f jár- málastjórn hjá borginni og gjörbreytt efnahags- stefna í landinu“, sagði Guðmundur Vigfússon í lokaorðum ræðu sinnar á fimmfudaginn. ,,Það verður ekki sízt verkefni Reykvikinga að tryggja þá breytingu sem til þessa þarf, bæði með breyt'tri skipan alþingis og borgarstjómar“. — sv. Sigmund Jóhannsson: „Ofrumlegar uppgötvarnlr spara miíjónir Vestm. 27/6 — Suannudaginn 22. þjn. birtdst í Þjóðviljanum frásögn af nokkrum atrið n í sambandi við fiskvirmsluvélar mínar og viðskipti okkar Ároa Ólafssonar. Frá mínum baejardyrum séð er sú frásögn í öllum höfuðatriðum rétt, en skrifuð með nokkuð ógætilegu orðavali, enda stóð ©kki á inn_ virðulegri afsökunarbeiðni blaðsins á „grófum mistökum. í fréttaflutnin.gi", ásamt grein. sem túlkar á lipran og kring- umfarinn hátt „sjónarmið" Áma. Þó af nógu efni sé að taka, langar mig til að svara þessæh grein nokkrum orðum, enda tel ég hana vægast sagt mjög vill- andi. Synjun um einkaleyfl Greinin hefst á því, að iðn- aðarmálaráðuneytið hafi a-m.k, tvisvar synjað um einkaleyfi á þeim forsendum, að ekki hafi verið um sjálfstæð hugverk að ræða. Það yrði of langt mál að gera þessu atriði full skil, en ég vil leyfa mér að benda á að fylgja þarf umsóknum eftir og sjá um að rétt sé á málum baldið, en það var einmitt hlutverk Áma. í sambandi við það væri fróðlegt að fá upplýst hvers vegna einkaleyfisumsókn, sem lögð var inn í nóvember ’68, lá óhreyfð þar til 29. maí sl. hjá ráðuneytinu, þar sem vantaði 1200 kr. í rannsóknargjald. Samkvæmt bókhaldí sameign- arfélagsins eru jpó bókaðar' greiðslur fyrir þetta viðvik milli 6 og 7 þúsund kr. Raðu- neytið hafði að sjálfsögðu til- kynnt þetta þeim áðila. sem ÁÓ nafði falið þetta verk fyrir mina hönd. Hvaða ástæðu hafði fyrrverandi prókúruhafi sam- eign.arfélagsins til að skilja svo við þetta ósjálfstæða hugverk mitt? Sameigtiarfélagið f sambandi við Sameignarfé- lag okkar Ároa vil ég aðeins vekja athygli á 2. gr. í samn. um hlutverk Sigm., þar sem segir, að Sigm. skuli hafa yfir- umsjón með allri framleiðslu fyrirtækisins, en Ámi hafði þó samið við smiðju Bemhards Hannessonar um smíði á um- ræddum vélum, áður en firmað var afmáð úr firm.askrá Vesit- mannaeyja. Ennfremur vil ég benda á 3. -<$> @nlinenlal Hjólbarðavilgerlir OPIÐ ALLA ÐAGA (LÍKA SUNNUDAGA) FRÁ KL 8 TIL 22 GUMMIVINNUSTOFAN HF. Skipholti 35, Roykjavlk SKRIFSTOFAN: *lmi 3 06 88 VERKSTÆÐIÐ: simi 3 10 55 lið samn. um hlutverk Á.Ó., þar sem segir. ÁÓ ber ábyrgð á bókhaldi og bankainnstæðum fyTÍrtækisins undir umsjón lög- gilts endurskoðanda. Mér er ekki kunmugt um að békbaldið hafi nokkurntíma verið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda, enda sýnist mér það vera illmögulegt, þar sem ÁÓ telur sig hafa glatað siðairi hluta sameignarsamn- i'ngsins en endiurskoðun hlýtur að byggjast á honum. Sá hluti samningsins er til í frumriti, undirritaður af Áma Ólafs- syni. f þeim hluta samningsins seg- ir m.a. að allur erlendur sölu- kostnaður greiðist af Á.Ó., nema erlend umboðslaun, og ætíð skuli eigendur fá greiðsl- ur úr sjóðum fyrirtækisins í réttu hlutfalli við eignarhlut sinn. Ennfremur. að hvorugum^ eiganda er heimilt að taka lán úr sjóðum fyrirtækisins án samþykkis meðeiganda sins. Þessar greinar hefur Árni þver- brotið, og er þessi staðhæfing studd bókhaldi fyrirtækisins. Fósretamálið Að því er viðkemur fógeta- málinu vil ég spyrja: Hvers ve.gna var krafizt svo hárrar tryggingar. sem er staðfest ís- landsmet, - þegar um svo „ó- frumlegar" uppgötvanir var að ræða? Eftir hverju er maður- inn að slægjast? Gæti það verið vegna þess að Á.Ó var með í höndunum pantanir og fyrir- spurnir frá innlendum og er- lendum aðilum upp á um 5 milj. króna. að hans eigin sögn, 'sem tilhevrðti Pigmunds fisk- vinnsluvélum sf.? Einkaleyfi Vegna þess sem sagt er um einkaleyfi í fyrmefndri grein vil ég þó benda á, að Árni hef. ur hafið framleiðslu á garnaúr- tökuvél, án þess að ég bafi fengið synjun á einkaleyfisum- sókn fyrir hennd. Það er eitt af Iögmálum skaparans hvernjg humarinn og önnur kviki.ndi sjávarins eru í vextinum og hef ég alls ekki leitað eftir einkaleyfi á því lög- máli, né talið mig bafa fundið ný lögmál, hins vegar vil ég benda á, að hvergi hefur komíð fram, að til séu bumarflokkun- arvélar eða garnaúrtökuvélar. Ein samstæða sem saman- stendur af 4 garnaúrtökuvélum og einnd flokkunarvél sparar vinnukraft 29 manna, sam- kvæmt staðfestu bréfi frá sjáv- arafurðadeild SÍS dags. 28. sept. ’67. Þessi ósjálfstæðu buigverk eru þó notuð í 25—30 frysti- húsum hér á landi og auk þess í 4 öðrum þjóðlöndum. Danm., Engl., Skotl. og írlandi. Til gamans má geta þess, að í dreifibréfi dags. 18/6 sl. frá ÁÓ til síldarskipstjóra og út- gerðarmiapna. segir að Árni hafi 26/3 sl. sótt um einkaleyfi á vörumerkinu Simfisk, og væri ledtt, ef svo sj álfstæðu hugverki yrði ekki fullur sómi sýndur. Mér þykir miður að þurfa að benda á firmaskráningu frá 21/3 ’69 sem birt er í 31. tölu- blaði Lögbirtings 7/5 ’69, þa-r sem þetta nafn er þegar skráð í fí'rmaskrá Vestmannaeyja. Um „fjárdrátt" f umræddri grein segir í klausu með miliMfyrirsögninni „fjárdráttur” að um gaign. kvæman ágreining sé að ræða milli þeirra félaga ÁÓ og SJ, og að blaðið hafi fengið srtaðfest hjá löggiltum endurskoðanda að Ároi hafi falið sér í byrj- un maí að endurskoða bófchald samei gn arf élagsins. Getur blaðið upplýst hjá hvaða endurskoðanda þe9sar upplýsdngar eru fengnar? Ég get á hinn bóginn gefið upplýsingar um það, að í bréfi til herra Ámá Ólafssonar dags. 18. jamiar ’69 stendur eftirfar- andi m.a. orðrétt: Er það nú krafa mín, að löggiltur endur- skoðandi verði fenginn til að endursikoða bókhaldið frá byrj- un þ.e. árin 66—68 og færa það í samræmi við okkar samninga, svo að í‘ Ijós verði leitt, svo eigi verði um villzt um reikndngs- stöðuna. Að sjálfsögðu lítur það miklu betur út á prenti fyrir Ároa,' að hann lætur í það skína, að hann hafi haft frumkvæðið í þessu atriði. Um hinn gagnkvæma ágrein- ing, sem að ofan getur, vil ég benda á, að bað er ég, Sigmund Jóhannsson, sem kært hef Árna Ólafsson til Sakadóms Kópa- vogs og er rannsókn málsins þegar hafin. Lokaorð Margar spurningar geta vakn- að í sambandi við slíkt mál sem þetta. sem forvitnilegt værj að fá svarað. Ég vil að sinni spara mér flestar slíkar spumingar. Samt sem áður get ég varl-a stíllt mig um að nefna eitt atriði. Árni Ólafsson hef- ur fengið biirta-r auglýsdngar í Morgunblaðinu nú nokkuð m-arga undanfamia daga þar sem hann auglýsir vörur undir n-afninu Simfisk,' nafni sem ég á, enda skráð í firmaskrá Vest- mannaeyja eins og fyrr segir. Hvers vegna féfcksrt Morgunblað- ið efcfci til þess að birta tilkynn- ingu frá Simfisk Vestmannaeyj- um, nem-a einu siinni? Sigmund Jóhannsson, Vestmiann-aeyj um. Frá Raznoexport, U.S.S.R. . - D , _.. MarsTrading CompanyM AogBgæðaflokkar Laugaveg 103 3 - r ----- sími .1 73 73 ÚTB0Ð Tilboð óskast í að mála að tftan St]úmairráðs-húsið við Lækjartorg, ásamt öðrum byggingum á lóðinni. Útboðsgagna sé vitjað til byggingaireftirlits ríkis- ins, Borgartúni 7, mómidaginn 7. þ.m. Húsameistari ríkisins. Cabinet

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.