Þjóðviljinn - 01.08.1969, Page 8
r
g SteA — ÞJÖÐrvmJTNN — Föstudagur t. ágásfc 1009.
ROTTU-
KÓNGURINN
EFTIR
JAMES
CLAVELb
úr þessari óþverrastétt - yðar. Þar
eru eintómir svikarar og þjófa-
pakk —
— I síðasta sinn, Grey, gætið
tungu yðar, annars lofa ég því að
ég skal jafna um yður.
Grey reyndi að stilla sig. Hann
óskaði einskis frekar en slást við
þennan mann strax á stiundinni-
— Ef við sleppum nokkurn tíma
lifandi héðan, skuluð þér fá að
svara mér til saka.
— Það væri mér sönn ánægja.
En þangað til — ef þér móðgið
mig nokkurn tíma framar. þá skal
ég lúberja yður. Peter Marlowe
sneri sér að hinum liðsforingjun-
um- — Þið hafið allir heyrt hvað
ég sagði. Ég er búinn að vara
hann við. Svo sagði hann við
Grey: — Reynið að verða ekki á
vegi mínum.
— Hvernig get ég það, þegar þér
brjótið lögin?
— Hvaða lög?
— Gefið yður fram við Smedly-
Taylor ofursta eftir kvöldmatinn-
Og þangað til eruð þér í stofu-
fangelsi.
Grey fór. Hann sýndi ekki frek-
ara yfirlæti. Það var heimskulegt
að vera að skammast við Peter
Marlbwe, þegar þess þurfti ekki
með-
18
Þegar Peter Marlowe kom að
húsi Smedly-Taylors ofursta, beið
Grey þar fyrir utan. — Ég skal
tilkynna ofurstanum komu yðar,
sagði hann.
I — Það er mjög vinsamlegt a£
yður. Peter Marlowe var dálítið
miður sín.
i igpgar búið var að kalla hann
inn. heilsaði hann ofurstanum
með virktum- Smedly-Taylor
virti fyrir sér unga manninn sem
stóð rétt fyrir framan hann. Svo
sat hann þögull nokkra stund eins
og venja hans var. Það er klókt að
gera hinn ákærða taugaóstyrkan.
Loks tók hann til máls:
— Jæja, Marlowe fluglauti-
nant? Hvað hafið þér að segja
yður til afsökunar?
— Ekki neitt, herra ofursti. Ég
veit ekki hvað ég er ákærður
fyrir.
Ofúrstinn . hrukkaði ennið. —
Þér brjótið ef til vill svt> mörg
lög, að þér getið ekki lagt það
á minnið- Þér fóruð inn í fangels-
ið í gær. Það brýtur i bága við
fyrirrriælin. Þér báruð ekki arm-
45
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslustofa
Kópavogs
Hrauntungu 31 Simi 42240.
Hárgreiðsla. Snyrtingar.
Snyrtivörur.
Fegrunarsérfræðingur á
staðnum.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav 18. III. hæð Clyfta)
Sími 24-6-16.
Perma
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-9-68
bindið yðar. Það er líka brot á
fyrirmælum.
Peter Marlowe létti. Það var að-
eins þetta með fangelsið-
— Jæja, sagði ofurstinn hrana-
lega. — Gerðuð þér þetta?
— Já, herra ofursti.
— Er yður ljóst að þér hafið
brotið tvær reglur?
— Já, herra ofursti.
—■ Hvers vegna fóruð þér inn í
fangelsið?
— Ég ætlaði að heimsækja
kunningja mína.
— Jæja? Ofurstinn beið, svo
sagði hann hvössum rómi: — Þér
ætluðuð að heimsækja kunningja?
Peter Marlowe sagði ekki neitt.
Svo kom það-
— Bandaríkjhmaðurinn var í
fangelsinu líka. Voruð þér með
honum?
— Hluta af tímanum. Það get-
ur ekki verið neitt athugavert við
það. herra ofu>rsti. En ég hef
brotið tvær reglur.
Smedly-Taylor ofursti hóf nú að
leika leikinm, sem hann hafði syo
'oft leikið áður- Hann átti auð-
velt að leika sér að mönnum eins
og köttur að mús. — Heyrið mig
nú, Marlowe, sagði hann og rödd
háns var föðurleg- — Mér hefur
vericf tilkynnt að þér séuð í ó-
æskilegum félagsskap. Þér ættuð
að hugsa meira um stöðu yðar
sem liðsforingi og séntilmaður. Til
að mvnda betta samband yðar við
Bandaríkjamanninn. Hann er
svartamarkaðsbraskari. Hann
hefur ekki enn verið staðinn að
verki. en viö vitum þetta og þér
hljótið að vita það líka. Ég myndi
ráðleggja yður að slita öllu sam-
bandi við hann. Ég get auðvitað
ekki skipað vður það, en ég ráð
legg yður það.
Peter Marlowe sagði ekki neitt
en hjarta hans blæddi. Það var
satt sem ofurstinn sagði. en samt
var kóngurinn vánur hans og
hjálpaði og studdi hanin sjálfan
og klíkuna hans- Hann langaði
til að segja. — Yður skjátlast og
mér er alveg sama. Hann er vin
ur minn og mér þykir vænt um
hann og samtímis langaði han>n til
að játa allt saman. En hann sá
fyrir sér kónginn bakvið fang-
elsisrimla — rúinn allri sin-ni
prakt. Og hann harkaði af sér og
sagði ékki neitt
Smedly-Taylor var fljótur að
uppgötva sálarstríð unga manns-
ins. Það hefði verið auðvelt fyrir
hanri að segja: — Bíðið fyrir utan,
Grey, og segja síðan: — Heyrið
mig nú, ungi maður, ég skil vel
þennan vanda sem þér eruð i< Ég
hef orðið að vera eins konar fað-
ir fyrir hermenn mína næstum
síðan ég man eftir mér. Ég skil
vandann- -— Þér viljið ekki svíkja
vin yðar. Það er hrósvert. En þér
eruð liðsforingi — hugsið um fjöl-
skyldri’ yðar og kynslóðir liðsfor-
ingja sem hafa þjónað ættlandinu.
Það er heiður þeirra sem er í veði.
Þér verðið að segja sannleikann-
Við s-kulum gleyma þeim smá-
munu-m. að þér hafið brotið regl-
ur með því að fara inn í fangelsið.
Ég hef gert það sjálfun mörgum
sinnum. En ef þér viljið gera mig
að trúnaðarmanni yðar ... Hann
myndi gefa orðum sfnum hæfileg-
an þunga og öll leyndarmál
kón-gsins sæju dagsins ljós og
kóngurinn yrði settur í fangelsið
í búðunu-m — en hvað var svo
se-m unnið við það?
I sv^pinn var annað sem hvíldi
þyngra á ofurstanum — lóðin.
Það mál gæti dregið dilk á eftir
sér.
Smedly-Taylor ofursti vissi að
hann gæti hvenær sem væri feng-
ið allar þær upplýsingar sem
hann þyrfti hjá þess-u bami —
hann þekkti mennina svo vel.
— Gott og vel, Marlowe, sagði
hann. — Þér dæmizt til að greiða
eir. mánaðarlaun í sekt. Ég s-kal
ekki geta þess arna í hegðunar-
skrá vðar. og við mrntrufnst ekki
á það framar. En brjótið ekki
reglurnar framar.
— Þökk fyrir, herra ofu-rsti-
Peter Marlowe kvaddi og fór, feg-
inn því að samtalið var á enda.
Hann hafði yerið að því komi-n-n
að segja allt af létta.
— Kvelur samvizkan yður?
spurði Grey, þegar þeir voru
komnir út fyrir húsið.
Peter Marlowe svaraði ek-ki.
Hann var ekíki enn búinn að jafna
sig og hann var skellfilega feginn
því að hafa sloppið svona vel.
Ofurstinn kallaði: — Grey! Má
ég tala við yður andartak?
— Já, herra Ofursti. Grey leit
sem snöggvast á Peter Marlowe-
Mánaðarlauin! Það var ekki mik-
ið þegar þess var gætt að ofurst-
inn hafði allt hans ráð í hendi
sér. Grey var ondrandi og tals-
vert gramur yfir því að Marlowe
skyldi hafa sloppið svo vel.
Grey gekk aftur inn fyrir.
— Gerið svo vel að loka, Grey.
— Já, herra afursti.
Þegar þeir voru orðnir einir,
sagði Smedly-Taylor ofursti: —
Ég er búinn að tala við Jones
yfirlautinan-t og Blakely sergent-
— Já, herra ofursti. Nú fer eitt-
hvað aí) gerast.
— Ég hef leyst þá frá skyldum
sínum frá og með deginum í dag,’
sagði ofurstinn sem sat og lék sér
að lóðin-u.
Grey brosti út að eyrum. — Já,
herra ofursti-
— Og svo látum við þetta vera
gleymt og gra-fið, sagði ofurstinn.
Brosið hvarf af andliti Greys.
— Hvað þá?
— Já, ég hef ákveðið að gleyma
málinu. Og það eigið þér að gera
líka- Ég endúrtek skipun mína-
Þér megið ekki minnast á þetta
við nokkurn mann og þér verðið
að gleyma því.
Grey varð svo agndofa að hann
settist á rúmið og starblíndi á
ofurstann. — En það er ekki hægt,
herra _ ofursti, hrópaði hann. —
Við höfum staðið þá að því áð
stela af matarskammti mannanna-
Það er matur yðar og minn. Og
þeir reyndu að múta mér. Að
múta mér! Það kom móðuráýkis-
hreimur í rödd hans. — Fjand-
inn hafi það, ég greip þá glóð-
volga, þeir eru þjófar og eiga
skilið að vera skornir og hengdir-
— Já, satt er það- Smedly-
Taylor kinkaði kolli alva-rlegur í
bragði. — En ég held að eins og
allt er í pottinn búið, sé þetta það
skynsamlegasta sem hægt er að
gera.
Grey spratt á fætur.' — Þér
getið ekki gert þetta, hrópaði
hann. — Þér getið ekki látið þá
gapga lausa! Þér getið ekki —
— Þér skuluð ekki segja mér
hvað ég get og hvað ég get ekki.
— Fyrirgefi’ð, sagði Grey og
reyndi eftir megni að hafa( stjórn
á sér. — En herra ofursti, þessir
menn eru þjófar. Ég stóð þá að
verki. Þér eruð með lóðið-
— Ég hef afráðið, að meira verði
ekki gert í málinu. Rödd hans var
róleg. — Málinu er lokið.
Grey réð ekki lengur við gremju
sína- — Eins og Guð er yfir mér,
þá er því ekkl lokið. Ég sætti mig
aldrei við það. Þessir þrjótar hafa
Tökum að okkur
4
viðgerðir, breytingar, viðbyggingar,t gler-
ísetningu og mótauppslátt. Útvegum einn-
ig menn til flísalagninga og veggfóðrunar.
Athugið: Tökum einnig að okkur verk upp
‘til sveita. — Vönduð vinna með fullri
ábyrgð. — Sími 18892.
A
EINUM
STAD
M8S þér (slenzk gólfteppl frát
TEPPÍíf OtfaJadd’JdO
liltíma
TEPPflHUSiÐ
Ennfremur ódýr EVLAN teppl.
Sparið tíma og fyrirfiöfn, og verzfiS á einum stað.
SUÐURLANDSBRAUT10. REYKJAViK PB0X13TI
CIIERRY BLOSSOM-skóansar betur9 endlst betnr
GláburÓur:
Jarðýtur - Traktorsgröfur
Höfum til leigu litlar og st&rar jarðýtur, traktors-
gröfur og bílkrana til allra framkvœmda, innan
sem utan borgarinnar.
arSvinnsIan sf
j
Síðumúla 15. — Símar 32480 og 31080.
Heimasímar 83882 og 33982.
HÚSEIGENDUR
Tek að mér að skafa upp og olíubera úti-
hurðir og hverskonar utanhúss viðar-
klæðningu. — Upplýsingar í síma: 20738.
Trésmiðaþjónustan
veitir húseigendum fullkomna viðgerÖa- og við-
haldsþjónustu á öllu tréverki húseigna þeirra.
ásamt brei/tingum og annarri smíðavinnu úti sem
inni. — SÍMl'41055.
HÚSAÞJÓNUSTAN s.f.
MÁLNINGARVINNA
ÚTI — INNI
Hreingerningar, lagfœrum ýmis-
legt s.s. gólfdúka, flísalögn, mós-
aik, brotnar rúður og fleira.
Þéttum steinsteypt þök. —
Bindandi tilboð, ef óskað er.
-----:----------,■ — >■>»■■ • •
SÍMAR: 40258 og 83327
SÓLÓ-eldavélar
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stœrðum og
gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveitabœi,
sumarbústaði og báta.
Varahlutaþ jónusta.
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa
eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði.
ELDAVELAVERKSTÆÐl
JÓHANNS FR.
KRISTJÁNSSONAR h.f.
Kleppsvegi 62 — Sími 33069.
Ferðaviðtœki,
1 5 gerðir
PYGMY - ECKO - SHARP
Ferðasegulbönd
4 gerðir
Ferðaviðtœki,
með plötuspilara
\ / \ V VELAP R VIÐTÆKI
T við Nóatún, sími 22-