Þjóðviljinn - 30.09.1969, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.09.1969, Síða 4
— málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Utgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. AuglýslngastJ.: Olafur Jónsson. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 150,00 á mánuði. — Lausasóluverð kr. 10,00. Osæmikg viðbrögð jpyrir miðjan septembenmánuð sendi fram- kvæmdastjóm Alþýðubandalagsins Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra bréf, þar sem lögð var áherzla á hið uggvænlega ástand í atvinnu- málum. Var þar bent á nauðsyn þess að þegar yrði hafizt handa um ráðstafanir til þess að treysta atvinnuöryggi, „samin ýtarleg áætlun um ráðstafanir til aukinna atvinnuframkvæmda og slík áætlun undanbragðalaust framkvæmd stig af stigi“. í, bréfinu var á það bent að slíkar fram- kvæmdir hlytu að snerta fjárveitingavald og lög- gjafarvald, og því skoraði fraimkvæmdanefnd Al- þýðubandalagsins á forsætisráðherra að hlutast til um að alþingi yrði kvatt saman tafarlaust til þess að vinna að lausn þessa stórmáls. yiðbrögð Bjama Benediktssonar við þessari kröfu eru afar lærdómsríkt dæmi um viðhorf hans til þingræðis og lýðræðis. Hann féllst ekki á kröf- una, né heldur hafnaði hann henni með rökstuðn- ingi af sinni hálfu. Forsætisráðherra íslands sá ekki ástæðu til þess að svara þessu bréfi frá flokki sem í síðustu þingkosningum fékk sthðhirig' yilr 16% kjósenda og nýtur miklu meira fylgis en aðrir flokkar innan verklýðssamtakanna. Ráðherr- ann þumbaðist aðeins við í tvær vikur en lét þá gefa út forsetabréf þess efnis að alþingi skyldi kvatt saman á venjulegum tíma, 10da október. Slík viðbrögð af hálfu forsætisráðherra, að anza ekki formlegum bréfum um stórmál, mundu naumast hugsanleg í nokkru öðru þingræðislandi umhverfis okkur. Vera má að Bjami Benedikts- son vilji með þessu móti tjá Alþýðubandalaginu óvild í samræmi við skapferli sitt. En með þess- um viðbrögðum sínum hefur hann ekki aðeins í frammi pólitíska kergju, heldur er hann að óvirða verklýðssamtökin og þær þúsundir manna sam hafa áhyggjur af afkomu sinni og atvinnuöryggi í ve’tur. Hann er enn sem fyrr að reyna að skammta alþingi það hlutskipti að vera frumkvæð- islaus afgreiðslustofnun sem geri það eitt er ráð- herrum og sérfræðingum þóknast. / aigerri andstöðu jyú virðist að mestu lokið því verkefni að hrekja frá fomstu í Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu þá menn sem hófu á loft sósíalskar lýðræðishug- myndir og hlutu fyrir traust þjóðar sinnar. í stað- inn korna menn sam hemámsliðið treystir, enda er þeim ætlað að vegsama og réttlæta hersetuna og alla nauðung hins erlenda stórveldis. Fáránlegt er að heyra slíka öfugþróun réttlætta með skír- skotun til sósíalisma; hún er í algerri andstöðu við allar sósíalískar meginreglur um lýðræði og sjálfstæði. — m. jMlir Hin svokallaða læknadeila á Húsavík á sér engar hliðstæöur í íslenzkri heilbrigðis- og fé- lagsmálasögu. Mikill hsefileikamaður beitir sér af mikilli ósérplægni og dugnaðd fyrir byggingu myndar- legs sjúkraihúss til þess . að tryggja stóru byggðarlagi bæ-tta læknisiþjónustu, sem allirhljóta að vera sammála um að sé einn allra mikilsverðasti þátturinn í því að skapa borgurunum það ör- yggi og lilfshamingju sem allir þrá og keppa eftir. Til þess að tryggja læknishér- aðinu þessa góðu starfskrafta Daníels Daníelssonar gerir sjúkrahússtjórnin á Húsavík fastan samning við læknini, haustið 1966 þess efnis, að hann taki að sér yfirlæknisstarfið við sjúkrahúsið á Húsavík, aðloknu 1-2 ára námi í Svíþjóð til þess að fuilnuma sig í skurðlækn- ingum, sem einmig var samið um samkvæmt þessum samn- ingi. I samningi þessum eru eng- in uppsagnarákvæði, þótt þau séu hins vegar í öllum öðrum starifssamningum sem gerðir hafa verið við ailt anmað starfs- fólk er vinnur við sjúkraihúsið- Af þessu er augljóst að yfir- læknirinn er fastráðinn en ekki Íausráðinn af sjúkrahússtjóm og því óheimilt að segja honum upp, nerna fyrir gildar- sakir, vegna alvarlegra mistaka í læknisverkum. Nú liggur fyrir vottorð frá landlækni um að læltninum hafi ekki orðið á mis- tök í læknisverkum. Uppsögnin er því að áliti okkar og alls almennings algjörlega ólögmæt. En þrátt fyrir þennan fyrir- varalausa starfissamning, er Daníel ekki búinn að ljúka framhaldsnámi í Svíþjóð, þegar sjúkrahússtjómin á Húsavík hringir í hann og tjáir honum að búið sé að ráðstafa yfir- læknisibústaðnum, sem sjúkra- hússtjórnin keypti handa hon- um, til annars læknis- Til þess að ieita réttar sfns í þessu máli, þurfti Daníel að fá aðstoð land- læknis. Með tilvísun til þessa er ekki hægt áð halda því fram með neimum rökum að hin margum- rædda læknadeila á Húsavík eigi rætur sínar að rekja til ó- samkomulags milli læknanna á staðnum, þar sem, þeir höfðu ekki einu sinni fengið tækifæri til að ræðast við þegar þetta var- Sjúkrahússtjóm, ásamt hinum fáu stuðningsmönnum sínum í læknamálinu á Húsavík, hafa haldið því fram, sér til málsbót- ar, að enginn læknir mundi fá- anlegur til þess að starfa með Daníel vegna þess hve ósam- vinnuþýður hann væri. Þessar fullyrðingar eru algjörlega úr lausu lofti gripnar og hafa við engin rök að styðjast, enda fram settar vegna þess að af litlu er að taka til vamar óverjandi málstað- Það sanna er að D.D. er hverjum mamni hugljúfari í samstarfi og styðst þetta við einróma álit alls starfslfólks sjúkrahússins i Húsavík, að xmd- anteknum spítalaráðsmanninum einum. Er D D. kom heim að áfloknu framhaldsnámi til þess að taka við starfi sinu við Sjúkrahúsið i Húsavík samkvæmt áður- greindum samningi, eru viðtök- umar ekki betri en það hjá sjúkrahússtjóm, að hann er lát- inn standa uppi húsnæðisllaus með stóra fjölskyldu um lengri tíma, eða þangað til landlæknir varð að fyrirskipa sjúkrahús- stjórnínni að rýma læknisbú- staðinn. Síðan þetta skeði haustið 1968, hefur mi'kið vatn runnið til sjáv- ar í Þingeyjarsýslu Og marg- víslegra ráða verið leitað til þess að koma á nýrri skipan heil- brigðismála í héraði, með svo- kallaðri læknamiðstöð á Húsa- vík, sem meðal annars var ætl- að það hlutverk að leysa af hólmi tilvist 2-3ja læknishéraða í allra í nágrenni Húsavíkur. Nú skyldi hin nýja læknamiðstöð leysa vanda fólksins í dreifbýlinu hvað læknisþjónustu • snertir, samkvæmt erlendum fyrirmynd- um. Breyttu snjóalögin í Þing- eyjarsýslum engu þar um. Hvemig þetta hefur reynzt í framkvæmd skal ekki rakiðhér, enda þótt að stutt frásögn af einni eftirminnilegustu sjúkra- vitjun læknamiðstöðvarmanna til sárþjáðrar sængurkonu í þingeyskri stórhríð gæti gefið nokkra innsýn í hugsanagang þeirra manna er vilja halda því fram að höfuðvandamál varð- ándi læknisþjónustu sveitanna verði bezt leyst með stofnun læknamiðstöðva fyrir fleirri læknishéruð. Þetta er. þó aðeins annarþátt- ur læknamiðstöðvarmálsins á Húsavík, hinn snýr að yfirlækni sjúkrahússins og starfsrækslu þess, sem nýja skipulagið á á vissan hátt að leggja undir starfsemi sfna, svo að allir geti gengið í allra verk, eins og for- mælendur læknamiðstöðvar- miállsins komast svo fagurlega að orði. Læknamiðstöðvar geta að sjálfsögðu verið góðar og gagn- legar sé til þeirra stofnað á rétt- um forsendum við viðunandi starfsskilyrði, sem geri þeim fært að vinna að bættri læknis- þjónustu almennings, án þess að veikja starfsaðstöðu sjukrahúss- ins á Húsavík- Hverskonar starf- semi er veikir nekstraraðstöðu þess er að okkar dómi fullkom- ið ábyrgðarleysi- Það er skoðun okikar, að að- gerðir þær sem toeitt hefur ver- ið í þessu svokallaða lækmamáli gegn yfirlækni sjúkrahússins á Húsavík, striði gegn almennu velsæmi og heilbrigðri réttar- vitund og beri því að leiðrétta orðin mistök áður en meira tjón hlýzt af. Flestir góðgjamir menn, sem bera virðingu fyrir réttum leik- reglum í samsikiptum manna og heilbrigðu félagsmálastarfi, hafa alf eðlilegum áistæðum snúizt ein- huga á sveif með sjúkrahús- lækninum í þessu tillbúna dedlu- máli læknanna á Húsavík, sem sjúkrahússtjómin ber hofuð- ábyrgð á- Þetta fólk allt gerír þá ófrá- víkjanlegu kröfu að staðið verði við alla gerða samninga við Daníel Daníelsson og honum tryggð sú starfaðstaða sem um var samið. öllum má vera ljóst að sam- vizkusamur starfsmaður sem á að bera ábyrgð á einu mesta trúnaðarstarfi er fyrirfinnst í þjóðfélaginu geti ekiti látið bjóða sér það, að samfara hinní miklu ábyrgð sem á hann er lögð með stanfinu geti aðrir að- ilar í formi óraunhæfra reglu- gerðarákvæða tekið völdin f sínar hendur á sjúkrahúsinu og sagt sjálfum yfirlækninum fyrir verkum, eða jafnvel að sjúkra- hússtjómin geti gefið sér eins- konar sjálfdæmi með reglugerð- arákvæðuim til þess að kveða upp endanlegan úrskurð í á- greiningsmálum læikna varðandi sjúkdómsgreiningar og meðferð sjúklinga. Eða hvemig halda menn að færu úr hendi skóla- stjóra og skipstjóra störf, ef hliðstæðum reglugerðarákvæð- um væri beitt þar eins og nú á að innleiða í sjú'krahúsmálum Þingeyinga, þar sem þeir eru gerðir að einskonar tilrauna- dýrum nýrra starfshátta í heil- brigðismálum sem ekki fyrir- finnst annars staðar á landinu samkvæmt hinum nýju reglu- gerðarákvæðum Sjúkrahússins á Húsavík. Virðist okkur óMklegt að slík reglugerðarákvæði geti staðizt fyrir dómstólunum þar sem áll- ar aðrar reglugerðir, lögum samkvæmt, eiga að tryggja borgurunum sama rétt, svo að þeirri starfsemi er reglugerð- inni er ætlað að ná til leiði til samræmdrar stadfsemi í opin- berum rekstri. \ verk" Það segir sig sjálft að reglu- gerðir eiga jafnt sem lög að tryggja þjóðfélagsþegnunum þennan rétt án tillits til búsetu í landinu- Bf litið er á læknadeilumálið á Húsavík frá sjónarmiði þing- eyskrar félagsmálasögu er þetta einstaka miál óskiljanlegt með öllu og varpar óhugnanlegum sku-gga á félagsmálaþroska Þing- eyinga og þá stéttarlegu vemd sem félagsskapur lækna helfur eins og annar félagsskapur í landinu tileinkað sér. Það er lítt skiljanlegt að þeir menn sem ábyrgðina bera á hinu svokallaða læknadeilumáli á Húsavík og enginn veit enn til hvers kann að leiða vegna þess óskiljanlega tillitsleysis við óskir almennings af hálfu sjúkraihússtjómar, sem virðist ekki gera sér grein fyrir því hvers eðlis þetta miál er og sýnir algjört viljaleysi til sátta þótt að Daníel Daníelsson féllist á, vegna eindreginna tilmæla stuðningsmanna sinna, að starfa áfram eftir hinni nýju reglu- gerð þar til að endurskoðun á henni væri lokið, að því leyti, sem hún bryti ekki í bág við læknissamvizku hans. Þær fullyrðingar sjúkrahús- stjórnar að hún hafi ekki heim- ild til að segja af sér störfum, eða bera fram það að veraleyst frá störfum er augljós mark- leysa. Eða heldur sjúkrahús- stjórnin á Húsavik, að hún sé hærra sett í mannfélagsstiganum en sjálf ríkisstjóm Isl-, en eng- inn hefur hingað til eifazt um rétt hennar til að biðjast lausn- ar, enda þótt kjörtiímabilið sé ekiki útrunnið. Það em viðkenndar leikregl- ur í lýðfrjálsu landi að almenn- ingsviljinn fái að ráða málum sínum, án þess að annarleg ein- ræðisöfl geti komið í veg fyrir það. í sambandi við læknamálið á Húsavík hefur affstaða sjúkra- hússtjómarinnar varðandi af- hendingu undirskriftarlistanna, þar sem skráð voru á 15. hundr- að nöfn, vakið hvað mesta undr- un, en á sjúkrahússtjómairfundJ kom fram tillaga um það að neita að taka við undirskriftar- listunum, sem var að vísu felld með eins atkvæðis mun. Þegar litið er á þvflíka fram- komu er ekki að furða þótt slíkir fulltrúar hafi nú glatað trausti fólksins til að leysaþetta mól málanna í héraði og eigi því að biðjast lausnar tafar- laust. Síendurtekin afstaða sjúkra- hússtjórnarinnar að vísa öllum jákvæðum tilraunum til lausn- ar á þessu deilumáli á bug, sýnir það ljóslega að þessir menn eru ekiki lengur færir að gegna því starfi er þeir voru eitt sinn kjörnir til. Síðasta afrek sjúkrahússtjóm- arinnar var svo það að vísa á bug einróma kröfu fjölmenn- asta borgarafundar, sem hald- inn hefur verið í Þingeyjarsýslu, þar sem á sjöunda hundrað manns kröfðuist þeiss að upp- sögn sjúkrahúslækndsins yrði afturkölluð. Er helzt að skilja á svarinu að þetta sé ékki á hennar færi heldur læknasam- takanna, enda þótt hún hafi sjálf sent lækninum uppsagnar- bréfið, sem er tvímælalaust það dónalegasta plagg sem opinber- um embættismanni hefur verið sent- Allur frekari dráttur á þeirri sjálfsögðu ákvörðun sjúkrahús- stjómarinnar að biðjast lausnar er bein móðgun við almennings- viljann í Þingeyjarsýslu, sem sjúkrahússtjóm hefur hingaðtil virt að vettugi. Þvl berum við fram þau eindregnu tilmæli til læknaþings og heilbrigðismála- stjómarinnar, að skýlaus réttur Þingeyinga til þess að halda sín- um lækni, sem á annan áratug hefur getið sér sívaxandi trausts í starfi í læknishéraðinu, verði virtur. Sú háværa kraffa verður ekki þögguð niður með ofbeldiskennd- um einhliða aðgerðum í skjólli ólöglegra reglugerðaákvæða- Lítum svo á að afstaða lækna- samtakanna og heilbrigðisyfir- valda til þessa þýðingarmikla máls sé einskonar prófsteinn á það hvort réttur einstaklingsins og lögformlegir samningar eigi að njóta vemdar þjóðfélagsins eða ekki. » Stuðningsmenn Dan. Daníclssonar. RAZNOIMPORT, M0SKVA RÚSSNESKI H JOLBARÐINN ENDIST T résmiðaþ jónustan veitir húseigendum fullkomna viðgerSa- og viS- haldsþjónustu á öllu tréverkx húseigna þeirra. ásamt breytingum og annarri smíðavinnu úti sem inni. — SIMI 41055. /

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.