Þjóðviljinn - 16.12.1969, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVmiISrN — Þriðjudlaigur 16. desemaíbar 1969.
fSFIRÐINGAR -
HNÍFSDÆLINGAR!
Ávallt nýtt brauð og kökur.
Jólakonfekt í úrvali og annað jóla-
sælgæti.
ÖI og gosdrykkir.
Búbbabakarí
Hafnarstræti 4 — ísafirði
Sími 3405.
fSFIRÐINGAR -
VESTFIRÐINGAR!
Dragið ekki fram á síðustu stund að
kaupa jólafötin.
Einar og Kristján
klæðaverzlun,
Hafnarstræti 6 -— Sími 3085.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu, sem er
að líða.
Kaupfélag ísfirðinga >
OLÍUSAMLAG
ÚTVEGSMANNA
Aðalstræti 16 — ísafirði.
Umboð fyrir SHELL- og BP-vörur,
Sími 3245.
Björnsbúb
ísafirði — Sími3032.
Nýlendu- og
matvöruverzlun
Rætt við Samuel Jónsson
Kostar svipað að flytja hráefnið
frá Reykjavík og allt frá Hollandi
Samúel Jónsson hefur stýrt
smjörlíkisgerð á ísafirði um
áraraðir- Þessi smjörlikisgerð er
Iandsmönnum vel kunn, fram-
leiðir Stjömu- og Sólarsmjörlíki.
Blaðamaður Þjóðviljans átti
stutt viðtai við Samúei á dög-^.
unum um smjörlíkisframleiðsl-
una
Samúel sagði að smjörlfkis-
gerðin hefði í upphafi verið
stofnuð af j>eim Elíasi Péturs-
syni og Gísla Guðmundssyni
gerlafræðingi sem hlutafélag-
Kvaðst Samúel síðar hafa kom-
ið inn í reikstur fyrirtækisins-
Þetta var fjórða smjörlíkis-
gerðin sem stofnuð var hér á
landi, sú fyrsta sem stofnuð var,
komst á laggimar 1919 eins og
kunnuigt mun af blaðafregnum-
Við framleiðum nú sem
stendur Sólarsmjörlíki, sólar-
juriafeiti — og höfum raunar
framleitt undir þessu merkí frá
öndverðu — og nú framleiðum
við Stjömusmjörlíki.
— Þið sendið fraimlleiðsluvör-
ur ykkar á markað um allt land.
— Nú orðið gerum við það-
Áður framieiddum við svo til
eingpngu fyrir Vestfjarðamark-
aðinn en vegna fólksifækkunar-
innar verðum við að senda á
aðra staði á landinu — til þess
að elta fólkið- Nú er svo kom-
ið að um helmingur framleiðsil-
unnar fer suður
— En hafa þá ekki smjöriík-
isgerðir í Reykjavík komið inn
á markaðinn hjá ykkur eftir að
þið fóruð að senda suður?
—Jú, það er rétt, en heiid-
arframleiðslan hjá okkur hefúr
þó verið svipuð frá ári til árs.
—Hafið þið komiö fram með
nýjungair á smjörlíkisimairkað-
inn?
— Það höfum við gert- Við
vorum fyrstir að framleiða
bökunarsmjörlfki — núna fyrir
síðustu áramót. Bökunarsmjör-
líkið er framleitt nær eingöngu
úr hertu síldarlýsi og fljótandi
sojaolíu og það hefur hærra
bræðslustig en venjulegt smjör-
líki-
— Hvaðan fáið þið hráefn-
ið?
— Hráefnið fæst mest frá
Hollandi, Sviþjóð og Danmörku.
En einnig notum við innlent
hráefni — hert síldarlýsi- En
það er kannski forvitnilegt að
það er ámóta kostnaðarsamt að
flytja hráefnið frá Reykjavík Dg
Hollandi-
— Hver er ársframleiðsla
ykkar?
— Ársframleiðsla okkar er
um 100 tonn, sem er um 5% af
heildarf ramleiðslu' íslenzkra
smjörlíkisgarða
Menntaskóli á ísafirði
Á þessu svæði — fyrir neðan Seljalandsveginn — á nýi menntaskólinn að risa, sem fyrát um sinn
verður til húsa í gamla bamaskólanum.
□ Fullgildur ímenn'taskóli mun taka til staría
á ísafirði næsta haust og verður auglýst laust
rektorsembætti við skólann í vetur.
Mörg undanfarian ár hefur
verið starfrækt framhaldsdedld
gagnfræðaskólans, þ.e. fyrsti
bekkur menntaskóla, en þedr
sam stundað hafa nám í þess-
ari fraimhaldsdeild hafa síðan
orðið að sækja til hinna
menntaskólana um frekarö
nám.
í framihalldsdeildmni hafa
verið 16 nemienduir, fllestir frá
Isafirði, en einnig víðar að á
Vestfjörðum.
Og svo hafa ísfirðingar lof-
orð fyrir því að mienntaskióli
byrji á ísafiröi í bausti San»-
kvsemt þvl loforði 'a að aug-
lýsa efitir menntaskólalreiktor,
upp úr áraimótunum., l^ telað
ur- að þetta verði er frám í
sækir 200 — 300nemendaskóli.
Ryrst um sdnn verður skól-
ifm til húsa í gamla bama-
skólanum en síðan er ráðgert
að reisa hann fyrir neðan
Seljalandweginn, þegar gengið
hefiur verið flrá skipuf.agi á því
svæði.
Rætt við Guðmund Sveinsson
Góiar skíðabrekkur í Seljalandsdal
Blaðamaður Þjóðviljans hafði
um helgina samband við Guð-
mund Sveinsson forstöðumann
Skíðaskálans í Seljalandsdal,
og skíðalyftunnar. t viðtallnu
við Guðmund kom fram að það
er ætlun Skíðafélags tsfirðinga
sem á og rekur skálann og
Iyftuna, að bæta næsta sumar
veginn upp að skálanum. en
það auðveldar allar samgöngur
og ef til vill líka gestakom-
ur til skálans.
— Undanfairna vetur hefur
verið hér skíðaskóli síðla vetr-
ar — eða frá 24. febrúar til
pálmasunnudaigs. Hafa nem-
endur skólanna í kaupstaðn-
um sótt skíðaskólann. Hefur
þátttaka í skíðaskólanum auk-
izt stórlega síðán skíðalyftan
var sett upp, en, hún var til-
búin 1967 og vígð 1968.
Annars hiöfum við opið um
helgar á vetuma og raunar
éinnig á sumrin og bjóðum við
þá upp á svefnpokapláss hér
í hótelinu.
— Jú. þetta er erfitt í
rekstri, segir Guðmundur. En
við höfum haft hér skíðaviku
um páskana. Og í fyrra kom
Gullfoss hingað með fólk um
páskiana og því líkaði svo vel
í:lil:l:l:o:l:i:l:l:l:l:l:::l:l:::ll:ll|;ll|l|l:l:l:líl|l:l:l:lil:l:l:l:l:l:l:í:l:Wil|líl:l|l|lí:l|l:l|ll;l:l:l:l:lll;lll:l:l:l;|l|víl:l:l:l|l:wS:IÍI:l:ll|ll:::l:lll:l:l:ll|||ll:l!l:^^
Þessi mynd er tekin í Seljalandsdalnum af skíðafólki.
að ráðgert er að Gullfoss komi
hingað með skíðafólk 15. febrú-
ar í vetur og líka um páskana.
Annars höldum við skála-
rekstrinum hallalausum með
skemmturaum í kaupstaðnum-
Hér er aðstaða tH skíðaiðk-
ana hin ágætasta, segir Guð-
mundur ennfremur. Hér eru
góðar skíðabrekkur við allra
hæfi. Og skíðalyftan gerir
skíðaiðkanir hér miklum mun
auðveldari en áðux. Lyfban er
á 1250 metra langri línu og
liggur hún frá skiálanutn upp á
Gullhól. Hæðairmásimunur ó
lægsta og hæsta punkti ©r 200
metrar.