Þjóðviljinn - 11.01.1970, Page 3

Þjóðviljinn - 11.01.1970, Page 3
I 'W SMnnaÖflSttS Íé. Jarkúar 1970 — IWÓÐVTÍÉJINN — SÍÐA 3 Húmar hægt að kveldi (1962) Hafnarbíó. AÐ VESLAST UPP t september sl. fjölluðu tveir kvikmyndaþaettir Þjóðviljans um þróunina í kvikmynda- heiminum á tímabilinu 1956 til 1968. Þá var og á það minnzt, að höfundur þessara pistla hefði kannað hvað íslenzku kvikmyndahúsin hefðu sýnt á þessu txmabili, en niðurstöð- ur þeirrar athugunar voru ekki birtar. Þar sem nú er nýrunn- ið eitt mesta hörmungarár í sögu bíóanna hér, ár sem var jafn hörmulegt bíóeigendum sem áhorfendum, væri ekki ur vegi að líta á fyrrgreint tíma- bil og bæta svo árinu 1969 við. því þá settu bióeigendur enn 'éitt metið. sem þeir éiga varla nokkurn tímann eftir að slá, og þó, hver veit . . .? Á þrettán ára tifnabili 1956 til 1968 hafa kvikmyndaihúsin á Reykjavíkursvæðinu frum- sýnt um 4200 kvikmyndir. eða 323 að meðaltali hvert ár. Ýms- ar breytingar hafa átt sér stað í rekstri þeirra en kvikmynda- húsum hefur aðeins fjöígað um eitt á þessu timabili. J>að sem fyrst vekur athygli við niðurstöður þessarar a-thugun- ar er, hve miklu færri myndir eru nú sýndar en fyrir þrett- án árum og hefur sú þróun verið óslitin allt timabilið. 1956 eru t.d. frumsýndar 430 myndir. 1962 eru þær 325 og 1968 eru þær 'komnar niður í 220. eða nær helmingi færri en í upphafi tímabilsins. Orsakir þessa eru augljósar. Ahorf- endafjöldinn hefur vaxið myndirnar ganga að meðaltali lengur eða eru látnar gera það. þvi nú er mikill munur á verði mynda erlendis frá og ekki keyptar eins margar og áður. Þv'i hafa híóstjórarnir orðið að hafa svolitlar hömlur á inn- flutningi og láta nú ekki að eigin dómí senda hingað hvaða rusl sem er, eins og áður vair^ gert og pólitikin er auðvitað að sýna sem fæstar myndir, en halda samt aðsókninni og er þetta jú ósköp skiljanlegt þar sem gróðasjónarmiðin hljóta að ráða og er ekkert við þvi að segja. En það er hins vegar lítt skiljanlegt hvers vegna bió- stjórarnir hafa allir nema einn valið sömu leiðina. Þeir hafa smám saman týnt niður sam- böndum sinum við Evrópu sem voru nær öll í gegnum Dan- mörku. Þoir- hafa nú einsikorð- að sig við brezka og banda- ríska framleiðslu. Franskar sev- intýramyndir. þýzkar njósn-a- myndir og danskar gaman- myndir bafa verið notaðar til uppfyllingar. En hin háa hlut- fallstala bandariskra mynda er ekki ný bóla hér því árið 1956 er hvorki meira né minna en 66% myndanna frá Bandaríkj- unum. en meðaltal alls tíma- bilsins er rétt tæp 60%. Á ár- unum 61-63 og árið ’66 er hlut- fallstalan lægst eða rúmlega 50% og kemur það aðallega fram í mikilli fjölgun þýzkra söng- og músikmynda sern komust upp í 52 á ári þeear mest gekk á. svo lítið lagaðist ást.apdið við bað. Hinar sára- litlu sveiflur í kvikmyndaval- inu sem orðið hafa á tímabil- inu eru því alls ekki í samræmi við þróunina í kvikmynda- heiminum. nema hvað ítalska blómaskeiðsins gætti hér nokk- uð 64-66. Síðustu árin hefur stefnan verið þveröfug.' Hin háa hlut- fallstala bandarískra mynda árin 1956 var að því leyti eðli- leg að Hollvwood hafði verið svo til einráð á hinum almenna kvikmyndamarkaði. En þrátt fyrir allt sem gengið hefur á í kvikmyndaheiminum siðan var ástandið þá mun betra en nú, t.d. var tala franskra sænskra og ítalskra mynda um helmingi hærri en nú og fjöi- breytnin ólikt meiri, það ár voru t.d. sýndar myndir frá löndum eins og Brasilíu. Finn- lándi, Indlandi. ísrael, Kina, Mexikó, Sviss og Noregi. Eft- ir því sem kvikmyndavafið á hinum almenna markaði varð fjölbreytilegra og að sama skapi meiri framleiðsla var Is- lendingum sífellt boðið upp á fábreytilegri myndir eins og eftirfai-andi dæmi sýna: Á umræddu timabili hafa verið sýndar 10 spánskar myndir. engin síðan 1964. Sex tékkneskar; 4 frá Brasilíu, engin síðan 1962; 2 finnskar, engin síðan 1963. Tvær ind- verskiar, engin síðan 1957; 1 frá ísrael 1956; 5 frá Kína engin síðan 1962. Fjórar frá Mexikó, engin síðan 1958; 2 frá Sviss, engin síðan 1957; 19 frá Japan, 2 1968, Ein júgó- slavnesk 1960; 1 áströlsk 1960i; 21 norsk. engin síðan 1965; 1 irsk 1962; 1 ungversk 1966. Fjórar grískar síðan 1962 ; 6 pólskar síðan 1959. Þetta eru ekki margbr myndir, en þær sáust þó hérna. Síðan hafa þesisar þjóðir margfaldað og stórbætt framleiðslu sína en þá eru myndir þeirra steinhættar að koma hingað. Ég sagði áðan að það væri lítt skiljanlegt hvers vegna bíóstjórarnir hefðu allir valið sömu leiðina til þess að halda bióunum gangandi. vegna þess að staðreyndirnar sýna að úr- valsmyndir hvaðan sem var úr heiminum fengu jafngóða og oft mun betri aðsókn en banda- risku mýndimar. En það, er auðvitað fyrirhafnarminnst að skipta við einn eða fáa vold- uga aðila og auðvelt' væri að reka bíóin á Islandi eingöngu á brezkum og band.arískum myndum og nóg yrði afgangs samt. Ef óenskar myndir ganga hér ekki lengur eins og bíó- stjórarnir hafa haldið fram á prenti (ítalska myndin Herrar mínir og frúr afsannaði reynd- ar þá kenningu sl. sumar). þá er það bein afleiðing af stefnu bíóstjóranna, þeir hafa siálfir skapað núverandi ástand. Þeg- ar allt logaði í kvikmynda- heiminum erlendis yfir nýjum afrekum, þá var tækifærið að stökkva til og notfæra sér alla þá umræðu _ sem þá átti sér stað um hina nýju kvikmynda- list og skapa þannig nýja á- horfendur og grundvöll að fjöl- breytilegu mvndavali. En hvað gerðist? Þeir völdu þá leið að treysta enn samböndin við hin bandarisku og brezku félög. Helgi Jónsson fyrrv. forstjóri Bæjarbiós svo og eigandi Hafn- arfjarðarbíós héldu þó fast í evrópsku samböndin og hefði þeirra ekki notið við væri held- ur óglæsileg niðurstaða úr þessari könnun yfir það sem hefur komið hingað af helztu kvikmyndum er gerðar hafa verið á tímabilinu. En nú er Hafnarfjarðarbíó hætt að kaupa nýjar myndir og hefur í tvö ár aðeins endursýnt myndir úr Reykjavík. Nýr maður hefur tekið við Bæjar- bíói, og. þær fáu myndir sem bióið frumsýndi á sl. ári voru með merkustu myndum ársins eins og síðar verður komið að. í þessari könnun komst ég að því, sem kann í fljótu bragði. að virðast algjör gagn- röksemd gégn ásökunum mín- um á hendur' bíóstjórunum.' Hér hefur sem sé verið sýnd næstum hver einasta mynd sem varð kunn af fyrstu mynd- um frönsku nýju-bylgju mann- anna, og segið svo að ekki bafi verið fylgzt með á Islandi. En það var ekki andskotalaust að komast að þessu og svo mun einnig hafa verið þegar mynd- irnar voru sýndar hér. Til þess að athuga þetta tímabil hef ég flett dagblöðunum, en þar er að finna einu kynningar- starfsemi bíóanna i formi gagn- orðra auglýsinga, svo snilldar- lega saminna, að oft er ógern- ingur að átta sig á hvaða mynd er verið að auglýsa. Það heyrir til undantekninga ef nafn leik- stjórans sést þar, sjaldnast er annað en íslenzk þýðing á dönsku heiti myndarinnar og leikarar ekki nefndir, nema stjörnur. En með því að fara hinar ólíkleguistu krókaleiðir hef ég sem sa.gt komizt að þess- ari niðurstöðu mér. til mikillar furðu, því fæstar af þessum myndum hef ég séð. En ekki er ástæða .til þess að taka eitt ein- asta orð aftur af þvi sem áð- ur var sagt um bióstjórana. þvert á móti sannar þetta að þeir hafa ekki fylgzt með (aft- úr á mótí fýlgdust Danir vel með) og þeir vissu því ekki hvað þeir voru með í höndun- um. Enn er mönnum í fersku ' íninni auglýátrrgln um Hiros- ima — mon amour, er hljóð- aði upp á „franska mynd í BB stílnum". Ekki er heldur um neina aukningu franskra mynda að ræða á þessu tíma- bili, þar hefur talan verið stöð- u.g, um 30 myndir árlega frá 1956 — 1966, en fer nú lækk- andi. Heyrzt hefur að bíóstjórarn- ir ætli að auka kynningarstarf- semi sína á næstunni með því að hætta að auglýsa í ötlum dagblöðunum nema ' Morgun- blaðinu. kvlkmyndir Une femme mai-iee (1964) Stjörnubíó. Blow-up (1966) Gamla bíó Árið 1969 sýndu 11 kvik- myndiahús í Reykjavík og ná- g.renni um 200 ,.nýjar“ myndir. auk mikils fjölda annarra eldri sem voru endursýndar. F.r þetta enn lægri tala en árið áð- ur. Af þessum 200 voru 160 bandarískar og brezkar eða rétt 80% og er það nýtt met. Þesisi hlutfallstala verður þó mun hærri ef endursýndu myndirnar eru taídar með, því Framhald á 9- síðu, Orustan um Alsir (1965) Bæjarbíó. SÝNING SYNING SYNING Nýjar gerðir af Runtal miðstöðvarofnum ásamt eldri gerðum Sýning í Byggingaþjónustunni, Laugavegi 26 Opin í dag kl. 13-19 > Opin alla virka daga kl. 13—22 Gjörið svo vel að líta inn p\mtal ► i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.