Þjóðviljinn - 07.02.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1970, Blaðsíða 4
SlÐA — ÞJÓÐVELJlííN — Laiigardagur 7. febrúar 1970. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. RltstjóraR Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Rilstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. Þing Norðurlandaráðs j dag hefst í Eeykjavík 18da þing Norðurlanda- ráðs. Horfur eru á að það geti orðið söguleg- asta þing. ráðsins, því hér koma til umræðu og á- kvörðunar fillögumar um Efnahagsbandalag Norð- urlanda, og hver svo sem málalok verða munu þau marka þróun norrænnar samvinnu um lang’t skeið. Lýsi ráðið stuðningi við tillögur embættis- mannanefndarinnar um Efnahagsbandalag Norð- urlanda þarf naumast að efa að þser nái fram að ganga á þjóðþingum Danmerkur, Noregs, Svíþjóð- ar ög Finnlands. En með stofnun slíks efnahags- bandalags myndi staða Norðurlanda breytast mjög á alþjóðavet't’vangi, sameiginlegur styrkur þeirra aukast ’tíl muna á sviði efnahagsmála, félagsmála og menningarmála, og ein afleiðingin yrði vafa- laust nánari samvinna í utanríkismálum, en á því sviði hefur sundrung Norðurlanda verið einna al^árlegust — þrjú ríkin í Nato en tvö hlutlaus. þátttaka íslendinga í umræðum um Efnahags- bandalag Norðurlanda hlýtur að verða mjög vandraeðaleg. Okkur var gefinn kostur á að taka þátt í öllum undirþúningi málsins, leggja til sér- fræðinga og embættismenn af okkar hálfu, en því bóði var hafnað af ríkisstjóm íslands. Því höfum við aðeins vitneskju um niðurstöðu annarra, mötáða í samræmi við hagsmuni þeirra. Ekkert hefur verið kannað hverjir kostir okkur kynnu að geta boðiz't, til dæmis í sambandi við aug- ljós og stórfelld vandamál, svo sem sameiginleg- an vinnumarkað og fjármagnsmarkað og gagn- kvæm réttindi til atvinnurekstrar. Þetta tómlæti er þeim mun furðulegra sem ríkisstjórnin hefur á undanfömum ámm lagt mikla vinnu og fjár- muni í að undirbúa aðild íslands að Efta. Verði stofnað Efnahagsbandalag Norðurlanda jafngild- ir það klofningi Efta, og það væri einkennilegt hlutskipti ef íslendingar ættu að heyra til þeim hluta Efta sem önnur Norðurlönd hefðu orðið viðskila við að verulegu leyti. Á þetta var bent sérstaklega í umræðúnum um Efta-málið á þingi og lögð áherzla á að íslendingar þyrftu að vita hvað yrði úr áformunum um Efnahagsbandalag Norðurlanda áður en þeir tækju ákvarðanir sín- ar, en íslenzk stjórnarvöld neituðu algerlega að gefa gaum að þeirri hlið málsins. Verði Nordek stofnað taka íslenzk stjórnarvöld vafalaust upp viðræður um tengsl íslands, en þær geta orðið torsóttari vegna þess að ríkisstjórn íslands hafn- aði því boði að taka þátt í undirbúningi og á- kvörðunum um eðli og gerð hins fyrirhugaða bandalags. En hvernig sem þau mál þróast er hitt ljóst að ákvarðanimar á 18da þingi Norð- urlandaráðs í Reykjavík munu einnig hafa áhrif á stöðu og framtíðarhorfur íslendinga í sa,mskipt- um við umheiminn. — m. mmiMt SUMARDVÖL BARNA Er borgarstjóm fjallaði í desember um fjárhagsá- ætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1970 fluttu borgarfull- trúar Alþýðubandalagsins tillögu um sumardvöl bama. Sigurjón Björnsscvn mælti fyrir tillögunni, sem síðan var vísað til félagsmálaráðs að umræðum loknum: „Borgarstjórnin telur það miklu varða, að sem flest Reykjávíkurböm eigi kost á sumardvöl utan borgar- innar á viðurkenndum bamaheiVnilum. í þessu skyni hefur borgin veitt nokkum fjárhagsstuðning þeim sumardvalarheimilum, sem rekin hafa verið af aðilum í Reykjavík. Borgarstjórn er hins vegár ljóst, að brýna nauðsyn bei; til að þessi starfsemi verði aukin á næstu árum, t.d. með stofnun sumarbúða, þar sem böm geti dvalizt við góð skilyrði og holl verkefni. Beinir borgarstjómin þvf til félagsmálaráðs og barna- vemdamefndar að taka þetta til gaumgæfilegrar at- hugunar, svo og aðrar ráðstafanir, er vera kynnu væn- legar til árangurs í þessu skyni. Þá telur borgarstjómin réttmætt að hliðstæð fjáir- hagsaðstoð sé veitt þeim foreldmm, seTn koma bömum sínum á einkasumardvalarheimili úti á landi, o-g látin er í té þeim félagsaðilum í Reykjavík er sumardvalar- heimili reka, enda séu þessi einkaheimili viðurkennd af bamavemdarráði og hlíti eftirliti þess. í þessu skyni telur borgarstjómin nauðsynlegt að hækka nú vem- lega framlög borgarsjóðs til sumardvalar mæðra og bama.“ í beinu sambandi við ályktunartillögu þessa fluttu borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins tillögu um hækk- un á framlagi til sumardvalar fyrir mæður og böm. Mælti Guðmundur Vigfússon fyrir hækkunartillögunni, en hún var feíld við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. En sem fyrr segir: Tillagan sjálf er hjá félagsmálaráði; og enda þótt nefndir séu að jafnaði svæfingarstofnanir er hugsanlegt að knýja fram framkvæmd þarfra mála í slíkum stofnunum. Rúnar Vilhjélmsson Kveðja Rúnar Vilhjálmsstm er. lát- inn. Olcknr veitist erfitt að trúa því, en staðreyndin er óbreytan- leg og köld. Sá, sem fyrir nokkrum dögum gekk heill og óskiertur með okkur tdl starfa og leiks, er nú horfinn af sjónar- sviðinu. Rúnar var lundgóður og kom okkur setíð til þess að líta bjartari augum á tilveruna. Við smituðumst' ósjálfrátt af 'kímni hans og starfsgleði En skólinn átti ekki hug hans allan, þótt hann hefði tgkið þann kostinn að ganga menntaveginn. Knatt- spyrnan var hans fremsta á- hugamál. í hana lagði hann þá einbeitni og ástundutn sem hverjum þeim er nauðsynleg, sem setur markið hátt. Upplag og æfing lögðust á eitt og honum tókst að kömasí í fremstu röð. Við vorum hreyknir aff því að hafa landsliðsmann í bekknum og þegar Rúnar var valinn til utanferðar í annað sinn glödd- umst við yfir frama hans. Hann er nú ekki lengur í okkar hópi. Vi'ð þökkum honum fyrir samveruna og vottum fjöl- skyldu hans og vinum innileg- ustu samúð. Bekkjarbræður. Glæstur svcinn með giaðar vonir gistir dulin svið. Hljóður strengur, harpan grætur, hugur þráir frið. Sorgin víða rúnir ristir röðull hvarf á braut. Cskabam í æskuljóma Urðardóminn hlaut. B. H. J. -9> Könnun á þörf fyrir leikskéla og dagheimiii Áfiundi félaigsimiálaráðs Heykja- víkurborgar þann 22. fyrramán- aðar var lögð fram tillaga fra borgarstjómarfundi um könnun á þörf fyrir leikstóla og dag- heimili x borginni. Félagsmóla- stjóri gerðá grein fyrir athugwn- uim, sem gerðar hafa ver:ó á veguim hagfræðideildar borgar- innar um dreifingu aJdurshó.va barna sex ára og yngri í hinum ýmsu hverfun. borga'innar. Þ.4 var á fundimjm s'aimiþykkt að fela Sigurjó7 1 Bjömssyni og Bimi Bjornísyni að giera tillögur um fyrirkomulag könnunarinn- ar. Það var glaðvser hópur ur- valsdrengja, sem hittist morg- uninn 30. janúar sl., og flaug til Englands til átaka við barlenda íþróttafélaga. Nýlega hafði þessi hópur eignazt sameiginlegar minning- ar úr velheppnaðri heimsókn í aðra heimsálfu. Allur undirbúninguri hafði vérið ' ánægjulegur, eftirvænt- ingin rikti hjá þátttakendum, og vonin um góðan árangur meiri en áður í kíeppnisferðum. Einn þessara fulltrúa ís- lenzkrar æsku var hár og mynd- (arlegur, Ijóshærður piltur, Rún- ar Vilhjálmsson, sem vakið hafði vaxandi athygli forustu- manna með dugnaði sínum, og fraimkomu allri. Við hann voru bundnar framtíðarvonir á ýms- um s/v’iðum íþrótta- og félags- mála. Rúnar Vilhjálmssón fæddist 19. janúar 1950. Gerðist ungur félagi í knattspyrnufélaginu FRAM, og stóð i fýlkingar- brjósti allra aldunsflokka fé- lagsins og ávallt fyrirmynd leikbræðranna. Mörgum er minnistæð fraimimistaða ísl. drenigjannai á Norðurlandamóti unglinga, er haldið var í Reykjavíik 1968, þegar aesikumenn frá öllum Norðurlöndum mættu til leika. Þar var Rúnar Vilhjálmsson, sem áður, í fylkingarbrjósti úr- valsmanna okkar fámennu þjóð- ar, og vakti umtal og aithygli hinna erlendu gesta. Verður ekki mieð nrðum lýst, hve djúpt skarð, og þungt högg féll á okkur samferðamenn þessa glaesilega pilts, er okkur bárust fregnir af því hörmulega slysi, sem hent hafði við kom- una til Lundúna, og skapað hef- ur þjóðarsorg. Hinn glaðværi hópur afreks- manna, breyttist í hljóðlátan hóp sorgbitinna vina. Tilhlökkun og sigurvon urðu að vonbrigðum og örvæntingu, síðan heimkoman að píslar- göngu. Ferðafélagar og stjóim Knaitt- spymusambands Islands þakka hinum Hæsta Höfuðsmiði fyrir þann tímia, sem Rúnar Vifl- hjálmsson var samferðamaður okkar á Iífsbrautinni, við minn- umst hins glaðværa félaga, fyr- irmyndar með allri framikomu sinni og reglusemi, og kveðjum hann að sinni með þeirri vissu, að hans stutta dvöl-meðal okkar hafi vísað öðrum veginn. Samtímis sendum við foreldr- um, bræði-um og öðm sikyldfólki hans innilegustu samúðarkveðj- ur, í von um að hin styrka hönd hins almátfuga styðji þau og styrki, og gefi þeim þann kjark, og það baráttuþrek, sem ávallt prýddi Rúnar Vilhjálmsson. Albert Guðmundsson. Öskað endurskoð- unar á samningi nm flug Loftleiða Af íslands hálfiu hefir verið óskiað eftir því við ríkisstjómir Danmerkur, Noregs og Svfþjóð- ar, að teknar verði fljótlega upp viðræður um endurskoðun á sam- komiulaginu frá apríl 1968 um flug Loftledða hf. Ekki er enn á- kveðið, hvenær viðræður hefj- ast. Samkvæimt ósik rikisstjómar Bandaríkjanna munu hefjast í Washington í næsta mánuði við- ræður nnMIi fuRtrúa ríkissitjóm- ar Islands og ríkissifcjómar Bandarfkjajnna um flljuig Loft- ledða hf. vegmia fyirrhugaðrar breytingar á farkosti félagsins. RT pí >>-. Q O E- QC Q O E- PC '>-. Q O I1 ÓDÍRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT —ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT Rýmingarsalan Laugavegi 48 Ódýrar peysur, kjólar> kápur, ungbarnaföt. Leikföng í miklu úrvali. Vefnaðarvara í metratali, metrinn á 60—100 Karlmannaskór, 490 kr. parið. Inniskór kvenna og barna x íjölbreyttu úrvali. Sparið peninga í dýrtíðinni og verzlið ódýrt. Rýmingassalan, Laugavegi 48. kr ODÝR lo íö |k}. txl •—3 O ö ►< txJ •-3 O ö W RT — ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT —ÓDÝRT — ÓDÝRT — ÓDÝRT - ÓDÝR 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.