Þjóðviljinn - 03.05.1970, Síða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1970, Síða 4
4 SIÐA — íÞiJÖÐViIIíJiINN — Suinnuidagur 3. maí 1070. — málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. lónsson Ifáb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöiuverð kr. 10.00. Samheldni |^röfugangan lsta maí streymdi niður Laugaveg, eins og stórfljót í leysingu, einhver hin fjöl- mennasta sem sézt hefur í höfuðborginni. Hún var órækur vitnisburður um það að launamenn eru staðráðnir í því að sækja rétt sinn næstu vik- urnar, staðfesting þess að við kröfugerð verk- lýðsfélaganna fylgir hugur máli. Það var einnig ánægjulegt að hinar kunnu jafnréttiskröfur verk- lýðshreyfingarinnar mótuðu mjög þennan dag, heitur stuðningur við baráttu námsmanna, áherzla á jafnréttiskröfur kvenna, kröfur uim frið og frelsi kúgaðra þjóða og stétta um heim allan. J^|annfjöldinn mikli sem tók þátt í kröfugöngu og útifundi verklýðssamtakanna er það „alþingi götunnar“, sem valdhafar minnast stundum á af ugg og skelfingu. Það alþingi fer með mikil völd næstu vikurnar, bæði í sveitarstjómarkosningun- um og við ákvörðun um nýja kjarasamninga. Þá skiptir meginmáli að menn kunni að nota völd sín og átti sig á þeirri einföldu staðreynd að völd almennings standa ævinlega í réttu hlutfalli við saimheldnina. Sameinaðir geta launmenn ráðið því sem þeir vilja. Búríellsvirkjun í gær var raforkuverið mikla við Búrfell form- lega vígt. Alþingi samþykkti þá framkvæmd einróma á sínum tíma; hún var nýr áfangi í fram- kvæmd þeirra framtíðardrauma íslendinga að leysa orku stórfljótanna úr læðingi og breyta henni í verðmæti, þjóðinni til hagsældar. En fram- kvæmdin hefur orðið önnur en menn gerðu sér vonir um í upphafi. Þau miklu auðæfi sem fram- leidd eru við Búrfell renna aðeins að hluta til ís- lendinga; meginþorri orkunnar rennur til ál- bræðslunnar í Straum'svík, til erlends auðfélags sem flytur arðinn að mestu úr landi. Eins og sannað var á alþingi í vetur er verð það sem ál- bræðslan greiðir undir kostnaðarverði, ef miðað er við þær rekstraráætlanir sem upphaflega voru lagðar fyrir alþingi; til þess að láta enda ná sam- an hefur orðið að breyta upphaflegum áætlunum og miða við það að íslendingar eignist ekki raf- orkuverið að fullu fyrr en áratugur er liðinn af næstu öld. Þangað til mun erlendur auðhringur fleyta rjómann af orkuframleiðslu íslendinga, en landsmenn munu á þeim tíima verða að ráðast í nýjar virkjanir þar sem framleiðslukostnaður verður mun hærri en við Búrfell. j^ngu að síður er framkvæmdin við Búrfell sönn- un þess hvers íslendingar eru megnugir. Viðj munum á næstu árum og áratugum halda áfram að hagnýta vatnsafl okkar og hveraorku og aðrari þær auðlindir sem land okkar býður upp á. Reynsl- an af samningunuim við álhringinn á hins vegar að færa mönnum heim sanninn um það, að þvíj aðeins koma auðlindimar að fullum notum að þær séu hagnýttar til þess að efla atvinnugreinar sem íslendingar ráða sjálfir yfir. — m. I Tveir kóranna koma til tón- leifcanna utan af landi: Kirkju- kór Hveragerðis og Kotstrand- arsóknar og Kirkjukór Ytri- Njarðvíkur. Söngstjóri fyrr- nefnda kórsins er Jón H. Jóns- son skólastjóri og undirleifcari Sólveig Jónsson. Njarðvíkur- kórnum stjórnar Jón Isileifsson, an undirleikarar eru Gróa Hreinsdóttir sem er aðeins 14 ára gömul og Jón Dalbú Hró- bjartsson. Samdi hann tónlistina við sam- nefndan ljóðaflokk Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds og mun hafa lokið við verkið í marzmánuði 1919. Einstaka kafl- ar söngdrápunnar hafa áður verið fluttir m. a. í Fríkirkj- unni í Reykjavik undir stjóm dr. Urbancic og á Akureyri undir stjóm höfundar. Á árinu 1954 var fjórði þáttur óratórí- unnar fluttur í Dómkirkjunni undir stjóm Jóns tsleifssonar og í fyrra, er hálf öld var liðin frá því verkið var fullsamið, stjórnaði Jón enn flutningi þessa kafla í Neskirkju. Þriðji kórinn sem fram kemur á tónleikunum er Kirkjukór Nesfcirkju í Reykjavik, en hon- um stjórnar Jón ísleifsson org- anisti og undirleikarar eru Carl Billich og Páll Halldórsson. Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar. Tónleikar í Neskirkju í dag Þrír kórar flytja þættí úr r ■ r r • P r •«« oratoriunm „rriour a jorð 1 dag, sunnudaginn 3. maí, standa þrir kirkjukórar ásamt einsöngvurum fyrir flutningi á tveim þáttum úr óratóriu Björg- vins Guðmundssonar tónskálds „Friði á jörð“. Tónleilkamir verða haldnir í Neskirkju og hefjast kl. 5 síðdegis. Aðgangur er ókeypis. tónskáld hefur samið. Björgvin hann kallaði söngdrápu, á fyrri Guðmundssan mun hafa lagt heimsstyrjaldarámnum, er hann fynstu drög að tónverkinu, sem bjó í Vatnabyggðum Kanada. Einsöngvarar eru fimm: Álf- heiður Guðmundsdóttir, Guðrún Tómasdóttir, Guðmundur Jónis- 'son, Sigurveig Hjaltested og Friðbjörn Jónsson. Undirleikari einsöngvaranna er Carl Billich. Sem fyrr var sagt verða tveir þættir hins mikila tónverks Björgvins Guðmundssonar flutt- ir i Neskirkju, fyrsti og fjórði þáttur. Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar flytur fyrstu þrjá kórana úr 1. þætti, en kirkjukór Ytri-Njarðvíkur flytur síðasta kórinn úr þeim þætti. Kirkiukór Nessóknar flyt- ur síðan IV. þátt og að lokum svmgja kóramir allir saman eitt lag. Einsönigvari í fyrsta þætti er Sigurveig Hjaltested og hún syngur einnig í þeim þætti tví- söng ásamt Friðbimi Jónsisyni. Ei.nsön.,gvarar i fjórða þœtti eru bau Álfheiður, Guðrún og Guð- mundur. Óratórían „Friður á jörð“ er eitt mesta kórverk sem íslenzkt Kirkjukór Ytri-Njarðvíkur. // // IIASYNIN6 1970 SKAUTAHÖLLINNI 1.-10. MAÍ OPIN: VIRKA DAGA KL. 17-22, HELGI- DAGA KL. 13.30-22 HAPPDRÆTTI. Hver aðgöngumiði gildir einnig sem happdrættis- miði, hafa því sýningar- gestir möguleika á að vinna nýjan bíl, sem er til sýnis á útisvæði sýningarinnar. NÝJUSTU GERÐIR fólksbíla, jeppa, vélhjóla, vörubíla, langferðabíla, hjólhýsa, vinnuvéla auk varahluta, sýnt á 2700 m2 sýningarsvæði. Ath. Flugfélag íslands mun veita afslátt á fargjöldum innanlands, til og frá Reykjavík, þeim sem sækja sýninguna utan af landi. SKOÐIÐ ÞESSA GLÆSILEGU BÍLASÝNINGU í SKAUTA- HÖLLINNI. //jágW>\ FÉLAG BIFREIÐA- INNFLYTJENDA argus auglýsingaslofa 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.