Þjóðviljinn - 03.05.1970, Síða 12
Sunnudaigur 3. miaí 1970 — 35. árgangur — 98. töluibilað.
,PréfmáI um framtíB
ísl. náttúruverndar'
— Almennur borgarafundur um Laxármálið
Alverk-
smið/an
vígð í dag
f dag leggur íorsætisráð-
herra hornstein að álið.ju-
verinu í Straumsívík. Heí-
ur um 600 innlendum og
erlendum gestum verið boð-
ið tíl þessarar vígsluathaín-
ar. Hefs>t hún kl. 14.10 í
steypuskálanum.
Þegar ekið er eftir
Reykjanesbrautinni fram
hjá áliðjuverinu blasir við
stórt vegaiskilti út við veg-
arbrúnina, þar sem skýrt
er frá því, að þarna sé
verið að reisa 77 þúsund
tonna áliðjuver í þrem á-
föngum. Hafi álframleiðsla
hafizt sumarið 1969 og
muni byggingu þriðja á-
fanga ljúka haustið 1972.
H e il dar f r am k v æm d ak ostn -
aður er áætlaður 55 miljón-
ir dollara.
Þegar hefur verið reiisit-
ur kerskáli níu hundruð
metra langur með 160 ker-
um, þar sem súrálið er
braett. í fyrrabaust voru
120 ker komin \ notkun —
25. september — og núna
er smátt og smátt verið að
taka 40 ker í notkun.
Myndin hér fyrir ofan er
tekin í vetur af athafna-
svæðinu við Straumsvík.
Skip liggur við bryggju
með súrál frá eyju í Kar-
abíska hafinu. Þagar1 höfn-
in heíur verið dýpkuð geta
allt að 60 þúsund tonna
skip komið inn á höfnina.
Búrfellsvirkjun vígð í gær
a& viðstöddum 600 gestum
□ Vígsla Búrfells'virkjunar var að hefjast með mikilli við-
höfn og að viðstöddum um 600 gestum, innlendum og
erlendum, um það leyti er blaðið var að fara í prentun
í gær. Hafa veitumannvirki Búrfelisvinkjunar nú verið
rekin rúma sex mánuði eða frá því í september og
reynzt vel, að því er segir í skýrslu yfirverkfræðings
Lands virk j unar.
Að því er segir í sikýrslu dr.
Gumnars Sigurðssonar yfirverk-
fræðings um refcstur Búrfells-
virkjunnar veturinn 1969—70 hafa
byrjunarörðugleikar verið litlir
miðað við aðstæður, öiíunotkun
vegna ístruflana verið hverfandi
lítil og auðveldara reynzt að skola
út ís en hann hafði gert ráð fyrin
Starfsmenn eiga þó enn í erfið-
leikum með að skola 'fram þrepa-
hlaupum með miklu af stórum
jökum.
o
1 Rekstur Búrfellsstöðvar hófst 8.
septe'mber s. 1. er fyrsti rafallinn
var tengdur inn á línuna til Geit-
háls frá Búrfelli og stöðin byrjaði
þar með að framleiða rafmagn.
11. september var annar rafallinn
tengdur við línuna og sá þriðji
16. sama mánaðar. Voru víðtækar
prófanir gerðar á vélum þæði
fyrir og eftir tengingu og reyndust
þær i alla staði fullnægja þeim
kröfum, sem gerðar voru.
Gunnar segir, að fyrirkomulag
veitumannvirkja virðist ágætt og
þau fær u-m að skila því, se-m
aif þeim er k-rafizt. Sé auigljóst.
að módelrannsóknir, sem gerðar
vom í Þrándheimi og notaðar við
undirbúninig virkjunarinnar, hafi
verið ómetanlegar við skipulagn-
inguna, enda sé rennslið við
veitumannvirkin sj'álf ótrúlega
líkt rennslinu í módelinu. Veitu-
mannvirkiTi hefðu þó mátt vera
sterkbyggðari telur yfirverkfræð-
in-gurinn, því átökin eru geysi-
mikil. Sérstaklega virðast 1-okur og
lokubúnaðu-r í veikara lagi og
nokkrir gallar aði’ir hafa komið
fram í einstökum mannvirkj-um,
flestir þó þannig, að auövelt er
að lagfæra þá.
Sa-mkvæmt revnslunni í vetur
er ísinn í Þjórsá ekki eins mikið
vandamál o-g reiknað hafði verið
með, áður en virkjunin var byggð,
segir að lokuim í sfcýrslunni. en
virkjunina þarf þó ætíð að reka
af fuUri aðgát með tilliti til íss
í sex mánuði ársins og alvarlegar
truflanir af völdum íss geta alltaf
kcmið fyrir.
Bfi nfel Isvi rkju-n hefur vakið
mikla athygli sérfræðinga, sem
fást við rannsóknir á ís í ám og
vötnuim og þeim vaindamálum.
sem ísinn skapar. Sérsta'klega
hafa mæU- og aðvönmartækin
vakið mikla athygli, enda algjör
nýj-unig. Af þessari ástæðu hefur
al'þjóða.sam-band fyrir rannsóknir
í streymisfræði, Intemational
Association of Hydraulic Resear-
ch, ákveðið að hálda ráðstefnu
hér á Islandi næsta haust og
helga alla dagsikrá hennar ís og
ísvandamálum. Er þetta í fyr-sta
skipti, sem vísindamenn í
slreymisfræði ha-lda slí-ka sérráð-
stefnu urn ís. Mu-nu koma á þes-sa
ráðstefnu á annað hu-ndrað vís-
indamenn alls staðar að úr heim-
inum, m. a. frá Japan o-g Ráð-
stjómarrfkjunum.
í dag verður haldinn ailmenn-
ur borgarafundur í Háskólabíói
kl. 3 um fyrirhugada Gljúfur-
versvirk.jun í Laxá. Andstæðing-
ar virkjunarinnar boða til fund-
arins, og tveir menn úr þeirra
hópi munu flytja ræður, en jafn-
framt hefur Orkumálastofnuninni
verið boðið að senda fulltrúa á
fundinn.
Er hér um að ræða mikið hita-
mál, og telja andstæðingar virkj-
unarinnar þetta prófmál um það,
hvort íslenzk náttúruvemd eigi
framtíð fyrir sér.
Svo sem kunmu-gt er, hefur fyr-
iiíhu'guð virkjun í Laxá mætt
mjög mikilli mótspyrnu meðal.
Þin-geyinga, svo og fjölmargra
náttúruun nenda, sem telja, að
framkvæmdimar geti leitt til
stórfelldrar eyðileggingar á Lax-
ársvæðinu og í Mývatnssveit. Það
lei'kur vart á tveimur tungum, að
hið umrædda landsvæði er með
fegurstu og sérstæðustu blettum
landsins, og hæpið væri að leggja
þar i tvísýnar framkvæmdir nema
alger nauðsyn væri á. Andstæð-
ingar virkjunarinn ar telja, að
þessari nauðsyn sé ekfci til að
dreifa, og benda í þvi sambandi
á, að einumgis 6% virkjanlegrar
orku hérlendis hafi verið nýtt,
og til greina komi aðrir virkjun-
armöguleikar.
Þar á meðal nefna þeir virkjun
Skjálfandafljóts við Ishólsvatn,
Lagarfljót, Jökulsá á Fjöllum. eða
jafnrennslivirkjun í Laxá. I
fimmta lagi benda þeir á, að vel
megi nýta orkuna frá Búrfells-
virkjun, enda hljóti að verða
gripið til þeirra ráðstafana s-íðar
meir, enda þótt ráðizt verði i
virkiun á Norðurlandi. I því sam-
bandi má benda á, að orkan frá
Búrfellsvirkjun er ekki fullnýtt.
og verðu-r mun meiri, þegar fram-
kvæmdum við ha-na verður lokið.
Nokkrir and-stæðingar Gljúfur-
verlísvirkjunar boðuðu blaða-
menn á f-und nýverið til að
skýra frá fyrirhöguðum borgara-
fundi, og leggja á borðið rök-
semdir sínar gegn framkvæmd-
unum. Voru það m. a. Finnur
Guðmundsson fu-glafræðin-gur,
Þórir Baldvinsison a-rkitekt og
Jónas Jónseon ráðun-au-fcu.r.
Sögðu þeir, að til þess-a borg-
arafundar væri kvatt, þar sem
ljóst væri að virkjunarfram-
kvæmdir myndu hefjast innan
tíðar, og yrði ek-ki annað séð,
að þær yrðu frumþáttur heildar-
áætlunar u-m Gljúfurverkisvirkj-
un. Fyrir henni lægi hins vegar
engin heimild, og hún myndi
leiða til stórfelldra náttúi'uspjalla
þar nyrðra. Þar sem útséð væri
um, að frumvarp það um nátt-
úruvernd, sem samið hefði verið,
verði afgreitt á þessu þingi, yrði
að grípa til annarra ráðstafana,
en frumvarp þetta gerir m. a. ráð
fyrir því, að Mývatnssveit og Lax-
ársvæði verði sett undir takmark-
aða náttúruvernd
Sögðu þeir. að látið væri i veðri
vaka, að ekki væri stefnt að
heildaráæfluninni um Gljúfur-
Fraimihald á 2. s-íðu.
Vietneunhreyf ingin:
Fandjr í kvöld
Vietn-amhreyfingin heldur al-
mennan fund í Tjarnargötu 20
(Neðrj salnum) í kvöld, sunnu-
da-g, kl. 8.30.
Fun-dia-refni er ' upplýsingastarf
hreyfingarinnar, end-uirnýjun
framkvæmd-anefnd'ar og næstu
aðgerðir.
Utankjörfundaratkvæða-
greiðslan hefst í dng
í d-ag. 3 .maí, hefsit utan-kjöir-
fundiaratkvæðagreiðsla i sveitar-
stjóirniark-osningunum, sem fram
ei-ga að íair-a þann 31. maá n.k.
Hér í Reykjavík verður kos-
ið í Von-airstræti 1 (Gagnfræða-
skóla-num. inngangur frá Vonar-
st.ræti). Verður kjörsitað'urinn
opinn í d-ag og á helgidö-gum
Fannst látinn
í höfninni
Á föstudag var leitað manns í
Keflavík og fannst lík hanis í
höfninini um kvölddð. Hafði hann
farið úr vinnu sinn-i í hraðfrysti-
húsinu kl. 8.30 á fimmtudags-
kvöld. Maðurinn hét Jóhannes
Jóelsson búsettu-r í Keflavík.
frá 2-6 síðdegis, en alla virka
daga kl. 10-12 árdegis, 2-6 síð-
degi-s og 8-10 á kvöldin.
Athygli' kjó-send-a skal vakin á
því að í Reykjavík og ann-a-rs
staða-r þa-r sem Alþýðubandalaig-
ig býðux fram sé-rstakian lista
hefur það listabó-kstafinn G. og
ber að rita á kjörseðilinn lista-
bóksitiaf þess flokks, sem kjós-
andinn vill kjósa.
Næstu daga verður birt, hvaða
list-abókstafi Alþýðuband-ala-gið
styðuir á þeim stöðum, þar sem
um blandaða lista er að ræða.
Þei-r. sem gera ráð fjrrir að
verða staddir utan sín-s sveit-ar-
félaigs á kjöirdegi ei-ga rétt á að
kj-ó-sa utan kjörfundar í skrif-
stofu sýsiumianns eða bæjar-
fógeta hj-á hreppstjórum og»er-
lendis í í-slenzkum sendiráðum
eð-a hjá íslenzkumæl-andi ræð'is-
mönnum íslands.
Aðeins það bezta er nógu gott
BEZTA VARAN - BEZTA VERÐIÐ
- BEZTU KJÖRIN
K-aup allt að 10.000 — 1000 út — 1000 á mánuði
Kaup allt að 20.000 — 2000 út — 1000 á mánuði
Kaup allt að 30.000 — 3000 út — 1500 á mánuði
Kaup allt að 40.000 — 4000 út — 2000 á mánuði
Kaup allt að 50.000 — 6000 út — 2000 á mánuði
Kaup allt að 60.000 — 8000 út — 2500 á mánuði
Kaup þar yfir, 20% út, afgangur á 20 mánuðum
Kr. 29.830,00
Ul,„
It fr
Sími-22900 Laugaveg 26