Þjóðviljinn - 07.05.1970, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.05.1970, Blaðsíða 6
g SÍÐA — Þ'JÖÐVIL.HNN — Fjmmtudagur 7. imiaí 1970. ELDAR [ HEKLU Kort úr bók dr. Sigurðar, Heklueldar, er sýnir vatnshlaup og lu-aun í gosinu 1947. 1: Hraun runnin 29/3 - 6/4 1947. 2: Hraun runnin 6/4 1947-21/4 1948. 3: Eldri hraun. 4: Gígar. 5: Aðalfarvegir hlaups. I bók dr. Sigurðar Þórarins- sonar, Heklueldar, er Sögufélag- ið gaif út árið 1968 telur hann upp 14 gos sem vitað er um með vissu í Heklu sjálfri frá upphafi Islandsibyggðar og auk þess 5 gos í nágrenni hennar. Lýsir hann hverju gasi fyrir sig rækilega en dregur saman í lok hvers kafla stutt en mjög grein- argott ágrip af efni hans þar sem er að finna í samiþjöpp- uðu máli lýsingu á helztu ein- kennum hvers goss fyrir sig, áhrifum þess og afleiðingum. Verða hér á eftir birtir þessir ágripskaflar dr. Sigurðar orð- réttir: 1104 Um gosið 1104 segið dr. Sigurður svo: „Fyrsta gos Heklu eftir að Is- land byggðist var í biskupstíð Gizurar Isleifssonar, 1082-1118, og að öllum líkindum árið 1104. Líkur eru fyrir því að gosið hafi byrjað að haustlagi eða snemma vetrar. Það var mjög kröftugt sprengigos og í fyrstu hrinu þass þeyttist urpp meiri gosmöl en í nokkru öðru Heklugosi síðain sögur hófust. Rúmmál gosmal- arinnar nýfallinnar (rúmþyngd 0,55) reiknast vera um 2,5 km3, og af henini féll 1.5 km3 á land, og hefur ekki fallið meira af gosmöl á landið í nokkru gosi frá upphafi fsiandsbyggðar. öskusvæðið innan núverandi 0.2 sm jafniþykktarlínu er 55000 km2 eða rúmlega helmingur alls landsins. Gosmökkinn lagði til norðurs í aðalhrinu gosisdns og lagði í auðn þá byggð á Suður- landi, sem var í nánd við ás mestu þykktar ösikulagsins, en það var byggðin í Þjórsárdal (m.a. Stöng), byggð á Hruna- mannaafrétti og smábýli við Hvítárvatn í 70 km fjarðlægð frá eldtfjallinu. Samanlagt munu 15- 20 býli hafa lagzt í eyði, svo að þau byggðuist aldrei aftur. Oosmölin er súrari en i nokfcru siíðara Heklugosi og nálgast það að vera líparít, en nefndst rhýó- dasít. Si02-innihald fyrstu gos- malar var um 67%. ÓMklegt er, að noíkkurt hraun hafi myndazt í gosdnu. Þetta gas var dæmigert upphafsgos eftir aldalangt gos- hlé og var það upphaf nýs gos- tímabils HekJu, en einnig má líta á það sem lokagosið í gbsa- röð með vaxandi lengd undan- genginna goshléa." Má bæta því hér við, að dr. Sigurður telur, að um 230 ár hafi verið liðin frá síðasta Heklugosi á undan, er þetta gos varð. 1158 Eftir um 53 ára hlé varð næsta gas í Hefclu í ársbyrjun 1158 að því er dr. Sigurður telur: „Annað gos í Heklu varð örugglega á tímabilinu 1152- 1176, líklegast hófst það 19. jan- úar 1158. öskufall var að líldnd- um fremur lítið og barist askan aðallega til suðurs í gosbyrjun. öruggt má telja, að hraun hafi runnið í þessu gosd og líklegt að þá hafi myndazt Efrahvols- hraun vestur af Hcfclu. Ekki er vitað um neitt tjón af þessu gosi.“ 1206 Enn líða 48 ár þar til næsta gos hefst. Um það segir dr. Sigurður: „Þriðja gos Hefclu byrjaði 4. desember 1206 og virðist hafa verið tiltölulega lítið. Gosmöl barst aðallega til norðausturs, yfir öræfi, bg bar eð betta var að vetrariaei ímm lítið tjón hafa nf hliotizt. Telja má allöruggt, að eitthvert hraun hafi mynd- azt, en efckert er um það hraun vitað.“ 1222 Fjórða gos Heklu var árið 1222, en ekki er vitað hvenær á árinu það hófst. Þetta var smá- gos. Gosmöl barst aðallega til norðausturs. Ekkert er vitað um hraunrennslið í þessu gosi.‘‘ 1300 Fimmta gos Heklu telur dr. Sigurður gosið 1300: „Fimmta gos Heklu hófst 11., 12., eða 13. júli árið 1300 og stóð um 12 mániuði. Fyrsta hrina gossins var sérdeilis kröftuigt, og er þetta næstmesta öskugos Heklu síðan sögur hófust. Gos- mölin þefcur a.m.k. 30.000 km2 á landi, og heildarrúmál gosmalar nýfallinnar var um 500 milj. m3, þar af IféJhi um 380 milj. m3 á landi. Gosrnöl úr fynstu gos- hrinu barst til norðuráttar og olli alvarlegu tjóni á Norður- landd, einfcum í Skagafirði og Fljótum, en þar dóu ekfci færri en 500 manns veturinn efltir. Fyrsta gosmölin var dasít. Lík- legt er, að Suðuihraun (Sel- sundshraun syðra), sem er um 20 km langt og a.m.'k, 25 km2 að flatarmáli, hafi myndazt í þessu gosi og lagzt yfir a.m.k. einn bæ, er heitið hafi Ketilsstaðir." 1341 „Sjötta go® Heklu hófst 19. mai 1341. Gosmalarmyndun var ■ tiltölulega Mtíl, en askan barst aðallega yfir byggðir vestur og suðvestur af eldfjallinu og olli miklu tjóni á búpeningi, einfcum nautpeningi, og hiorfði til auðn- ar í sumum nærsveitum Heklu. Líklegast hefur tflúoreitrun ver- ið aðaldauðaorsökin. Ðfckert er vitað um hraiunrennslið í þessu gosi.“ 1389 Um Hefclugosið 1389 segir dr. * Sigurður: „Síðla árs gaus Hefcla í sjö- unda sinn. Gosið byrjaði í Heklu sjálfri, og öskufall var allmitkið, og bar ösfcuna að lík- indum aðallega til suðausturs. En síðar opnaðist stutt gois- sprunga í framhaldi af Hefclutgjá um 5 km suðvestur, og hlóðust þar upp þau eldvörp, sem nú nefnast Rauðöldur. Ur þessari eld.stöð flæddi það hraun, sem nú kallast Seisundshraun nyrðra eða Noröurhraun Hraun þetta er 8.5 km að lengd, flatarmál þess er 12.5 fcm2 og rúmmál um 0.2 km3. Hraunið er úr andesíti. Það þakti mestallan botn þess dals, er liggur til norðausturs frá Selsundi, og fór yfir kirkju- staðimn Skarð hið eystra og granmbæinn Tjaldastaði, sem báðir voru í þessum dal, og eyddi þeim með öllu. Vera má, að hraunið hafi lagzt yfir einn eða tvo bæi að auki. Nokkur gosmalarmyndun var í Rauð- öldugosinu, en gosmölin barst aðeins skammt frá eldstöðvun- um. Dálítið af grólfum vikri barst til suðvestuirs, en astoa tii vesturs og blandaðist þar ösfcu úr Heklu sjáHfri. Gosið stóð fram á árið 1390. Leirhverir mynduöusit á eldstöðvunum, áður en Rauðöldur hlóðust þar upp, en þeirra sér nú engin merki. Ekki er vitað til, að Hekla sjálf hafi gosið nokikru sinni á 15. öld. Hins veigar mun hafa gasið ednhversstaðar í ná- grenni hennar i kringum 1440.“ 1510 Um áttunda Heklugosið segir dr. Sigurður svo í ágripi: „Hinn 25. júlí 1510 gaus Hekla í áttunda sinn. Fyrsta goshrinan var nofckru kröftugri en í gos- inu 1947. Gosmölin barst til suð- vesturs og olli mestu tjóni á Rangárvöllum og í Landeyjum. Hún þekur a.m.to. 3000 km2 lands. Heildarrúnunál gosmalar nýfallinnar var a.m.k. 320 milj. m3, samsvarandi 80 miljómium af föstu bergi, þar af féllu 215 miljónir á land. Fyrsta gosmölin var rhýódasít, kísilsýruinnihaid 62% eða jafnvel meira. Síðast í gosinu var ktfsilsýruinnihald komið niður í 55%. Efckert er vitað um hraunrennslið í þessu gosi.“ Gos í grend Hekklu 1554 Árið 1554 varð öðru sinni gos i nágrenni Heklu (Fynsta gos í grennd Heklu sem sögur fara af var 1440 samaniber það sem dr. Sigurður segir um gosið 1389). Um þetta gos segir dr. Sigurður: „1 maí eða snemma í júní árið 1554 hólfst eldgos i hraununum um 10 km suðvestur af Heklu. Gosið var sprungugos með krvitoustrókum og stóð í næstum 6 vitour. Hlóð það upp eldstöðv- um þeim, er nú nefnast Rauðu- bjallar, og myndaði þar hraun, sem nefndst Pálsteinshraun, og er um 8 km langt og 10 km að flatarmáli. Efni þess er ólivin- basalt.“ 1597 „Níunda Ileklugosið hófst að kvöldi hins 3. janúar 1597 og stóð a.m.k. í 6 mánuöi. Upphaf gossins svipaði mjög til Heklu- gossins 1947. Drunur heyrðust til Norðurlands. 1 byrjun goss- ins barst gosmöl til suðausturs, og Mýrdalur var það byggðar- lag, er varð fyrir mestum skatokaföllum af völdum þess, saðar í giosinu barst aska til ým- issa átta og allt til Norður- og Austurlands. Btotoert er vitað um útbreiðslu hrauns úr þessu gosi. Rúmmól gosmalar var að líkindum öllu meira en í 1947- gosinu eða um 240 mdlj. m3, samsvarandi um 50 milj. m3 af föstu bergi. Kísilsýruinnihald fyrsta vikurs er 61%. Um vorið eftir ihrundu bæir í ölfusi í jarðskjálffta og breytingar urðu á hverum á Reyfcjum í ölfusi.“ 1636 Tiunda Heklugosið i röðinni varð 1636 og um það segir dr. Sigurður: „Tíunda gos Heklu hófst um kl. 8 e.h. hinn 8 mai 1636 og stóð í rúmt ár. Gosmöl í fyrsitu hrinu barst einkum til norðausturs og cflli tjóni á graslendi í nálægð eldfjallsdns. Þótt gosið hagaði sér í ýmsu mjög likt og gosið 1947, var öskufail miklu minna. Rúmmál gosmalar nýfallinnar var vart meira en 80 milj. m3. Si02 innihald fyrsta vikurs var um 58%. Efckert er vitað um hraunrennsli.“ 1693 11. gosið í Heklu sjállfri varð í lok 17. aldar: „Ellefta gos Heklu hófst kL milli 18 og 20 hinn 13. febrúar 1693. Gosið hélzt í a.m.k. 7 mánuði og e.t.v. í 10% mánuð. Fyrsta hrina gossins var óvenju kröftuig. Aðaflöstoufallið stóð tæpan Mukkutima, og var gös- malarmyndunin þá að meðaltali 60.000 m3/sek. Gosmölin barst NNV, og á landi, í Hreppum og í B isíkupstun gum spilltust samtals 55 jarðir og hjáleigur, en þar af lögðust 8 í eyði um skeið og ein að tfullu og öllu. Á Norðurlandá lá ás mestu öskuþykktar um Miðfjörð, og bæði í Vestur-Húnavatnssýslu og austan til á Vestfjörðum var alflmikið öskufall. Lax og silung- ur drápust í lækjum og.vötnum, fuglar dóu hópum saman, og talsvert af búpeningi sýktist af gaddi. Hraunrennsli virðist hafa verið allmdkið, en ekki er vitað nema um eitt hraun, sem rekja miá með líkindum til þessa goss. Tota úr því hrauni teygir sig niður á milli Rauðaldna og Rauðölduihnýks. Gösmöl þekur 2200 km2 á landi, og rúmmál hennar nýfallinnar á landi er 220 milj. m3 en heildarrúmmál um 300 milj. m3, samsvarandi 75 milj. m3 af föstu bergi. Gosmöl- in er að mestu andesít. Um 90% hennar hefur fallið í fyrstu gos- hrinunni." 1725 1725 varð enn. gos í grenmd Heklu og segir dr. Sigurður svo u m það: „Gos það, sem hófst aðtfiaira- nótt 2. apríl 1725 og talið hefur verið til HeMuigösa, var éklki úr Helklu sjálfri, helldur sprungugos á auðnunum aust- ur eða suðaustur af HeMu. Líklegt er, að sprunigan hafi opnazt á tveim stöðum með al'llöngu miilMbili. Gosið óflli enigu. tjióni, en bærinn Hauka- dalur á Ramgiárvöflllum hrundi í jarðskjálfta salmtfiara því.“ 1766 Þá er röðin kornin að því gosi í Heklu, er lengst hefur staðið yflir svo vitað sé eða í tvö ár. Um það segir dr. Sig- urður: „Tólfta gos Heklu hófet í dögun 5. apnfl 1766 og hélzt fram í mai 1768, en hlé varð á gosinu, nasstum adigert eða aflveg algert, í 6 mánuði, frá ágústlofcum 1767 fram í marz 1768. Þetta er lengsta Hekllu- gos, síðan sögur hófust. Fyrsta goshrinan var mijög krölftug (pfliníöns'k), og fyrsiu 5-6 Mukkustundimar var ösfcufaill mjög mikið. í gosbyrjun kom mfflldð hlaup í Rangá ytrf. Ásk- an barst til norðurs. ösfcufail- ið oflfli taflsverðu tjóni á Ramg- árvölflum, Landii og í Hreppum, svo að við lá, að afllmargar jairðir færu í eyði, en tjón af því varð þó mdiklu mdnna á Suðurland'i en í gosinu 1693, þar eð ás nuestu ösikuþytoktar lá ausitan vdð byggðir. Á Norður- urlandi lá þessi ás um vestan- verðan Skaigafjörð, og bæðii þar og í Austur-'Húnavatnssiýsilu varð tjónið aflvarfleigt. Búpen- ingur hrundí niður, svo að við auðn lá í sumum svedtuim. Veiði í ám og vötnumi spiflltist stórlega. Gosmölin úr þessu gosd þalkkti 34000 km2 ilands, og rúmimói hennar nýfallinnar á landi var um 300 mdlj. m3, en heildarmagn. gosmaflar á landi og sjó 400 miilj. m3, samsvar- andi um 100 milj. m3 af þéttu bergi. Aðeins tvö gos Heblu, frá þwí að land byggðist, gosin 1104 og 1300, woru medri ösku- gös. Kísdlsiýruinni'hafld gasimiallar var 62% í göslbyrjun, en 54% undir lokin. Hrgnjn úr þessu gosi þeítoja um 65 fcm2, og rúm- mál þeirra er um 1,3 Itomi3. Er þetta mesta hraunigos á Isllandi síðan sögur hótfusit, að Sltoafltár- eildum undanskildum. Hraunið er að mestu andesíthraun“. 1845 Þrettánda gosdð í sáélfri HeMu varð órið 1845. Um það farast dr. Sigurði svo orð: „Þrettánda gos HeMu hófst um kl. 9 að morgaii 2. septem- ber 1845 og stóð óslitið að heita mátti til 5. eða 10. aipríl 1846. Líkur eru fyrir því, að smágos haffi verið í fjallinu 13.-16. ág. 1846. Fyrsta hrina gossdns var krö'ftug (plíníönsk) og likfleigast að gosimiöfckurinn hafi náð upp í heiðlöftin. Vikur sá, er féll fyrstu Mukfciustundina eða svo, var grábrúnn oig tofsilinnihafld hans um 60%, siðan tók fín- toomaðri döklkur sandur að falfla, og voru umskiptin næsta snögg. ösfkufallið varði um 4 Mst. Fyrstu kflst. nam gosmal- arimyndunin um 20.000 m3/sek. Vikurfallið náði til byggðanna SkafibártuTigu, Sfðu og Land- brots, en fiínasta askan barst til Færeyja, Hjalltíands og Oifcneyja með 55-70 km hraða á Mst. Sú gosmiöfl, er féil f fyrsta þætti gossins, þekur um 4250 klm2 á landi og heildarrúrnimiál hennar nýfallflinnar var uimi 230 milj. m3, þar af eru. um 40°/ni grábrúnn viitour. Samfaira byrjun gossins kom flóð í Rangá ytri. Því cflli að mestu bráðnun íss og snæwnr á Hcfclu. Jarðskjálftakinnir fund- Framhald á 9. síðu. 4 * i i l Í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.