Þjóðviljinn - 15.05.1970, Side 4
4 SlÐA — ÞJÖEWIUTNN — Föstudagur 1S. mai 1970.
— Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkv.stjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: / ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson
Sigurður Guðmundsson
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson
Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson.
Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson.
Rítstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500
(5 línur). — Áskriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
EFTA-skattur
jþegar Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn
og Frjálslyndir samþykktu inngönguna í EFTA
— og Framsóknarleiðtogarnir sönnuðu hin lands-
frægu. heilindi sín með því að sitja hjá — bentu
Alþýðubandalagsmenn á það að fyrsta afleiðing
þeirrar ákvöiðunar yrði stóraukin dýrtíð, vegna
þess að aðgangseyririnn var m.a. nær 1000 miljón
króna hækkun á söluskatti. Nú hefur fólk fengið
að kynnast þessum afleiðingum í raun. Á síðasta
ársfjórðungi hækkaði vísitala verðlags og þjón-
ustu um fimm stig, og matvörur sérstaklega um
fjögur stig. Hin stórsker'ta kauptrygging veldur
því að þessar verðhækkanir eru aðeins bættar að
litlu leyti. Alrnenningur finnur nú í verki afleið-
ingarnar af hinu sjálfvirka kauplækkunarkerfi,
sem samið hefur verið um undanfarin tvö ár und-
ir forustu hins nýja meirihluta í Alþýðusambandi
Islands. Og. það er sérstök ástæða til þess að muna
að hinn nýi meirihluti í Alþýðusambandi íslands,
flannibal, Björn, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
flökkúrinn, er einmitt ’ sami hóþurinn sem sam-
þykkti aðildina að EFTA og hærri söluskatt.
Al-gjald
Auk EFTA-skattanna kom einnig til framkvæmda |
á síðasta ársfjórðungi stórfelld hækkun á hita
og rafmagni; sú hækkun nemur hvorki meira né
minna en 8 vísitölustigum. Þar koma til áhrifin
af saimningum þeim sem gerðir voru við álbræðslu
utlendinganna í Straumsvík. Framleiðslukostn-
aður á raforku frá Búrfellsvirkjun verður í ár 47,4
aurar á kílóvattstund en álbæðslan greiðir aðeins
22 aura. Það magn sem álbræðslan kaupir í ár
kostar 290 miljónir króna í framleiðslu, en útlend-
ingarnir borga aðeins 135 miljónir — mismunur-
inn 155 miljónir er hreint tap. Tapið á næsta ári
verður á sama hátt 139 miljónir. Á fyrstu fimm ár-
um þessara viðskipta verður tapið 425 miljónir,
samkvæmt tölum Landsvirkjunarstjórnar sjálfrar.
Allt þetta tap á að afskrifa með því einfalda móti
að jafna því niður á íslendinga. Menn ættu að
minnást þess þegar þeir greiða rafmagnsreikning-
ana næst að í greiðslunni er einnig fólgið ál-gjald.
Minna en ekkert
jgætur þær sem stjómarflokkarnir skömmtuðu
öldmðu fólki og öryrkjum námu um 2.000 krón-
um á ári, 5-6 krónum á dag. Á sama tíma verður
þetta fólk eins og aðrir að greiða nær 1.000 kr.
hækkun á sjúkrasamlagsgjöldum — þangað fer
næstum því helmingur af hinum svokölluðu bót-
um. Og aldrað fólk og öryrkjar verður ekki síð-
ur en aðrir að greiða EFTA-skattinn og ál-gjöld-
in; þá er minna en ekkert eftir af rausn Al-
þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. — m.
Áskorun myndlistarmanna:
Gamla húsaröðin
verði varðveitt
Enn hefur Þjóðviljanum bor-
Izt afrit áskorunar á mennta-
málaráðherra um að hann beiti
sér fyrir því að gömlu húsir. við
Lækjargötuna verði varðve;.. en
ekki rifin. Undir áskorun þessa
rita 62 myndlistarmcnn og í
þeim hópi eru listmálarar,
myndhöggvarar, leirkerasmiðir,
auglýsingateiknarar, leikmynda-
teiknarar o.fl.
Áskorunin og nöfnin sem
undir hana hafa verið rituð
fara hér á eftir:
Vér undirritaðir skorum á
menntamálaráðherra að beita
sér fyrir því, að húsaröðin frá
Stjómarráðinu að Menntaskól-
anum við Lækjargötu verði
varðveitt vegna menningar-
. sögulegs og listræns gildis henn-
ar. (Að Gimli undanskildu).
Þorvaldur Skúlason
Sigurður Sigurðsson
Barbara Árnason
Hafsteinn Austmann
Jóhann Briem
Valtýr Pétursson
Einar G. Baldvinsson
Hjörleifur Sigurðsson
Finnur Jónsson
Steinþór Sigurðsson
Guðmunda Andrésdóttir
örlygur Sigurðsison
Benedikt Gunnarsson
Kristín Jóhsdottir
Bragi Ásgeirsson
Hörður Ágústsison
Einar Hákonarson
Jónfna Guðnadóttir
Gísli B. Bjömsson
Torfi Jónsson
Jóhannes Jóhannesson
Ágúst F. Petersen
Ásmundur Sveinsson
Ásgerður Búadóttir
Sigrún Guðjónsdóttir
Gestur Þorgrímsson
Sigurjón Ölafsson
Jens Kristleifsson
Sverrir Haraldsson
Jón Benediktsison
Guðmundur Benediktsson
Vigdís Kristjánsdóttir
Jöhannes Geir Jónsson
Ragnar Kjartansison
Ólöf Pálsdóttir
Hringur Jóhannsson
Gunnar Bjamason
Kjartan Guðjópsson
Snorri Sveinn Friðriksson
Þorbjörg Pálsdóttir
Guðmundur Elíasson
Halldór Pétursson
Valgerður Bergsdóttir
Gréta Bjömsson
Eggert ■ Guðmundsson
Veturliði Gunnarsson
Magnús Pálssom
Leifur Breiðfjörð
Magnús Tómasson
Kristján Guðmundsson
Vilhjálmur Bergsson
Þröstur Magnússon
Björg Þorsteinsdóttir
Anna Sigríður Bjömsdóttir
Haukur Dór Sturluson
Svavar Guðnason
Eiríkur Smith
Gísili Sigurðsson
Ríkharður Jónsson
Amar Herbertsson
Hilmar Sigurðsson
Jón Gunnar Ámason
SUM mótmælir út-
hlutun vinnustyrkju
SÚM, samtök ungra myndlist-
armanna, hefur sent frá sér svo-
fellt plagg:
SÚM mótmælir harðlega síð-
ustu úthilututn vinnustyrkja til
listamanna.
Enginn ungur listamaður hlaut
styrk.
SÚM méitimiæilir því, að úthiut-
un þessa fjár hefur einnig verið
gerð að elli- og raunabótastyrk
á sama hátt og árleg úthlutun
li.stamannalau na.
Ellistyrk handa öidnum;
vinmistyrki handa ungum!
SÚM mótmælir því, að úiíhlut-
unarnefmdiina sitja menn, sem
skipa fleiri en eina svipaða
nefnd, og að einn þeirra skuli ^
sitja í öllum opinlberum nefnd-
um, sem ráðsitaifa fé til styrktar
liist með þjóðinni.
Emga einokumarverzlun á sviði
lista!
SÚM mótmælir því, að nefnd-
ina sitja einvörðungu memn, sem
kommir eru á „nefndaaldurinn".
Eins og æskan viðheldur
stofninum, eins viðhalda ungir
listamenn lífinu í listinni.
SÚM mótmælir því, að félag-
ar þess séu einangraðir frá
opinberri aðstoð og opinberum
sýnimgrum.
SÚM rekur lifandi listamið-
stöð, andstætt hinni kölíkuðu
gröf Listasafns ríkisins.
SÚM mótmælir sjálfdauðri
list fyrir fólk, sem alizt hefur
upp við þann smekk, sem árlega
er styrktur, kjassaður og lík-
smurður af páfunum.
Burt með dauðann úr listimni!
Burt með þá presta, sem hajfa
það eitt að hugsjón sinni að
jarða listina!
Hvemig fer, ef æskan er kyrkt
með sinnuleysi? Verður þá hægt
að viðhalda óskabami ykkar,
ellinmi, þegar æskan er fyrsta
skrefið i átt að henni?
Vekið ekki ellina of snemma
með þjóðinni!
xir og skartgripir
K0RNELÍUS
JÚNSSON
ie 8
i Frímerki — Frimerki
: ' :
■ ■
Hjá undirrituðum er úrval íslenzkra frí- S
merkja fyrir frímérkjasafnara. — Verðið !
| hvergi lægra. — Reynið viðskiptin.
MATTHÍAS GUÐBJÖRNSSON
Grettisgötu 45.
|Jm mánaðamótin rann út fres'tur só, sem settur
var til skila á úrlausnum málsháttagetraun-
arinnar, seim Þjóðviljinn efndi til í síðasta mán-
uði. Getraun þessari var ákaflega vel tekið. af
lesendum og síðustu vikuna í apríl streymdu
lausnir til blaðsins víðsvegar að af landinu, svo
að við lok skilafres'ts skiptu þær hundruðum. Og
enn bárust 1 liðinni viku nokkrir tugir síðbúinna
bréfa.
i - - i _ ov j <2.1
J>egar farið var yfir lausnir á getrauninni kom í
ljós að þær voru að heita má jafn margar
frá konum sem körlum, karlamir höfðu þó ívið
yfirhöndina: 50,1% á móti 49,9%. Verulegur
hluti úrlausnabréfa var úr Reykjavík, eða 64%,
úr nágrannabyggðum borgarinnar bárust 14%,
en 22% annarstaðar af landinu og skiptust þau
prósent nokkuð jafnt milli landsfjórðunganna.
JJangflestar lausnirnar voru réttar að öllu veru-
legu, þ.e. 15 -17 svör voru hárrétt af 20. Fimni
eða séx gátumyndanna vir'tust áberandi erfið-
astar viðureignar öllum þorra sendenda, enda
gátu sumar imyndirnar reyndar átt við fléiri
málshætti en einn, og var að sjálfsögðu tekið til-
lit til þessa þegar úrlausnir voru metnar til verð-
launa. Þær myndir sem einkum virtust valda
heilabrotum voru nr. 4, 5, 7, 9, 10 og 15 (og reynd-
ar 17 líka). En svo voru fáeinar myndir sém
voru auðráðnar, lágu í augum uppi, eins ög t.d.
nr. 1, 6, 12 og 20.
jyjálshæ'ttirnir, sem teiknarinn, Haraldur Guð-,
bergsson, hafði til hliðsjónar, er hann dró
upp myndirnar, voru þessir:
1. Ekki verður bókvitið í askana látið.
2. Betri er einn fugl í héndi en tveir í skógi.
3. Sjaldan tekur hundur við heilli köku.
4. Oft er kám á kokks nefi.
5. Fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa,
6. Sjaldan fellur eplið langt frá éikinni.
7. Þeir gusa mest sem grynnst vaða.
8. Afsleppt (illt) er álshaldið.
9. Víða slettir flórkýrin halanum.
10. Hætt er að ganga á hálli bryggju.
11. Garður er granna sættir.
12. Enginn verður óbarinn biskup.
13. Mörg eru konungs eyru.
14. Hver hefur sinn djöful að drags
15. Margar eru götur til guðs.