Þjóðviljinn - 21.06.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudaigur 21. júní 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Laga þarf til á Alþingi ^ Dagsbrúnarfundinum í Háskólabíói minnti for- maður félagsins, Eðvarð Sigurðsson, á að það hefði kostað Dagsbrúnarmenn miklar fórnir að ná þeim árangri sem samningarnir fela í sér. Samt væri það sem áunnizt hefði einungis áfangi á þeirri leið að verkamenn bættu kjör sín enn meira en nú hefði tekizt. „Við þurfuim enn að sækja fram. Við höfum hafið sóknina, við þurfum að halda henni áfram“. Eðvarð iminnti á að verðmætasköpun þjóð- félagsins hvílir á fólkinu í verkalýðshreyfingunni og bætti við: „Ef efnahagskerfið er þannig að það þoli ekki að greiða verkamönnum þau kjör sem við höfum nú samið um, er það ekki sök verkafólks- ins, heldur kerfisins og stjórnarvalda. Þá verður kerfið að víkja, vandamálið verður ekki leyst með því að rýra kjör verkafólks“. jpram kemur hins vegar í íhaldsblöðum m.a. í uim- mælum formælenda Vinnuveitendasambands- ins svonefnda, að þeim er efst í hug að setja í gang svikamyllukerfi sitt; hugsa til þess að láta þing- meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins stela því aftur af verkamönnum sem áunnizt hefur í langri og fórnfrekri kjaradeilu. Fyrir kosn- ingar voru ráðherrar og efnahagssérvitringar þeirra látnir birta yfirlýsingar á þá lund að atvinnuveg- irnir, útflutningsatvinnuvegirnir, þyldu 10% geng- ishækkun og verulega kauphækkun að auki. Strax eftir kosningarnar var snúið við blaðinu og allt annað haft upp á teningnum. Nú koma sömu for- stjórarnir, framkvæmdastjórarnir og „eigend- ur“ fyrirtækja og byrja að ympra á því hvort fyrirtæki þeirra „þoli“ að standa við þá kjara- samninga sem þeir hafa nýlokið að undirskrifa. Og í hinum ósvífnari íhaldsblöðum er þegar tekið að kyrja nýjan gengislækkunarsöng, uppi hafðar kröfur um að kollsteypa efnahagskerfinu 1 því skyni að ræna ávinningi alþýðunnar af kjarasamn- ingunum. Samtímis er hert á áróðrinum gegn hin- um 4000 verkfallsimönnum sem enn hefur ekki verið samið við, og alið á kröfum um takmörkun og jafnvel afnám verkfallsréttar. J^eynsla undanfarins áratugs hefur sannað að enginn ávinningur verkalýðsfélaganna í kjara- samningum er öruggur meðan við völd er í land- inu afturhaldsstjóm Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins og þeir flokkar hafa meirihluta á Alþingi. Hvað eftir annað hafa þessir flokkar ráð- izt á kjarasamninga og kjör verkamanna með lög- gjöf, hvað eftir annað hefur ríkisstjóm Bjarna Ben. og Gylfa neytt verkamenn til að berjast fyrir sömu kjarabótunum, svo seim verðtryggingunni. Það verður að loka þeirri svikaimyllu og tryggja að ekki geti orðið framhald á henni í nýjum aftur- haldsstjómum, ef nokkur ávinningur í kjarasamn- ingum á að verða varanlegur. Stórauka verður áhrif og vald verkalýðshreyfingarinnar á Alþingi, til þess að sóknarlota alþýðunnar sem nú getur hafizt skili árangri í betri kjörum og auknum rétti alþýðu á íslandi. — s. Frá laMbkeppmimi í sundi Eins og getið var í fréttum á íþróttasíðu Þjóðviljans, sigruðu Skotar íslendinga með mikl- um yfirburðum í landskeppninnj í sundi sem háð var í sundlauginni í Laugardal um fyrti helgi. Vegna þrengsla í blaðinu urðu nokkrar myndir, sem ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, tók meðan á landskeppninni stóð, viðskila við fréttina — en hér koma þaer. ■ ■ IÉItltíi§ ___ ' / \ ..>• -'*• WmmmMrnm Við upphaf og endi 100 m bringusunds kvenna. Á efri myndinni sést þegar Anne Blyth, Helga Gunnarsdóttir, Kathy Stewart og Ellen Ingvadóttir stinga sér til sunds í upphafi sundsins, en á neðri myndinni er Ellen Ingvadóttir, lengst til hægri, ásamt skozku stúlkunum, er unnu tvö- faldan sigur. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Hann leynir sér ekki áhugi tímavarðanna, enda var, þegar þessj mynd var tekin, orðið ljóst að Leiknir Jónsson hafði sett eitt glæsilegasta íslandsmet í sundi er sett hefur verið. er hann synti 200 m. bringusund á 2.35,8 mín. Á myndinni sést Leiknir koma í mark að loknu þessu sundl, sem sigurvegari í greininni. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.