Þjóðviljinn - 19.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — íyóÐVTLJrNN — Sunnudagur 19. júK 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Úlafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Vandi Sjálfstæðisffokksins gjálfstæðisflokknum er mikill vandi á höndum að þurfa að færa til menn í ríkisstjórninni ein- mitt nú, þegar augljósara er en nokkru sinni fyrr að samstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins hefur gengið sér til húðar og stjórnarstefnan reynzt þjóðinni hættuleg á marga lund. Ýmsir munu telja að sú mannaskipan sem fram koim í vali Jó- hanns Hafsteins sem varaformanns Sjálfstæðis- flokksins verði ekki ákvörðun um næsta flokks- formann enda mikil óánægja með það val síðast þegar kosið var. Og tæpast mun Jóhann Hafstein þykja sigurstranglegur forsætisráðherra ef sam- steypustjóm íhaldsins og Alþýðuflokksins hyggst reyna að hanga út kjörtímabilið. 'r\ [ forystugrein Morgunblaðsins í gær er skýrt frá því, að miðstjórn og þingflokkur Sjólfstæðis- flokksins hafi á föstudag haldið fund um „þann mikla vanda seim skapazt hefur vegna fráf'alls for- manns Sjálfstæðisflokksins“, eins og höfundur forystugreinarinnar orðar það. Blaðið segir að fundur þessi hafi verið til þess að menn gætu „borið saman bækur sínar, en hins vegar var ekki að því stefnt að á þeim fundi yrðu teknar neinar veigamiklar ákvarðanir heldur var ákveðið að boða ’til nýs fundar fyrir miðjan ágúst“. Morgun- blaðið telur að ógjörlegt sé fyrir Sjálfstæðisflokk- inn að taka skyndiákvörðun um mikilvægustu flokksmálefni nú, og segir svo orðrétt: „Hins veg- ar voru þegar á fyrsta degi gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja stjórnarforystu til bráða- birgða, þannig að ekki skapaðist vandræðaástand eða öryggisleysi á meðan menn hugsa ráð sitt og þétta raðimar.“ Hér er nokkuð einkennilega að orði komizt, ekki sízt þegar á eftir fer sú huggun að flokkurinn hafi „mörguim.hæfileikamönnum“ á að skipa. Og >oks er minnzt á vanda Jóhanns Haf- steins, og sagt að kynni hans við Ólaf Thórs og Bjama Benediktsson um áratuga skeið muni „auð- velda honum að stýra Sjólfstæðisflokknum í gegn- um þann vanda sem honum mætir næstu vikur.“ gnda þótt hér sé farið varlega í sakirnar, er aug- ljós tilgangur forystugreinár Morgunblaðsins að undirstrika algjört bráðabirgðaeðli þeirra ráð- stafana sem gerðar voru, að Jóhann Hafstein tæki við starfi forsætisráðherra og formanns flokks- ins. Mikilvægustu málefni flokksins sem Morg- unblaðið leggur svo þunga áherzlu á, em að sjálf- sögðu í þeim flokki valdaaðstaða einstakra flokks- foringja, og nú mun bitizt fas.t um mestu valda- stöðuna. Líklegt má telja að það sem helzt sé tek- izt á um og ákveðið verði um miðjan ágúst sé hvort Sjálfstæðisflokkurinn kveðji saman lands- fund og kjósi nýjan formann, helzt eru tilnefndir Jóhann Hafstein og Geir Hallgrímsson, og í tengslum við þá ákvörðun hvort efnt skuli til kosninga í haust. Báðir stjórnarflokkarnir óttast kosningar og ekki að ástæðulausu, en svo gæti farið að Sjálfstæðisflokkurinn teldi sér enn hættu- legra að bíða næsta sumars. — s. Við erum bara sýningargripir. — Er Tíminn með komplexa? í bréfi sínu til Bæjarpós+s- ins fjaillar íslendingur um þjónxistu íslenzkra ferðaskof- stofa við ísienkkam ferðaimann á lsJandd, og ber hana saim- an við þjónustu. sem útlend- ingium er látin í té, með lít- illi ferðasögu. Þá er hér bréf f!rá XG um konungshollustu Timans og hún taffin eiga sér sálfraeðiiegar oreaMr. Kæri Bæjarpóstur. Fyrir nolkikirum dögum heyrði ég ajuglýsingu í útvarpi um ferð austur að gosstöðv- um Heldu mieð vönum far- arstjóra. Þar sem ég hafði ekki kcmið í verk að fiaira þangað austur, ákvað ég að dríffla mig þangað við fyreta tækifæri, skoða eldstöðvamar og fræðast um HekJugos fyir og nú. Ég keypti mér faarmdða fýrir 400 krónur og settist inn í áætlunarbíl, þar sem fyrir vom margir ísiendingar og Danir og einhverjir ensku- mælandi menn, og svo kom hinn vani fararstjóri, ávaæp- aði okfcur á ensku og skandi- navísku, og sagði svo við okkur ísdendinigana, að hann væri „hálfnervö®“ við ckkur, og ætlaði lítið við ckkur að tala. Með því að ég er nú sæmi- lega að mér bæði í ensku og Norðurlandamálum, fannst mér þetta koma lítið að sök pereónulega, en þegar til kom, varð ég að haffla mág aillan við að skilja hið bö'gutega hrogna- mál fararetjórans. Honum lék enskan nckikuð skár á vörum, enda þótt áherzlur væm á furð'Ulegustu stöðum, og mörg orð, sem aldrei hafa talizt til enskrar tungu silæddust með. En öBu verra reyndist að fá botn í skandinavískuna hans, enda stóðu vesalings Danim- ir gersamHega á gati og botn- uðu ekki neitt í neinu. Dæmd: í det förete Hekla- udbrud ödelaigdes mange by- er, men ikke var der mange mansfcader. Et fofkesagn sig- er at alle mennesker paa en by döde undtaigen bonden, sem smidede í skemmaen, hvor maden var gemt og der levede han i eet aar. Aðrar þvílíkar rósir hrutu honum af munni, og meira að segja ungir krafckar, íslenzkir, sem voru í bflnum, skellihOtígu að þessum bögumælum. Svo til ekfcert var fjallað uim jarðfræði staðarins, fyrri HekLugos, hraunrennsli og annað, sem filesta fýsti að heyra, heldur spjallaði hinn vani fflararstjóri fyrst og fremst um ísttenzkar siðvenjur og menningu. Hann ffluMyrti að ísllenzkur almenningur ræddi um íslenzkar fomsö'gur yfflir kaffiboillum, einsoig daglegar fréttir, og lét sér mörg önn- ur eins ranghermi uim munn fara. Kannski hatfa útlemdingamir haft eitthvað gaman aif þessu, þ. e. þeir sem skildu enskuna og Skandinavískuna, sem við- höfð var. En við ísf.ending- amir, sem vorum a. m. k. 10 í bílnum, komum litlu fróð- ari til baka. Við höfðum þó greitt farmiðana okkar á sama verði og útlendimgaimir og áttuirm að því er mér fannst heimtingu á sæmiilegri þjón- ustu. En þessi stónmerkilega menningarþjóð, sem farar- stjórar og landkynnendur etru stöðuigt að stæra sig af, er alltaf númer tvö, þagar út- lendingar eru annars vegar. Við erum einhvers konar sýn- ingargripir, sem ferðaskrif- stofurnar selja aðgang að í pundum og ddluruim, en þykj- umst oft lítt merkidegir, þegar við ætlum að heimta svipað- an rétt i lamdi ckkar sem út- lendingar hafa. lslendingur. Bæjarpóstur minn. 1 síðasta pósti birti Ugla smátilvitn'anir í grein, sem Tíminn flutti í tilefni af við- komu Margrétar krónprins- essu og mianns hennar á Keiflavíkurfluigvelli. Þetta var alveg stórkostleg grein og bar vott um konúnglhcíllustu þeirra Tímaimanna, sem hefur offlt komið í Ijós, einkum í þætti þeim, sem nefndur er Spegill Tímans, og spegilar fyrirtafcs vel hugsunarhátt bændalMaðs- ins. Á Margréti krónprinsessu hafa Tímamenn meira dáilæti en öðnu kóngafflólki. Þegar hún gifti sigt, minnir mig, að Tím- inn haifi flutt svo ýtarlega lýs- ingu á tilstandiriu, að það hafði fyllt blaðið dögum sam- an. Þegar hún gekk með fyreta baxn sitt, birti Tíminn myndir af henni frá ölllum köntum og hliðum, og var fyrst blaða íslenzkra til að birta mynd af litla Danaprins- inuim, og skýrði rækilega frá þroska hans, einscg um ein- hvem fyrirburð væri að ræða. Tíminn flytur ekki erlend- ar fréttir að staðaldri, en brýtur út af þeirri venju, þeg- ar kóngafólildð geiir eitthvað af sér. Til að mynda var það nýlega útsíðufrétt í blað'inu, að Sonja Noregspri nsess a hefði misst fóstur, en blaðið hiafði þá um langt skeið leitt hjá sér ýmsa tímaimiótamark- andi viðburði í heimsmóilun- um. Eru þetta einhverjir kom- plexar í Tímanum? Mér dett- ur það helzt í hug, af því að hann hefflur mikila séretöðu mieðail íslenzkra blaða í þess- um fréttaflutningi, en hefflur um árin verið brigzlað um dreifbýlis- og afdalamennsku eins og flokfcnum sem rekur það, búraleg viðbrögð og fl'at • neskju, en þessir edginleákar ala gjarnan af sér komplexa og snobb. IG. PS. Getur verið að blaða- maðurinn, sem skrifaði þessa Margrétargrein um daginn sé stúlkan sem si. mánudag fhitti útvarpserindd um pdiiuna, á- flengan bjór og framihjátö'kur? Sami. rar Barcza í Caracas 1 10. umfflerð á alþdóöaskákmót- 3. exd exd inu sem nýlokið er í Caraeas í 4. c4 Rf6 Venezuela sigraði Guðmundur 5. Rc3 e6 Sigurjónsson ungverzka stór- 6. Rf3 Bb4 meistarann Barcza. Skákin var 7. Bd3 dxc tvísýn allan tímann, Guðmund- 8. Bxc4 0—0 ur hafði hvítt og kcm frípeði 9. 0—0 b6 upp á 7. röð, en Barcza fékk 10. Bg5 Bb7 mótspil og valsaði um borðið 11. De2 Bxc3 með drottninguna. hann vann 12. bxc3 Rbd7 peð og tók svo amnað sem reynd- 13. Bd3 De7 ist bameitrað, 14. Hacl Rg4 Þegar skáMn fór í bið effltir 15. Be4 Bxe4 40 leiki var hún í nokkru jafn- 16. Dxe4 Rgf6 vægi og sá sem reyndd að tefflla 17. De2 Hfe8 tiii vinnings átti á hættu að 18. Hfel Rd5 tapa skóMnni. Mun Barcza hafa 19. c4 Rf4 oflmietið stöðu sína, en lítill tími 20. De4 Rg6 var til að rannsaka bdðskákina, 21. h4 h6 því að umferðinni laiuk ki. 9 um 22. h5 Rgf8 kvöldið og byrjað var að tefla 23. Bf4 Dd8 skákina ki. 10,30 sama kvöid. 24. Re5 Dh4 25. Df3 Rxc5 Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson 26. Bxe5 Rd7 Svart: Barcza, Ungverjalandi. 27. Bg3 Df6 1. e4 c6 28. Db7 De7 2. d& d5 29. C5 RÍ6 30. c6 Da3 46. Bd6 Dxa2 1U 31. c7 Hac8 47. Be7 Da4 32. Be5 Rd5 48. Hxd5 exd5 33. Hc2 Da4 49. Dxd5 Kh8 34. H2cl a5 50. Bd8 He2 35. He2 Db5 51. Hc6 Hel 36. Hec2 Dd3 52. Hxf6 De8 37. Hc6 Dd2 53. Hxb6 Hcl 38. H6c2 Dg5 54. He6 Df8 39. Hc6 Dxh5 55. De5 Df7 40. Hd6 Dg5 56. He8+ Kh7 41. Hc4 Kh7 57. De4+ Dg6 42. Hd7 Dd2 58. Hh8+ Kxh8 43. g3 Del+ 59. Dxg6 Hexc7 43. Kg2 Dc2 60. Bxc7 Hxc7 45. Hcl f6 61. d5 gefið Starfsemi Sambands borgfírzkra kvenna Samband borgfirzkra kvenna hélt sinn 39. aðalfund í Barna- skóla Mýrasýslu að Varmalandi dagana 5. og 6. júní s. 1. Fund- inn sátu 29 fulltrúar frá 18 kvenfélögum, ásamt stjcrn S. B.K. sem er skipuö 5 konum og tveimur í varastjóm. Margt kom fram á fundinum sem athygli vakti. T d. orlofs- mál, tryggingamál og h<jilbrigð- iseftirlit. Bar þar hæst í um- ræðum hið nýstofnaöa Krabba- meinsfélag í Borgamesi og væntanlegt heilbrigðiseftirlit ungbarna í sveitum Borgar- fjaröar. Fundurinn samþykkti ýmsar gagnlegar tillögur málum þessum til framgangs. S.B.K. hefur starfandi fjár- öflunarnefnd, til handa Dvalar- heimili aldraðra Borgfirðinga, sem verið er að byfígja í Borg- arnesi Konur úr nefnd þessari voru mættar á fundinum og rómuðu fundarkonur mjög Framihaid á 9. síðu Tilkynning Að gefnu tilefni tilkynnum við hér með að okk- ur eru algerlega óviðkomandi vöruflutningar frá Reykjavík til Stykkishólms og frá Stykkishóhni til Reykjavíkur með afgreiðslu hjá Landflutning- um h.f. Reykjavík og Kaupfélagi Stykkishólms. Vöruafgreiðsla okkar í Reyk’javík er sem fyrr hjá Vöruflutningamiðstöðinni h.f. Borgartúni 21, sími 10440 og í Stykkishólmi hjá Bifreiðastöð Stykkis- hólms. Bifreiðastöð Stykkishólms. /fii* fTilil Tílboð óskast í pípulagnir í hús Rannsóknastofn- unar iðnaðarins að Keldnaholti. ÚtboðS'gögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Rvík, gegn 2.000,00 króna skilatryggingu. Tilboð vei'ða opnuð 30. júlí 1970, kl. 2 e.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7- slMI 10140

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.