Þjóðviljinn - 23.07.1970, Side 3

Þjóðviljinn - 23.07.1970, Side 3
Fi'innit'udagur 23. júli 1970 — ÞJÓÐVILJTNN — SlÐA J Frá Djöfíaeyju Saigonstjórnarínnar Undanfarna daga hafa vakið mikla athygli skýrslur sem hafa borizt jafnt frá bandarískum þing- mönnum og formælendum Þjóðfrelsishreyfingarinnar í Suður-Víetnam um liryllilegan aðbúnað pólitískra fanga Saigonstjórnar, seni geymdir eru á eynni Con Son. Á eynni eru um 10 þúsund fangar, og þar af eru miirg hundruð geymdir í svonefndum „tígrisbúrum", troðfullum steyptum gryfjum með rimlum yfir. Myndin sýnir ofan i eitt slíkra búra — myndin hefði reyndar varla verið tekin nema af því, að fangaverðir töldu sl íka meðferð á „kommúnistum“ sjálfsagða. Saigon- stjórnin hefur, af ótta við almenningsálitið í heiminum, lofað að tæma tígrisbúrin — að mestu. En hve margir verða skildir eftir? Brezkir hafnarverkamenn Matvælum upp án hersins '*»!*• -i» 'Klilr- ' ' ■ LONDON 22/7 — Forystumenn brezka hafnarverkamanna- sa’mbandsins hafa hvatt hina 47 þúsund meðlimi sína til ao skipa upp matvælum, sem annars gætu skemmzt — og virðist þar með sneitt hjá fyrstu alvarlegu átökunum í verkfalli hafnarverkamanna. Tilmæli þessi berast aðeins sói- arhring áður en stjómin hafði borið fram úi"slitakosti sína um að ef matvæTum yrði ekki skipað upp fyrir næstu helgi mundu hermenn kvaddir til starfans. Frr.mkvæmdastjóri Sambands flutningaverkamanna, Jack Jo- nes, sendi hins vegar bréf í dag tii innanríkisráðherrans þar sem getið var um niðurstöður stjórn- arinnar. Verkalýðssambandið og stjórn- in munu bæði hafa gert sér grein fyrir því, að það væri sem að hella olíu á eld ef hermenn tækju að sér störf hafnarverka- manna og báðir aðilar óttuðust afleiðingarnar. Enn hefur ekki komið til um- talsverðra átaka innanlands í sambandi við verkfallið og verk- fallsmenn hafa haldið fremur fáa fundi. En venkfallið segir tii sír. víða um landið — verksmiðj- ur sem háðar eru innfluttum hráefnum hafa tekið upp stranga skömmtun á birgðum sínum, og nokkur hafa byrjað að segja upp starfsfól'ki. Verð á innfluttum matvælum einkum ávöxtum, grænmeti og kjöti, hefuir hælck- að. Þau héruð sem byggja alf- komu sína á útflutningi hafa þegar orðið fyrir veruiegum skakkaföllum, ekki sízt Norður- Irland, þar sem efnahagsástand- ið var einna verst fyrir. DIHI8 III 6:@ Palestínuarabar rændu flugvél Vildu fá félaga sína úr fang- elsi fyrir fimmtíu mannslíf um og börnum. í stað þeirra höfðu ræningjarnir með sér sjö af átta manna áhöfn Og þar að auki André Rochat, helzta íull- trúa Alþjóðlega Rauða krossins í Austurlöndum nær, en hann hafði boðið sig íram sem gísl. Áður hafði auðkýfingurinn On- assis, sem á flugfélagið Olympic Norska landsliðið í knatt- spyrnu lék í gærkvöld við lið . in,g',ana OÍ?. fekk iUa Að lokum AÞENU 22/7 — Sex Palestínuaraþar reyndu í dag að fá fangelsaða félaga sína látna lausa úr haldi í Grikklandi með því að hóta að sprengja í loft upp gríska farþega- vél með 45 farþegum innanþorðs. Að lokum fengu farþegar að yfirgefa vélina, en flugvélin hélt áfram til Kaíró með áhöfnina og gísl frá Rauða krossinum innanborðs. Þar lenti hún í gær. Ekki er vitað um það hvaða samkomulag tókst milli ræningjanna og grískra yfirvalda. Flugvélin, sem er í eigu gríska fiugfélagsins Olympic Airlines, var að koma frá Beirut til Aþ- enu. Lenti hún með eðlilegum hætti, en áður en það hafði gerzt brugðu Palestínuarabarnir sex, þrír ungir menn og þrjár stúlkur, vopnum, handsprengj- um Qg skammbyssum, og gerðu fairþegum ljóst að þeir mundu ekki yfirgefa flugvélina j bráð. Hófst nú átta stundia skelfingar- tími fyrir 45 farþega vélarinn- ar, Araba og Grikki. Tvisvar var því hótað að flugvélin skyldi sprehgd í loft upp og misstu ýmsar konurniar meðvit- und fyrir ótta sakir. I Aþenu kröfðust ránsmenn þess að látnir yrðu lausdr átta menn úr skæruliðasamtökum Palestínuaraba, sem sitja í fang- elsurn í Grikklandi fyrir sprengjutilræði í skrifstofu ísra- elska flugfélagsins E1 A1 í Aþenu og fleiri afbrot. Farþegarnir komust ekki frá borði fyrr en átta stundum síð- ar. Af hálfu grískra yfirválda stóð Pattakos innanríkisráðherra j löngn samnmgaþófi við ræn- Airlines, verið hafnað með fyp- irlitningu er hann bauð sig fram. Flugvélin tók sig á loft og flaug fyrst aftur til Beirut, hringsólaði þar yfir flugvellin- um og stefndj sáðan til Kairó og þar var lent og yfirgáfu allir vélina sem í henni voru — var ræningjunum fylgt til sérstaks móttökuherbergis. Orðrómur gengur um að Pal- estínuarabarnir, sem tilheyra fá- mennum en vígreifum samtökum með bækistöðvar í Damaskus, hafi fengið loforð hjá grísku stjórninni um að félagar þeirra í Aþenu skuli látnir lausir. en engin staðfesting hefur á því fengizt enn. Akureyringa á Akureyrarvelli. Norðmennirnir unnu yfirburða- sigur, skoruðu 6 mörk gegn engu. Norðmennirnir skoruðu 3 mörk í hvorum hálfléik. Um 2900 manns sáu leikinn. USl-hermaÍisr rænir flugvél á SAIGON 22/7 — Þeldökkur bandairísikur hermaður rændi í dag suðurvíetnamskri farþegavél á alþjóðlega flugvellinum j Sai- gon og reyndj að þvinga fiug- manninn til að fljúga til Hong- kong. Maðurinn var sagður vopnaður hnífi. Fluigvélin sem yar af gerðinni DC-4, var nýkomin til Saigon frá Pleiku er maðurinn gekk inn í stjórnklefa hennar. tóku ræningjarnir að hleypa farþegum frá borði. fyrst kon- Faisgí gcrð í Milauo MILANO 22/7 — Fangar í San Vittorio-fangelsinu í Milano náðu j dag á sitt vald fjórum af sex álmum þess og kom til harðra árekstra milli þeirra og lögreglu utan múra. Ástæðan fyrir uppreisn þessari \ var sú, að þrír fangar, sem átti að sækja til saka í eiturlyfjarnáli, fund- ust látnir og hélt lögreglan því fram að þeir hefðu farizt í elds- voða. Þessu vildu fangamir ekki trúa, segja félaga sína myrta og heimta blóð fyrir blóð. Þegair síðast fréttist höfðu níu sjúkxiabílar verið sendir til fang- elsisins og tíu stuðningsmenn fanganna utan múra höfðu ver- ið handteknir Þrír verkamenn myrtir á Spáni GRANADA 22/7 — í blóð- ugum átökum milli verk- fallsmanna og lögreglu í gær voru þrír verkamenn skotnir til bana og óttast vfirvöld bersvnilena mjög að bessir atburðir kunni að vekja upp óeirðir um land allt. Mikið var í spænskum blöðum í dag um ávörp til almennings um að halda firðinn. Byggingarverkamenn í Gra- nada höfðu verið í verkfalli um skeið, sem er sjaldgæft á Spáni enda eru hin opinberu verkalýðs- félög eins konar stjórnarstofn- anir, Árekstrarnir hófust er verkamenn veltu vörubíl, hlöðn- um múrsteinum sem stóð við bækistöðvar verklýðssamtakanna og réðust síðan gegn lögreglu- bílum, að sögn spænsku frétta- stofunnar Europapress. Voru þeir sagðir um 1000 talsins. Sem fyrr segir skutu lögreglumenn þrjá verkfallsmenn til bana en 37 lögreglumenn særðust í grjót- kasti. Jarðaför hinna myrtu fór fram þegar í morgunn undir ströngu eftirliti lögreglu, og var aðeins nánustu ættingjum leyft að koma til kirlcjugarðsins. By gginigarverkamen n krefj ast styttingu vinnutímans Dg um 280 króna lágmarkslauna á dajj. Starfsbræður þeirra í Sevill* fóru fyrir skömmu í langvinnt verkfall fyrir sömu krötfúm, en þá kom ekki til beinna átaka. Þetta er í fyrsta sinn síðan í borgarastríðinu að til blóðugra átaka dregur i hinni fornfrægu suðurspænsku borg, Granada. Skæruliðsr Che ná ÍO samherjum í fangaskipium LA PAZ — Forseti Bolivíu, Al- fredo Ovando Candia, féllst á það í dag, að láta lausa tíu vinstrisinnaða pólitíska fanga í skiptum fyrir tvo vestur-þýzka tæknifræðinga sem vopnaðir skæruliðar rændu á sunnudag. Skæruliðarnir eru í samtök- unum Þjóðfrelsisherinn, sem laut á sínum tíma forystu bylt- ingarhetjunnar Ernesto Che Guevara. Skæruliðar höfðu hótað því að skjóta gísla sína ef ekki yrði failázt á skilmála þeirra inn- an 48 klukustunda. Pólitísku göngunum sem látnir verða laus- ir verður gef inn kostur á að fara úr landi óhultum. Tillaga fimm ríkja um for- dæmingu á vopnasölu Breta NEW YORK 22/7 — Zambía hefur lagt til að Öryggisráð S.Þ. fordæmi alla vopnasölu til Suður-Ameríku og stvrki alþjóðlegt banm sem þegar er lagt við slíkri verzlun. Að tillögu Zambíu standa og fulltrúar Burundi, Nepal, Sýr- lands og Sierra Leone. öryggisráðið kom saman til að ræða ákvörðun brezku stjórnar- innar urn að hetfja á ný vopna- sölu til Suður-Afríku. Fulltrúi Zambíu kvaðst oirða tillögu sína mjög varlega til að meiri líkur væri á því að hún yrði sam- þykkt. Hann kvað ástandið í Suður-Afríku mjög alvarlegt, og að öll ríki þeldökkra manna í Afríku hlytu að líta á allar vopnasendingar til stjórnar kyn- þattakúgara sem freklega móðg- un við sig. Fulltrúinn minnti og Frak'kland og Bretland á skyldur þeirra sem meðlima öryggisráðs- ins tál að virða samþykktir S.Þ., en allsiherjarþingið hefur bannað vopnasölu til Suður-Afríku, eins og kunnugt er. Frakkar eru nú helztu seljendur vopna til Suður- Afríku. ☆ Tanzanía, Uganda og Kenya hafa mótmælt harðlega vopnasöl- unni, Dg Tanzanía hefur hótað að segja sig úr Brezka sam- veldinu, ef af henni verður. í hölfuðborg Uganda kom í dag til árekstra milli stúdenta og lögreglu er stúdentar reyndu að efna til kröfugöngu frá háskólan- um til bústaðar fulltrúa brezku krúnunnar á staðnum. Islenzk jurtahandbók komin út hjá Almenna bókafélaginu □ ÍSLENZK FERÐAFLORA heítir bók eftir Áskel Löve um íslenzkar jurtir, sem Almenna bókafélagið hefur sent frá sér. Er þessi Jurtabók AB í sama flokkj handbóka og Fuglabók AB, sem kom út fyrir nokkrum árum, og Fiskabók AB, sem fylgdi í kjölfarið, en báðar þess- ar bækur hafa notið vinsælda meðal almennings og munu langt komnar að seljast upp, þótt upplag þeirra hafi verið venju fremur stórt. Höífundur j uirtabókiarinnar, prófessor Ásikell Löve, er meðal þekkitustu ' vísindamanna ís- ienzkira í sinni íræðigrein og hefur frá öndverðu lagt mikla stund á könnun hins íslenzka jurtaríkis. Hefur hann borið allan veg og vanda af texta ís- lenzkrar ferðaflóru, en kona hans frú Dórís Löve, sem einn- ig er jurtafræðingur, hefur teikn- að skýringarmyndir í fyrsta yf- irlitskafla bókarinnar og aðrar myndir hennar eru eftir Dagny Tande Lid i Osló. í formála fyrir bók sinnj get- ur prófessor Áskell þess, að ís- lenzk ferðaflóra sé sjöunda handbókin. sem samin hefur verið um íslenzkar jurtir. Sú fyrsta . var íslenzk girasafræði, sem Oddur Hjaltalín læknir samdi, og gefin var út í Kaup- mannahöfn 1830, önnur var skrifuð af dönskum grasafræð- ingi og hin vinsæla Flóra ís- lands eftir Stefán Stefánsson var sú þriðja, fyrst gefin út 1901. Þá gáfu dansikir grasa- fræðingar út flóru íslands og Færeyja á ensku 1934, vísinda- legt yfirlit J. Gröntveds biirtist í safnritinu The Botany of Ice- iand 1942 og loks ísienzkar jurtir eftir Áskel Löve, sem var félagsbók Máls og menningar 1945. En flestar þessara bóka ena nú ófáanlegar og allar úr- eltar. telur próf. Áskell, vegna hinna miiklu breytinga á latn- eskum nafngiftum, sem gerðar hafa verið samkvæmt alþjóða- reglum undanfarna áratugi, auk þess sem töluvert hefur bætzt við þekkingu á íslenzku jurta- ríki. Segist höfundur samt hafa stuðzt mjög við íslenzkar jurtir, Flóru íslands og önnur eldri rit á íslenzku við samningu bók- arinnar og notað upplýsingar, sem gefnar hafa verið í grein- um og bréfum. í Jurtabók AB er lýst öllum tegundum æðrj jurta, sem vitað er að vaxa villtar á íslandi, og eins slæðingum sem örugglega hafa numið hér land. í inngangs- gireinum er að finna sittbvað er varðar almennt íslenzka grasafræði, svo sem um nafn- greiningu og nafngiftir jurta og um gróðursvæði landsins, og loks skrá yfir aillm’argar jurta- tegundir, sem friðlýstar hafa veið að lögum. Bókin er talsvert á fimmta hundrað blaðsíðuir að stærð og í henni um 650 myndir, sem ekki eru aðeins ætlaðar til feg- urðarauka heldur á hverjum að vera innan handar að þekkja eftir þeim hverja þá jurt sem á vegi hans verður, enda er bók- in fyrst og fremst ætktð firóð- leiksfúsri alþýðu og skólanem- endum, eins og höfundur segir í formála. ísafoldarprentsmiðja og Offsetmyndir haf a sett og prentað bókina, en Félagsbók- bandið bundið. Torfi Jónsson teiknaði kápu og titilsíður. Áskell Löve

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.