Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 7
Fiimimtudagiur 23. júlí 1970 — ]>JÓÐVILJINN — SlÐA 'J íhaldið og Alþýðuflokkurinn Togarakaup Framhald af 5. síðu. enn fastar að orði en áður og sagði þá m.a.: „Hæstvirt ríkisstjóm hefur ekki séð ástæðu til annars en að skella skolleyrunum við mjög eindragnum óskum a.1- þýðusaimtakanna um það að fella niður 2. gr. frv. Þessi vilji ailþýðusamtakanna er mjög eindreginn, og að baiki honum liggur fyllsta alvara. Og það hefði verið fyllsta ástæða fyrir hæstvirta rífcisstjóm að tafca með meiri sanngimi og meiri velvilja þeim sjónarmdðum, sem fram hafa komiið frá alþýðu- ssimitökiunum. Hæstvirt ríkis- stjórn hefur hins veigar ekki gert það. Fyllsta ástæða er til að vara hæstvirta rfkisstjóm við afleiðingum þess, ef hún knýr málið í gegnum þingið á sama veg og hún knúði það gegnum 2. umraeðu í þessari háttvirtu deild. Það er sem saigt mjög eindreginn vilji fyrir þvi hjá ailþýðusamtökunum, að 2 gr. frv. falli niður. Það verður ékki um hana annað sagt en að í henni felist allt að því hótun i garð alþýðusamtakanna, ef þau haldi sér ekki á mottunni í kaupgjaldsmálum. Þetta hefur óheppileg áhrif, og ef hæstvirt ríkisstjóm hefur vilja á, að bessar ráðstafaniir beri árangur, bá ætti hún að talka mieira tillit til samtaka launþeganna í land- inu en hún gerir.“ Vert er að vekja sérstaika at- hyglli á því, að þáverandi, þing- mieirihiluti tók slfkt tillit til andstöðunnar við hugmtyndina um að fela Landsbanka Islands gengisskráninguna, að horfið var frá að lögfesta þetta áfcv., því breytt í meðförum þingsins og gengisskiráningin ákveðin á- fram f lögunum sjálfum. Eins og fyrr segir, var gengisskrón- ingarvaldið ekiki tekið af Al- þingi fyrr en með bráðaibirgða- lögunum 1961. Nú búa íslenzkar launastéttir sig undir það að rétta hlut sinn við kaup- og kjarasaimninga á fcomandi vori. Viðurkennt er, að kaupimáttur launa hefur stórlega rýrnað undianfarin ár. Flestir virðast einnig teilja, að auiknar þjöðartekjur og bættur hagur atvinnuveganna gei'i kleift að greiða hækkuð laun. Um hitt er lífclegt að skoðanir séu skiptar, hve mikilar kjara- bætur launþegar þurfi að fá og hve háu kaupi efnaihagsketrfið rísi undir. Það verður að telj- ast óeðlileg og óviðunandi samningsaðstaða, ef viðsemj- endur eiga það stöðugt á hættu, að seðlaibanfcastjóm og rfkis- stjóm komi að saimminguim lcknum og segi: Þessir samn- ingair ykkar, atvinnurekenda og verkalýðsfélaga, eru á þann veg, að ofckuir Ifka þeir ekki. Við ætlum því að ómerkja þá eða a.m.k. breyta beim veru- lega. Til þess notum við geng- isifeBingaraðferðina. Undir slíkum kringumstæðum er örðugit að ganga til samn- ingsgerðar. — Segja mé, að vald til gengisskráningar í höndum Aiþingis sé engin örugg trygging fyrir þvi, að vaildinu sé ekki beitt án knýjandi nauð- synjar. Það er að vísu rétt. Hitt held ég að verði að teljast ótví- rætt, að með því að fela Al- þingi það hlutverk á ný að á- fcvarða ggngisskráningiuna með lögum, verði gengi sbneyt i n ga r nofckru örðugri viðfangs og við- urhlutameiri en ella. Það teil ég kost, en ekki löst. Vegna þeirrar sannfæringar, að genigi eigi aldrei að breyta án þess að knýjandi nauðsyn sé fyrir hendi, er frumvarp betta flutt. LOKAÐ föstudaginn 24. júlí vegna férðalags starfsfólks. tryggingastofnun ríkisins Laugavegi 114. Framhald af 1. siðu. ar samþylckir að óska eftir heim- ild frá borgarráði, til þess að útgerðarráð megi fyrir hönd Bæjarútgerðarinnar hefja samn- inga nú þegar um smíði á tveim- ur skuttogurum. Skipin verði smíðuð og útbúin samkvæmt smíðalýsingu, sem togaranefnd ríkisins sendi til ýmissa skipa- smíðastöðva í marzmánuði 1970, með þeim breytingum, sem Er- lingur Þorkelsson, vélifræðingur, hefur lagt til, að gerðar verði á smíðalýsingunni, sbr. bréf dags. 14. júlí 1970, sem fylgir í Ijós- riti Útgerðarráð óskar eftir að hefja samningana um þessa smíði nú sem allra fyrst, að fengnu samþykki togaranefndar og ríkisstjómar, þannig að smíði togara þessara njóti þeirra láns- kjara, sem ákveðin eru í lögum nr. 40 frá 11. maí 1970 um kaup á sex skuttogumm. Áætlað verð hvors skuttogara er um 140 milljónir króna, og myndi þá framlag B.Ú.R og Reykjavíkurbcrgar til kaupa á framangTeindum tveimur skut- togurum nema um 42 milljónum króna eða 15% af byggingar- kcstnaði þeirra. Upphæð þcssa yrði a-ð greiða á tímabilinu ágúst 1970 til ársloka 1972, sbr. með- fylgjandi áætlun. Jafnframt mælir útgerðarráð með því við borgarráð, að Reykjavíkurborg leggi fram sem lán samkvasmt sérstöku sam- komulagi 7V2 % af byggingar- kostnaði þeirra tveggja skuttog- ara, sem Ögurvfk hf. hefur sam- ið um smíði á' í Póllandi, enda loggi Ögurvík hf. fram til kaup- anna af eigin fé eigi lægri upp- hæð. Otgerðarfélagið verði búsett í Reykjavík, skipin skráð þar cg landi þeim afla, sem landað verður hérlendis, í Reykjavík. Reykjavíkurborg og útgerðar- aðilar í Reykjavík hafi forkaups- rétt að togurum þcssum, verði þeir seldir. Verði skipin siíðar seld aðilum utan Reykjavíkur, er allt ián Reykjavíkurborgar gjaldfallið. Loks telur útgerðarráð rétt, að bcrgarráð gefi félögum eða ein- staklingum í Reykjavík kost á sarr.s kcnar fyrirgreiðslu til smíðí tveggja skuttcgara til við- bótar og Ögurvík hf. kann að verða veitt af hálfu Reykjavík- urborgar og mcð sömu skilyrð- um“. Eins og fram kemur kostar hvori; skip um 140 milj. kr. Má þá gera ráð fyrir að lánið til ögurvíkur nemi samtals um 18 miljónum króna. Efcki er unnt að gera ráð fyrir að hin nýju skip BÚR komi til landsins fyrr en á árinu 1972, gangi allt eftir horfunum í dag. Ný prestsköll Framhald af 10. síðu. prestur í Kópavogi, séra Gunnar Árnason, verður sjötugur á næsta ári og lætur því af störfum fyrir aldurs sakir. Fá Kópavogsbúar því væntanlega að kjósa sér tvo presta innan tíðar. í Hafnarfirði eru íbúar einnig farnir að nálgast tíu þúsund en þar eru hins vegar hátt í tvö þús- und manns í fríkirkjusöfnuði og einnig er stutt síðan Garðapresta- kall var endurreist og tekið undan Hafnarfjarðarprestakaili, svo að biskup kvað ekki væntanlega f jölg- un presta í Hafnarfirði á næstunni. Kviknaði í út frá rafmagns- katli, Sigurðar enn rænulítiil Eins og fram kom í blaðinu í gær var líðan Sigúrðar Ishólm, gamla mannsins, scm naumlcga bjargaðist úr brunanum á Njáls- götu 4 B í fyrradag, framar von- um miðað við ástand hans þegar hann komst á slysavarðstofuna, mcðvltundarlaus, hættur að anda og hjartað svo til hætt að slá. í gær var Sigurður enn talinn á batavegi, en leið þó fremur illa og var rænulítill. Að því er ívar Hannesson rar.nsóknarlögregluiþjónn, sem hefur unnið að rannsókn á upp- tökum eldsins, sagði blaðinu ' í gær, er talið nokkurn veginn fullvíst, að kviknað hafi út frá rafmagnskatli í eldlhúsinu í íbúð Undirbúnings- nefnd vegna fisk- verkunar á Selfossi í Þjóðviljanum í gær var greint frá fundi er haldinn var á Selfossi til þess að fjalla um hugsanlega félagsstofnun um fiskverkun á Selfossi. Þar var greint frá nefnd er á að starfa áfram að athugun þessa máls, en því miður féllu niður nöfn tveggja þeirra sem í ’nefndinni eru. I>ví birtum við nöfn nefnd- armanna hér á eftir: Guðmundur Kristinsson, bankagjaldkeri, Jón Guðbrandsson, dýralæknir, Guð- mundur Helgason, trésmiður, Auðunn Friðriksision, ritairi verka- lýðsfélagsins Þórs, Magnús Aðal- bjarnarson, verzlunarm., Guðni Sturlaugsson, sldpstjóri og Jóbann Alfreðsson, skipstjóri. Bindindismót Framhald af 10. síðu. Sveinsson leikur á trompet. Síð- an kemur þjóðlagasyrpa með þátttöku Kristlnar Ólafsdóttur og Halldórs Fannar, ásamt kvart- ettinum „Lítið eitt“. Einnig koma fram „Heimir og Jónas“ ásamt Vilborgu og Páli. Að kvöldvöku lokinni ve-rðu dansað og leika fyrrnefndar hljómsveitir fyrir dansinum. Á miðnætti verður varðeldur og flugeldum skotið. — Mótinu verður slitið á mánudag. Fcrðir á mótið Vitað er um skipulagðar hóp- ferðir á bindindismótið frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kaflavík og víðar að. í Reykjavík verða ferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Galtalækjarskóg. Vegalengdin frá Reykjavík að Galtalækjarskógi er 124 km. — Mótsgjald er kr. 350,00, en aðgangseyrir fer lækk- andi eftir því, sem líður á mót- ið. Böm 12 ára eða yngri fá ókeypis aðgang, enda í fylgd með fullorðnum. Fjölmenn mótsnefnd úr bind- indissamtökunum hefur unnið að undirbúningi mótsins og sér um framkvæmdir allar meðan á mótinu stendur. Verður öll gæzla í höndum þessara aðila, eins og ávallt áður. Hefur fram- koma mótsgesta verið með sér- stökum ágætum og er það von mótsnefndar að hið sama verði upp á teningnum nú að þessu sinni. Að sögn forráðamanna mótsins hefur verið áberandi, hve fjölskyldur hafa fjölmennt til mótsins, enda mótið byggt upp með það 1 huga, að það geti verið skemmtun fyrir alla fjölskylduna. — Sérstök aðstaða hefur verið sköpuð í skóginum fyrir þá, sem vilja hafa bifreið- ar hjá tjöldunum. Haifa margir kunnað að meta það. • Minningarspjöld drubkn aðra frá Ólafsfirði fást á eft- irtöldum stöðum: Töskubúð- inni, Skólavörðustíg, Bóka- og ritfangaverz’uninni Veda, Digranesvegi, Kópavogi og Bókaverzluninni Álfheimum — og svo á Ölafsfirði. Sigurðar. Hefur ketillinn senni- lega gleymzt í sambandi, var komið á hann gat og allt brunnið kringum hann. 169 frús. króna minningargjöf om fersæfisráðhsrra í upphafi fundar útgerðarráðs BÚR í fyrradag var forsætisráð- herrahjónanna og dóttursonar þeirra minnzt. Var sérstaklega minnt á það að Bjarni Benedikts- son var borgarstjóri er samþykkt var í borgarstjórn að Reykjavík skyldi fá 20 af 30 nýsköpunartog- urum, eða sama hlutfalli af tog- araflota landsins og gert hafði ver- ið út frá Reykjavík á milli stríðs- t.' nanna. Var samþykkt samhljóða á fund- inum að minnast forsætisráðherra með því að leggja fram 100 þús- und króna minningargjöf, er út- gerðarráðið ráðstafaði síðan í sam- ráði við aðstandendur hinna látnu. 35 ára i dag 85 ára er í dag Júlíus Jóns- r;on fyrrum bóndi að Hítarnesi í Kolbeinsstaðahreppi, kunnur hagyrðingur og hestamaður. Mun Júlíus verða í Lauga- gerðisskóla í dag og taka þar á móti gestum í tilefni af- mælisins. Fimmtudagsmótið Sjötta Fimmtudagsmót frjáls- íþróttamanna fer fram á Mela- vellinum 23/7 og hefst kl. 18,30. Keppt verður í aftirfarandi greinum: 100 m. hlaup, 4x100 m. boðhlaup. kúluvarp, kringlu- kast og spjótkast. Andrés Önd- leikar Áður auglýst úrtökumót fyrir Andrés önd leikana í frjáls- íþróttum fyrir börn 11 og 12 ára fer fram á Melavellinum mánudaginn 27. júlí nk kl. 5. Tilkynna skal þátttöku til Þorvalds Jónassonar í sima 3-35-27 eða 3-10-15 fyrir nk. sunnudag. F.R.l. ALLT á að se/jast Verzlunin hættir um óákveðinn tíma. KJÓLAR og KJÓLAEFNI við hálfvirði. Klapparstíg 44. ORÐSENDING frá Rafmagnseftirliti ríkisins til verktaka og stjórnenda vinnuvéla. Að undanfömu hafa orðið alltíð slýs og tjón af völdum vinnuvéla við vinnu í ná- lægð loftlína og jarðstrengja, fyrir raf- nnagn og síma. Slík óhöpp má oft rekja til kæruleysis stjórnenda tækjanna og hlutað- eigandi verkstjóra, sem ekki hafa haft samráð við rafveitur eða símstjóra, áður en verk er hafið. Þetta hefur valdið mjög alvarlegum slysum á mönnum jafn- vel dauðaslysum, og auk þess valdið reksturstruflunum á stórum svæðum, sem af hefur hlotizt, auk óþæginda, stórkost- legt fjárhagslegt tjón fyrir rafveitur og símann sem og notendur þeirra. Verktökum og stjórnendum vinnuvéla ber skilyrðislaust að hafa samráð við hlutað- eigandi stofnanir um framkvæmd vinnu, í nálægð við nefnd mannvirki, áður en verk er hafið og sýna jafnframt ýtrustu varkárni í störfum. 14. júlí 1970 RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Jón Á. Bjarnason. RKHKI -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.