Þjóðviljinn - 23.07.1970, Blaðsíða 4
í| SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimimtudaigur 23. júla 1970.
— Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis —
Útgefandi:
Framkv.stjóri:
Ritstjórar:
Fréttaritstjóri:
Ritstj.f ulltrúi:
Auglýsingastj.:
Útgáfufélag Þjóðviljans.
EiSur Bergmann.
Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson
SigurSur Guðmundsson
SigurSur V. Friðþjófsson
Svavar Gestsson.
Olafur Jónsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Simi 17500
(5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00.
Bning sósíafísma og
lýðræðis
jjað er algengt — jafnvel meðal róttækra vins'tri-
manna — að sett er jafnaðarmerki milli þjóðnýt-
ingar, þ.e. félagslegrar eignar framleiðslutækj-
anna, og sósíalismans, án tillits til annarra þátta
í samfélaginu. Þegar þeir menn sem handgengn-
ir eru róttækri vinstri hreyfingu gera sig seka um
slíka einföldun hlutanna er kannski ekki von á
því að Morgunblaðið skilji annað. í forustugrein
Morgunblaðsins í gær er einmitt vikið að þessum
atriðum á þann frosna, úrelta hátt sem einkennir
alla þjóðmálaumræðu þess blaðs. Sósíalistar, eink-
uim í Vestur-Evrópu, hafa á síðustu árum lagt
vaxandi áherzlu á nauðsyn þess að tvinna sam-
an í fræðilegum útlistunum einingu sósíalisma
og lýðræðis. Sósíalisimi er eina raunhæfa lýðræð-
isformið þar sem eignarhald einstaklinga eða sam-
steypa á framleiðslutækjunum takmarkar ekki at-
höfn mannsins til betra lífs. Með þessu er ekki
aðeins. átt við pólitískt lýðræði — heldur einnig
félagslegt og menningarlegt lýðræði. Slík sam-
tvinnun lýðræðísins og samfélagshátta þjóðfélags-
ins hlýtur að verða einkenni þróaðs sóisíalísks
þjóðfélags. Þetta þýðir nefnilega ekki að sósíal-
isminn geti látið sér nægja birtingarform borg-
aralegs lýðræðis, heldur getur hann því aðeins
sannað yfirburði sína yfir kapítalismann að hann
skapi mun fullkomnara lýðræði. Hér skiptir höfuð-
máli „sjálfstjórn framleiðendanna“ sem Marx tal-
aði um, þ.e. raunhæft lýðræði sem ekki hefur náð
að þróast í þeim löndum sem þó búa við sam-
félagslega eign framleiðslutækjanna.
j>að er mikil nauðsyn fyrir alla sósíalista að gera
sér grein fyrir þessu grundvallaratriði og um
leið að starfa samkvæmt því í baráttu sinni fyrir
betra samfélagi. Þeir verða að hafa þá staðreynd
í huga að valdakerfi íslenzku yfirstéttarinnar er
miklu víðtækara en hinar lýðræðislega kjörnu
stofnanir gefa til kynna. Hvarvetna í þjóðfélag-
inu er að finna anga hugmyndafræði yfirstéttar-
innar, sem hún hefur reýnt að gegnsýra með
allt samfélagið. í skólunum, á vinnustöðunum, í
fjölmiðlunartækjunum sjást áhrif þessara afla.
Hins vegar verður innihaldsleysi kenninga þeirra
aldrei naktara en einmitt í nútímaþjóðfélagi Vest-
urlanda: Stöðugt er reynt að skapa nýjar þarfir í
því skyni að viðhalda útþenslumöguleikum fjár-
magnsins en á saima tíma opnast nýtt svið sem
sýnir áþreifanlega að kapítalískir framleiðslu-
hættir geta ekki uppfyllt nema neyzluþarfir þjóð-
félagsins, — í hæsta lagi. Menningarlegt og fé-
lagslegt tómarúm skapast sem verður aðeins fyllt
með því að brjóta niður valdakerfi óbilgjarnrar
yfirstéttar og tryggja í staðinn lýðræðislegt vald
fjöldans. — sv.
Vaxandi andúð æskufólks á Spéni é fasistastjórninri
□ Fréttir frá Spáni þykja benda til þess að spsenskt
æskufólk gerist æ fráhverfara og andsnúnara fasista-
stjórn Francos einræðisherra í Madrid, stór hluti æsk-
unnar kæri sig ekki öllu lengur um að láta bjóða sér hvað
sem er, vegna aukinna kynna hin síðustu ár við æsku-
fólk annarra landa og ferðafólk se’m lagt hefur leið sína
til Spánar víðsvegar að-
□ Stúdentar hafa hér verið, eins og víðar, í farar-
broddi, en áhrifa baráttu þeirra og aðgerða á undanförn-
um misserum er farið að gæta æ meir hjá ungu fólki
utan raða þeirra.
□ Þótt einkennilegt megi virðast — í þessu landi aft-
urhaldssamrar kirkju — taka ungir kennimenn æ oftar
undir kröfur æskumannanna, sem ekki vilja sætta sig við
ríkjandi ástand, og það eru ekki sízt klerkar af reglu
Jesúíta sem láta að sér kveða. Þeir vinna mikilvægt starf
á þessum vettvangi sem er að auka samskipti og samstarf
hinna ungu 'menntamanna og æskumanna í verkalýðsstétt,
skapa gagnkvæ’iTiian skilning með mentamönnum og þeim
verkalýðsfélögum og flokkum sem starfa á laun í skugga
banns stjómarvalda.
Vald kirkju og klerka hefur löngum verið mikið á Spáni og
kirkjan hefur stutt við bakið á Franco einræðisherra frá fyrstu
tíð. Síðustu misseri hafa þó æ fleiri prestar veitt lið þeirri
v(axandi bylgju sem risin er á Spáni, ekki hvað sízt meðal
æskufóiks, gegn afturhaldinu.
'y'
Fasistastjórnin á Spáni efnir regluiega til mikilla liersýninga í
þeim tilgangi að sýna veldi sitt og draga úr baráttuhug lýðræðis-
■ 1 'lJýilUl.yÍ
aflanna. ' ■ •
sr
Hrólfur Arnason
Fáein kveðjuorð
í dag er lagður trl hinztu
hvíldar í Fossvögsiki rk j uigarði
mágur minn og vinur Hrólfur
Árnason, Langholtsvegi 202, en
hann lézt í umferðarslysi 15.
júli s.l.
Hrólfur var fæddur að Hlið í
Þorskafirði 26. april 1911, voru
foreldrar hans Árni Ólalfsson
bóndi þaT og Salóme Bjama-
dóttir. Bemsiku- og æsku-
ár sín átti hann við Breiða-
fjörð, ólst upp við það líf, sem
lifað var á sveitalheimilum
þeirra tíma, á landi og við sjó.
Trúlega mun hugur hans
snemma hafa staðið til sjó-
mennsku en einnig til verklegr-
ar menntunar, enda fljótur
að átta sig á tæknileguim hlut-
um, eins og þeir frændur
fleiri. I . þann tíma var það
mikið áræði og dugnaður hjá
efnalausum ungling að fara til
Reykjavíkur á vélstjóranám-
skeið. Hann lauk vélstjóraprófi
innan við tvítugt, settist að í
Flatey á Breiðafirði og stundaði
þar vélgæzlu, bæði á flóabátn-
um Konráði og fiskibátum.
í Flatey kynntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Guðrúnu
Finnbogadóttur, sem er þar
borin og bamfædd. Þau stofn-
uðu þar heimili árið 1937.
Eftir nokkurra ára búskap f
Flatey fluttu þau til lands,
bjuggu fyrst eitt ár í Stykikis-
hólmi en síðan í Grafamesi f
Grumdarfirði, unz þau flytja
alfarið til Reykjavíkur árið
1948. Hrólfur hætti snemma
sjómennsku og stundaði vél-
gæzlu í landi og skyld störf
mestan hluta ævimnar eftir að
hann fór úr Flatey.
Að Langholtsvegi 202 byggðu
þau hjónin sér elskulegt heim-
ili og vom samhent um að gera
það sem vistlegast. Þar var gott
að koma og vinum og vanda-
mönnum jafnan tekið opnum
örmum. Þau eignuðust einn son,
Áma, sem nú er 15 ára, og
ölu upp kjörson, Sumarliða,
sem nú er fulltíða maður.
Haustið 1946 hitti ég Hrólf í
fyrsta sinn á Alþýðusambands-
þingi hér í Reykjavík. Hann
var fulltrúi fyrir Verkalýðsfé-
lagið Stjömuna, Gmndarfirði.
Við þessi fyrstu kynni tókst
strax með okkur vinátta, sem
haldizt hefur órofin síðan.
Hrólfur var elrki fyrirferðar-
mikill maður eða hávaðasamur.
Fáa hef ég þelckt jafn hógværa
og tillitssama. Hann hafði í
ríkum mæli þá mannlegu
eiginleika, sem ég met mest,
traustleika vinfesti og umburð-
arlyndi.
Hrólfur hugsaði alla tíð
mikið um þjóðfélagsmál og tók'
afstöðu til þeirra eftir vand-
lega ihugun. Hann starfaði um
árabil töluvert í verkalýðs-
hreyfingunni, var einn af stofn-
endum Verkálýðsfélagsins
Stjömunnar í Gmndarfirði 1942
og í stjóm þess þegar frá upp-
hafi. Hann var greindur maður,
hafði ríka réttlætiskennd oig
vildi leggja fram krafta sína
til að bæta kjör þeirra, sem
lakar vora settir. Hann var rót-
tækur í skoðunum en laus við
allt ofstæki, lét menn njóta
sannmælis og átti auðvelt með
að ræða mál æsingalaust.
Á þessum síðustu tímum
Árangurinn af starfi samtak-
anna Landverndar hefur þeg-
ar orðið talsverður og vak-
ið athygli fjölda manns á mál-
cfninu. Starfsemin er tvíþætt, í
fyrsta Iagi skipulagning land-
græðslufcrða út um landið og í
annan stað sala á fræjum, sem
hinn almcnni ferðalangur gctur
tekið mcð sér út í náttúrana og
sett niður, þar sem þurfa þyk-
ir.
Ýmiss konar félög og félags-
samtök eiga aðild að Landvernd
og hafa farið landgræðsluferðir
á vegum samtakanna. í sumar
vom skipulagðar 50 ferðir og
hafa velflestar verið farnar
hraða og spennu er yndislegt
að hitta fólk, sem andar frá
sér ró og jafnvægi. Hrólfur var
slíkur maður.
Þessar fáu línur áttu aldrei
að verða nein eftirmæli, aðeins
örfá kveðjuorð á skilnaðarstund.
Engum er ljósara en mér hve
lítið þau segja af því, sem ég
vildi raunvemlega sagt hafa.
Þegar vinir Dg vandamenn em
hrifnir burt á andartaks stund,
eins og ljós sé slökkt, er örð-
ugt að finna orð til hugg-
unar þeim sem eftir standa.
Við, sem kveðjum Hrólf Áma-
son í dag, getum þó verið
þakklát fyrir það, að um hann
eigum við aðeins góðar og
bjartar minningar
Sonum hans og Guðrúnu
svilkonu minni, sem tekið héf-
ur þessu þunga áfalli af aðdá-
unarverðu æðmleysi, sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún Guðvarðardóttir.
þegar. Fagmenn, sem samtökin
hafa á að skipa skipuleggja ferð-
irnar til f jölmargra staða á land-
inu. Meðal starfssamra hópa inn-
an samtakanna má nefna félag
fjáreigenda á Suðumesjum,
Lionsklúbba, ungmennafélög og
bankastarfsmenn og fyrir
skömmu fór Kiwanisklúbbur með
hálft tonn af fræjum vestur í
Borgarfjörð og setti niður.
Sala á fræjum fer fram á
benzínstöðvum á landinu. Hún
hefur gengið prýðilega í júlí, Dg
áhuginn virðist fara stöðuigt vax-
andi Fræin eru seld í fötum og
kostar hver kr. 150, en ágóði af
sölunnj rennux til landgræðslu.
Stasf Lanðvemdas gengui að ðskum
Kiwanisklúbbur setti niður
húlft tonn af fræjum nýlega