Þjóðviljinn - 02.08.1970, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVTLJrNN — Sunnudaeuir 2. ágúst 1970.
Kennslusfundir
Reggie Barfons i finu(
ensku morSaSferSinni
DAUÐI
í
FIMM
ÁFÖNGUM
Eftir ADRIENNE MANS
Gwendolyn dó eins og hún
hafði lifað: fyrir opnum tjöldum,
í hiutverki Desdemonu.
Tjaldið féll og leikhússtjórinn
aflýsti sýningunni vegna skyndi-
legra veikinda aðalleikkonunnar.
Meðan allir tróðust að útgang-
inum reyndi ég að komast óséður
til Gwendolyn, en gafst upp þeg-
ar ég rakst að tjaldabaki á tvo Iát-
laust klædda herramenn, sem
minntu óþægilega á Ieynilögreglu-
menn. Sennilega hafði Gwendo-
lyn líka orðið þeirra vör og þess-
vegna ákveðið að deyja í snatri.
Gwendolyn, fyrri kona föður
míns, Dares lávarðar, var jörðuð
í átthögum sínum, afskekkru
þorpi í írlandi. Samkvæmt ein-
dreginni ósk hennar sjálfrar voru
engir viðstaddír útförina nema ég
og eldri stjúpbróðir minn, Victor,
opinberlega frumgetinn sonur
föður míns í hjónabandi hans og
Gwendolyn. Linnulaus rigningin
skolaði burt síðustu leifum snjó-
bráðarinnar, þetta var í marz. Það
fór hrollur um mig þegar kistan
seig í jörðina, ekki bara vegna
hrásjagalegs veðursins, heldur líka
þegar ég mætti augum Victors
yfir gröfina.
Hvorugur okkar sagði orð alla
Ieiðina heim n" bað var ekki fyrr
en þan"'^ ’romið að Victor
rauf þögnina: — Komdu með
upp til mín, ég á heimtingu á
skýringu, sagði hann.
— Setztu! Victor var mjúk-
raddaður eins og samningamaður
í utanríkisþjónustunni. Við vor-
urr komnir gegnum síðustu
vængjahurðina upp í turnher-
bergið. Eldurinn logaði glatt í
arninum. Veiðihundur Victors
reis upp til að heilsa okkur. —
Þú hefur sjálfsagt legið á hleri
éi'ns óg venjulega? spurði Victor.
Lagðir þú snöruna um háls henni
— Othello?
—- Aldrei þessu vant tók Des-
demona inn zyankali, — blásýru-
bJöndu, svaraði ég. Stjúpbróðir
minn hrukkaði ennið.
— Það vita allir! Ég meina,
hvort þú hafir haft áhrif á hana.
Ekki viljandi, auðvitað, en með
afskiptaseminni. Segðu mér sann-
Ieikann, Reggie, allt er betra en
þetta.
— Jæja, fyrst þú endilega vilt.
Ég segi þér sannleikann, en í á-
föngum. Fyrsta áfangann þekkir
þú.
Fyrsti áfangi:
Gleðitíðindi
Dare lávarðtir hefur þegar ver-
ið giftur konu sinni, lafði Gwen-
dolyn Dare, í þrjú ár og er farinn
að hafa af því áhyggjur, að þeim
muni ekki verða erfingja auðið.
Lafði Dare Ieitar frá einum sér-
fræðingnum til annars og að lok-
um á náðir írska sveitalæknisins,
sem hún hafði sem barn. Dare lá-
varður er líka oft í ferðalögum
á þessu tímabili. Stuttu síðar ber-
ast gleðitíðindin: barn á leiðinni.
Um þetta leyti vinnur á ættar-
óðalinu, Heathmore Abbey,
myndarlegur ítalskur vinnumað-
ur, sem að vísu misþyrmir konu
sinni og dóttur, en er að öðru
leyti mjög hæfur. Hann heitir
Maglietti og er — eins og flestir
ítalir — ákaflega Iaglegur.
Lávarðurinn og lafðin hafa á
annarri hæð hvort sitt svefnher-
bergið, sem innangengt er á milli,
auk þess sem komast má úr einu
herberginu í annað eftir svölum.
Stórt tré er í garðinum fyrir fram-
an svalirnar og ein grein þess slúr-
ir yfir þær. Dag nokkurn er hinn
fagri Maglietti staddur á þessari
grein (ekki er almennilega vitað,
hvers vegna), greinin brestur,
Maglietti dettur og mjaðmagrind-
arbrotnar. Dare Iávarður greiðir
af mikilli rausn læknis- og sjúkra-
húskostnað hins slasaða.
Um meðgöngutímann dvelst
lafði Dare í írska sveitaþorpinu
sínu í húsi langt frá alfaraleið.
Eina þjónustufólkið sem hún hef-
ur hjá sér eru Agnes, kona Mag-
liettis, og Nicoletta, 19 ára dóttir
hans, einfaldar sikileyskar sveita-
konur, báðar forkunnar fríðar,
vingjarnlegar og iðnar. Fyrrnefnd-
ur sveitalæknir tekur á móti barn-
inu.
Þrem vikum eftir fæðinguna
kemur lafði Dare aftur með barn-
ið til Heathmore Abbey, en þær
sikileysku hafa notað tækifærið til
að losna undan illri meðferð Mag-
Iiettis, segir hún, og farið burt,
hún veit ekki hvert. Maglietti
ræður sér ekki fyrir reiði, en þar
sem hann er bundinn við rúmið,
neyðist hann til að bæla sikil-
eyskan ofsa sinn niður í heilt ár.
Heimildum ber ekki saman um
ruddalega framkomu herra Mag-
liettis eftir að honum batnar.
Þjónustuliðið og nokkrir hand-
verksmenn sem vinna að við-
gerðum á höllinni heyra brot af
háværum deilum hans við Dare-
hjónin, en vita ekki fyrir víst,
hvort þær snúast um horfnu Mag-
lietti-mæðgurnar eða ungbarnið.
Barn þetta, drengur að nafni Vict-
or, hefur kolsvart hár, jafnsvört
augu, ólífulita húð og gefur Mag-
lietti sjálfum ekkert eftir að fríð-
leika. Þar sem karlmenn í Dare-
ættinni eru yfirleitt ljósrauðhærð-
ir, giftast aldrei nema Ijóshærðum
konum, Dare Iávarður var oft að
heiman og tréð, sem Maglietti féll
úr, stendur rétt við svaladyr frú
Dare, hefur fólk dregið vissar á-
lyktanir. Hvað um það, Maglietti
virðist afgreiddur og er komið
til Sikileyjar, a. m. k. sést hann
ekki framar — frekar en kona
hans og dóttir. Stuttu eftir þetta
skilur lávarðurinn við konu sína
og hún fer aftur í leikhúsið. Vict-
or er eftir í Heathmore Abbey
kastalanum, viðurkenndur erfingi
óðalsins.
— Sjaldan hefur illt umtal hitt
naglann jafn vel á höfuðið, sagðj
Victor, er hann hafði heyrt sögu
mína, — ég er sonur Magliettis,
það er augljóst mál.
— Vertu ekki of fljómr að
dæma, tautaði ég, ekki án eigin-
girni, því Victor hefur nefnilega
sem eldri sonur föður míns erfða-
rétt til bæði óðalsins og lávarðar-
titilsins, sem ég kæri mig síður
en svo um, því sjálfur á ég meira
en nóga peninga og titillinn yrði
mér bara til ama, eins og það að
neyðast til að sitja á þingi. Victor
þaggaði óþolinmóður niður í mér:
— Maglietti hefur áreiðanlega
haft í hómnum við hjónin strax
fyrir fæðinguna og þegar ég var
fæddur og útlitið tók af allan vafa
um uppruna minn, hafa kröfur
Maglietti fjölskyldunnar orðið
enn ósvífnari. Fyrst hafa því báð-
ar konurnar verið sendar butt.
Þær skildu aldrei við Maglietti,
því þær fóru beinustu leið til
Sikileyjar, þar sem hann hlyti
auðvitað að leita þeirra fyrst af
öllu.
— Hvað veizt þú um það?
Mig fór að gruna margt.
— Þú ert ekki eini snuðrarinn
í fjölskyldunni, Reggie sæll. Ég
leitaði fyrir mér í Sikiley og fann
reyndar grafir mæðgnanna. Hald-
ir þú að Maglietti hafi kippt mál-
unum í lag á sikileyska vísu með
að drepa þær, skjátlast þér, því
um slíkt stendur ekkert í gömlu
kirkjubókunum.
— Er Maglietti líka sjálfur
grafinn á Sikiley? spurði ég sak-
Ieysislega.
— Nei, og ég hef það á til-
finningunni, Reggie, að þú vitir
nákvæmlega hvar hann er nú að
finna. Sennilega hefur hann beitt
móður mína fjárkúgun fram í
andlátið.
— Hm, sagði ég, kannski þú
hlustir fyrst á annan áfanga.
Annar áfangi:
Barátta Gwendolyn
Gwendolyn er aðeins 17 ára
þegar hún giftist föður mínum og
ekki nema tvímg þegar hún yfir-
gefur Heathmore Abbey kastala.
Síðan lifir hún sem eftirsótt og
fræg leikkona, móðursjúk kona og
óhamingjusöm, en tilbeðin af
Ieiklistarunnendum. í einkalífinu
heldur hún áfram að vera jafn
ungleg og barnaleg og þegar fað-
ir minn uppgötvaði hana. Hann
eftirlætur henni soninn Victor
hvenær sem starf her.nar leyfir.
Ást hennar á Viaor verður æ
meiri, en þegar við erum fullorðn-
ir er það ég, sem verð trúnaðar-
vinur Gwendolyn. Hún lýgur bara
smndum að mér, finn ég, þegar
hún talar um hjónaband sitt og
föður míns eða um Maglietti.
— Hvað er það eiginlega sem
gerir þér lífið svona óbærilegt,
spyr ég, — slæm samvizka?
— Ég hef hreina samvizku. Ég
mundi gera þetta aftur!
— Ó! svara ég hneykslaður.
— Föður þinn langaði svo að
eignast son. Hann var hræddur
um að ættin dæi út.
— Ó! Ég verð enn hneykslaðri
... Hafði Gwendolyn haldið, að
pabbi gæti ekki átt barn?
— Ég veit samt vel, að þetta
var glæpur, segir Gwendolyn kát.
— Yfirsjón, leiðrétti ,ég.
— Nei, glæpur, segir Gwendo-
lyn ákveðin. Það skil ég vel ...
ég iðrast bara einskis!
— Þú ert alltaf sama barnið!
— Já, er það ekki? Gwendolyn
Ijómar af ánægju. Veiztu, þetta
var ekki undirbúið, en Maglietti
var svo æsmr, svo hræðilega ofsa-
fenginn. Jæja, svo gerði ég þetta,
ég er svo fljótfær. Nei, mér þykir
sannarlega ekki fyrir því. En það
sem á eftir kom, var ekki sem
fallegast. Hjá því varð bara ekki
komizt. Ég kom þessu í kring af
mikilli Ieikni og faðir þinn hjálp-
aði mér eins og hann gat, þótt
þetta væri auðvitað dálítið óþægi-
legt fyrir hann! Gwendolyn segir
glaðlega frá þessu öllu. Hún hlær,
síðan snýst allt við, skyndlega fara
tárin að streyma og röddin verður
að leyndardómsfullu hvísli. —
Langar þig að vita, hver eyðilegg-
ur Iíf mitt, Reggie? Það er frum-
stæða fegurðargoðið, sem ég
treysti einu sinni.
— Er Maglietti þá enn á lífi,
hrópa ég upp yfir mig. Varð hann
áfram í Englandi? Kúgar hann
enn af þér fé?
— Gwendolyn Iítur mig svip-
Iausum, daufbláum augum sínum.
Hún er orðin 55 ára, vinsælasti
Shakespeare-túlkandi Englands,
og Iítur enn út eins og 17 ára
brúður. — Maglietti kúgaði aldrei
af mér fé, svarar hún æst, hvers-
vegna hefði hann átt að gera það?
Þú reiknar ekki með óbugandi
stolti Sikileyingsins: það eina sem
Maglietti krafðist nokkru sinni af
mér, var barnið!
— Þú berst þá enn fyrir Vict-
or?
Gwendolyn hikar. — Já, að
visu Ieyti.
— En það er fáránlegt, Gwen-
dolyn. Victor er orðinn 35 ára
gamall, pabbi hefur viðurkennt
hann sem sinn eiginn son og
Maglietti hefur hvort sem er eng-
an rétt, þar sem barnið er óskil-
getið.
— Þú skilur ekkert, svarar hún,
og ungbarnsaugun verða enn
kringlóttari þegar hún bætir við
í dekurbarnatón: Ég berst áfram
. . . . Ef það væru bara ekki sann-
anirnar!
— Sannanirnar? En við vitum
öll um þetta, umtalið er löngu
þagnað, þú þarft ekkert að óttast
framar, enginn vill þér neitt illt,
þetta er ekki annað en bull.
— Æ, þú skilur sannarlega
ekki neitt, endurtekur Gwendolyn
þrjózkulega. Sannanirnar eru
ekki í mínu seilingarfæri. En ég
get beðið og einhverntíma verður
einhver óvarkár og þá ...
— Og þá?
— Það er ekkert til, sem móðir
gæti ekki gert, segir Gwendolyn
montin og brosir undarlega.
— Svo Maglietti er á lífi, hrópa
ég, — og þú ætlar að drepa hann.
— Nei, nei, Reggie, láttu ekki
svona. Ég skipulegg aldrei morð,
ég held bara áfram að berjast ...
Ég ákveð að skerast í leikinn,
skipta mér af baráttu Gwendolyn,
til að forða því versta, en með því
má vera að ég hafi einmitt komið
hinu skelfilegasta til leiðar.
Nú var orðið aldimmt og hand-
an hárra bogaglugganna óð tungl-
ið í skýjum. Fjölskylduleyndar-
málið var miklu óþægilegra en
Victor grunaði. Það sem ég þurfri
að segja honum, mundi eyðileggja
minningu þess, sem honum var
nú ógleymanlegt: hvikult fasið,
létt fótatakið, ljóst hárið, dimm
röddin, allt hið einstæða, sem
móðir hans hafði verið honum ...
— Ég bíð, sagði Victor. Hann
kveikti á kertum, bætti viði á eld-
inn og hundurinn sem legið hafði
sofandi fyrir framan arininn,
vaknaði, tevgði sig, gekk til Vict-
ors og Iagði höfuðið biðjandi á
hné hans. Ég þagði enn.
— Ef það skyldi hjálpa þér,
Reggie, þá hef ég heldur ekki sagt
allt sem ég veit. Þegar ég fann
grafir Agnesar og Nicolettu sá ég
auðvitað Iíka dagsetningarnar á
Iegsteinunum. Agnes dó í hárri
elli, en Nicoletta var mjög ung
... Hlustarðu?
— Já. Ég greip glasið og reyndi
að drekka. Victor sýndist mjög
fölur í sorgarbúningnum. —
Næst fór ég til írlands, en gamli
Iæknirinn var náttúrlega löngu
dáinn og ég hitti heldur ekki aðra,
sem mundu eftir því sem skeð
hafði þarna endur fyrir löngu.
Þess í stað Ieitaði ég f skjölum
frá þessum tíma og fann þar, að
Nicoletta nokkur Maglietti hefði
látizt í þorpinu aðeins tveim dög-
um eftir fæðingu mína, að sjálf-
sögðu á fullkomlega eðlilegan
hátt: af slysförum. Dánarvottorð-
ið var gefið út af Iækni móður
minnar. Óneitanlega áhugavert.
— Mjög merkilegt, svaraði ég
hægt og leitaði í huga mér að
sennilegri skýringu. Victor mátti
ekki strax komast að hinu sanna;
hann hafði ekki enn verið nægi-
lega undirbúinn... \
— Drap móðir mín Nicolettu?
Victor Iaut höfði, varir hans titr-
uðu.
— Enginn drap Nicolettu, hún
hlaut eðlilegan dauðdaga.
— Victor hló kaldranalega.
Þvílík tilviljun!
— Nei, það var engin tilviljun,
en ég segi þér seinna hvernig hún
dó. Nicoletta var flutt til greftr-
unar á Sikiley og móðir hennar
fylgdi kistunni. Þú hafðir rétt fyr-
ir þér, þegar þú hélzt því fram,
að þær hefðu aldrei ætlað að
skilja við harðstjórann.
— Æ, ÖII þessi leyndarmál!
Svona nú, Reggie, komdu þér að
hlutunum. Ég vil fá þriðja áfang-
ann.
Þriðií áfangi:
Viðskipti
Undir Iok febrúar, um einni
viku fyrir sjálfsmorð Gwendolyn,
kom Evelyn mér á sporið. Evelyn
er bara ómerkileg, óþekkt dans-
mær, en hefur verið vinkona mín
árum saman. Við elskumst að vísu
aðeins á köflum, þar sem við ér-
um bæði upptekin af öðrum á
milli, en þegar við elskumst er
það ævinlega mjög heitt. f þetta
skipti var það eins og vaftt et og
áður en ég fór kyssti ég fréknótt
nefið á Evelyn og sagði henni (ég
segi henni næstum allt) frá á-
kyggjum mínum vegna Gwendo-
lyn, sem Evelyn þekkir auðvitað
úr leikhúsinu.
— Eins og það sé ekki aug-
Ijóst, biáninn binn. segir þá Eve-
lyn, að með frumstæða fegurðar-
goðinu sem hún treysti, á hún
Hvar næst
Hver næst
DregiS verður miðvikudagitm 5. ágúst •
Vinningar gera hvorki mannamun né staðarmun. Gleymið ekki að
endurnýja. Síðustu forvöð fyrir hádegi dráttardags. Happdrætti SÍBS
11